Fréttablaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 14
14 8. ágúst 2002 FIMMTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Poppstjarnan Gloria Trevi, oftkölluð mexikóska Madonna í heimalandi sínu, er komin aftur í fangelsi. Hún hafði verið í fang- elsi í Brasilíu í tæpt ár þegar hún eignaðist son sem er getinn bak við lás og slá. Stjórn- völd í Mexíkó vilja fá hana framselda til þess að svara til saka fyrir að leggja unglingsstúlk- ur í kynlífsþrælkun. Stjórnvöld í Brasilíu ákváðu að leyfa Gloriu að dvelja í klaustri á meðan ákvörðun yrði tekin um mál hennar. Þau drógu hins vegar ákvörðun sína til baka eftir að Trevi hafði einungis verið í klaustrinu í tvær vikur. Poppdúkkan Britney Spears hef-ur tilkynnt að hún ætli að taka sér sex mánaða frí. Álagið hefur víst verið mikið á stúlkuna og segist hún þjást af of- þreytu auk þess sem hún sé enn að jafna sig eftir sambandsslitin við Justin Timberlake. Hún ætlar sér að flytja inn til mömmu sinnar í Louisiana til þess að ná aftur áttum. Upp á síðkastið hefur hún lent illa í slúðurpress- unni enda hefur sést til hennar drekkandi, reykjandi, blótandi og veifandi löngutöng í blaðamenn. O g slíkt eiga góðar stelpur víst ekki að gera. En örvæntið ekki því litla systir hennar, Jamie-Lynn, bíður víst með örvæntingu eftir því að komast í sviðsljósið. Fyrrum gítarleikari Stone Roses,John Squire, ætlar að gefa út fyrstu sólóplötu sína í næsta mán- uði. Platan heitir „Time Changes Everything“ og ætlar pilturinn að sjá sjálfur um sönginn. Eftir að Stone Roses lagði upp laupana stofnaði Squire hljómsveitina The Seahorses sem lést skyndilegum en hljóðlátum dauða eftir stutta ævi. NEW GUY kl. 4 og 6 UNFAITHFUL kl. 8 og 10.40 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is PÉTUR PAN m/ísl. tali kl. 4 VIT358 BIG TROUBLE kl. 6, 8 og 10.10 VIT406 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 4 og 6 VIT410 MURDER BY... kl. 8 og 10.20 VIT400 THE MOTHMAN... kl. 10.10 VIT408 VILLTI FOLINN m/ens. tali 4 og 8 VIT407 SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 415 Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11 Sýnd kl. 4.30 og 8.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6.30 og 10.30 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 412 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 kl. 5.40, 8 og 10.20THE MOTHMAN... kl. 6MÁVAHLÁTUR BIG FAT LIAR kl. 8 og 10 ABOUT A BOY kl. 6, 8 og 10.05 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 KVIKMYNDIR Þótt kvikmyndin Minority Report sé framtíðar- sýn, þar sem skyggnst er 50 ár inn í hugsanlega framtíð, eru söguræturnar hálfrar aldar gamlar. Myndin er gerð eftir smásögu höfundarins Philip K. Dick sem hann skrifaði árið 1956. Frægasta saga Dick, fram að frumsýningu þessarar mynd- ar, heitir „Do Androids Dream of Electric Sheep?“ en eftir henni gerði leikstjórinn Ridley Scott mynd sína „Blade Runner“. Sagan fjallar um lögreglufor- ingjann John Anderton sem er stjórnandi og einn hönnuða „hins fullkomna“ lagakerfis. Það út- rýmir glæpum með því að kló- festa glæpamenn áður en þeir fremja glæpi sína. Framtíðar- sýnirnar veita svokallaðir „Pre- Coggar“ sem dreyma morðin í vatns-varðveisluklefum sínum. Anderton hefur alla trú á kerfinu og álítur það gallalaust. Honum bregður því illa í brún þegar hann mætir til vinnu einn morguninn og næsti „morðingi“ sem ber að stöðva er hann sjálf- ur. Á myndunum sem hann sér, kannast hann ekkert við fórnar- lambið en þekkir sjálfan sig. Það eina sem hann veit er að eftir 36 klukkustundir mun hann drepa ókunnugan mann. Kerfið virkar þannig að allir þegnar þess eru undir stöðugu eftirliti og því ómögulegt fyrir Anderton að reyna að hylma yfir framtíðargjörðum sínum. Hann leggur á flótta með lögreglu- manninn Danny Witwer (Colin Farrell) á hælunum til þess að leita svara um það hvort sýnir Pre-Cogga geti mögulega verið rangar. Myndinni er leikstýrt af Steven Spielberg og hefur hún verið í burðarliðnum í nokkur ár. Spielberg og Cruise hafa um ára- bil reynt að finna hentugt verk- efni til þess að vinna saman en hvorugur virtist koma því inn í dagskránna hjá sér þar til nú. Það var ekki fyrr en Cruise sendi Spielberg fyrstu drög af handriti myndarinnar, sem hann „rak óvart“ augun í, að hjólin fóru að snúa. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá banda- rískum gagnrýnendum. biggi@frettabladid.is Óskeikull armur laganna Á morgun frumsýna Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgar- bíó Akureyri og Nýja Bíó Keflavík nýjustu mynd Steven Spielbergs, Minority Report. Myndin gerist árið 2054 þegar kerfið handsamar glæpamenn áður en þeir fremja glæpina. MINORITY REPORT John Anderton (Tom Cruise) er með undarlega baðsiði. Kannski ekki furða þegar bað- herbergið er eini staðurinn þar sem vökult auga kerfisins fylgist ekki með þér. TÓNLIST Tveir liðsmenn bresku hljómsveitarinnar O asis slösuðust lítillega þegar leigubíll sem þeir voru farþegar í lenti í árekstri á þriðjudag. Noel Gallagher og gít- arleikarinn Andy Bell voru keyrð- ir beina leið á spítala í Indianapol- is þar sem þeir fengu áfalla- og læknishjálp. Áreksturinn var afar harður en báðir voru í bílbeltum auk þess sem loftpúðakerfi var í bílnum og sluppu þeir við alvarleg meiðsli. Noel sat í framsæti og skarst mikið í andliti. Hljómborðsleikarinn Jay Darl- ington, sem leikur með O asis á tónleikum, var einnig í bílnum og meiddist lítillega. Áætluðum tón- leikum um kvöldið var aflýst. Hljómsveitinni var ráðlagt að hvíla sig í tvo daga. Næstu tónleikar á dagskránni eiga að vera annað kvöld og ekki er enn vitað hvort þeim verður af- lýst eða ekki. Það á ekki af þeim Gallagher- bræðrum að ganga því þessi Bandaríkjaferð hefur verið afar brösótt. Fyrst munaði minnstu að Noel kæmist ekki með í flugvélina þar sem hann gleymdi vegabréf- inu heima. Þar næst gekk Liam söngvari af sviði fyrstu tónleik- anna eftir að hafa aðeins sungið fjögur lög og kvartaði yfir sárind- um í hálsi. Tónleikarnir í Indiana- polis áttu að vera þeir fjórðu á dagskránni.  Oasis: Tveir slasaðir eftir bílslys OASIS Bandaríkjaferðir Oasis hafa ætíð verið skrautlegar. Árið 1995 hætti Liam við að fara á tón- leikaferðalag þangað á flugvellinum með þeim rökum að hann ætlaði að skoða íbúðir með þáverandi eiginkonu. Tveimur árum seinna snéri Noel heim úr Bandaríkjatúr og sagðist vera hættur að leika með sveitinni eftir alvarlegt rifrildi við bróður sinn. Og þetta tónleikaferðalag er rétt að byrja. SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. Viltu spara Tíma og peninga Láttu okkur um járnin Komdu með teikningarnar Við forvinnum járnið lykkjur, bita og súlur Vottaðar mottur 5,6,7mm 550 3600 OFURHUGI Á EFTIRLAUNUM Þessi mynd var tekin af ofurhuganum Evel Knievel er hann mætti í brúðkaup sitt í Caesar Palace hótelinu í Las Vegas fyrir tæpum þremur árum. Hinn 63 ára ofur- hugi er þekktur fyrir kúnstir sínar á mótor- hjóli. Hann hoppaði á ferli sínum yfir rútur og gljúfur. Heimabær hans Butte setti á dögunum á laggirnar árlega hátíð honum til heiðurs. Knievel er kominn á eftirlaun og býr enn í Butte með eiginkonu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.