Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 1971 TÍMINN 11 ATVINNA Karl og/e3a konu vantar til að veita forstöðu sumarhóteli að Varmá í Mosfellssveit, sem fyrir- hugað er að reka yfir tímabilið júní/ágúst. Gæti verið hentugt starf fyrir hjón. Umsóknir ásamt kaupkröfum, upplýsingum um fyrri störf, svo og meðmæli ef fyrir hendi eru, sendist skrifstofu Mosfellshrepps, Hlégarði, símar 66218 og 66219 fyrir 20. maí n.k. Sveitarstjóri Mosfellshrepps. LÓÐIR í ARNARNESI Byggingarlóðir (einbýlishús) til sölu í Amamesi, Garðahreppi. Upplýsingar á skrifstofu minni í Iðnaðarbankahúsinu, Lækjargötu. Símar 24635 og 16307. Vilhjálmur Árnason, hrl. Auglýsing Þar sem sjónvarpsþýðendur eiga í launadéilu við sjónvarpið, em aðrir vinsamlegast beðnir að taka ekki að sér þýðingar á meðan. Félag sjónvarpsþýðenda. KÓPAVOGUR- HERBERGI ÓSKAST Ungur maður, sem er lítið heima, óskar eftir að taka á leigu herbergi í Kópavogi (Austurbæ). Upplýsingar í síma 23324 kl. 9—12 og 1—5 og í síma 41224 eftir kl. 7 á kvöldin. Herbergi óskast Maður utan af landi, sem er af og til í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu stórt herbergi eða tvö minni, helzt með aðgangi að síma. Upplýsingar í síma 23324 kl. 9—5. GALLABUXUR 13 oz. no. 4—6 kr. 220,- — 8—10 kr. 230-, — 12—14 kr. 240,- Fullorðinsstærðir kr. 350,- Sendum gegn póstkröfu. Litli Skógur Snorrabraut 22. Sími 35644. SVEIT 13 ára drengur vill komast í sveit í sumar, er vanur. Upplýsingar í síma 51665. SVEIT 13 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 85253. SVEIT 12 ára telpa vill komast á gott sveitaheimili í sumar. Hefur verið í sveit áður. Upplýsingar 1 síma 23479. SVEIT Óska eftir sveitaplássi fyrir 12 ára dreng í sumar. Hefur verið í sveit áður. Uppl. í síma 21187. Bændur - Bændur Vil selja John Deer dráttar vél, 58 hestöfl, með mokst urstækjum og húsi, árgerð 1968. Keyrð um 1900 tíma. Upplýsingar hjá Kristófer Ingimundarsyni, Grafar- bakka 1, Hrunamanna- hreppi, sími um Galtafell eða hjá Véladeild SÍS, Ár- múla 3, sími 38900. SumarnámskeLÓ í heimilisfræð'L Fræðsluráð Reykjavíkur efnir til 4 vikna nám- skeiða í heimilisfræði í júní- og ágústmánuði, ef næg þátttaka fæst. Námskeið þessi eru ætluð stúlkum og drengjum, sem lokið hafa bamaprófi nú í vor, svo og eldri nemendum sem framhaldsnámskeið. Innritun og upplýsingar í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 11.—14. maí kl. 10,00—13,00 Námskeiðsgjald (efnisgjald) er kr. 1.000,00, sem greiðist við innritun. Kennd verða undirstöðuatriði í matreiðslu, heim- ilishagfræði, að leggja á borð og framreiða mat, hirðing eigin fatnaðar og persónulegt hreinlæti, frágangur á þvotti. Sund daglega. Kennt verður fyrrihluta dags. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Eðlisfræðingur Landspítalinn vill ráða eðlisfræðing, sérhæfðan í sjúkrahúsaeðlisfræði (Holspital Physics). Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, Reykjavík, fyrir 10. júní n.k. Reykjavík, 10. maí 1971. Skrifstofa ríkisspítalanna. Saumakona óskast Kleppsspítalinn vill ráða stúlku vana saumaskap. Upplýsingar hjá forstöðukonu Kleppsspítalans, sími 38160. Reykjavík, 10. maí 1971. Skrifstofa ríkisspítalanna. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar fimmtudaginn 13. maí kl. 21.00 í Há- skólabíói. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleik- arar: Wolfgang Marschner og Einar Vigfússon. Á efnisskrá er fiðlukonsert Beethovens, Nobilissima Visione eftir Hindemith og frumflutt verður Canto elegiaco fyrir selló og hljómsveit eftir Jón Nordal. Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Óskum efíir sveitaplássum fyrir drengi 13 og 15 ára, og telpu 14 ára . Upplýsingar í símum 42031 og 42192. Maður óskast til jarðvinnslustarfa, að- eins vanur kemur til greina. Rafn Helgason, Stokkahlöðum. Sími um Grund í Eyjafirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.