Fréttablaðið - 08.08.2002, Page 16

Fréttablaðið - 08.08.2002, Page 16
16 8. ágúst 2002 FIMMTUDAGURÁ HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ? SKEMMTANIR Kringlukráin Gísli Jóhannsson & Big City. Síðasta tækifærið til að hlýða á þá félaga á Reykjavíkursvæðinu áður en þeir halda aftur til Bandaríkjanna. Gísli flytur lög af sólóplötu sinni Bring Me You og ruglar saman reitum við íslenska tónlistarmenn í jam-session. Kántrýmat- seðill í boði af þessu sérstaka tilefni. FYRIRLESTUR 16.50 Ken Safir, prófessor í almennum málvísindum við Rutgers Uni- versity í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn er í boði heimspeki- deildar Háskóla Íslands og nefnist Person, Perspective and Anaphora. Á eftir fyrirlestrinum verður móttaka vegna ráðstefnu um germanska setningafræði sem verður dagana 9.-10. ágúst í stofu 101 í Odda, sjá heimasíðu ráðstefnunnar. MYNDLIST Sigurrós Stefánsdóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir olíumálverk á Café Mílanó, Faxafeni 11. Verkin hafa skírskotun í farvegi, línur og form úr landslagi sem lýsa sýn myndlistakon- unnar á tengingu mannsins við hina ýmsu farvegi náttúrunnar. Sýningin stendur til loka ágúst. Hún er opin á opnunartíma veitingahússins. Í Grafarvogskirkju stendur sýning á vatnslitamyndum eftir Björgu Þorsteins- dóttur. Sýningin ber heitið Spunnið úr trúartáknum. Sýningin er opin daglega á opnunartíma kirkjunnar og stendur til 18. ágúst. Listasafns Íslands sýnir tæplega 100 verk í eigu safnsins eftir 36 listamenn. Á henni er gefið breitt yfirlit um íslenska myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir 1980. Sýningin skiptist í fimm hluta: Upphafsmenn íslenskrar myndlistar á 20. öld; Koma nútímans/módernismans í myndlist á Íslandi; Listamenn 4. ára- tugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda áratugarins. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga. Sýningin stend- ur til 1. september. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara skoðuð út frá þeir- ri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýningin stendur til ársloka. FIMMTUDAGURINN 8. ÁGÚST TÓNLISTARHÁTÍÐ Árlegir Kammer- tónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir um helgina í tólfta sinn. Flytjendur í ár verða þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Sigurður Flosason saxófónleik- ari, Pétur Grétarsson slagverks- leikari, Sif Túliníus fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdóttir víólu- leikari, Scott Ballantyne selló- leikari, Richard Simm píanóleik- ari og Edda Erlendsdóttir píanó- leikari, sem einnig er listrænn stjórnandi tónleikanna. „Ég átti hugmyndina að þess- um tónleikum fyrir fjórtán árum,“ segir Edda. „Við þurftum að byrja á að safna fyrir konsert- flygli og síðan voru fyrstu tón- leikarnir haldnir 1991. Þetta fór mjög glæsilega af stað og hefur verið samfellt síðan.“ Efnisskráin í ár verður fjöl- breytt að vanda þar sem fléttast saman ljóðatónlist og kammer- verk. „Í ár verður í fyrsta skipti á efnisskránni spuni þar sem Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson sækja efni í þjóðleg- an tónlistararf okkar Íslendinga og spinna frjálslega við gamlar upptökur. Þetta prógram var flutt á Listahátíð í vor og fékk frábæra dóma,“ segir Edda. „Þeir félagar munu einnig taka þátt í flutningi á klassískari verkum. Bandaríski sellóleikar- inn Scott Ballantyne er kominn frá New York til að taka þátt í hátíðinni, en við höfum alltaf fengið listamenn að utan til að taka þátt í þessu með okkur. Það er vandasamt sé að velja en hef- ur alltaf tekist mjög vel til,“ seg- ir hún. Ballantyne mun m.a. leika Sónötu nr. 4 í C dúr op. 102 eftir Beethoven ásamt Eddu Er- lendsdóttur, „Þau Signý, Sigurð- ur og Pétur munu flytja verkið Ljóð án orða eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem hann samdi við leikritið Yerma eftir Garcia Lorca, stórkostlegt verk,“ segir Edda, „og þá er bara fátt eitt nefnt. Að lokum má geta þess að við ætlum að enda dagskrána í suðrænum dúr með útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar á verki eftir Astor Piazzolla, sem er frægur argentískur tangóhöf- undur og verki eftir Jóhann sjálfan sem heitir Í lófa lagið. Þar er Sigurður auðvitað í frem- stu víglínu.“ Hátíðin hefst á föstudags- kvöld með tónleikum klukkan 21. Á laugardaginn verða tónleikar klukkan 17 og lokatónleikar á sunnudag klukkan 15. edda@frettabladid.is Sígildar perlur og suðræn sveifla Tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri verður haldin í tólfta sinn um helgina. Í ár verður í fyrsta sinn leikin spunatónlist á hátíðinni. ÆFT FYRIR TÓNLEIKA. Listamennirnir dvelja í æfingabúðum á Kirkjubæjarklaustri fyrir tónleikana og hópurinn hristist vel saman. Oddur Snær Magnússon vefari Ég held við lifum á ágætistímum. Þeir gætu verið verri. TÓNLEIKAR Í dag syngur sópran- söngkonan Hanna Björk Guð- jónsdóttir við undirleik organist- ans Guðmundar Sigurðssonar á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju. Á efnisskránni eru fimm ein- söngslög og verk fyrir orgel. Hanna Björk Guðjónsdóttir út- skrifaðist með 8. stig frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1992. Hún stundaði framhaldsnám í London hjá einkakennaranum Gitu Denise Vibyral. Eftir að heim var komið var hún tvo vetur í áframhaldandi söngnámi hjá Rut Magnússon. Guðmundur Sigurðsson lauk prófi í píanóleik og tónfræði frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1987. Hann lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1996, þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans, og burtfar- arprófi í orgelleik frá sama skóla 1998. Í vor lauk Guðmundur mastersnámi í orgelleik „með láði“ frá Westminster Choir Col- lege, Princeton, New Jersey. Guð- mundur tók við starfi organista við Bústaðakirkju 1. ágúst. Tón- leikarnir hefjast klukkan 12.  HALLGRÍMSKIRKJA Hádegistónleikar kirkjunnar hafa öðlast verðskuldaðan sess í menningarlífi borgarinnar. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju: Sópran og orgel 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI MÁNAÐARRITA PENNANS Burda Moden ÞÝSKALAND Q BRETLAND Marie Claire BRETLAND PC Answers CD BRETLAND Elle Decoration BRETLAND PC Format BRETLAND F1Racing BRETLAND In Style BANDARÍKIN Cosmopolitan BRETLAND Elle Decor ÍTALÍA Landsmót Votta Jehóva: Biblían mikilvæg kjölfesta LANDSMÓT Árlegt landsmót Votta Jehóva verður haldið í íþróttahús- inu Digranesi í Kópavogi dagana 9.-11. ágúst. Mótið nefnist Kost- gæfir boðberar Guðsríkis. Áher- sla verður lögð á að sjá heimsat- burðina í ljósi Biblíunnar en Vott- ar Jehóva telja Biblíuna mikil- væga kjölfestu í lífsins ólgusjó, enda varpi spádómar hennar ljósi á framvindu heimsmálanna og framtíð mannkyns. Búist er við 400-500 gestum hvaðanæva af landinu og mótið er opið öllum sem hafa áhuga á Biblíunni. Dag- skráin hefst klukkan 9.30 alla dag- ana og stendur til klukkan 14 síð- degis á föstudag og laugardag, en til kl. 13.30 á sunnudag.  GALLERÍ Gallerí Vera hefur hafið starfsemi sína á Laugavegi 100. Galleríið hefur til sölu listaverk eftir listamanninn Veru Sörensen og fleiri listamenn. Húsnæðið er bjart og rúmgott og þar verða haldin námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Galleríið hefur allt sem þarf til kennslu, svo sem borð, trönur, striga pensla og liti, og kennt verður að mála með olíu, landslags-, blóma- og andlitsmál- un. Nemendur sem útskrifast koma til með að halda einkasýn- ingu og verði listaverkanna verð- ur stillt í hóf. Þá verður komið á fót Vinafélagi alþjóðlegra lista- manna sem munu hittast og bera saman bækur sínar. Verslunin er opin alla daga frá klukkan 11 til 18.  AÐ MÁLA BLÓM Gallerí Vera býður m.a. upp á námskeið í blómamálun, sem hefst 11. ágúst. Gallerí Vera í hjarta Reykjavíkur: Listaverk til sölu og nám- skeið fyrir almenning N J Á L U F E R Ð NJÁLUFERÐ 11. ágúst Erindi: Sverrir Hermansson ræðir um ástir í Njálu. Upplýsingar og skráning í síma 891 7667 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal. Eignaskiptayfirlýsingar Tek að mér að gera eignaskiptayfirlýs- ingar fyrir allar tegundir fjöleignahúsa. Geri föst verðtilboð Sigrún Elín Birgisdóttir Símar 554-0937/861-8120 sigrune@mi.is Höfum opnað einstaklings og fjölskyldu- ráðgjöf að Tangarhöfða 6 í Reykjavík. Við veitum Almenna ráðgjöf vegna:  Félagslegra erfiðleika  Fjárhagsvanda.  Fjölskylduvanda til dæmis sambúðarvanda, skilnaðar og fyrir foreldra unglinga í neyslu.  Áfengis- og vímuefnavanda.  Streitu, kvíða og þunglyndis.  Áfalla og kreppu.  Átraskana. Anna Friðrikka Jóhannesdóttir öll almenn ráðgjöf s: 891-6665 Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi s: 692-7782 Erla Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi s: 690-2634

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.