Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 3
WHÐJUDAGUR 18. maí 1971 TIMINN 3 Firmakeppni Fáks fór fram á nýja Fáksveliinum á sunnudaginn. Um 200 hestar tóku þátt í keppninni, sem fór vel fram, og var fjöldi áhorfenda á vellinum. Myndina tók GE af hópreið í upphafi keppni. íslands- kynning í Færeyjum Um 1500 manns sóttu íslands- kynningu, sem Ferðaskrifstofa rík isins og Flugfélag íslands efndu til í Færeyjum dagana 14. — 16. apríl. Markmið með kynningu þessari var að vekja áhuga Færeyinga á ferðalögum til íslands, en sem kunnugt er af fréttum mun Flug félag íslands halda uppi tveimur áætlunarferðum í viku milli Fær eyja og íslands í sumar. Á fs- landskynningunni, sem fram fór í Þórshöfn og Klakksvík, var sýnd kvikmynd um fsland og síðan gerð grein fyrir möguleikum til ferðalaga á íslandi í máli og myndum. Kynningin fór fram á kvöldsamkomu fyrir almenning í báðum bæjum og einnig í kenn araskólanum og menntaskólanum í Þórshöfn. Blöð í Færeyjum skrif uðu mikið um íslandsferðir þá daga, sem kynningin stóð yfir, og gætti mikillar vinsemdar i garð íslendinga og áhuga á ferða málunum í skrifum þeirra. Helmingur menntaskðla- nema atvinnu- laus enn Nú í sumar munu allir mennta- skólarnir starfrækja sameiginlega atvinnumiðlun á vegum Landssam- bands íslenzkra menntaskóla- nema. Fyrir skömmu var gerð könnun á atvinnuhorfum mennta- skólanemenda í sumar og þá voru í kringum 50% ekki búnir að fá vinnu. Þessu fólki er vinnumiðl- uninni ætlað að hjálpa. Öllum má ljóst vera, hversu mikið alvörumál er hér á ferðinni, og vonast aðstandendur atvinnu- miðlunarinnar til þess, að at- vinnurekendur og aðrir, er kunna að þarfnast vinnukrafts í sumar, láti atvinnumiðlunina vita hið skjótasta, en hún hefur aðsetur í Menntaskólanum við Tjörnina, nn or síminn 1R401. Af hálfu Ferðaskrifstofu ríkis ins sá Markús Öm Antonsson um framkvæmd þessarar kynningar en fulltrúi Flugfélags íslands var Haraldur Jóhannsson. Nutu þeir prýðilegrar fyrirgreiðslu Föroya Ferðamannafélags við undirbún- ing þessarar íslandskynningar í Færeyjum. (Fréttatilkynning frá Ferða- skrifstofu ríkisins og Flugfélagi fslands). SNJÓLÉTT Á IGÞ—Reykjavík, mánudag. Óvenjulega snjólétt er nú á hálcndinu, það sem sést af því á flugleiðinni Akureyri — Reykjavík. Mestur snjór virð ist vera á f jallgarðinum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, en þegar komið er suður yfir HÁLENDINU Eyvindarstaðaheiðina og Auð kúluheiði eru stórir rindar og fiákar komnir upp úr, einnig á fjöllum norður undan þessu svæði. Þrátt fyrir hlýindin og snjó bráðina eru vötn öll enn á ís, en ár hafa víða rutt sig. VELATRYGGINGAR Samvinnutryggingar leggja dherzlu ó a8 maeta kröfum tímans og bjóða hvers konar tryggingar, sem tilheyra nútíma þjóSfólagi. Vinnuvélar eru notaðar í vaxandi m»li við byggingaframkvæmdir, jarðvinnslu og vegagerð. Viljum vér benda eigendum slíkra tækja á, að vér tökum að oss eftirtaldar tryggingar á jarðýtum, beltadróttarvélum, skurðgröfum, vélkrönum og vélskóflum: BKUNATRYGGINGAR, sem né til eldsvoða og sprenginga á tækj - unum sjálfum. ALL-RISKSTRYGGINGAR, sem ná til flestra tjóna á sjálfum tækjuhum. ÁBYRGÐARTRYGGINGAR,ef eigendur verða skaðabótaskyldir vegnq tækjanna. SLYSATRYGGINGAR d stjórnendum tækjanna. Alvarleg slys og stór tjón hafa hent á undanförnum árum og er sérstök ástæða tif að benda á nauðsyn þessara trygginga. GREIÐSLA TEKJUAFGANGS TRYGGIR IÐGJÖLD FYRIR SANNVIRÐI. LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI ÁRMÚLA 3 EÐA UMBOÐSMONNUM UM LAND ALLT. SAMVirVIMJTRYGGirVGAR SÍMI 38500 Að tapa á mistökum verkalýðsleiðtoga Okkur þykja þeir orðnir nokkuð harðir í sjálfshirting- unni og siðabótarástundun á Þjóðviljanum. Á sunnud. var var því slegið upp í mikilli frétt á útsíðu, að það væru „okurvcxtir á húsnæðislánum“. Þctta vissu allir og í vetur var það upplýst, að í síðustu kjara samningum hefðu verkalýðsfor ingjar Alþýðubandalagsins og Hannibal og Björn fallizt á það að breyta ákvæðum samn- inga um húsnæðismál á þann veg að tekin var upp svoköll- uð „kaupvísitala“ í stað fram- færsluvísitölu eða kaup- greiðsluvísitölu, þannig að „vísitölubinding lánanna leið- ir til þess að verkafólk tapar á kauphækkunum" eins og Þjóðviljinn segir réttilega. En þessa herra í verka- lýðsforustunni munar ekkert um að bæta þessu á sig, vegna þess að þeir hafa samið um „sjálfvirkt kauplækkunar- kerfi“ að eigin sögn — ekki einu sinni heldur tvisvar f röð. Annars er fróðlegt að rif ja þetta upp að nýju, og því skal hér tekinn upp kafli úr frétt Þjóðviljans á sunnudaginn: Að tapa á kaup- hækkun „Þórir Bergsson, trygginga- stærðfræðingur, hefur brugðið upp skýru dæmi um áhrif notk unar hálfrar hækkunar kaup- vísitölu á lán Húsnæðismála- stjómar. Þarf ekki að efa að Þórir reiknar rétt, sögðu banka mennirnir á dögunum. Kvæntur maður með tvö börn, sem hefði getað unnið sér inn á ári 275 þúsund krón- ur fyrir vinnu eftir 4. taxta Dagsbrúnar eins og hann var í maí 1970 — þá hefði hann þurft að vinna 59% klst. á viku sllt árið — fær 440 þús- und kr. lán frá Húsbyggingar- sjóði í maí 1970. Ef engin kaup hækkun og ekkert verkfall hefði orðið á tímabilinu frá 1. maí 1970 til 1. febrúar 1971 hefði hann ekkert fé átt eft- ir í lok tímabilsins. Er þá gert ráð fyrir að árleg neyzla hans hefði verið 210 þúsund kr. mið að við verðlag í byrjun tíma- bilsins. Vísitölubinding lánanna leiðir til þess að verkafólk tapar á kauphækkunum Þá er tekið fullGtillit til fjöl skyldubóta, allra opinberra skatta og gjalda, lántökugjalds, stimpilgjalds og þinglýsingar og vaxta af láninu. Skuld hans hefði þá numið 440 þúsund kr. 1. maí 1971. Vegna kauphækk- ana nemur liún nú 495.880,00 kr,. og þó tekjur hafi hækkað í kr. 287.374 kr. á hann ekkert fé handbært, þar sem skattar og gjöld og hækkun fram- færslukostnaðar hefur hirt tekjuliækkunina. Hann hefur þannig tnpnð 55.880 krónum á knuphækkuninni, scgir Þórir.“ — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.