Fréttablaðið - 08.08.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 08.08.2002, Síða 4
Brotist var inn í fólksbifreið viðStakkhamra í Grafarvogi klukkan 16.20 í gær. Stolið var geislaspilara, barnabílstólum og 80 geisladiskum. Þá var brotist inn í bíl við verslunina Þína verslun við Seljabraut í Breiðholti rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Ekki var getið um að nokkru hefði verið stolið. Fyrrinótt mun hafa verið ró- leg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Meindýraeyðir fékk í gær leyfisýslumannsins í Hafnarfirði til skjóta sílamáfa við Bessastaði. Meindýraeyðar hafa verið iðnir við þann kola að undanförnu. Ekki mun að marki sjá högg á vatni að mati lögreglu. Stúlka féll af hestbaki við Helga-fell við Valaból ofan við Hafnar- fjörð um kaffileytið í gær. Hún slasaðist á höfði. Neyðarbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sendur eftir stúlkunni. Hún reyndist ekki alvarlega slösuð. Slökkviliðið í Reykjanesbæ sendibíl með léttvatn og sex menn til aðstoðar vegna stórbrunans í Fákafeni í gær. Rétt í þann mund sem þeir voru að útbúa sig til far- arinnar barst tilkynning um eld í húsi í bænum. Bruninn reyndist ekki alvarlegur en kona var flutt til skoðunar á sjúkrahúsi vegna reykeitrunar. Þá þurfti slökkviliðið á sama tíma að sinna trillu sem skemmdist illa í eldi þar sem hún stóð á þurru landi í Vogunum. 4 8. ágúst 2002 FIMMTUDAGURSVONA ERUM VIÐ HJÓNABANDIÐ HELDUR ILLA Hjónavígslur 940 færri en lögskiln- aðir síðustu 8 ár Ár Hjónavígslur Útgefin lögskilnaðarleyfi 1994 120 261 1995 115 253 1996 137 252 1997 158 279 1998 146 269 1999 167 244 2000 179 300 2001 173 277 LOS ANGELES, AP Síamstvíburastúlk- urnar frá Guatemala voru við ágæta heilsu í gær, fyrsta daginn sem þær lifðu aðskildar hvor frá annarri. „Þeim er báðum haldið sofandi. Líkamsástand þeirra er al- veg eins og við vildum hafa það á þessum tímapunkti,“ sagði Dr. Henry Kawamoto, einn skurðlækn- anna sem tóku þátt í því að aðskilja stúlkurnar. „Við verðum bara að bíða þar til þær hafa náð sér eftir hina löngu skurðaðgerð,“ bætti hann við. Önnur stúlknanna þurfti að fara aftur á skurðdeild skömmu eftir að- gerðina í fyrradag vegna aukinnar blóðmyndunar í heila hennar. Fimm klukkustundum síðar var hún aftur komin á gjörgæslu við hlið systur sinnar. Ekki er talið að aðgerðin muni hafa áhrif á batahorfur henn- ar. Fyrir aðgerðina voru höfuð síamstvíburanna föst þannig saman að andlit þeirra sneru hvort í sína áttina. Gátu þeir haldist í hendur en ekki séð hvor framan í annan.  Síamstvíburarnir frá Guatemala: Við ágæta heilsu eftir erfiða aðgerð HVÍLD Annar tvíburanna, sem eru eins árs gamlir, hvílir sig eftir aðgerðina sem tók 22 klukkustundir. AP /M YN D ORKUMÁL Helstu samkeppnisaðilar Íslands í orkugeiranum eru í þrið- ja heiminum. Sigurður Jóhannes- son hagfræðingur telur ólíklegt að Ísland standist samkeppnina til frambúðar. Sérstaklega ríki óvissa um stöðu landsins ef eign- arhaldi og rekstri o r k u f y r i r t æ k j a verði breytt og e i n k a v æ ð i n g a r - formið tekið upp. Hugsanlegt er að áhersla ríkisstjórn- arinnar á að ná sem flestum samning- um við erlend álfyrirtæki núna sé tilkomin vegna þess að menn eru tvístíg- andi yfir þróuninni á næstu árum. Sigurður segir að ef Lands- virkjun yrði gerð að hlutafélagi myndi ríkisábyrgðin falla niður og því myndi svigrúm fyrirtækis- ins til að bjóða stóriðjunni hag- stætt orkuverð minnka. Á orku- þingi í fyrra hefði Stefán Péturs- son, fjármálastjóri Landsvirkjun- ar, einmitt sagt að orkusala til stóriðju yrði í mikilli hættu ef hlutafélagaformið yrði tekið upp. „Það er mín skoðun að almenn- ingur hafi tekið á sig kostnað af stóriðju undanfarin ár,“ segir Sig- urður. „Landsvirkjun nýtur þrenns konar ríkisstyrkja. Þeir borga ekki tekju- og eignaskatt, eru með ríkisábyrgð og borga ekki fyrir landið. Þetta er kostn- aður sem leggst á aðra landsmenn og eru verulegar fjárhæðir sem við reyndar þekkjum ekki. Þar sem verið er að innleiða sam- keppni í orkugeiranum getur Landsvirkjun ekki velt kostnaðin- um yfir á almenning í framtíðinni. Ef það verður tap þá verður fyrir- tækið að bera það.“ Sigurður segir að það sé alfar- ið í höndum Seðlabankans að slá á þenslu vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda í tengslum við álver og virkjanir á næstu fimm árum. Í greiningu sinni hefði bankinn ekki gert ráð fyrir öðrum mót- vægisaðgerðum en vaxtahækkun- um og ef bankinn gerði það sem hann ætti að gera þyrftu menn ekki endilega að hafa áhyggjur af því að verðbólgan færi af stað. Sigurður segist ekki hafa trú á að ríkið myndi draga úr öðrum framkvæmdum á tímabilinu. Sag- an sýndi einfaldlega að það væri aldrei gert. „Menn fara ekki að hætta við einhverja vegagerð á Vestfjörð- um útaf þessum framkvæmdum þarna fyrir austan eða skera niður félagslega þjónustu. Ég hef enga trú á því.“ Sigurður segir að hins vegar myndu önnur fyrirtæki líklega þurfa að draga úr framkvæmd- um. Það kæmi til af aukinni sam- keppni um vinnuafl og hækkun vaxta. trausti@frettabladid.is Ólíklegt að Ísland standist samkeppnina Sigurður Jóhannesson hagfræðingur segir að ef Landsvirkjun verði gerð að hlutafélagi minnki svigrúm til að bjóða hagstætt orkuverð. Í höndum Seðlabankans að slá á þenslu vegna stórfram- kvæmda næstu ára. Sagan sýnir að ríkið mun ekki draga úr öðrum framkvæmdum á tímabilinu. SEÐLABANKI ÍSLANDS Sigurður Jóhannesson hagfræðingur segir að það sé alfarið í höndum Seðlabankans að slá á þenslu vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við álver og virkjanir á næstu fimm árum. „Það er mín skoðun að al- menningur hafi tekið á sig kostnað af stóriðju und- anfarin ár.“ ORKUMÁL Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra telur að Ísland standist vel samkeppni við önnur orkufyrirtæki í þriðja heiminum. Hægt verði að bjóða stóriðjum orku á hagstæðu verði án þess að íslenskir skattborgarar þurfi að greiða hana niður. „Við höfum ekki borgað með álverum fram að þessu og það eru engar líkur á að svo verði hér eftir,“ sagði Valgerður. „Við telj- um mjög mikilvægt að stækka kökuna og auka útflutningstekj- ur.“ Aðspurð um það hvort orkan frá fyrirhuguðum virkjunum yrði jafnódýr og Ísland hefði hingað til getað boðið stóriðjum svaraði hún: „Það hefur ekki ver- ið vaninn að gefa upp orkuverð, en miðað við þá útreikninga sem Landsvirkjun hefur látið gera þá er þetta hagkvæmt fyrir fyrir- tækið. Það að bræða ál á Íslandi er okkar háttur á að flytja út orku. Við eigum þessa auðlind og við nýtum hana best með því að skapa atvinnutækifæri á Íslandi frekar en að flytja hana úr landi, eins og stundum hefur verið upp á teningnum að gera, en það eru ekki uppi áform um það núna.“  Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra: „Höfum ekki borgað með álverum“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Telur að Ísland standist vel samkeppni við önnur orkufyrirtæki í þriðja heiminum LÖGREGLUFRÉTTIR LOK, LOK OG LÆS.... Hestamenn verða að snúa sér annað eftir að verslun Töltheima við Fossháls var lok- að í fyrradag. Færri hestaverslanir: Töltheimar gjaldþrota VERSLUN Hesthúsið ehf, sem á og rekur verslunina Töltheima við Fossháls í Reykjavík, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins, átta talsins, var sagt upp um síðustu mánaðamót og var versluninni lokað í fyrradag. Kröfur í þrotabú- ið nema tugum miljóna króna. Töltheimar sem var í meiri- hlutaeigu Mjólkurfélags Reykja- víkur, var stærsta sérverslun landsins með vörur fyrir hesta- menn. Töltheimar urðu til haustið 1999 eftir samruna þriggja virtra hesta- vöruverslana í Reykjavík. Verslan- irnar voru Hestamaðurinn sem var opnuð 1984, Reiðsport sem var opn- uð 1992 og Reiðlist sem var opnuð 1996. Töltheimar var umsvifamesta verslun sinnar tegundar á landinu og rak meðal annars öfluga net- verslun fyrir Íslandshestaeigendur um allan heim.  Málefni snjóflóðavarna í Bol-ungarvík eru í biðstöðu, segir fréttavefur Bæjarins besta, og verða það áfram í það minnsta fram á haust. Vegna ákvörðunar O fanflóðanefndar um að láta yfir- fara forsendur úrskurðar mats- nefndar eignarnámsbóta er ekki hægt að ganga frá samkomulagi við eigendur þeirra húsa sem fara eiga undir varnargarð. John Travolta gistir á Hótel Örkað því er Víkurfréttir herma. Leikarinn lendir á Keflavíkurflug- velli á morgun með um eitthundrað manna fylgdarlið. Umboðsmaður Travolta hafði samband við Hótel Keflavík og vildi fá inni á hótelinu fyrir sig og sitt fólk, alls 29 her- bergi í eina nótt, en hótelið var nær fullbókað. LANDIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.