Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 2
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 18. mai 1971 SÝNINGARGRIPIR TRYGGÐIR FYRIR NÆR TVÆR MILUÓNIR Sýnir 75 jóladiska frá B&G, einstæða skákmenn og konunglegt tesett Aaron Riti og kona hans meS skákmennina dýrmaetu. (Tímamynd GE) Varð fyrir bít og höfuhkúpabrotnabi OÓ—Reykjavík, iriánudag. Fullorðinn maður höfuð- kúpubrotnaði er hann varð fyr ir bíl á Hringbraut í morgun. Liggur hann þungt haldinn á Borgarspítalanum. Maðurinn heitir Þórður Halldórsson og er 62 ára að aldri. Hann er kaupmaður og rekur Skildinga nesbúðina í Skerjafirði. Þórður var á reiðhjóli á leið vestur Hringbraut rétt fyrir kl. kl. 8 í morgun. Að sögn öku- manns bílsins, sem ók á mann inn, hjólaði Þórður alveg við gangstéttina hægra megin á götunni, en sveigði þvert yfir götuna og í veg fyrir bflinn, sem var á vinstri akrein, án þess að gefa merki um að hann ætlaði að beygja. Ökumaðurinn taldi sig hafa ekið á um 50 km. hraða, en þetta bar svo brátt að, að hann hafði ekki tíma til að stöðva bílinn í tæka tíð. Varð Þórður fyrir miðjum framenda bílsins, lenti upp á vélarhlífinni og kastaðist í götuna og lá um metra fyrir framan bflinn þar sem hann stöðvaðist. FB—Reykjavík, mánudag. Danska verksmiðjan, Bing og Gröndahl, sem á 119 ára afmæli í ár, er heimsfræg á sviði postu línsgerðar. Aaron Ritz, útflutnings framkvæmdastjóra verksmiðjunn- ar, sem einmitt nú heldur upp á 25 ára starfsafmæli hjá verksmiðj unni, langar til að minnast afmæl isins hér, en hann hefur tekið ástfóstri við ísland, og næstu 2 vikur ætlar hann og kona hans að skýra frá helztu atriðum flók innar framleiðslu á hinum fallegu postulínsstyttum, bæði í Reykja- vík og á Akureyri, og sýna, hvem ig nota megi þær, svo að borð skreyting verði augnayndi. Hér í Reykjavík mun Aaron Ritz sýna ýmislegt frá verksmiðju Bing og Gröndahl í Súlnasalnum á Hótel Sögu, annað kvöld, þriðju dagskvöld, og hefst sýningin kl. 9. Síðan verður sýning á Akur eyri, í Sjálfstæðishúsinu á fimmtu dagskvöldið næst komandi. Á báðum stöðum verður sýnd kvik mynd frá Bing og Gröndahl. Aaron Ritz hefur meðferðis skákmenn, dýrgripi hina mestu, en þeir sýna Ríkarð ljónshjarta og menn hans í stríði gegn araba höfðingja einum á dögum kross ferðanna. Skáksett þetta er mjög dýrmætt, því ekki er til annað álíka. Hefur Bing . og-' Gröndahl fýrirtækinu 'verið'boðið-miikið fé fyrir skákmennina,, setja'þá til þess, þá í safni fyrirtækisins; Á ferð inni hingað eru þeir tryggðir fyrir hálfa milljón íslenzkra króna. Þá hefur Ritz einnig meðferðis te- sett, sem er samskonar og það, sem dönsku konungshjónin eiga. A Atarreyri hefur löngum verið sumgið við raust, enda jafnan fjör- agt kóröf á staðnum, sem á rót að rekja öl þess, að þar hafa búið ágæt- lega tónvísir menn eins og Ingimund- ur Amason, Aslkell Snorrason og fleiri. Sumir þeirra kenndu söng í sikólum með þeim árangri, að nem- endur urðu söngvinnir vel á íullorð- insárum, og nutu kóramir að sjálf- sögðu góðs af því. Nú hefur sönglíf- inu á Atoureyri bætzt nýr kraftur úr sjálfu föðurlandi söngsins, ítaliu, sem telkið hefur sér ísienzkt nafn og nefn- ist nú Sigurður Dementz Franzson. Hann kennir m. a. söng við Mennta- skólann á Akureyri. Um helgina brá hann sér í Sjálfstæðishúsið á Akur- eyri með söngböm sín og skemmti þar fólki vítt að komnu. Var öll hans frammistaða, svo og söngbamanna, með miklum ágætum. Bn mjög var nú breytt frá vanalegri söngskrá, sem hefur, hvað viðfangsefni snertir, litl- um breytingum tekið á liðnum árum, og sungin voru lög sem komu á óvart, einnig með tilbrigðum sem komu á óvart. Vísir á Siglufirði og nú á Akureyri. Hér um árið vakti það mikinn fögn uð, þegar Karlatkórinn. Vísir á Siglu- firði tók upp nýja sönghætti með lúðrablæstri og öðm undirspili, sem fram að þeim tíma hafði ekki þótt ýkja kórlegt. Þar var að veriki þýzk- ur söngsitjóri, Geirharður Valtýsson að nafni. Þessi tveir menn, annar á Siglufirði og hinn á Akureyri, hafa gert mikið fyrir alþýðlegan söng, og borið hann út úr viðjum vanalegrar sönghefðar. Einkum er þetta eftir- tektarvcrt á Akureyri, þar sem tveir karlakórar em sitarfandi og njóta mikilla vinsælda. Nú skal ekkert sagt um það, hvort nýr söngstíll hinna tveggja söngstjóra á eftir að hafa varanleg áhrif á söng karla- kóra í landinu. Hinu verður ekki neitað að þeir hafa flutt með sér nýjan blœ £ hið gamla hús hefðar- innar, og margt má eflaust lœra af vinnubrögðum þeirra. Starfsemi karlakóra er þýðingarmikil, bæði að því er varðar listina sjálfa, og svo hið mikla félagslíf,. sem samfara er starfsemi stórra kóra. Ilin alvarlegu, þunglyndislegu viðfangsefni þeirra og vanafesta í túlkun mættu á stund- um taka öra*ri breytingum. Þess vegna er þessara tveggja aðkomnu söngstjóra minnzt hér; þeir eru lík- legir til að tengja sönginn meira en áður við hlátur og lífsgleði, og auka með því Hfsþrótt og langHfi karla- kóranna. Svarthöfði Verður tesettið til sýnis í Ramma gerðinni, Hafnarstræti 17, næstu daga. Að lokum má geta þess, að Ritz hefur tekið með sér frá Khöfn heildarsafn dönsku jóla- plattanna svokölluðu, en þeir eru tryggðir fyrir um 1 milljón króna. Jólaplattarnir frá Bing og Gröndahl hafa nú komið á markaðinn ár hvert í 75 ár. Jóla diskarnir eru orðnir eftirsóttir safngripir um allan heim. Eykst verðgildi þeirra ár frá ári, og sem dæmi má nefna, að diskur inn frá 1959, sem segja má, að sé tiltölulega nýr, er orðinn 250 dollara virði. Margir safnarar er lendis kaupa því jóladiskana ekki einungis til skreytinga á heimil um sínum, heldur einnig sem góða fjárfestingu. Enginn veit, hve margir jóla- diskar eru framleiddir ár hvert. Fyrirtækið tekur á móti pöntun um fram eftir sumri, en síðan er ekki tekið við fleiri pöntunum. Framleitt er upp í pantanir, en að því búnu eru mótin eyðilögð, þannig, að ekki er hægt að hefja framleiðslu þeirra aftur, þótt þeir hafi orðið vinsælli en ella. Hjá Bing og Gröndahl-verksmiðj unni vinna nú milli 1200 og 1300 manns. Þar eru rúmlega 300 list málarar og meðal fastra viðskipta vina verksmiðjunnar ern bæði dönsku og sænsku konungsfjöl- skyldurnar. Verksmiðjan framleið _____i aðeins jóladiska, heldur THíTog allir vita fjölmargar stytt ur, sem fólk notar nú meira og meira við borðskreytingar, og með blómum, til þess að stuðla að því að setja hátíðablæ á máltíðirn ar alla daga vikunnar, eins og Aar on Ritz komst að orði í viðtali við blaðamenn. Þá framleiðir verk smiðjan margar tegundir dýr- mætra kaffi- og matarstella, sem fólk þekkir bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna Hegra- stellið, Mávastellið, Haustlauf, og Jólarósina. Þekktir listamenn hafa skapað þessi stell, þ. á m. Pietro Krohns, Kai Nielsen, Jean René Gauguin, Fanny Garde og fleiri og fleiri. Dimmblái (kobolt) liturinn hef ur orðið sérkennandi fyrir danska postulínið, með undirglerung. Brennsluhitinn fyrir þann lit þarf að vera um það bil 1450 stig á celcius. Aðra liti verður að blanda með 24 karata gulli, ef þeir eiga að þola þetta háa hita stig, og líkamslitirnir á hinum barnastyttunum eru málaðir með skýru, bræddu gulli. Sumarbúðir í Þýzka Alþýðulýðveldinu Æskulýðssamtök Þýzka Alþýðu lýðveldisins bjóða 10 bömum á aldrinum 12—14 ára til ókeypis dvalar í sumarbúðum í Prerow við Eystrasalt 4. — 25. júlí n.k. Þátttakendur greiða allan ferða kostnað, sem er áætlaður kr. 18.000.00. Með hópnum verður ís- lenzlmr fararstjóri. Böm félagsmanna fslenzk- þýzka menningarfélagsins ganga fyrir. Umsóknir sendist íslenzk-þýzka menningarfélaginu, Laugavegi 18, 4. hæð, sem allra fyrst. Upplýs ingar í síma 21620. Myndin var tekin viS eina af gufuholunurp í Reykjadal við HvéragerSi, þar sem EFTA fólkiS fékk að kynnast óbeizlaSri íslenzkri orku. (Tímamynd Kári) EFTA-FULLTRUAR FARNIR KJ—Reykjavík, mánudag. Um helgina fóru fundarmenn og starfsmenn á EFTA-fundinum frá Reykjavík, ýmist í einkaþotum, leiguþotum, eða í almennu far- þegaflugi. A laugardaginn var EFTA fólk ið gestir íslenzku ríkisstjórnarinn ar, sem bauð öllum í ferðalag austur á Þingvöll, og til hádegis verðar í Valhöll. Frá Þingvöllum lá svo leiðin í kring um Þingvalla vatn, og til Hveragerðis, þar sem fólkið skipti sér niður í gróður húsin og dáðista ð hitabeltisgróðr inum á íslandi. Þá var ekið inn í Reykjadal, þar sem skrúfað var frá mikilli gufuholu, svo ekki heyrð ist mannsins mál vegna hvinsíns frá henni. Þarna kynr.tust starfs menn og fulltrúar svolitlu af þeirri miklu orku, senr. ísland býr yfir, og enn hefur ekki verið beizluð nema að mjög litlu leyti. Veður var með afbrigðum gott í þessu ferðalagi, og stórkostlegt út sýni af Kambabrún. Lengst í suðri blasti Surtsey við og í austri tjaldaði Eyjafjallakjökull sínu fegursta. Gullfaxi fór á sunnudaginn með EFTA fólkið bein': til Sviss ,en sumir ráðherrarnir sem hingað komu fáru með einkaþotum á laugai’dagskvöldið, en aðrir fóru á sunnudag til sinna heimalanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.