Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 16
Samþykkt 15. flokksþings framsóknarm anna í tilefni heimkomu handritanna FLYTUR DONSKUM FORYSTUMONN- UM í HANDRITAMÁLINU ÞAKKIR FYRSTA FB—Relykjavík, miðvikudag. SKEMMTIDAG- Cl/DÁ k SUMARDAGINN EB—Reykjavík, miðvikudag. Eftirfarandi ályktun var gerð á flokksþingi framsóknarmanna í gær, og samþykkt samhljóða með dynjandi lófaklappi: „Flokksþing framsóknarmanna fagnar endurheimt íslenzku hand- ritanna úr dönskum söfnum. Það metur mikils skilning Dana á ósk- um og nauðsyn íslendinga að fá þessa fornu menningardýrgripi aftur heim. Það flytur dönskum forystumönnum í handritamálinu þakkir fyrir farsæla lausn á mál- inu svo og dönskum og íslenzk- um baráttumönnum þess fyrr og síðar. Þingið telur að handrita- málið og meðferð þess sé til fyrir- myndar fyrir þjóðir heims um samninga í viðkvæmum deilumál- um og lausn þeirra. Þingið minnir á skyldur ís- lenzku þjóðarinnar gagnvart menn ingararfi sínum og telur að gera verði allt sem framast er unnt til þess að ísland megi í raun verða höfuðsetur fornnorrænna fræða. Þjóðinni allri bera að ávaxta menningararf sinn með lestri íslenzkra bókmcnnta." Thorsen, skipherra á Vædderen, afhendir hér lögreglunni handrltapakkana, og fyrir aftan skipherrann stendur Eiler Mogensen, sem sá um hand- ritin á heimleiðinni. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, stendur i miðið, en lögregluþjónninn við hlið hans rétti handritapakkana inn i lögreglubílinn. Ávarp forseta íslands í ríkisútvarpið í gær: J DAG BES ENGAN SKUGGA S Hátíðahöld Sumargjafar á sum ardaginn fyrsta verða með líku sniði, og verið hefur undanfarin ár. Nokkrar útiskemmtanir verða. Kl. 1,45 leggur upp skrúðganga í Breiðholtshverfi og gengur inn á íþrótta- og leiksvæði hverfisins. Kl. 1,15 leggur skrúðganga af stað frá Vogaskóla og gengur að Safn aðarheimili Langholtssafnaðar. Kl. 2,15 fer skrúðganga frá Laugar nesskólanum að Hrafnistu, á sama tíma fer skrúðganga frá Hvassaleitisskóla og gengur að Réttarholtsskóla. Kl. 2,30 fer ganga frá Árbæjarsafni og gengur að Háskólabíói og að lokum fer ganga frá Árbæjarsafni og gengur að barnaskólanum við Rofabæ. Á öllum stöðum leika lúðrasveitir fyrir göngunum. Inniskemmtanir verða í Austur bæjarbíói, Safnaðarheimili Lang holtssafnaðar, Álftamýrarskóla, Háskólabíói, Réttarholtsskóla, Laugarásbíói og Áxborg. Hefjast þær kl. 3 nema í Safnaðarheimili Langholtssafnaðar kl. 2 og í Ár- borg í Árbæjarhverfi kl. 4. ■, Að- göngumiðar verða seldir eftir hádegi á sumardaginn fyrsta í húsinu sjálfu. Margt verður til skemmtunar á þessum inniskemmtunum. Lúðra sveitir leika, fluttir verða leik þættir, mikið verður um söng og hljóðfæraleik og margt annað verður til skemmtunar. Alls munu um 600 börn og unglingar koma fram og skemmta. Litli Kláus og Stóri Kláus verð ur sýndur í Þjóðleikhúsinu á sum- ardaginn fyrsta. Barnatími verð ur í ríkisútvarpinu og hefst hann kl. 5 og kvikmyndasýningar verða í tilefni dagsins kl. 3 og 5 í Nýja bíói. Merkjasala er á sumardaginn fyrsta, og verða merki afhent kl. 10—2 þennan dag í Melaskóla, Vesturbæjarskóla, v.öldugötu, Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla, Vlftamýrarskóla, Hvassaleitisskóla, Brelðagerðisskóla, Vogaskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Árbæjarskóla, fsaksskóla, Leik- vallarskýli v. Sæviðarsund og Breiðholtsskóla. Merkin kosta 30 kr. en aðgangur að inni- skemmtunum er seldur á 75 kr. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börn sín í skrúð göngurnar, og sjá til þess að þau verði vel klædd. Skátar munu setja svip sinn á dagskrá sumardagsins fyrsta. Venja hefur verið að fylkja liði og ganga til kirkju, svo verður einnig gert í ár. Að þessu sinni verður gengið frá Iðnskólanum á Skólavörðuholti að Háskólabíói, þar sem hlýtt verð- ur á messu séra Bernharðs Guð mundssonar æskulýðsfulltrúa þjóð kirkjunnar. Mun skátakór syngja. Ylfingar og ljósálfar halda líka sína messu í Neskirkju þar sem séra Jón Thorarensen messar og munu þeir ganga með skátunum til kirkju, en messurnar hefjast báðar kl. 11.00 f.h. í dag hefur gerzt sögulegur viðburður hér á landi. Á kom andi tímum mun hinn 21. apríl 1971 verða talinn meðal merk- isdaga í sögu íslenzku þjóðar innar. Góðir gestir hafa sótt land vort heim og komið fær- andi hendi. Sambandsþjóð vor um langan aldur hefur sent hingað virðulega fulltrúa sína til þess að fá oss í hendur ís- lenzkar gersemar, sem öldum saman hafa verið í útivist, fjarri þeim heimkynnum, þar sem þær urðu til í öndverðu. Þær sameinast aftur þeirri arfleifð, sem fornir feður vorir létu oss eftir. Hér eiga þær með réttu heima. Þjóðlegar minjar njóta sín hvergi til fulls, né fá menn að fullu notið þeirra, nema þar sem þær eru náttúrulegur hluti , af menningarheildinni. Þetta eru sterkustu rökin fyrir því að íslenzk handrit skuli vera á íslandi. Þar verða þau stærst og þar fylla þau skarð, sem annars væri ófullt, þar varpa þau ljóma á umhverfi sitt og þiggja um leið sjálf af því líf og styrk. Það sem saman á, efl- ir hvað annað. Svonefnt handritamál milli Dana og íslendinga er nú á enda kljáð. Brotið er blað í samskiptum þessara þjóða, sem öldum saman hlutu saman að sælda við skin og skugga. í dag ber engan slcugga á. Vér fögnum þeim gestum, sem nú afhenda oss með viðhöfn þá dýrgripi, sem íslenzkir menn á fyrri tíð færðu konungi sínum og landanna beggja að gjöf. Sú viðhöfn er ytra tákn þess, að forsvarsmenn þjóðanna beggja gera sér ljóst, að þeir fara með sögulegt hlutverk. Afhending Flateyjarbókar og Konungsbók ar Sæmundareddu í dag, og allra þeirra mörgu handrita, sem á eftir munu fara, er ein- stæður viðburður, þótt langt og víða væri leitað. Það er augljóst að slíkt gat aldrei gerzt nema fyrir þrautseiga bar- áttu margra, ágætra danskra manna til stuðnings málstað vorum. Sú er trú mín, að þeir muni njóta þeirrar gleði nú þegar, og þó enn meir þegar lengra iíður frá, aö danska þjóð in hafi hinn mesta sóma af þessum málalokum. Það fer ekki hjá því að eftir þeim verður tekið víða um heim. Og því trúi ég einnig að það ó- hagræði fyrir dönsk vísindi, sem afhending þessara gömlu, íslenzku handrita kann að hafa í för með sér verði síður en svo eins tilfinnanlegt og sumir hafa haldið fram. Það er ekki ætlun vor að láta hinar fornu bækur hverfa heiminum við að flytjast til íslands. Þeirn hefur verið búinn öruggur staður, þar sem þær verða hverjum manni tiltækar, sem þær vill rannsaka, og vissulega munu þeir allir verða þar velkomnir, og þá ekki sízt danskir fræði- menn, enda standa íslenzk fræði á gömlum merg í Dan- mörku og munu enn halda áfram að blómgast þar, ef að líkum lætur og ósk vorri fer, íslendinga. íslcnzku skinnbækurnar eru forngripir. þjóðminjar. Eins og allar þjóðlegar minjar eiga þau að gleðja og fræða, efla skilning og vitund um sjálfa oss sem þjóð og sem einstakl- inga. En þær tala ekki sjálfar, jafnvel ekki þótt bækur séu. Þær þarfnast túlkenda, skýr- enda, manna sem kunna ekki aðeins að gæta þeirra svo að ekkert grandi þeim. heldur einnig að gefa þeim líf og mál. Þeir verða að vera sérfróð ir, og enginn verður sérfræðing ur í neinum fræðum nema fyr- ir langa þjálfun. Svo er fyrir að þakka, að vér eigum á að skipa ágætum handritafræðing um. Heimkoma handritanna leggur þeim nýjar skyldur á herðar en mun einnig verða þeim mikill aflvaki. Og saman verður að fara vísindaleg rann- sókn, sem er undirstaðan, og alþýðleg kynning. Allar þjóð- legar minjar, hvort sem eru bækur eða annað, verða að ná til fjöldans, og það geta þær ekki nema fyrir meðalgöngu fræðimannanna. Þeirra hlut- verk er því mikið, vandasamt og göfugt. Hinn mikli fornmenntafræð- ingur og skáld Jón Helgason prófessor hefur ort á þessa leið: Oftsinnis meðan ég þreytti hin fornlegu fræði / Framhald á bls. 21.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.