Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 7
ÚtgefantH: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastj'óri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarmsaon (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- Btjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, eímar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði. Innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Er ekki komið nóg af gengisfellingum? í síðasta suimudagsblaSi Tíinans birtist samanburður á verðlagi helztu lífsnauðsynja annars vegar og hins veg- ar á dagvinnutímakaupi verkamaima 1. nóvember 1958 og 1. nóvember 1970. Þessi samanburður leiðir það glöggt í ljós, að á þeim 12 árum, sem eru liðin síðan vinstri stjómin lét af völddm, hefur kaupmáttur dagvinnutíma- kaupsins hjá verkamönnum yfirleitt rýmað verulega, þegar miðað er við verðlag helztu nauðsynjavara eða þjónustu. Dagkaup venkamanna hrekkur því verr fyrir Efsnauðsynjum en það gerði þá. Þetta mun algert eins- dæmi í Evrópu á þessu tímabíli, því að þar hefur kaup- máttur dagvinnutímakaupsins yfirleitt hækkað verulega, eða frá 30—40%. Þetta verður vissulega ekki skýrt með því, að hér hflfi komið til sögunnar sérstök efnahagsleg óhöpp, eins og aflabrestur eða verðfall á útflutningsvöram. Þvert á móti hefur árferðið aldrei verið jafn hagstætt á íslandi á nokkra öðra tólf ára tímabili. Hér hefði því kaupmátt- nr dagvinnutímakaupsins átt að geta aukizt ekki síður en annars staðar í Evrópu Orsok þeirrar hörmulegu öfugþróunar, sem orðið hefur hérlendis í þessum efnum, er fyrst og fromst röng efnahagsstefna. ísland er eina Evrópulandið, þar sem gengisfellingum hefur verið beitt sem helzta hag- stjómartækinu á þessu tímabili. öll iönd Evrópu hafa forðazt eftir megni að grípa til gengisfellingar, en hafi þau talið sig tilneydd tii að beita slíku úrræði, hafa þau haft gengisfellinguna sem allra minnsta. Þannig hafa Bretar fellt gengið einu sinni á siðasta áratug, en þá aðeins um 14%, Frakkar einu sinni um 11/2% og Danir einu sinni um 8%. Hér hefur gengið hins vegar verið fellt fjórum sinnum á þessum áratug, fyrst 1960 um 34% (miðað við gengisfellingu, að viðbætt- um þáv. yfirfærslugjöldum), þar næst 1961 um 11,2%, þá 1967 um 24,6% og loks 1968 um 32,2%. Það er þessi hamslausa felling krónunnar, sem hefur verið óhamingja íslands í efnahagsmálum á liðnum 12 árum. Vegna hennar hefur góðærið nýtzt miklu verr en ella. Vegna hennar hafa allar kauphækkanir orðið fljótlega að engu. Vegna hennar hafa atvinnuvegimir oftast staðið verr eftir stuttan tíma ,þótt þeir hafi aðeins hagnazt í bili eftir hverja gengisfellingu. Vegna þessarar stefnu blasir við hrein hrollvekja á komandi hausti, þeg- ar verðstöðvuninni lýkur, svo að notuð séu orð Ólafs Bjömssonar prófessors. En forvigismenn stjómarflokkanna hafa ekkert lært. Þeir skella skollaeyrum við þeirri aðvörun Ólafs Bjöms- sonar, að gengisfellingarleiðin sé ekki fær lengur. Morg- unblaðið, Vísir og Alþýðublaðið keppast við að lofa gengisfellingamar 1967 og 1968 og þakka þeim afla- brögðin og verðhækkaniraar erlendis á síðastliðnu ári! Það er auðráðið af því, hvaða úrræði þessum blöðum er hugleiknast. Og Gylfi Þ. Gíslason er byrjaður að hrópa á rétta gengisskráningu, en það þýðir á máli hans: Lækkum gengið. Þaú' er þannig bersýnilegt, hvert forvígismenn stjóm- arflokkanna stefna, ef flokkar þeirra halda velli í kosn- ingunum 13. júní. Þ| verður fylgt áfram óbreyttri stefnu, þrátt fyrir þá ömurlegu tólf ára reynslu, sem er að baki. Vilja kjósendur veita þeim fulltingi til þess? Þ.Þ. TÍMINN 7 JOHN BARNES, Newsweek: Þjóðleg efnahagsstefna ryður sér til rúms í Suður-Ameríku Hún beinist einkum gegn fjárfestingu eriendra fyrirtækja Utanrikisráðherrar samtaka Ameríknríkja sátn fyrir skömmn fund í Costa Rica. Þar þótti koma ótvírætt f ljós breytt afstaða Mið- og Snður-Ameríkumonna. Þeir virðast vera hættir að kenna Bandaríkj amönnum nm allt, sem miður fer í snðurhlnta áifnnnar, en beina athyglinni fyrst og fremst að hinu mikla fjárhagslega valdj Banda- ríkjamanna. John Barnes fréttaritari tímaritsins Newsweek lagði leið sina um ýmis lönd í Mið- og Suður-Ameríku og ræddi vlð fjölmarga leiðtoga þar til þess að kynna sér, hve þessi nýja, þjóðlega efna- hagsstefna ætti miklu fylgi að fagna. Að þeirri för lok- inni ritaði hann eftirfarandi grein: BANDARÍSKIR þegnar f Suður-Ameríku eiga erfiða daga um þessar mundir. Ef til vill hafa þeir nokkra ástæðu til að halda, að þelr séu miður velkomnir hjá sínum suður- amerísku grönnum. Þetta gild ir jafnt um sendiherrann, sem sífellt er nndir vernd og um- kringdur lífvörðum, og eigin- konu hins óbreytta borgara, er verður að gæta sérstakrar var- úðar og vera þess ávallt minn ug, hvað henni ber að gera og hvað að forðast. Hún má ekki fylgja bömum sínum í skóla sömu leiðina tvo daga í rðð, og hún verður einnig að haga ferð um sínum í stórverzlanimar á þann veg, að ekki sé unnt að reikna út, á hvaða tíma dags hún verði á ferð. Bandarískum embættismönn- um hefir verið rænt og þeir myrtlr, bandarísk fyrirtæki tek in eignamámi, fiskveiðiskip tek in fóst og skrifstofur og verk smiðjur sprengdar í loft upp. Ríkisstjóra marxista í Chile stefnir að því að þjóðnýta eir- vinnsluna í landinu, en banda rísk félög eiga 700 milljónir dollara í eimámunum. Vinstri sinnaðar hemaðarstjómir f Perú og Bolivíu hafa þegar lagt hald á verðmætustu eignir Bandaríkjamanna í löndum þessum, en í báðum tilfeUum er um olfufélög að ræða. Hera aðarstjóra hefir rfkt í Argen tfnu í fimm ár, en borgaraleg ir stjómmálamenn bæði til hægri og vinstri virðast ætla sér að laða að sér fylgi og ná völdum með því að ala á andúð á Bandaríkjamönnum. GUYANA er lítið land og enska er hvergi annars staðar í Suður-Ameríku aðalmál þegn anna. Eigj að síður hafa stjóm arvöldin í Guyana ákveðið að leggja hald á hinar gffurlega auðugu bauxite-námur í land- inu og greiða erlendu eigend- unum bætur af ágóðanum í framtíðinni. í raun og sann- leika geta bandarískir viðskipta jöfrar eða stjómmálamenn hvergi verið óhultir um banda JUAN VELASCO ALVARADO forseti Peró. ríska hagsmuni í Mið- og Suður Ameríku nema þar, sem harð vitugar afturhaldsstjórnir sitja að völdum (eins og rOrisstjóm EmQio Garrastazú Médici I Brasilfu). Dapurlegt er og ekki sársaukalaust að þurfa að játa þetta, þegar búið er að leggja Framfarabandalaginu 12 millj arða dollara á tíu árum. í Mið- og Suður-Amerflm gætir mjög reiði og beiskju í garð Bandaríkjamanna, og undir rótin er sú sannfæring afar margra, að Bandarfkjamenn hafi fyret og fremst notið góðs af fé Framfarabandalagsins, áróðri þess og allri viðleitni. Bent er f þessu samband á þá staðreynd, að fjárfesting Banda rfkjamanna í Suður-Amerfku og bandarfsk lán hafi samtals num ið 6 milljörðum dollara á ár- unum 1961—1966, en tvöföld sú upphæð hafi runnið til Bandaríkjanna sem afborganir og vextir af skuldum og hreinn ágóði bandarískra fyrirtækja. Agóði bandarískra fjrrirtækja í Mið- og Suður-Ameríku á árun um 1961—1968 nam 5,7 milljörð um dollara. Innflutningur Banda ríkjamanna frá þessum löndum lækkaði á þessum árum úr 21 af hundraði niður f 12 af hundraði, en heildarinnflutning ur Bandaríkjanna fjórfaldaðist á sama tíma. ROBERTO Levingston, fyrr verandi forseti Argentínu, setti fyrir skömmu fund Amer fska framfarabankans í Buenos Aires, og sagði meðal annare í setningarræðunni: „Þegar litið er á framvinduna af raunsæi kemur í ljós, að erlend aðstoð hefir ekki aðeins verið ófull- nægjandi, heldur blasir beint við, að Mið- og Suður-Ameríka hafa lagt að mörkum drjúgan skerf til framfara í þeim ríkj um, sem miklu lengra eru komin í þróun“. Raúl Prebisch, yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjó'ðanna sem hefir með höndum áætlan ir um félagslegar og efnahags legar framfarir í Mið- og Suð- ur-Ameríku, flutti skýrslu á fundi bankans. Lýsti hann þar yfir, að árangurinn af tíu ára starfsemi Framfarabandalagsins hafði einnig í öðru efni orðið þveröfugur við það, sem til var ætlazt: „Komið hefir í ljós breyt ing á tekjuskiptingunni. Hagur þeirra, sem sætj eiga á tindi tekjupíramídans, hefir blómstr- að, en naumast verður séð, að blessunar framfaranna hafi gætt hjá þeim meginþorra, sem lágar tekjur hefir“. COLOMBÍUMENN ætla að reyna nýja leið út úr ógöngun- um. Þeir hafa til dæmis sett fram strangar reglur, sem er- lendir fjárfestingaraðilar verða að hlíta. Meðal annars verða þeir að afsala sér meirihluta £ fyrirtækjum sfnum innan fimm- tán eða tuttugu ára. Þá verður eriend fjárfestíng ekki leyfð á ýmsum sviðum, til dæmis í póst- þjónustu, sfmarekstri, trygging- um, samgöngum, auglýsinga- þjónustu, bankarekstri eða út- gáfustarfsemi. Bandarfsk fyrirtæki brugðust skjótt við og einmitt á þá lund, sem sjá mátti fyrir. Viðskipta- ráð Norður- og Suður-Amerflcu gaf umsvifalaust út yfirlýsingu, en að þvf standa 210 fyrirtæki, sem ráða yfr 85% allrar einka- fjárfestíngar Bandarflcjamanna í Mið- og Suður-Amerflcu. í yfir- lýíingunni eru Columbia og önnur aðildarrflcj að Efnahags- bandalagi Andesf jalla vöruð við því, að afleiðingin af fram- kvæmd stefnu þeirra verði senni lega sú, að þau flæmi banda- rískt fjármagn burt. ÓSENNILEGT er, að þessi aðvörun verði tekin tíl greina. Svipuð stefna er um þessar mundir boðuð hvarvetna í Mið- og Suður-Amerflcu, og að þeirri boðun standa ungir prestar, þjóðlega sinnaðir hershöfðingj- ar, stúdentar, leiðtogar verka- manna og bænda og ungir hag- fræðingar, eins og til dæmis Aldo Ferrer efnahagsmálaráð- herra í Argentínu. Meginkjami stefnunnar er sá, að þjóðir Mið- og Suður-Amerflcu verði að hafa fullt vald á efnahagsmálum sín- um, ef þær eigi að geta ráðið öriögum sínum. Forbes Burnham forsætisráð- herra í Guyana sagði til dæmis í ræðu, sem hann flutti þjóð sinni: „Okkur gæti verið hollara að grafa verðmæti úr jörðu með berum höndunum og selja þau hæstbjóðanda... Sumar gjöf- ulustu auðlindir okkar hafa ver- ið nýttar án þess, að þegnar landsins kæmu þar nærri nema að mjög litlu leytj og einnig án þess, að höfð væri hliðsjón af hagsmunum þeirra“. Errol Barrowa, forsætísráð- herra f Barbados tók í sama streng: „Ef við höfum ekki glöggar gætur á fjárfest- ingunnj kunnum við að vakna við það einhvem morguninn, að við eigum ekkert föðurland Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.