Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1971 Fimm hestar á sex fermetrum I Athugasemd við blatíags’ein í Tímanum 28. apríl 1971. Undirritaður las þessa blaða- grein og varð bæði undrandi og reiður. Jydsk Islandsheste Center rekur bæði tamningastöð, reið- skóla og hestasölu og átti ég þess kost fyrir um hálfum mánuði að dveljast hjá því ágæta fólki sem stendur fyrir fyrirtækinu. Er það mér ógleymanleg gleði að fá að ríða íslenzkum gæðingum í þessu yndislega umhverfi Jótlands. Meðferð og allur viðurgerning- ur við hestana var óaðfinnanleg- ur að mínurn dómi. Hjá fyrirtæk- inu vinnur Kjartan Jóhannsson, búfræðingur frá Hvanneyri, sem stundar framhaldsnám í Dan- mörku. Hann var með í umræddri ferð og tjáði hann mér, að ferðin hefði tekið 8 klukkustundir (eng- an sólarhring eða mcir) pg einnig hefðu hestarnir fengið vatn og hey á leiðinni. Eins og lög gera ráð fyrir, þegar um hestaflutn- inga milli landa er að ræða, voru þeir skoðaðir af danska yfirdýra- lækninum við brottförina frá Danmörku og einnig af norskum dýralækni, þegar til Osló kom, án nokkurra athugascmda af þeirra hálfu. Bifreiðin sem flutti hestana er skráð fyrir sex hesta, en það voru aðeins fimm hestar í bíln- um. Allir sem þekkingu hafa á hestaflutningum vita að það er betra að hafa þröngt á bflnum, því að þá fá hestamir stuðning hver af öðrum. Eins er nauðsyn- legt að hafa hálm eða hey á gólf- inu» svo að hestarnir renni ekki til% Ég var þvf mjög undrandi yfir frásögn norska blaðsins um hrotta lega flutninga, því að allir sem vit hafa á hestaflutningum skilja að greinin er skrifuð af þekkingar leysi á þessum málum. Enda er líka þegar komið fram, að yfir- dýralæknir Páll A. Pálsson telur tóninn í umræddri grein mjög yfirdrifinn. Reykjavflc, 17. maí 1971. Halldór Sigurðsson. Adams Framhald af bls. 1. tíma, kannski mest fyrir það, af hve litlu tilefni jafn hátt settur maður valdi þann kost að hætta. Sherman Adams hafði gegnt mörgum trúnaðarstörfum áður en hann varð ráðgjafi Eisen- howers. Hann er skógfræðing ur að mennt, og hefur lengi haft forustu fyrir timburfram leiðehdum á austurströnd Bandaríkjanna. f heimsstyrjöld inni fyrri var hann í land- gönguliði hersins, en hóf af- skipti af stjómmálum í síðari heimsstyrjöldinni og var kos inn á fylkisþingið í New Hampshire árið 1941, þar sem hann varð síðar þingforseti. Hann var kjörinn á Bandaríkja þing 1945 og sat þar í tvö ár, unz hann varíkjörinn fylkis- stjóri New Hampshire. Adams var með þeim fyrstu, sem lögðu til að Eisenhower • byði sig fram til forseta fyrir republí kanaflokkinn. Hann varð síðan í forsvari fyrir Eisenhower allt frá því á flokksþinginu, sem ákvað framboðið og þangað til kosningu lauk með sigri hers höfðingjans. Síðan gerði Eisen hower hann að ráðgjafa sín um er hann tók við forsetaemb ættinu. Allt frá því að Sherman Adams hvarf úr starfi 1958 hef ur verið mjög hljótt um hann. Har.n i.~I..r engin afskipti haft af stjórnmálum, og hans hefur sárasjaldan verið getið í frétt um. Eftir Adams liggja nokkur ritverk m. a. um skóga og timburvinnslu. Hann leikur golf, er skíðamaður ágætur og sportveiðimaður. Eins og fyrr segir, þá er Adams hér í skemmtiferð. Sjálfur starfræk- ir hann svonefnt Recreation Center í New Hampshire — skemmitsvæði. Þau hjón eru nokkuð snemma á ferðinni, en þótt ferðamannalíminn sé ekki hafinn, er hægt að líta í kring um sig eftir væntanlegu skíða landi, eða kynnast landi og þjóð ef til þess kæmi að taka þyrfti ákvörðun um ambassa- dorstöðu á íslandi. ----------------------\-------- Ölfusborgir Framhald af bls. 1. framkomu verkalýðsforingja úr þeirra eigin röðum og munu rétt- sýnir menn vera þeim sammála um, að við slíkt verði ekki unað. Nú vil ég spyrja þá Eðvarð Sig- urðsson, sem skipar 2. sætið á lista Alþýðubandalagsins, og Jón Snorra, sem er í 4. sæti á listanum þessar- ar spurningar: Ætlið þið að fara fram á traust íslenzks verkalýðs við þessar kosn- ingar án þess að gera nokkra til- raun til að þvo þennan smánarblett af persónulegum heiðri ykkar og annarra forystumanna í verkalýðs- samtökunum. Og ef svo reynist, ætlar stjórn Alþýðubandalagsins að láta sér það lynda, meðan þeir hlut- ir eru óorðnir í þessu máli, sem þcim væri sómi að?“ Þegar Jón hafði lokið við að flytja fyrirspurn sína, fékk hann dynjandi lófaklapp fundarmanna. Þótt fyrirspurninni væri fyrst og fremst beint til Eðvarðs Sigurðs- sonar var það Jón Snórri !Þorleifs- son, sem fyrir svörum varð. I svari sínu lofaði hann fýrir-sig og- sína flokksbræður í ASt-stjórn, að mál- ið skyldi tekið upp að nýju og horfið með öllu frá nokkurra vikna yfirlýsingu þeirra félaga um að „A1 þýðusamb. skuldi engum neitt“. Það er öllum augljóst, að fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins áttu einskis annars úrkosta á þessum fundi, eh gefa slflct loforð. Þeir fundu það greinilega, að fólkið á fundinum, hinn almenni kjósandi Alþýðubandalagsins, hafði allt ann að siðferðismat á þessu máli en fulltrúar Alþýðubandalagsins í ASÍ stjóm. Þess vegna voru þeir knúð- ir til að gefa slíkt loforð og að éta ofan í sig allan hrokann og óbilgirn- ina í þessu máli. A þessum sama fundi flutti frú Svava Jakobsdóttir ræðu og lagði út af hinni „brengl- uðu siðgæðisvitund“ forystumanna í þjóðfélaginu. Fannst mönnum eftir fyrirspurnirnar og svörin, að það hefði verið holl hugvekja fyrir fulltrúa Alþýðubandalagsins í ASl- stjórainni. íþróttir Framhald af bls. 8. sitt markið hvor á sömu mínút- unni um miðjan síðari hálfleikinn. Þegar nokkrar mínútur voru eft ir af leiknum var fækkað í röðum Kópavogsmanna, þá var Helga Helgasyni vísað útaf eftir sam- stuð við Friðrik Ragnarsson, sem var borinn út af eftir það. Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson stöðvuðu allar sókn- arlotur Breiðabliks í þessum leik og voru mjög góðir í vörninni. Framlína Breiðabliks átti erfiðan dag í höndunum á þeim, en í hana vantaði Guðmund Þórðarson, sem lítið hefur getað verið með að undanfömu vegna prófa í Háskól anum. Þessi úrslit eru köld vatnsgusa fráman í Breiðabliksmcnn, sem hefja sinn 1. deildarferil um næstu helgi, en þeir hafa sjálf- sagt dregið sinn lærdóm af hon- um og jrjssum úrslitum. TÍMINN IVIálmeyjarbréf F-'amhald af bls. 6 grunnlaunum. Er svo komið, að mál þetta er talið alvarlegt vandamál og mun ríkisstjórn- in beita sér fyrir nýjum lögum um þessi mál. Afkastagreiðslur Svía hafa leitt af sér öngþveiti, óréttlæti og skx-iffinnsku, en þeir geta ' að sjálfsögðu ekki kúvent, en sænskum verkalýð er nú ljóst, hve gallar eru miklir á slíkum greiðslum, og því er nú krafa sænsks vei'kalýðs, — föt mán- aðarlaun. íslenzkur vei-kalýður ætti því að standa fast gegn afkasta greiðslum í hvaða formi sem er, þær koma aðeins fáum vel en flestum • illa. Þær skapa ranglæti sem kemur niður á þeim sem sízt skyldi, þeim sem eru þreyttir ,sjúkir eða gamlir, en eru samt enn við starf til að bjarga sér og sínum. Ég vona að íslenzkur verka- lýður vísi á bug afkastagi’eiðsl um og hefji sókn til að fella niður þær sem þegar eru til. Við nána athugun má íslenzk um verkalýð verða ljóst, að afkastagreiðslur eru aðeins nú- tíma þrælahald. K. Sn. Víkingur-Þróttur Framhald af bls. 9. leikur liðsins allur hinn lélegasti. Vera má að leikmennirnir hafi vanmetið andstæðinginn ,en slikt á ekki að koma fyrir lið eins og Víking, sem enn hefur ekki náð neinum „toppi“ í íslenzkri knatt- spyrnu. iÞróttnrarnir' léku vel í þessum lr’ik,. Þeir börðust eins og l.ión, voru fljótari á knöttinn í livert sinn og gáfu engin grið þær 90 mín., sem leikurinn stóð. Vörnin var vel þétt og opnaðist aldrei hættulega. Þar voru þeir Halldór Bragason og Þorvaldur Björasson beztir, og sá síðarnefndi slcapaði oft hættu með því að reka knött- inn á undan sér upp allan völl og gefa svo fyrir. Axel Axelsson bar af öllum öðr um í leiknum, en einnig voru hin ir ungu nýliðar frískir og ákveðn- ir. Dómari í leiknum var Grétar Sigurðsson og dæmdi hann ekki rangt, en var samt full rólegur og leyfði leikmönnum helzt til of mikið. Vormót Framhald af bls. 9. kúluvarp, hástökk og langstökk. Konur: 200 m. hlaup, 1000 m. hlaup og langstökk. Auk þess verð ur keptp í 100 m. hlaupi pilta og 800 m. hlaupi sveina. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðmundar Þórarinsson ar, Baldursgötu 6, sími 12473 í síðasta lagi á þriðjudag. (í dag). Fleiri fararstjórar Fraxnliald af bls. 9. Það hefði verið nær að halda Baldvini Baldvinssyni í hópn um eða fá einhvern annan til að hi-essa upp á fjamlínuna og hafa Ásgeir heldur í tengiliða stöðunni og hefði þá mátt skilja eftir heima einhvern af þessum 5 „fararstjórum", sem fara með hópnum utan, en það hefði verið nær að hafa fleiri og betri leikmenn í hópnum, en þá til að horfa á leikinn. Erfitt er að skilja hvaða sjónarmið hefur ráðið við val á þessu liði. „Varnarleiks- kenning“ Ríkharðs Jónssonar, þjálfara fær ekki staðizt með þessu vali, og „sóknarleikskenn ing“ Alberts Guðmundssonar því síður. Ekki er miðað við getu manna á þessu ári nema í litlum mæli. En þess meir við getuna í fyrra og hitteð fyi’ra og eru þó nolckrir eftir úr þeim hóp, sem þá var góð ur. Það eina, sem má sjá, er að haldið er í einhvern hóp, sem æfði méð landsliðinu í vetur. Og þar var frekar miðað við frændsemi og lipurð í um- gengni við ákveðna aðila inn- an KSÍ — en knattspyrnugetu. — Klp. Golf FramKhald af bls. 8 léku í sama holli ásamt Gunnlaugi Ragnarssyni, GR. Eftir fyrstu 9 holurnar var Þor björn á 36 höggum (einu yfir pari) en Jóhann á 38. í síðari hringnum lék Þorbjörn á 39 högg um en Jóhann á 37 og voru þeir því jafnir og ui’ðu að leika auka holu um efsta sætið. Var það fyrsta liolan á vellinum, par 3, hola sem nefnd hefur vei’ið „Jóel“ en á henni mistekst mörg um. Þar fór Jóhann á 3 höggum en Þorbjörn á 4 og var því Jó- hann sigurvegari í þessari keppni. f 3ja sæti var Júlíus Júlíusson fyrrverandi knattspyrnumaður úr Breiðablik, og einn úr lands,.ðs hópnum í golfi á 76 höggum (38:38). í keppninni með forgjöf sigraði Henning Bjamason, (flugmaður) en hann var með 23 í forgjöf á 60 höggum nettó. Hann fór síðari hringinn á 38 höggum og ein-pútt aði á 8 „greenum“, sem var al- gjört met í þessari keppni. Ann ar varö, GunnaK Jónsson, GS sem var með-,30. í foi’gjöf á 65 höggum ,jiettó. É.Rjft.tiI.íjfí) p.íxst.i voru .þrír jafnir á 67 höggum nettó, og verða þeir að heyja 18 holu auka keppni um 3ju verðlaunin, en hún fer fram n.k. fimmtudag. Þeir eru Bert Hansson, GN, Sveinn Gíslason, GR og Júlíus Júlíusson, GK. — klp. Ffnahagsstefna Framhald af bls 7. framar, heldur hefur hópur erlendra manna slegið eign sinni á það“. ÞEGAR ríkisstjórnir í Mið- og Suður-Ameríku taka að framkvæma þjóðnýtingu, eins og gert hefur verið í Chile, Perú og Bolívíu, hlýtur óhjá- kvæmilega að koma til árekstra við hagsmuni Bailda- ríkjamanna. Einkafjárfesting bandarískra þegna í Mið- og Suður-Ameríku nemur 13 mill- jörðum dollara (eða hærri fjár hæð en í aðildarríkjum Efna- hagsbandalags Evrópu). Vald- hafarnir í Washington hafa þegar í stað gripið til gagn- ráðstafana til verndar hags- munum bandai’ískra viðskipta í þeim ríkjum, sem hér eiga hlut að máli. Stjórnmálasambandið við Chile hefur verið af skornum skammti síðan að marxistinn Salvador Allende Gossens for- seti boðaði þjóðnýtingu banda- rískrar eirvinnslu í landinu. Þegar Ecuador-menn tóku bandarísk fiskiskip langt und- au ströndum landsins, en innan marka þeirrar landhelgi, sem ríkisstiórn Ecn!’','>’’ hafði lýst yfir, hættu r ■u’íkjamenn hernaðaraðstoð sinni við land- ið í hefndarskyni. Perúmenn hafa ekki fcngið neina efna- hagsaðstoð frá Bandai’íkjunum síðan 1969 að þeir lögðu eign- ai’hald á ejgur Intei’n *'; nal Petroleúm Company. Síðan þetta gerðist hafa Perumenn Iggt löghald á víð- áttumiklar ekrur, sem voru í eigu bandariskra fyrirtækja, og er það liður í áætlun um fram farir í landbúnaði. Juan Velasco Alvarada forseti Perú lét þess getið fyrir skömmu, að bandarískir embættismenn hafi kvartað undan því fyrr á tíð, að framfarir í landbúnaði Perú væru of litlar. „Nú erum við að framkvæma framfara- áætlun í landbúnaðinum, en þá fáum við enga aðstoð“, sagði forsetinn með nokkrum þjósti. NIXON forseti hefur heitið að beita sér af alefli fyrir lækkuðum tollum á vörum frá Mið -og Suður-Amerflcu. Banda rískir embættismenn játa þó, að litlar líkur séu á, að dregið verði úr verzlunarhömlum að þessu leyti vegna þess, hvað þingmenn séu fastheldnir í vernd innlendra hagsmuna. Af þessum sökum voru leiðtogar Mið- og Suður-Ameríkjrflcjanna all vantrúaðir þegar William Rogers utanríkisráðh. Banda- ríkjanna lofaði því í Costa Rica, að reyna að fá Banda- ríkjaþing til að veita um 500 tegundum framleiðsluvara frá Mið- og Suður-Ameríku foirétt indastöðu á bandarískum mark aði. Marga hina vantrúuðu grun- aði ,að yfirlýsing Rogers ætti ekki fyrst og fremst rætur að rekja til vinarþels í garð Mið- og Suður-Ameríkumanna, held ur öllu fremur til þeirrar yfir- lýsingar Efnahagsbandalags- ríkjanna, að þau ætluðu að lækka tolla á iðnaðarvörum frá vanþróuðum ríkjum. José Figu eres forseti Costa Rica sagði beinlínis, að viðbrögð Banda- í’íkjamanna við tilraunum Mið og Suður-Ameríkuríkjanna til að breyta gömlum viðskipta- háttum, væru ekkert annað en „dulbúin nýlendustefna". — Figueres er sennilega meiri vinur Bandaríkjanna en nokk- ur annar þjóðarleiðtogi í Mið- og Suöur-Ameríku, enda fer því fjarri, að hann sé cinn um það að fara hörðum orðum um ástæðurnar fyrir versnandi sambúð Bandaríkjamanna og nágranna þeirra í suðri. Ro- berto García Pena, sem gefur út E1 Tiempo í Bogota, segir til dæmis, að þetta stafi af „móðgandi skeytingarleysi“ valdhafanna i Washington. AFSTAÐA Bandaríkjamanna verður þó sennilega rakin til annarra og djúpstæðari róta- Bandaríkjamenn hafa að vísu um langt skeið lýst yfir ein- lægum áhuga sinum á miklum og skjótum félagslegum og efnahagslegum framförum í Mið- og Suður-Ameríku. En þessi áhugi hefur ávallt verið háður því ónefnda skilyrði að sérlega afturhaldssamar rflcis- stjómir, sem reiðubúnar væru að gæta hagsmuna Bandarflcja- manna, hefðu forustu um þess- ar framfarir. Það virðist hins vegar koma betur og betur í Ijós, að ef úr framförum eigi að verða á annað borð, þá verði þær fyrir atbeina ríkisstjóma, sem hafa takmarkaðan áhuga á að gæta hagsmuna, Bandaríkja- manna. Valdhafarnir í Was- hington virðast þvl verða að gera upp við sig fremur fyrr en síðar, hvort þeir ætli að meta meira vernd fjárhags- legra hagsmuna Bandaríkja- manna f bráð eða varanlegar framfarir, sem leitt geti með tfmanum til verulega aukin3 stöðugleika f Mið- og Suður- Amjili.u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.