Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 5
LAWJARÐAGTJR 1. maí 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Bvers vegna getnr hann ekki látið sér nægja að ganga' í svefni? Kona k»m í spilavíti í fyrsta skipti á ævinni. t augnabliks örlæti fékk maðurinn hennar henni 50 pund til a<5 leggja á rúllettuna. — Á hvaða númer á ég að leggja? spyr konan. — Það er alveg sama sagði maður hennar. — Þetta er ekki annað en blind heppni- Þú getur t d. lagt á aldurstölu þina. Konan lagði á töluna 28. Þegar hjólið stanzaði datt kúl- an á töhrna 40. Konan féll í öngvit Það var á skemmtisamkomu, og þekktur visnasöngvari kyrj- aði nokkra að sinum þekktu slögurum. í síðasta laginu opnaði hann faöminri á móti áhorfendum og hrópaði: — Syngið nú með. Syngið nú öll. Það var dauðakyrrð nokkur augnablik en svo heyrðist á áhorfendabekkjunum: — Við kunnum það ekki heldur. Ólafur piparsveinn hafði rétt lokið við að kyssa síðustu „skvisuna“ og hún sagði: — Drottinn minn, hvað þú kyssir vel, þú hlýtur að hafa æfingu. — Já, aðeins, svaraði pipar- sveinninn. Ég er trompetleik- ari í lúðrasveit! I þorpi nokkru kepptu Jón og Karl um oddvitastöðuna. Baráttan fór svo, að Karl hreppti stöðuna. Um kvöldið þegar Jón kom heim, sagði kon- an hans: — Hvað er þetta maður, komstu ekki með hann Karl með þér? — Nei, hvers vegna átti ég að gera það? — Af því að þú sagðir áður en þú fórst, að í nótt skyldi ég fá að hvíla hjá oddvitan- um. n F N N I Mamma, hvað lieiti ég í raun og veru ntcira cn Denni? Hr. pt ÆZ kyl A I A | I CZ | Wilson segir að ég heiti Vand- L-//TL.IVIAM—/-ALJ v_J I ræðagenilingur. — ★ — ★ — ísraelska lögreglan komst í dálítil vandræði, þegar hún hafði upp á manneskju þeirri, sem eftirlýst var fyrir marga þjófnaði. I stað þess að rekast á karlmanninn Avraham Gold- stein rákust þeir á þessa fögru Stúlku Gilu, sem við sjáum hér á myndinni. Skýringin á þessu cr sú, að skömrnu eftir rán í ísrael komst Goldstein til Vest- ur-Þýzkalands og fékk lækni þar til þess að breyta sér í konu. Síðan tók hann — eða hún rétt- Gestir skíðastaða í Frakklandi urðu 80 þús. færri í vetur en undanfarin ár. í tölum franska ferðamannaráðsins sést, að 1. 600.000 skíðamenn fóru upp tii fjalla til þess að njóta útiveru og stunda skíðaíþróttina, en á síðasta ári var talan 1.680.000. Líklega hefur lítill snjór haft sitt að segja, og svo stefnu- breyting skólayfirvalda, sem hefur stytt páska- og vetrarfrí skólafólks, svo það á-ekki eins auðvelt með að bregða sér á skíði nú eins og stundum áð- ur. Svo mun það einnig hafa sagt til sín í skíðabrekkunum, að fjöldi fólks hefur lagt leið sína suður á bóginn fremur en upp í fjöll í vetur. Hefuv fólk ið streymt til Madeira, Kanarí eyjanna og Norður Afríku. - * - * - í Frakklandi hafa menn sam einazt í bafáttunni fyrir þvi, að dauðarefsing verði afnumin þar í landi, en aðeins tvö riki í Evrópu vestáhverðri hafa dauða refsingu enn í lögum sínum, Frakkland og Spánn. Þingfull trúar allra flokka hafa undir- ritað bænaskjal, þar sem þeir fara þess á leit við yfirvöld, að fallöxin verði ekki framar notuð. Varaforseti þingsins Eugene Claudius-Petit, hefur ákveðið að leggja fram á þingi frumvarp sama efnis. Árið 1960 var gerð skoðanakönnun meðal almennings í Frakklandi um álit hans á dauðarefsingu, og reyndust 58% vera henni and- vígir. — Maður er aldrei of gamall til að læra, segir Alf de Pomi an, og hann getur sagt það með sanni, því í vetur hefur hann tekið þátt i leshring á vegum skóla þess í Stokkhólmi, sem annast kennslu fyrir fullorðna, en Alf de Pomian er hvorki meira né minna en 104 ára gamall. Hélt hann upp á afmæli sitt í hópi glaðra og góðra skóla félaga nú alveg nýverið. Hér er Alf að taka við blómum frá- skólastjórninni. Menn fullyrða, að hann sé elzti námsmaður í Svíþjóð um þessar mundir, og trúlega verður crfitt að finna annan eldri. ar sagt — upp nafnið Gila, og sneri til ísrael aftur. Á nætur- klúbbi i Tel Aviv fékk Gila síð- an vinnu sem dansmær, og hún kom fram til skamms tíma. Um þessar mnndir eru að koma' út hjá öflum þjóöum Sovétrikjanna 200 bindi af meistaraverkum heimsbók- menntanna. Fagurbókmenntir njóta mikillar hylli lesenda. Þessi útgáfa er i þremur hhit um, og er útgáfa bókanna ekki miðuð við rétta tímaröð. Þann ig hafa áskrifendur til dæmis þegar fengið 193. bindi með verkum Anatole France, en sjötta bindið, sem í eru hjarð ljóð, búnaðarbálkur og Eneas arkviða Virgils er um það bil að koma út. Þessi aðferð, að gefa bækumar ekki út í réttri röð, er gerð í þeim tilgangi, að lesendur kynnist fomum höfundum jafnhliða sígildum bókmenntum tuttugustu aldar- innar. Árið 1971 kemur ut mik ið af frægum verkum vest- rænna höfunda, svo sem Beaum Rotterdamusar, Goldonis, Gozzi og Alfieris. I þeim hluta útgáfunnar, þar sem verða verk 20. aldar höf- unda, koma smásögur kin- verska meistarans Lu Sin, verk Heiririehs Manns, ljóð Aleks- anders Tvardovskis, skáldsögur Aleksanders Fandéefs. Nú þeg ar hafa komið út 53 bindi í þessu „heimsbókasafni“, og á árinu 1971 eiga enn að bætast 20 við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.