Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. maf 1971 TIMINN 7 Útgefamii: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraia&væmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarfam Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriðl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrinmr Gíslason. Rlt- stjómarskriístofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Baekastræti 7. — Afgreiðslusfard 12323. Auglýsingasfani: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði. famanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Segir Ólafur Björnsson eöa Mbl. satt? Það er ólíkt hljóS í færasta hagfræðingi Sjálfstæðis- ftokksins, Ólafi Bjömssyni, og stjómmálaritstjórum Mbl. rrm þessar mundir. í viðtali við Ólaf Bjömsson, sem birt- ist í Mbl. 6. þ.m., segir hann orðrétt, að „ég dreg þó enga dul á það, að ég hef þungar áhyggjur af því, hvað Tnnni gerast næsta haust, þegar verðstöðvuninni lýkur“. Hann segir jafnframt ,að þá muni þurfa að gera „óþægi- legar ráðstafanir“. í forustugrein Mbl. í gær, þar sem fjallað er um þessi mál, er hins vegar komizt að þeirri niðurstöðu, að það „sé þvert á móti ástæða til bjartsýni“ og sennilega muni reynast fullnægjandi að halda verð- stöðvuninni áfram. í tilefni af þessum ólíku skoðunum Ólafs Bjömssonar og ritstjóra Mbl., þykir rétt að benda á eftirfarandi: * Ríkissjóður hefor aðeins aflað fjár til 1. september tll að haida áfram óbreyttum niðurborgunum. Eigi að halda |seim áfram óbreyttum, verður að afla nýrra ríkis- tekna, er nema munu mörgum hundruðum milljóna kr. Verði hins vegar dregið úr niðurborgunum hækkar verð- lagið, síðan kaupið og skrúfan fer í fullan gang. Forvígismenn margra iðngreina og þjónustugreina teija þær nú reknar með tapi vegna þess, að jjeir hafi ekki verið búnir að fá fullnægjandi hækkanir áður en verð- stöðvunin hófst. Þetta verði þeir að fá leiðrétt eftir 1. september. Hs Eftir 1. september eiga launjiegar að fá þau vísi- fölustig bætt, sem nú eru ekki borguð, og fljótlega eftir það falla kaupsamningar atvinnurekenda og verkalýðs- samtakanna úr gildi, og a.m.k. margar starfsstéttir munu krefjast verulegra kauphækkana, m.a. með tilliti til þeirra samninga, sem ríkið hefur gert nýlega við opin- bera starfsmenn. % Sjómenn hafa boðað, að þeir muni segja upp kaup- samningum sínum og krefjast stórhækkaðrar kauptrygg- ingar, auk leiðréttingar á hlutaskiptum vegna laganna frá 1968. Ý Framundan eru umsamdar stighækkandi kauphækk- anir hjá opinberum starfsmönnum, og hefur ekki verið aflað fjár til að mæta þeim. # Um áramótin eiga bótagreiðslur almannatrygginga að hækka, sem nemur a.m.k. 500 millj. króna á ári og er alveg eftir að afla fjár til að mæta þeirri hækkun. Þessari upptalningu mætti halda lengur áfram til að skýra það, hvað Ólafur Bjömsson átti við, þegar hann talaði um hrollvekju, sem myndi blasa við á komandi hausti. Þegar Ólafur Bjömsson viðhafði þau ummæli, gerðu menn sér þó vonir um góða vetrarvertíð, sökum spádóma fiskifræðinga. Sú von hefur þó verulega bmgð- izt og hefur það minnkað gjaldeyristekjumar um einn miUjarð króna, miðað við gjaldeyristekjumar í fyrra. Við það bætist svo, að innflutningurinn hefur aukizt svo gífurlega, að það minnir helzt á kaupaæði. Menn virðast draga þá ályktun af reynslunni frá 1967, að gengislækk- un fylgi verðstöðvun, a.m.k. ef núverandi stjómarflokk- ar halda völdum. Ef sá gífurlegi halli helzt áfram, sem verið hefur fyrstu mánuði þessa árs, á viðskiptunum við útlönd, verður allur hinn margrómaði gjaldeyrisvara- sjóður þurrausinn um áramót eða jafnvel fyrr. Það em því miður fólgin miklu meiri sannindi í hroll- vekjukenningu Ólafs Björnssonar en bjartsýnisáróðri ritstjóra Mbl. Því miður blasir nú framundan enn alvar- )»era ástand en haustið 1967. Menn muna hver þá urðu viðbrögð stjórnarflokkanna. Vilja þeir láta þá sögu end- urtaka sig? Þ. Þ. Úr ræðu Breshneffs í Tbilisi: Hefjura samninga um takmörk- un á vígbúnaði í Miö-Evrópu Hvað gera leiðtogar sósíaldemókrata á fundinum í Helsinki? í Fyrir skömmu flutti Mans field, formaður demókrata í öldungadeild Bandaríkjar þings, tillögu um að Banda- ríkin minnkuðu herafla sinn í Evrópu um hclming fyrir næstu áramót. Ríkis- stjórnin snerist strax gegn tiUögnnni og færði m.a. fram þau rök, að það myndi torvelda samninga um tak- mörknn herafla í Evrópu, ef Bandaríkin minnkuðu herafla sinn þar áður en þessir samningar hæfust. Stjórninni barst óvæntur liðsauki, þegar Breshneff, foringi rússneskra kommún ista, flutti ræðn í Tbilisi 14. þ.m. og lagði til, að slíkir samningar hæfust sem fyrst. Bandaríkjastjórn hef- ur þegar tekið undir þetta og lýkt sig fúsa til slíkra viðræðna. Sennilega ýtir þetta undir það, að tiUaga Mansfield verði felld í öld- nngadeildinni, en Mansfield og fylgismenn hans munu þakka það þessari tillögu haná, ef umræddar viðræð- ur hefjast; því að hún hafi komið málinu á hreyfingu. Þar sem umrædd ræða Breshneffs hefur vakið mikla athygU, þykir rétt að birta hér útdrátt úr hcnni, sem blaðinu hefur borizt frá APN. Ástæða er til að vekja athygli á því, að Breshneff beinir þar sér- staklega máli sínu til vænt- anlegs alþjóðafundar leið- toga sósíaldemókrata: AÐALRITARI miðstjómar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, Leonid Brezhnef, hélt ræðu á hátíðafundi í tilefni af 50 ára afmæli Sovétlýðveldis- ins Grúsíu og kommúnista- flokks þess. f ræðunni sagði hann að með mótun Lenin- ískrar hefðar í utanríkisstefnu Sovétríkjanna, hefði 24. þing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna sett fram áætlun á treið um grundvelli um baráttu fyrir friði og alþjóðlegri samvinnu og fyrir frelsi og sjálfstæði þjóða. Brezhnef sagði að þetta væri áætlun um „baráttu fyrir sigri grundvallaratriða frið- samlegrar sambúðar, um vin- áttu milli þjóða og frjálsa og sjálfstæða þróun þeirra. Áætl un um að hefta árásaröflin og koma í veg fyrir stríð í heim- inum. AUÐVITAÐ eru í herbúðum heimsvaldasinna áhrifamikil öfl, sem munu reyna að hindra framgang áætlunarinnar um frið og samstarf og reyna þann ig að bregða fyrir okkur fæti, sagði Brezhnef. „En þróun mála og samstaða friðarafla og sósíalisma, gera slíkar tilraunir vonlausar. Allt bað, sem gengur gegn hinum vaxandi óskum almennings um alþjóðlegt öryggi og sam- starf, á sér enga framtíð. Því BRES'HNEFF fyrr, sem ráðamenn þessara ríkja komast í skilning um þetta, þv£ styttri verður leiðin til lausnar aðkallandi vanda- mála í alþjóðastjórnmálum. Hvað Sovétríkjunum viðkemur, þá munum við halda uppi sí- vaxandi og ákveðinni baráttu fyrir áætluninni, sem sett var fram á 24. flokksþinginu og njóta til þess stuðnings vina okkar og bandamanna og mikils meirihluta verkamanna í heiminum. Við erum sann- MANSFIELD færðir um að þetta er í sam- ræmi við hagsmuni Sovétþjóð- arinnar og allra þjóða heims. Einig í framtíðinni munum við halda fram stefnu alþjóðasinn aðrar einingar með þjóðum Vietnam, Laos og Kambódíu. Við höfum alltaf verið sann- færðir um að hetjulegri bar- áttu þeirra gegn árásum banda rískra heimsvaldasinna, muni Ijúka með sigri, og að því leng ur, sem árásaröflin þráast við, því skammarlegri verða enda- lokin, sem þau verða að horf- ast í augu við. Við erum sann- færðir um að vinir okkar í Sameinaða Arabalýðveldinu, Sýrlandi og öðrum Arabalönd- um muni sigra í réttlátri bar- áttu sinni með því að þjappa saman öllum föðurlandselsk- andi og framfarasinnuðum öfl- um, með bróðurlegri samvinnu við sósíalistaríkin og með því að hafna ákveðið íhlutun og fjárkúgun heimsvaldasinna. Meðan við vinnum að alþjóð legu öryggi og friði gegn árás- um og brotum gegn sjálfstæði og lagalegum rétti þjóða, erum við reiðubúnir að eiga sam- vinnu við öll samtök og flokka, sem í raun og veru berjast fyrir þessum markmiðum. M.a. staðfestum við á flokksþinginu jákvæða afstöðu okkar til mögulegrar samstöðu með sósíaldemokrataflokkum á al- þjóðasviðinu“. UM VESTRÆN viðbrögð við tillögum þeim, sem sett- ar voru fram á 24. flokksþing- inu, sagði Leonid Brezhnef: „Sum Natoríki sýna augljós- an áhuga og jafnvel óróleika gagnvart fækkun í herjum og herbúnaði í Mið-Evrópu. Full- trúar þeirra spyrja: „Hvaða herjum? Alþjóðlegum eða herj um einstakra þjóða? Hvaða herbúnaði? Hefðbundnum eða kjamorkuherbúnaði?" Þeir spyrja hvort það geti verið að sovézku tillögurnar eigi við þetta allt saman. í þéssu sam- bandi getum við h'ka lagt fram spurningar. Er ekki líkt á kom- ið með þessum forvitnu mönn- um og þeim, sem reyna að dæma bragð víns eftir útliti þess og án þess að bragða á því? Ef þetta liggur ekki Ijóst fyrir einhverjum, þá erum við reiðubúnir að gera það ljóst. Allt sem gera þarf er að reyna þær tillögur, sem áhugi er fyrir á bragði þeirra. Eða með öðrum orðum: Hefja samn- inga.“ Þá vék Brezhnef sérstaklega að afstöðunni til flokka sósíal- demókrata og sagði: „Eftir fréttum að dæma munu leiðtogar sósíaldemó- krata, en meðal þeirra eru margir leiðtogar ríkjandi flokka, koma saman í höfuð- borg Finnlands í lok þessa mán aðar og ræða vandamál ör- yggis Evrópu, Miðausturlanda og Indó-kína. Þetta eru aðkall- andi vandamál og á lausn þeirra veltur að miklu leyti þróun alls ástands í alþjóða- málum. Eftir því hvemig þátt- takendur í fundi þessum taka á fyrrgreindum málum, mun- um við geta dæmt hvort þeir berjist í raun og veru fyrir því að dregið verði úr spennu í alþjóðamálum og fyrir fram- gangi friðar.“ HAGSMUNIR verkalýðshreyf ingarinnar og heimsfriðarins krefjast þess að þeir, sem eiga að taka ákvarðanir f Helsinki, gleymi ekki hinum gifurlegu glæpaverkum heimsvaldasinn- aðra árásarafla í Vietnam, Laos og Kombódíu, og á her- teknum svæðum Arabaríkj- anna, lýsti Brezhnef yfir. Hags munir öryggis í Evrópu krefj- ast þess að þeir gl^ymi ekki Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.