Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 14
30 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971 IARNAGARÐ Framhald af bls. 21. ingum tvo mestu dýrgripina meðal íslenzkra handrita, við þá fulltrúa danska þjóðþingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar, sem hér eru staddir, við dönsku þjóðina segi ég á þessari stundu: Þið hafið drýgt dáð. Við litla frændþjóð hafið þið komið fram með þeim hætti, að hún mun aldrei gleyma því. Þið hafið sýnt þjóðum heims fordæmi, sem ver- aldarsagan mun varðveita. Ég vona, að hér muni það sannast, að hið bezta, sem maður gerir sjálf- um sér, sé að gera öðrum gott.“ Að lokum sagði ráðherrann: „Samkvæmt 2. gr. liandritasátt- málans milli Danmerkur og fs- lands, tekur ríkisstjórn íslands að sér með atbeina Háskóla fslands að varðveita og hafa umsjón með handritum þeim og skjalagögn- um, sem til íslands verða flutt.í samræmi við reglur skipulags- skrár Legats Áma Magnússonar. Með tilvlsun til þessa, fel ég hér með Háskóla íslands að varðveita og hafa umsjón með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.“ Háskólanum afhent handritin Nú gekk Magnús Már Lárusson, háskólarektor upp á sviðið, og af- henti menntamálaráðherra honum skinnbækumar. Sagði rektor m.a.: „Á þessum degi fagnar Há- skóli íslands og þjóðin öll. Þessi, hinn fagri dagur boðar, að nýtt sumar rennur upp, sem hefur í sér fólgnar vonir og þrár, sem eigi munu bregðast. Hinn langþráði dagur staðfestir heimkomu hand- ritanna, er á sínum tíma voru flutt til höfuðstaðar og menning- arsetursins sameiginlega í hinum 0>.meinuðu konungsríkjum Dana- konungs." f lok samkomunar lék Sinfóníu hljómsveitin Nordisk Chaconne, eftir Pál ísólfsson. Hélt nú hver heim til sín, en handritin lágu eftir á borðinu meðan gestir yfirgáfu salinn og var þeirra vel gætt af lögreglu- mönnum. Síðan voru þau enn sett aftur í lögreglubíl og var ekið að 'Árnagarði. Þar afhenti Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, Jónasi Kristjánssyni, forstöðumanni Árna garðs handritin. Var farið með þau í handritageymslu í kjallara hússins, og sleppti lögreglustjóri ekki af þeim auga fyrr en Jónas var búinn að ganga frá þeim í geymslunni. Verða handritin til sýnis al- menningi á morgun. f kvöld heldur ríkisstjórnin kvöldverðarboð á Hótel Borg í tilefni afhendingar handritanna. Eru þar um 300 gestir. Á morgun heldur forsetinn dönsku sendinefndinni og dönsku gestunum hádegisverðarboð á Bessastöðum. Kl. 3 heimsækja gestirnir Árnagarð og annað kvöld verður kvöldverður í Átt- hagasal Hótel Sögu á vegum Há- skóla íslands. MEÐ HVÍTBLÁINN VIÐ HÚN Þegar Vædderen sigldi inn á höfnina, voru a.m.k. tveir litlir bátar sem sigldu þar um, með hvít bláa fánann við hún, hvað svo sem það tiltæki hefur átt að tákna á þessum degi. Undir ræðuhöldunum flykkt- ust börn og unglingar um borð í Vædderen, og stóðu jafnvel á brúarvængnum meðan athöfnin við höfnina fór fram. Dönsku sjó- liðarnir gáfu þessum óboðnu gest- um óhýrt auga, en létu samt vera að reka þau frá borði, og héldu kyrru fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum um borð í skip- inu, eins og heraginn býður. Enginn datt í sjóinn Það hefði ekki verið neitt skrýt- ið þótt einhver af þeim mörgu þúsundum sem lögðu leið sína niður að Reykjavíkurhöfn í morg- un hefði dottið í sjóinn, svo mikill var troðningurinn og löngunin eft ir að sjá hvað gerðist á hafnarbakk anum. Félagar úr Björgunarsveit Ingólfs voru á björgunarbátnum Gísla J. Johnsen og gúmmíbát, ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis — svo sjá má að alls öryggis var gætt. Við nýja Tollstöðvarhúsið * var mikill troðningur, og átti lögregl- an fullt í fangi með að hafa hem- il á mannfjöldanum, en allt fór þó vel, þótt einhverjir hafi eflaust fengið olnbogaskot í troðningn- um. Vetrarferðalag Framhald af bls. 25 en „nú verður allt vitlaust ef Múlinn teppist í nokkra daga“, sagði Ólafsfirðingur við mig á dögunum. Vegurinn fyrir Ólafs fjarðarmúla hefur algjörlega rofið einangrun Ólafsfjarðar, on þó geta komið tímabil á vetr um, sem vegurinn er ófær í allt að hálfan mánuð, og það er víst þá, sem „allt verður vitlaust" eins og mér^ var sagt. Áður fyrr sættu Ólafsfirðingar sig við strjálar samgöngur, en þog ar fólkið er komið upp á lagið með að geta svo til hvenær sem er skroppið til Dalvíkur oða Akureyrar, þá finnst því það vera innilokað þogar veg- urinn teppist' — jafnvel inni- lokaðra en áður. Þá hefur flóabáturinn Drangur hafið ferðir aftur. og kemur nú til Ólafsfjarðar tvisvar í viku, og ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlegar þakkir til 15. flokksþings Framsóknar- flokksins og allra hinna mörgu, sem glöddu mig meS skeytum og heillaóskum á 75 ára afmælisdegi mínum 17. þ.m. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Halldór Ásgrímsson. T ónabíó Sími 31182. íslenzkur texti Gott kvöld, frú Campbell (Buona sera, mrs. Campbell) Snilldar vel gerð og leikin ný, amerísk gamanmynd af allra snjöllustu gerð. Myndin, sem er í litum, er framleidd og stjórnað af hinum heimsfræga leik- stjóra Melvin Frank. GINA LOLLOBRIGIDA SHELLEY WINTERS PHIL SILVERS PETER LAWFORD TELLY SAVALAS Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. LÍF OG FJÖR í GÖMLU RÓMABORG Barnasýndng kl. 3. GLEÐILEGT SUMAR RIDG Spilin falla misjafnlega að hin- um ýmsu kerfum í bridge eins og eftirfarandi spil sýnir vel, en það kom fyrir í leik íslands og Austur- ríkis á EM sl. haust. A 8 V 10 ♦ G 7 5 3 2 ♦ K 10 5 4 3 2 A KDG10962 A Á54 y G 7 5 VKD642 ♦ 9 8 6 ' KD A ekkert e|> D 9 4 A 73 V Á 9 8 3 ♦ Á10 4 «%> AG86 Á borði 1 opnaði A, Þorgeir Sig- urðsson á 1 Sp. (Roman) og ein- falt var þá fyrir heimsmeistarann Babsch í S að dobla. Símon Sím- onarson í V sagði 4 Sp. og nú var einnig einfalt fyrir hinn HM-meist- arann, Manhardt, að segja 4 gr. og biðja þannig félaga um betri lág- litinn. Þorgeir doblaði auðvitað Bobsch sagði 5 L og aftur doblaði Þorgeir. En eins og spilið liggur var enginn vegur/að hnekkja 5 L. A borði 2 opnaði A á 1 gr., sterkt, og þá var útilokað fyrir Hjalta Elíasson í S að dobla. V stökk beint í 4 Sp., sem varð lokasögnin og enginn vcgur var að hnekkja þeirri sögn. 1000 til Austurríkis og 14 stig. er einskonar öryggisventill, ef Múlinn verður lengi ófær. Það er víst töluvert langt í land með það, að íslendingar geti ferðazt um land sitt land veg, þvert og endilangt, að vetr arlagi, en áður en það verður hægt, ber brýna nauðsyn til að tryggja betri samgöngur á ann an hátt við þétt.býlisstaði í öll um landshlutum. Með bættum samgöngum er ekki einungis verið að leysa siálf samgöngu- málin, heldur líka mörg önn- ur vandamál. sem að afskekkt- um stöðum steðja, s.s. lækna- vandamál. skólamál. atvinnu- mál og fl. Undirstaðan undir öllu þessu eru góðar samgöng- ur, og þeim peningum sem til bættra samgangna er varið, er vel varið, og þeir peningar stuðla betur að eflingu lands- byggðarinnar en marga ræður um hin og þessi vandamál dreif býlisins. — Kári. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS 25. sýning í dag kl. 15. Uppselt. ÉG VIL — ÉG VIL Sýning í kvöld kl. 20 Uppselt. ASeins tvær sýningar eftir SVARTFUGL 10. sýning föstudag kl. 20. FÁST Sýning laugardag kl. 20. Siðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kL 13,15 til 20. Sími 1-1200. GLEÐILEGT SUMAR Dll 1íM Mávurinn 2. sýning í kvöld. Kristnihald föstudag. Hitabylgja laugardag. Mávtfrinn sunnudag. Kristnihald þriðjudag. 80. sýning. Aðgöngumiðasalan 1 Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. GLEÐILEGT SUMAR Á skákmóti í Amsterdam 1956 kom þessi staða upp hjá Petrosjan, sem hefur hvítt og á leik, og Keres ABCDEFGH Petrosjan lék nú 17. Df3? og missti þarna af tækifæri að vinna peð. 17. Bxf7f! — Hxf7 18. DxR. Nú Keres svaraði með 17.---------- Re5 18. Dg2 — De7 19. Rd4 — Hd8 20. Hadl — g6 21. b3 — Hcd7 22. e4 — Hc8 23. Khl og hér sömdu stórmeistararnir jafntefli. ÚR DG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÓIAVÖRÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 ^»18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.