Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 3
TIMINN £ XjAUGARDAGUR 29. maí 1971 ■ .........—.. ■■ ......... 219 námsmeyj ar í Kvenna- skólanum t Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt npp laugardaginn 22. maí s.l. að viðstöddu fjölmenni. Skólaslitaræðu flutti dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, og gerði grein fyrir starfsemi skól- ans og úrslitum vorprófa. 219 námsmeyjar settust í skólann í haust og 32 brautskráðust úr skól anum í vor. Landspróf þreyta 48 stúlkur og unglingaprófi lauk 61 stúlka. Hæsta einkunn á burtfararprófi blaut Margrét Theodórsdóttir 9,23. í 3. bekk lilaut Sigrún G. Arndal hæsta einkunn 8,60, í 2. bekk Dögg Pálsdóttir 9,16, í 1. bekk Ásdís Hildur Runólfsdóttir 9,15. Mikill mannfjöldi var við skóla uppsögn, og voru Kvennaskólan- nm færðar góðar gjafir og heilla- óskir. Fyrir hönd Kvennaskóla- sttilkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum talaði frú Soffía Ingvars dóttir og færðu þær skólanum mikla bókagjöf í safn skólans. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautskráðust fyrir 45 árum talaði frú Sigþrúður Guðjónsdótt- ir, og færðu þær skólanum einnig bókagjöf. Fyrir hönd 30 ára árgangsins tal aði frú Margrét Helgadóttir. Sá ár- gangur færði skólanum fjárupp- hæð til frjálsra afnota. Fulltrúi 25 ára árgangsins var frú Ema Mathiesen, en sá árgangur færði Systrasjóði minningargjöf til minn ingar um látna skólasystur, Huldu Ingadóttur. Fyrir hönd 20 ára ár- gangsins talaði frú Hrönn Hilm- arsdóttir. Sá árgangur færði skól- anum gjöf í Listaverkasjóð. Fyr- ir hönd 15 ára árgangs talaði frú Alda Halldórsdóttir, og færði hennar bekkjardeild skólanum pen ingagjöf til frjálsra afnota, en frá hinni bekkjardeildinni barst skól- anum leikrit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðið, á hljómplötu. Fyrir hönd 10 ára árgangs mælti frú Sigrún Ásgeirsdóttir, en sá ár- gangur gaf fjárupphæð í Lista- verkasjóð skólans. Fyrir hönd 5 ára árgangs talaði Sigríður Þor- steinsdóttir. Sá árgangur gaf gjöf í ferðasjóð. Fulltrúar afmælis- árganganna fóra viðurkenningar- orðum um störf skólans, og ósk- uðu stúlkunum, sem voru að braut skrást, alls góðs. Nemendasamband Kvennaskól- ans gaf á liðnum vetri fjárupp- hæð til eflingar myndasafni skól- ans. Skólanum höfðu einnig bor- izt peningagjafir frá frú Karitas Sigurðsson og frá ónefndum gef- anda. Forstöðukona þakkaði eldri nem endum alla þá tryggð, sem þeir hefðu sýnt skóla sínum. Að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd, kennurum og Nem- endasambandi Kvennaskólans ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar, sem braut- skráðust, nokkrum orðum og ósk- aði þeim að lokum gæfu og geng is á komandi árum. BÆNDUR Drengur á 15. ári óskar eftir að komast í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 42242. ÞaS er mikil „vertíS" hjá sunnlenzkum vörubifreiðarstjórum, þegar áburðarflutningar standa yfir. Yfirleitt hafa þeir flutningar gengið vel, en í vikunni valt þessi áburðarflutningabíll á Hellisheiði, en mun ekki hafa skemmzt mjög mikið. (Tímamynd L.B.) MESTU ÁBURÐAR- FLUTNINGUNUM LOKIÐ KJ-Reykjavik, fimmtudag. Liðinn er nú aðaláburðarflutn ingatíminn, en áburðarflutning- ar frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi stóðu sem hæst í síð- ustu viku, og hafa gengið vel, að því er Tímanum var tjáð í dag. f Áburðarverksmiðjunni var Tímanum sagt, að nú væri aftur farið að draga úr áburðarflutn ingunum, og töldu starfsmenn að flestallir bændur væru búnir að fá eitthvað af áburði. Afgreiðslan á áburðinum hefur gengið vel, verið jafnari en oft áður, en 20 —30 manns starfa við að hlaða bílana, og hafa bæði færibönd og lyftara sér til aðstoðar. Algengast er að bílarnir taki þetta 7—12 tonn, en nokkrir bílar taka allt upp í 20 tonn, og eru þá oftast með aftanívagn, eða með tvöfaldan afturöxul. Aukin smábátaútgerð hér á landi hefur staðfest nauðsyn þess, að trillubátaeigendur gætu tryggt báta sína. Samvinnutryggingar hófu þessa tegund fryggiaga fyrir nokkrum árum og var fyrsta tryggingafélagið, sem veitti þessa þjón- ustu. Með trillu bátatryggingunum hafa skapazt möguleikar á, að lánastofnanir gætu lánað fé út á bátana og þannig hafa fleiri getað hafið þessa útgerð. Margir bátar hafa gjöreyðilagzt undanfarin ár og liafa Samvinnutryggingar með þessu forðað mörgum frá því að missa atvinnutæki sitt óbætt. Við viljum þvi hvetja alla trillubátaeigendur til að tryggja báta sina nú þegar. SAMVINNUTRÝGGINGAR ARMÚLA 3, SlMI 38500 • UMBOÐ UM ALLT LAND ITrúa Ólafi betur en Jóhannesi Það er augljóst af ástandi cfnahagsmála nú, að almenn- ingur trúir Ólafi Björnssyni betur en Jóhannesi Nordal. Gífurlegt kaupæði hefur grip ið um sig. Eftirspurn eftir láns Ifé í bönkum er gífurleg og menn taka sparifjárinnstæður sínar lit unnvörpum. Kaup hvers konar vara og húsmuna með afborgunarskilmálum eru í algeru hámarki. Allir eru að bjarga verðmætum sínum und- an því að brenna uppi í eldi „hrollvekjunnar". Enginn trúir aumingja Jóhannesi, sem segir að enginn ástæða sé að ótt- ast ástand efnahagsmála, og menn kaupa og kaupa, slá lán og festa, hver í kapp við ann- an. Það er alveg sama þótt ritstjórar Mbl. keppist við að skrifa leiðara dag eftir dag, að fyllsta ástæða sé til bjart- sýni og stöðugs verðlags og trausts gengis krónunnar. — Einkum er það áberandi, að ýmsir máttarviðir í Sjálfstæðis flokknum, sem stundað hafa verðbólgubrask á undanförn- um árum og grætt mikið og greitt lága skatta, trúa verst allra á boðskap Mbl. og yfir- . lýsingar Jóliannesar Nordals. Þeir nota sér aðstöðu sína f Sjálfstæðisflokknum nú til hins ítrasta til að taka stór- felld Ián og festa í fasteign- um og öruggum verðmætum. T.d. keyptu þeir upp mcstan hluta hinna vísitölutryggðu spariskírteina ríkissjóðs, sem nú voru sett á markaðinn, en komust raunar aldrei þangað vegna þess að það var búið að „panta“ þau öll fyrirfram og sögðust ýmsir hafa fengið minna en þeir vildu. Þessi spariskírteini hafa líka, auk hinnar góðu vísitölutryggingar, þann mikla kost að þeim má i| skjóta undan skatti, þar sem ” þau eru ekki skráð á eigend- ur og ekki framtalsskyld, og þeir sem mesta peninga hafa nú handbæra og fá lán að auki, kunna vel til verka til að nýta þessi vísitölubréf. Þeir, sem hagnast á verðbólgunni Þessir máttarviðir Sjálfstæð isflokksins muna það, að J6- hannes Nordal var einnig feng inn til þess í síðustu verðstöðv un fyrir síðustu kosningar, að segja, að ekkert væri að óttast og það mætti halda verðstöðvun inni áfram um langa framtíð. Þeir muna einnig að gengislækk un var algerlega afneitað þá af forystumönnum stjórnarflokk- anna og sagt að hún skapaði fleiri vandamál en hún leysti. Til frekari áhcrzlu var því beint til þeirra, sem ætluðu að hagnast á gengislækkun, að svo mikið væri þó alveg víst, að til gengislækkunar yrði ekki gripið oftar á íslandi, nema séð yrði til þess að þeir, sem ætluðu sér að hagnast á gengislækkun, yrðu látnar borga brúsann eins og það var orðað. Þegar búið var að kjósa var gengið svo fellt, ekki einu Framhald á 14. sí&u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.