Fréttablaðið - 08.08.2002, Side 11

Fréttablaðið - 08.08.2002, Side 11
11FIMMTUDAGUR 8. ágúst 2002 FISKVINNSLA „Það er einfaldlega of hátt hlutfall að tíundi hver fisk- verkamaður á Íslandi sé útlend- ingur með tíma- bundið atvinnu- leyfi, á sama tíma og 3 til 4 þúsund manns ganga at- vinnulausir hér. Þá er ég alls ekki að kasta rýrð á þá út- lendinga sem koma hingað til að vinna í fiski. Það má ekki gleyma því að þeir hafa haldið heilu húsunum gang- andi. Þetta segir okkur hins vegar að það þarf að lyfta greininni á hærra plan þannig að íslending- um þyki eftirsóknarverðara en nú að vinna í fiski,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður matvæla- sviðs Starfsgreinasambands Ís- lands. Fram kom í blaðinu í gær að útlendingar skipta sköpum fyrir fiskvinnslu á Íslandi og hafa gert það í mörg ár. Nær lætur að 600 heilsdagsstörf í fiskvinnslu séu nú unnin af útlendingum eða tí- unda hvert starf og þannig hefur það verið um nokkurra ára bil. Ís- lendingum þykir fiskvinna hins vegar ekki aðlaðandi. „Það skýrist aðallega af þren- nu. Launin eru léleg, svo einfalt er það. Aðbúnaður hefur batnað til muna en þar má gera betur. Það sem kannski skiptir mestu máli er starfsöryggið. Það er nán- ast ekkert,“ segir Aðalsteinn Baldursson. „Við höfum farið óteljandi ferðir til ráðamanna og reynt að knýja á um breytingar á lögum og reglum þannig að heim- ildir til að senda fiskverkafólk heim vegna hráefnisskorts eða annars verði þrengdar verulega. Það hefur lítið fengist úr þeim ferðum nema slit á teppum ráðu- neyta,“ segir Aðalsteinn Baldurs- son. Hann segir mörg dæmi þess að vinnuveitendur noti frjálslega heimild til að senda fólk heim, ekki síst í kringum stórhátíðir. „Þessa heimild verður að þrengja og auka starfsöryggið. Takist það sem og að lagfæra launin þá verður miklu eftirsókn- arverðara en nú að vinna í fiski,“ segir Aðalsteinn Baldursson. the@frettabladid.is SNJÓFLÓÐAVARNIR Skipulagsstofnun er nú að skoða matskýrslu vegna fyrirhugaðra snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Í matsskýrslunni segir að ekki sé talið að framkvæmdin við fjall- ið Bjólf muni hafi áhrif á fuglalíf eða annað dýralíf enda sé það fremur rýrt. Áhrifin muni fyrst og fremst verða sjónræns eðlis vegna mikils jarðrasks og gerð varnar- garðs. Þá muni taka langan tíma að endurheimta gróður sem muni hverfa á stóru svæði. Tvær útfærslur á snjóflóðavörn við bæinn þykja koma til greina. Annars vegar 310 metra langur garður og hins vegar 490 metra garður. Garðurinn verður allt að 30 metra hár og 50 til 80 metra breið- ur. Efnisþörfin verður á bilinu 150 til 240 þúsund rúmmetrar eftir því hvor kosturinn verður fyrir valinu. Garðurinn er talinn munu draga úr hættu vegna snjóflóða sem eiga upptök í Bjólfstindi ofan Brúnar. Hins vegar muni hann ekki veita vörn gegn snjóflóðum með upptök neðan Brúnar. Garðurinn sé því að- eins fyrsti áfangi í að veita Seyð- firðingum „ásættanlegt öryggi“ fyrir snjóflóðum. Áætlað er að hefjast handa næsta vor og ljúka verkinu á einu ári. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 225 til 360 milljónir króna.  Milliuppgjör Tanga hf. Methagnaður UPPGJÖR Afkoma af reglulegri starfsemi Tanga hf. á Vopnafirði fyrstu sex mánuði ársins er sú besta á sambærilegu tímabili í sögu félagsins. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins nam 334,4 milljónum króna á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam tap af starfsemi félagsins 296,9 milljónum króna. Nettóskuldir félagsins lækkuðu um 507,4 milljónir króna frá síð- ustu áramótum og eiginfjárhlut- fall hækkaði úr 20,7% í 33,1% á sama tíma. Velta félagsins jókst um 37,8% frá sama tímabili 2001. Það skýrist einkum af því að fé- lagið tók nú á móti mesta magni af uppsjávarfiski á samsvarandi tímabili til þessa.  NESKAUPSTAÐUR Þar hafa verið reistir snjóflóðavarnargarðar. Fyrirhugaður snjóflóðavarnargarður á Seyðisfirði kostar allt að 360 milljónum: Aðeins áfangi í öryggisátt ÍSLENDINDINGAR VILJA EKKI VINNA Í FISKI Nauðsynlegt að lyfta fiskvinnslunni á hærra plan. Þarf að hækka laun fiskverkafólks og auka starfsöryggið. Fiskvinnsluna á hærra plan Aukið starfsöryggi og leiðrétting launa forgangsmál. Það hefur lítið fengist úr þeim ferðum nema slit á teppum ráðu- neyta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.