Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.05.1971, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 29. maí 1971 TIMINN 9 Útgefancfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastiórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskriístofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stolur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áákriftargjald kr 195,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hí. Ríkisstjórnin eignast bandamann ÞaS fór eins og vænta mátti, að Alþýðubandalagið hætti að beina geiri sínum aðallega gegn ríkisstjórn- inni og stjómarflokkunum, þegar drægi að lokaþætti kosningabaráttunnar, heldur gengi í lið með þeim gegn Framsóknarflokknum. Forvígismenn Alþýðubandalags- ins gera sér ljóst, að Framsóknarflokkurinn er eini stjórnarandstöðuflokkurinn, sem nýtur vaxandi trausts og fylgis. Afbrýðisemin yfir því gerir Alþýðubandalagið nú, eins og svo oft áður, að bandamanni stjórnarflokk- anna. Til að staðfesta þetta bræðralag hefur Alþýðubanda- lagið nú gefið út sérstakt blað, sem er dreift í öll hús í Reykjavík. Blað þetta er nær eingöngu helgað áróðri gegn Framsóknarflokknum. Lengsta grein þess fjallar um landhelgismálið, en þar er ekki verið að deila á núverandi undanhaldsstefnu stjórnarflokkanna í land- helgismálinu, heldur er ætlunin að gefa í skyn, að Her- mann Jónasson hafi ætlað að svíkja í landhelgismálinu 1958 og reka Lúðvík Jósefsson úr ríkisstjórninni. Það er alkunnugt, að vorið 1958 var verúlegur ágreiningur innan vinstri stjómarinnar um 12 mílría út- færsluna milli Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn vissi um þennan ágreining og hugðist notfæra sér hann til að fella stjórnina. í Al- þýðubandalaginu voru sterk öfl undir forustu Þjóðvilja- klíkunnar svonefndu, sem frá upphafi voru andvíg vinstri stjóm, og vildu gjaman nota þennan ágreining tíl að feUa hana. í Alþýðuflokknum vora líka öfl undir forastu Guðmundar í. Guðmundssonar, sem voru and- víg stjóminni og vildu einnig nota landhelgismálið til að fella hana. Staða Framsóknarflokksins var sú að hann þurfti hér að reyna að miðla málum á þann veg, að tólf mílna útfærslan yrði ekki stöðvuð. Það tókst eftir langt og strangt samningaþjark. í þeirri lausn, sem náðist og tryggði útfærsluna, áttu ráðherrar Framsóknarflokksins meginþátt. Það, sem Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið eiga við í dylgjum sínum um Hermann Jónasson, er það, að hann neitaði á tímabili, að útfærslureglugerðin yrði gefin út og sagðist heldur biðjast lausnar fyrir stjórnina. Ástæðan var sú, að á þeim tíma naut reglugerðin aðeins stuðnings Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins, sem voru í minnihluta á Al- þingi. Það hefur verið og er afstaða Framsóknar- flokksins, að ekki eigi að gefa út reglugerðir eða bráðabirgðalög, nema fyrir því sé vilji meirihluta þings. Sú ákveðna afstaða Hermanns Jónassonar, að annað hvort yrði stjórnin að víkja eða þingmeiri- hluti að fást fyrir útfærslureglugerðinni, átti að lok- um meginþátt í því, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið urðu sammála um meðalveg, er tryggði tólf mílna útfærsluna. Þau vinnubrögð kommúnista að reyna að búa til úr þessum atburði „stóra bombu“, sem á að beina gegn Framsóknarflokknum, ber þess augljósan vott, að þeir stjórnast nú meira af taumlausri afbrýðissemi í garð Framsóknarmanna en áhuga á því að vinna gegn undan- haldsstefnu stjórnarflokkanna í landhelgismálinu. Kommúnistar finna að þjóðin treystir Framsóknarmönn- um þar margfallt betur til forsællar forustu en þeim. En sú tiltrú Framsóknarmanna mun ekki minnka við upprifjun á því, að Framsóknarflokkurinn hafði megin- forustu um það samkomulag, sem tryggði tólf mílna út- færsluna 1958. Þ.Þ. COLIN RENFREW, PRÓFESSOR í SHEFFIELD: Frummenning Evrópu er miklu eldri en álitiö hefur verið Nýjar rannsóknaraðferðir breyta eldri sögukenningum SKILNINGUR okkar á for- tíðinni, og frumskeiði manns- ins er að taka miklum breyt- ingum. Þær gjörbrcyta hug- myndum okkar um gamla heiminn áður en sögur hófust og við lítum á „villimennina" í nýju Ijósi og virðum þá meira en áður. Gert hefur verið ráð fyrir, að fyrstu steingrafirnar hafi verið reistar og málm- vinnsla hafizt fyrir áhrif, sem borizt hafi til Evrópu frá löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Nú lítur allt í einu út fyrir, að eirvinnslan kunni að hafa átt sjálfstæð upptök í Evrópu. Nú er komið í ljós, að elztu byggingar í Evrópu, steingrafirnar fornu, eru nokkrum öldum eldri en pýra- mídarnir í Egyptalandi. Tákn- ræn minnismerki voru reist í Evrópu mörgum öldum áður en minnismerkin í Egypta- landi og Mesopotamíu voru reist, sem lengst af hafa verið talin fyrirrennarar þeirra og “ fyrirmynáir. P* fMI , ]• 4 Pií js»?< VIÐ könnun a ferli manhsms áður en sögur hófust hefur lengst af verið gengið út frá þeirri trú, að allar mikilvæg- ar framfarir hafi átt upptök sín í löndunum við austan- vert Miðjarðarhaf. Gengið var til dæmis út frá því sem gefnu, að pýramídarnir væru eldri en fyrstu steingrafirnar í norðanverðri og vestanverðri Evrópu. Fornleifafræðingar voru ekki í neinum vafa um, að við byggingu hinna miklu graf- hvelfinga, svo sem New Grange á írlandi og við Ante- quera á Spáni, hefði gætt áhrifa byggingartækni og trúar legrar mótunar frá löndum við austanvert Miðjarðarhafið. En fyrir fimm árum vaknaði fyrsti grunurinn um, að þessi ein- falda en útbreidda skoðun kynni að vera röng. Fornleifa- fundir á Spáni, þar sem áhrif að austan áttu að koma fram, og við austanvert Miðjarðar- haf, þar sem uppsprettan átti að vera, vöktu efa um rétt- mæti fyrri ályktana. STAÐFESTING þessara efa- semda er nú fengin úr mjög óvæntum stað. Hún fékkst við athugun á kyrkingslegum en mjög gömlum trjám hátt uppi í Hvítufjöllum í Kaliforníu. Árhringarnir í hinum ótrúlega langlífu furutrjám í Kaliforníu hafa verið notaðir til að sann- reyna áreiðanleika aldurs'grein ingar með athugun á geisla- virku kolefni. Athugun á geislavirku kol- efni er nú helzta aðferðin til tímatalsákvarðanr áður en sög- ur hófust. Forsaga Evi-ópu er timasett með bessum hætti. At- hugun á árhringunum í furu- trjánum í Kaliforníu veldur hví. að aldurrákvörðun m ð at- hugunum á geislvirku kolefni veriur að fara fram með allt s L.S& • • i- ■ *' vi*i m STONEHENGE öðrum hætti en tíðkað hefur verið til þessa. Þetta gjörbreyt ir hugmyndum um tímatal áður en sögur hófust. ÁRHRINGARNIR sýna ár- legan vöxt trésins. C. W. Ferguson kennara við Arizona- háskóla hefur tekizt að rekja sig^aftur allt til 5000 fyrir Krist, með því að telja ár- hTirigána bæði í lifandi trjám og dauðum. Athugun á geisla- virku kolefni hcfur jafn- framt verið gerð á viði úr trjánum. Aldursákvörðunum með kolefnisathuguninni og árhringunum ber ekki saman, sem þó ætti að vera, ef álykt- anir af kolefnisathuguninni væru réttar. Þama gafst ein- mitt ágætt tækifæri til að leið rétta fyrri aðferði við aldurs- greiningu með athugun á geilsa virku kolefni. H. E. Suess háskólakennari frá La Jolla í Kaliforníu hef- ur samið skrá, sem nota má hvar sem er í heiminum til leiðréttinga á aldursákvörðun með athugunum á geislavirku kolefni. Þessa ágætu aðferð má nota í Evrópu, og hún gjör breytir hinum útbreiddu ald- urshugmyndum. MEÐ hinni nýju aðferð verð ur aldur þess, sem er frá því 1500 fyrir Krist eða eldra, mun meiri en áður var álitið og getur þar munað allt að sjö öldum. Þetta breytir ekki ald- ursákvörðunum i Egyptalandi eða öðrum löndum við austan- vert Miðjarðarhaf, enda verð- ur þar komið við tímatali sam kvæmt hinni fornu menningu, og athugun á geislavirku kol- efni þarf ekk: til. Útkoman úr dæminu verður því sú, að aldur pýramidanna er óbreyttur frá því, sem álitið hefur verið, en allar tíma- ákvarðanir í Evrópu færast um nokkrar aldir aftur i tímann. Samkvæmt hinu breytta tímatali reynast steingrafirnar í Evrópu heldur eldri en frá því um 3000 fyrir Krist. Aldur pýramídann. er auðvitað óbreyttur, eða frá því um 2500 fyrir Krist. Eftirmyndirnar í Evrópu reynast því til muna eldri en fyrirmyndirnar eystra. MEÐ þessu er eldri hug- myndum um dreifingu menn- ingarinnar frá austanverðu Miðjarðarhafi til Evrópu ger- samlega kollvarpað. Áður höfð i aðeins sárafáir fornleifa fræðingar grun um, að skap- andi frumleiki íbúanna í Evrópu áður en sögur hófust væri vanmetinn. Nú sjáum við svart á hvítu, að afrek þeirra voru engu síður eftirtektar verð en afrek Sumeranna í Egyptalandi. Við sænnfærumst nú um, að bændur á Balkanskaga bræddu kopar og mótuðu úr honum nytsöm tæki að minnsta kosti 4000 árum fyrir Krists fæð- ingu, ef ekki fyrr. Steinaldar- bændur vestur í álfunni hlóðu um svipað leyti sameiginleg grafhýsi úr feiknastórum björgum. Byggð voru á Möltu mikil steinmusteri, sem enn standa, meðan hleðslusteinn úr þurrkuðum leir var enn notaður í musterin I löndunum við austanvert Miðjarðarhafið. OKKUR hér í Englandi hef- ur lengst af verið talin trú um að Stonehenge, hið aldna hof okkar og sólarathugunarstöð, hafi verið reist með aðstoð snjallra meistara frá Mycenae. hinni fornu menningarmiðstöð í Grikklandi, um það bil 1500 árum fyrir Krists burð. Nú sjá um við hins vegar. að búið var að reisa Stonehenge og endur reisa nokkrum sinnum á all- mörgum öldum, nokkru áður en menningi: frá Mycenae tók að breiðast út um Grikkland. Hugmyndaauðgi og sköpunar hæfni villamapnanna, sem bjuggu í Evrópn áður en sög- ur hófust, reynist allt í einu miklu meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Sögu Evrópu, áður en skráð ar heimildir komu 'il, verður mcð öðrum orðum að endur skoða frá rótum. Varpa verð ti fyrir borð kenningunni um dreifingu menningarinnar vesv- ur á bóginn og meta hina öldnu forfeður okkar miklu meira en áður, þessa snjöllu og skapandi villim''nn, sem hlóðu grafhýsi og musteri úr steini mörgum öldum áður en pýramídarnir í Egyptalandi voru reistir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.