Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 9
fTMMTUDAGUR 20. maí 19fl TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 Sviptingar hjá landsliðinu í knattspyrnu Landsliðsþjálfarinn sagði af sér í viður vist landsliðsmanna ( Idp—Rcykjavík, miðvikudag. j í gaerkvöldi var haldinn fund- ur með landsliðshópnum í knatt- spyrau, sem keppa á við Noreg í næstu viku. Fór fundurinn fram í gufubaðstofunni Saunu, en þar fengu leikmenn jafn- framt nudd. Á fundinum gerðist það, að Ríkharður Jónsson, þjálf ari landsliðsins, sagði af sér stöðunni í viðurvist alira leik- mannanna. Fundurinn hófst með því, að formaður KSÍ, Albert Guð- mundsson, hélt ræðu og ræddi þar m. a. um leikinn gegn Nor- egi, og einnig þá leikaðferð, sem þá á að leika, en eins og áður hefur komið fram í frétt- um er liugmynd hans og Haf- steins Guðmundssonar að leika sóknarleik í þeim lcik. Kom Al- bert m. a. inn á ummæli Rík- harðs í blaðaviðtali eftir lands- leikinn við Frakkland á dögun- um, þar sem hann sagði, að með an hann réði hjá landsliðinu, yrði leikinn varnarlcikur. Eftir ræðu Alberts stóð Rík- harður upp og sagði þá m. a., að hér með væri starfi hans hjá landsliðinu lokið. Hann ætlaði ekki að vera neinn milligöngu- maður og ekki láta segja sér fyr ir verkum í þessum efnum. Eitthvað orðaskak átti sér stað milli hans og Alberts í við- urvist leikmannanna, eða þar til Hafsteinn Guðmundsson benti á, að þetta væri ekki staður til að ræða þessi mál. Var þá fundinum snarlega slit- ið, en Ríkharður, Hafsteinn og Albert héldu áfram að ræða málið sín á milli. Ekki er okkur kunnugt um, hvernig þeim fundi lauk, eða hvort samkomulag hef ur náðst aftur milli þessara for- ráðamanna landsliðsins í knatt- spyrnu. Frjálsíþrótta- mót ÍR í dag Vormót ÍR — fyrsta opinbera frjálsíþróttamót sumarsins, — fer fram á Melavellinum í dag og hefst kl. 14,30. Keppt verður í 15 grein- um karla, kvenna og unglinga. Búast má við ágætri keppni í mörgum greinum, sérstaklcga lilaup unum, en hörð keppni í hlaupa- greinum gefur frjálsíþróttamótum ávallt skemmtilegan svip. Flest bezta frjálsíþróttafólk lands ins er meðal keppenda, t. d. Guð- mundur Hermannsson, KR, Bjarni Stefánsson, KR, Halldór Guðbjörns- son, KR, Ágúst Ásgeirsson, ÍR, Elí- as Sveinsson, ÍR o. fl. Keppt verður í tveimur kvenna- greinum, sem aldrei hefur verið keppt í hér á landi fyrr, 1000 m. hlaupi og 3x800 m. boðhlaupi. Aðstaðan til að selja aðgang að 1. deildarleiikjunum í Kópavogi var til umræðu á fundi forráðamanna 1. deildar- liðanna. En ekkert var rætt um hvemig aðstaðan væri fyrir áhorfendur, eftir að komið er inn á leikvanginn. En þar er hún heldur slæm — eina áhorfendasvæðið er sjálf gatan, eins og sést á þessari mynd. Sund.m.ót ÍR í dag Fyrsta sundmótið, sem fram fer í Laugardalslauginni á þessu ári, fer fram í dag og hefst kl. 15,00. Er það sundmót ÍR, en í því tekur þátt allt okkar fremsta sundfólk. Á mótinu verður keppt í 12 sund- greinum karla og kvenna og má bú- ast við góðum árangri í flestum greinum. Sundfólk okkar hefur æft vel í vetur, enda mörg stór verkefni framundan, m. a. landskeppni við Danmörku og Norðurlandamótið í sundi, sem fram fara í Laugardals- lauginni. Að sundkeppninni lokinni fer fram leikur í sundknattleik miHi a og b landsliðanna, en sundknatt- leiksmenn okkar æfa nú af fullum krafti fyrir landsleik við Skotland, sem fram á að fara síðar á þessu ári. BOÐSMIÐAFARGANIÐ Kemur illa niður á 1. deildarliðunum, sem hefja sína keppni um helgina, rheð nýju fyrirkomulagi á tekjuskiptingu. Eins og fram hefur komið í frétt- um, hefst 1. deildarkeppnin í knatt- spyrau um næstu helgi. Verða þá leiknir fjórir leikir. KR—ÍBA og ÍBV—Valur á laugardag, en ÍBK— f A og Fram—Breiðablik á sunnu- dag. Á síðasta KSÍ-þingi var samþ. að innkomunni á öllum leikjun- um í 1. deild í sumar skuli verða skipt á milli félaganna, sem leika hverju sinni. Þetta þýðir algjöra byltingu í þessum efnum í íslenzkri knattspyrnu, en jafnframt býður Vladimir Bubnov, sendiráðsritari við sendiráð Sovétríkjanna hér á landi, gaf fyrir skömmu Golfklúbbi Ness mjög vandaðan krystalbikar, sem keppt skal um árlega í innan- félagskeppni hjá klúbbnum. Hefst þessi keppni á laugardag- inn kl. 14,00 og verður þá leikinn 18 holu höggleikur. Ur þeirri keppni komast 32 þeir fyrstu áfram og leika þeir holukeppni með for- gjöf, sem mun standa næstu vikur. Bubnov er góðkunnur mörgum kylfingum, enda tíður gestur á golf- völlunum. Hann er einn fárra Rússa, sem leika þessa íþrótt, en í heimalandi hans er hún óþekkt. það ýmsum nýjum vandamálum heim. Um síðustu helgi héldu forráða- menn 1. deildarliðanna fund um þessa tekjuskiptingu, og voru þar mættir fulltrúar allra félaganna, sem lið eiga í deildinni, að undan- skildum Vestmannaeyingum. Þar varþetta mál rætt á breiðum grund velli og hinar ýmsu hliðar þess. Þar kom m.a. fram megn óánægja með „boðsmiðafarganið", en það mál er mikið vandræðamál, sem batnar ekki við tilkomu tekjuskipt- ingarinnar. Kemur það til með að bitna á öllum félögunum, sem missa góðan spón úr aski sínum vegna boðsgesta. Sérstaklega kemur það illa niður á leikjunum, sem fara fram í Rvík, því þar eru gefnir út á annað hundr að boðsmiðar, en hjá félögunum úti á landi eru boðsmiðar milli 20 og 30. Það gefur auga leið, að á leikj- unum í Reykjavík verður ekki eins góður hagnaður og gæti verið, ef boðsmiðarnir væru ekki, og er þessi upphæð hreinlega tekin úr vasa félaganna. Á fundinum var einnig rædd að- staðan á hinum ýmsu völlum til að selja aðgang, og kom í ljós, að hún er ákjósanleg á flestum stöðum nema á heimavelli Breiðabliks f Kópavogi. Breiðablik mun þó ekki leika þar fyrstu leikina í deildinni, en áskildi sér rétt til að leika þar síðar í sumar, þegar búið væri að girða völlinn og mæla hann upp. Fróðlegt verður að fylgjast með árangri þessa nýja fyrirkomulags í sumar. En ef framhald á að verða á því, verður nauðsynlegt að fækka boðsmiðum og síðan að koma á því fyrirkomulagi, sem tíðkast erlendis — að liðið, sem leikur á heimavelli, fái allan ágóðann af leiknum. - klp Pressuleikurinn fellur niður Klp-Reykjavík. Leikurinn milli landsliðsins í knattspyrnu og liðs íþrótta- fréttaritara, sem átti að fara fram á Mclavcllinum í kvöld, mun ekki fara fram. Forráðamenn 1. deildarlið- anna í Reykjavík, sem eiga menn í pressuliðinu, tilkynntu í gær að félögin treystu sér ekki til að lána sína menn í pressuliðið, þar sem þau ættu öll að leika um helgina f deild- inni. Þessi leikur hefði komið sér- lega illa fyrir Fram, er átti 4 menn í pressuliðinu og 3 menn í landsliðinu, en þeir léku allir í gærkvöldi gegn Þrótti og eiga síðan annan leik á sunnudag gegn Breiðabliki. Vonandi verður úr „pressu- Ieik“ síðar í sumar, og væri æskilegt að hann yrði fyrir næsta landsleik, sem er við Frakkland í París 16. júní. -: Halldór Guðbjörnsson, KR sigraði í 20 km hlaupinu, en til þess að fara þá vegalengd varð hann að hlaupa 50 hringi á Laugardalsvell Sex tóku þátt í 20 km. hlaupi Keppt var í fyrsta sinn í 20 km hlaupi hér á landi á Laugardals vellinum s.l. mánudagskvöld. f leiðinni var mæld vegalengdin, sem hlaupararnir hlupu á 1 klst. Keppni í þessum greinum fer býnsa algeng erlendis og árangur skráð ur bæði sem heims-, Evrópu- og Norðurlandamet. Ríkir knatt- spyrnumenn! Leikmcnn danska 1. deildarliðs- ins B1909 eru nú kallaðir rikustu knattspyrnumenn Danmerkur. Þá nafnbót fengu þeir um síðustu helgi, þegar í ljós kom, að þeir voru búnir að fá 1200 krónur dansk ar — af þeim 500, sem þeir mega fá fyrir að leika knattspyrnu á einu keppnistímabili. Dönsku leikmennirnir fá vissan hluta af innkomu af hverjum leik, sem þeir taka þátt í ,og hefur að- sóknin að leikjum B1909 verið svo góð til þessa, að þegar hafa leik- mennirnir fengið 1200 krónur, en aðeins er lokið 7 umferðum í deild- arkeppninni. Sigurvegari í hlaupinu á mánu dag varð Halldór Guðbjörnsson, KR, hann hljóp 20 km á 1. klst. 10 mín. og 1,6 sek. Á einni klst. hljóp Halldór 17068 m. Árangur Halldórs er að sjálfsögðu íslands met. Gunnar Snorrason, UBK kom næstur og hljóp á 1:11,56,4 og á klst. hljóp hann 16735 m. Steinþór Jóhannesson UBK setti drengja- óg unglingamet, hljóp á 1:19,53,7 og 15271 m. á klst. Þátttakendur voru 6 í hlaupinu. Til fróðleiks skal þess getið, að heims- og Evrópum. á Belgíumað urinn Gaston Roelants sett 28. okt. 1966, hann hljóp 20 km á 58 mín. og 6,2 sek. og á 1 klst. hljóp hann 20664 m. Norðurlandametið á góðkunningi okkar Thyge Thögersen, Danm., tími hans er 1 klst. 1 mín. og 35,4 sek., en á klst. hljóp hann 19463 m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.