Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.08.2002, Qupperneq 2
Ríkissaksóknari hefur ákveðiðað áfrýja máli Árna Johnsen og þeirra fjögurra sem voru ákærðir í máli hans segir í texta- varpinu. Krafist er fullrar sak- fellingar og þyngri refsingar í máli Árna en sakfellingar og refsingar í máli hinna. Málið verður lagt í heild sinni fyrir hæstarétt. Árni Johnsen hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu. Hann var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, mútur og fleira. Bólusetning barna og unglingafyrir heilahimnubólgu af C- stofni hefst í október. Þetta er umfangsmesta sóttvarnarverk- efni hér á landi síðustu áratugi og er áætlaður kostnaður 90-100 miljónir króna. Stjórnvöld ákváðu að bólusetja fyrr á þessu ári þar sem nýgengi men- ingókokkabakteríu, sem veldur heilahimnubólgu og blóðsýkingu, hefur farið vaxandi hér á landi síðustu ár. Rúv greindi frá. 2 8. ágúst 2002 FIMMTUDAGUR INNLENT LEIÐRÉTTING FÉLAGSMÁL Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík hafa gengið á fund Davíðs O ddssonar forsætis- ráðherra og krafist leiðréttingar á kjörum sínum. Ólafur Ólafsson, formaður fé- lagsins, segir að þótt yfirvöld full- yrði að kaupmáttur ellilífeyris- þega hafi aukist um 12,5% á árun- um 1994 til 2000 þá geri skattkerf- ið það að verkum að hjá rúmum þriðjungi þeirra sé þessi aukning nær engin. Það sé hópurinn sem aðeins fær ellilaunin sín - tæpar 93 þúsund krónur á mánuði. Á þessum árum hafi kaupmáttur al- mennt hækkað um fjórðung. „Allur kaupmátturinn er étinn upp vegna þess að raungildi skatt- leysismarka hefur farið lækk- andi. Vegna þessa fer kaupmátt- araukningin niður í 0,4%. Það eru 12 krónur á dag. Halda menn að við fögnum því?“ spyr Ólafur. Ólafur segir að þótt eldri borg- arar vilji að skattkerfinu sé breytt muni þeir ekki gera kröfu um það vegna líklegrar mótstöðu. „Við krefjumst einfaldlega hækkunar á ellilaununum hjá þeim sem eru verst settir,“ segir hann. Að sögn Ólafs gengu fulltrúar eldri borgara á fund forsætisráð- herra á síðustu dögum. Hann seg- ir ekkert um undirtektir í ráðu- neytinu. „Við munun eiga fleiri fundi með Davíð. Spyrjum að leikslokum,“ segir Ólafur.  Eldri borgarar segja kaupmáttaraukningu fara í skatta: Heimtum hærri ellilaun ELDRI BORGARAR Kaupmáttaraukningin er 12 krónur á dag. Halda menn að við fögnum því? spyr Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara. LÖGREGLA Karlmaður á fimmtugs- aldri liggur mjög alvarlega slas- aður á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi eftir harðan árekst- ur á Vesturlandsvegi í fyrradag. Að sögn vakthafandi læknis gekkst maðurinn undir aðgerð, sem stóð til klukkan þrjú um nótt- ina. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn, sem var ökumaður bifreiðar á norðurleið, var fluttur á gjörgæsludeild með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Ökumaður hinn- ar bifreiðarinnar, karlmaður um sjötugt, var einnig fluttur á gjör- gæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er hann talsvert slasaður en með meðvit- und. Hann átti að gangast undir aðgerð í gær. Farþegi bifreiðar- innar, kona á áttræðisaldri, lést á slysstað. Enn er óljóst hver tildrög slyssins voru og auglýsir lögregl- an í Borgarnesi eftir vitnum að at- burðinum, sem átti sér stað um klukkan fimm síðdegis í fyrradag við bæinn Fiskilæk í Leirár- og Melasveit. Þeir sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 437 1166.  Banaslysið á Vesturlandsvegi: Karlmanni haldið sofandi í öndunarvél LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Tveir menn liggja á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi, þar sem kona á áttræðis- aldri lést. ÍFréttablaðinu í gær var sagt aðkarlmaður hefði látist í banaslysinu á Vesturlandsvegi í fyrradag. Hið rétta er að kona á áttræðisaldri lést í slysinu. Að- standendur hennar og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Fréttablaðið byggði umfjöllun sína á upplýsing- um frá lögreglunni í Borgarnesi. Eldsvoði í Kötlufelli: Þrír með reykeitrun ELDSVOÐI Slökkvilið var kallað í Kötlufell í gærkvöld vegna elds- voða í íbúð á þriðju hæð. Sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðsins hafði kviknað í rúmi í íbúðinni. Eig- andi íbúðarinnar var í henni og gerði slökkviliði viðvart um hálfsjö leytið. Nágranni íbúðareiganda hafði reynt árangurslaust að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvi- lið bar að. Vel gekk að slökkva eld- inn og tók um þrjú korter að reyk- losa íbúð og stigagang. Þrír voru fluttir á slysadeild með væga reyk- eitrun. Tjón er töluvert. Lögregla vinnur að rannsókn málsins.  Listasafn Reykjavíkur: Um 50 ótryggð lista- verk í hættu BRUNI „Það er ekki útséð um það sem þarna er, sem betur fer,“ segir Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykja- víkur, í samtali við Fréttablaðið. Í 350 fm geymslu safnsins voru að sögn Eiríks um 50 listaverk, bókalager og listaverkaumbúðir, eða kassar sem eru notuð undir listaverk þegar þau eru flutt á milli landa. Mest er af verkum eftir Ásmund Sveinsson en ein- nig verk eftir Huldu Hákon, Sig- urð Örlygsson og fleiri. „Það er mikið af höggmynd- um þarna en einnig listaverk af öðru tagi, málverk, innsetningar og verk sem eru unnin með ým- issi tækni. Við vitum ekki hvort eldurinn náði inn í geymsluna en ef svo er þá er tjónið óbætanlegt og ómetanlegt. Þarna eru til dæmis margar frummyndir verka eftir Ásmund sem ekki er hægt að bæta.“ Eiríkur vissi ekki í gærkvöldi hvenær hann fengi að líta á að- stæður og meta tjónið en vonað- ist til þess að hann fengi það síð- ar í gærkvöld eða í dag. Verkin eru ekki tryggð. „Það er líka of snemmt að tala um tjónið í pen- ingum,“ segir Eiríkur. „En það er almenna reglan hjá Reykja- víkurborg að tryggja ekki sínar eigur .“  BRUNI Starfsmaður frá Teppalandi var í kjallara Fákafens 9 nokkrum mínútum áður en sprenging varð þar og eldur blossaði upp. Skafti Harðarson, einn af eigendum Teppalands, sagði mikla mildi að enginn skyldi hafa slasast. Ingi Þór Jakobsson, eigandi húsgagna- verslunarinnar Exó, og Skafti sögðu að hlutirnir hefðu gerst mjög snöggt en allt fólk í húsinu hefði forðað sér út í tæka tíð og engum orðið meint af. „Við erum báðir í losti hérna,“ sagði Ingi Þór. „Það var eins og það hefði orðið sprenging og við það opnaðist reyklúga á horni hússins. O fnarnir hristust inni í Saumalist og Salatbar Eika og tvær stelpur komu hlaupandi út og sögðu að það væri kviknað í. Þeim brá greinilega rosalega. Ég hljóp þá út og um leið og ég kom fyrir hornið sá ég bara svartan mökk koma á móti mér. Slökkvi- liðið kom strax og þá voru allir farnir út úr húsinu enda ekkert annað hægt að gera.“ Skafti sagði að bara lagerinn hjá Teppalandi væri metinn á um 40 milljónir króna. Þetta væri því gríðarlegt tjón. Mikill eldmatur hefði verið í kjallaranum. Svarti reykurinn stafaði líklega af því að mikið magn af hljóðeinangrandi gúmmíi undir parket væri í kjall- aranum, teppi og golfdúkar. „Ég vissi líklega af eldinum á undan nokkrum öðrum því ég slökkti á brunaboðakerfinu okk- ar,“ sagði Skafti. „Í framhaldinu fékk ég hringingu frá Securitas og sagði þeim að þeir þyrftu að koma að gera við brunaboðakerfið því það væri hvergi eldur hjá okk- ur. Það var starfsmaður frá okkur niðri þegar brunakerfið fór í gang, en hann varð ekki var við neitt. Eldurinn kom því ekki upp hjá okkur, því eldurinn gýs ekki allt í einu upp með þessum hætti. Hann hefur verið búinn að krau- ma í einhverju öðru rými í ein- hvern tíma. Ég tel útilokað að það sé eitthvað heilt í kjallaranum.“ trausti@frettabladid.is EIGENDURNIR RÆÐA SAMAN Ingi Þór Jakobsson, eigandi Exo (t.v.) og Skafti Harðarson, einn af eigendum Teppalands ræða saman á meðan slökkvistarf stóð sem hæst. „Ég sá bara svartan mökk koma á móti mér“ Starfsmaður Teppalands var í kjallara Fákafens mínútum áður en sprenging varð þar. Ofnarnir hristust inni í Saumalist og Salatbar Eika. Eigandi Teppalands hélt að brunakerfið væri bilað. REYK LAGÐI ÚT UM ALLA GLUGGA Mikill eldmatur var í kjallaranum og stafaði svarti reykurinn líklega af því að þar var mikið magn af hljóðeinangrandi gúmmíi undir parket, golfdúkar og teppi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.