Tíminn - 02.06.1971, Side 2
2
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 1971
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
HAFNAR GENGISFELLINGUM
Framhald af bls. 1.
meira af því en nokkur annar fs-
lenzkur stjórnarandstöðuflokkur
fyrr og síðar. Þannig hefur hann
gert þjóðinni skýrari grein fyrir
stefnu sinni en aðrir hafa hirt um
að gera við sömu aðstæður.
Ég ætla nú að leyfa mér að
nefna nokkur dæmi þessu til stað-
festingar.
1. Það er í fyrsta lagi okkar stefna
að öllum þegnum þjóðfélagsins
skuli veitt mannsæmandi lífs-
kjör og jöfn aðstaða í heilsu-
gæzlu- og heilbrigðismálum.
Þess vegna lögðum við til að elli-
lífeyririnn hækkaði strax í 120
þúsund krónur í staðinn fyrir það,
sem stjómarliðar vilja og hafa
raunar lögfest, að hann hækkaði
í 84 þúsund krónur hinn 1. janúar
1972. Við lögðum líka til að sjúkra
samlögin greiði kostnað vegna
tannviðgerða, þannig að allir fái
notið þeirra, en ekki bara þeir,
sem hafa efni á að borga reikning-
ana.
2. Það er í öðru lagi okkar stefna
að efla fjölbreytt og traust at;-
vinnulíf með skipulagshyggju og
áætlanagerð undir forustu ríkis-
valdsins í samstarfi við samtök
atvinnulífsins.
Þess vegna fluttum við frumvarp
um Atvinnumálastofnun Og togara-
útgerð og tillögu um að gera iðn-
þróunaráætlun fyrir næsta áratug.
3. Það er í þriðja lagi okkar stefna
að vinna að framförum í öllum
landshlutum og þar með þjóðar-
innar allrar.
Þess vegna hafa framsóknarmenn
haft ótvíræða forustu um byggða-
málin, meðal annars með flutningi
frumvarpa um Byggðajafnvægis-
stofnun, og lengst af barizt þar við
skilningslcysi og andúð allra hinna
flokkanna.
4. Það er í fjórða lagi stcfna okk-
ar að allir skuli hafa jafna að-
stöðu til náms, og hvorki bú-
seta né efnahagur má verða nein
um fjötur um fót í þeim efnum.
Við viljum auka fjölbreytni í
námi og sérhæfingu og mögu-
leika fullorðinna til að endur-
nýja og auka þekkingu sína.
Þess vegna höfum við flutt frum-
vörp um námskostnaðarsjóð og
Réðgjafar- og rannsóknarstofnun
skólamála, svo eitthvað sé nefnt.
5. Það er í fimmta lagi okkar
stefna að koma á jafnrétti allra
þegna þjóðfélagsins og að ríkis-
teknanna skuli aflað með öðrum
hætti en þeim að skattlcggja
Hið Ijúfa líf
í Saltvík
Þá er Saltvíkurhátíðinni lokið, og
ekki ástæða lengur að bíða þess með
öndina í hálsinum hvernig fari um
hvítasunnuballið að þessu sinni. Úr-
slit liggja fyrir, og umsagnir um-
sjónarmanna og þeirra sem stjórn-
uðu minna mjög á visuna:
Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt.
Það er hvorki þurrt né vott.
Það er svo sem ej^d neitt.
En þótt allt sé óákveðið um lýs-
ingar, og einn geri lítið úr því sem
annar miklar fyrir sér, þá er alveg
ljóst af þeim brotum af upplýsing-
um og hálfkveðnum visum, sem af
Saltvíkurhátíðinni ganga, að img-
EINAR Á&ÚSTSSON
þurftarlaun og lífsnauðsynjar.
Þess vegna fluttum við frumvörp
um að fella niður söluskatt af
brýnustu lífsnauðsynjum og að
skattvísitalan verði jafnan liin
sama og framfærsluvísitalan.
6. Það er í sjötta lagi okkar stefna
að stuðla að endurmati á lífs-
gæðum og skapa einstaklingum
tækifæri til heilbrigðs lifs í
hollu umhverfi.
Þess vegna höfum við flutt tillög-
ur um ráðstafanir gegn skaðlegri
mengun í lofti og vatni.
7. Það er í sjöunda lagi okkar
stefna að efla og styðja atvinnu-
vegina, sem að okkar dómi eru
forsenda bættra lífskjara, undir-
staða alls menningarlífs og bezta
tryggingin fyrir sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Þess vegna höfum við flutt frum-
vörp og íillögur um margvíslega
aðstoð við landbúnaðinn, iðnaðinn
og sjávarútveginn, meðal annars
um breytingu á lausaskuldum
bænda í föst lán, aukin rekstrarlán
til iðnaðarins og endurbætur í
hraðfrystiiðnaðinum, sem nú eru
aðkallandi vegna breyttra að-
stæðna erlendis.
8. Nú, og það er í áttunda lagi
okkar stefna að tryggja Islend-
ingum sjálfum og einum fullan
og óskoraðan umráða- og afnota-
rétt á hafinu yfir landgrunninu
og teljum það brýnasta lífshags-
munamál þjóðarinnar, sem enga
bið þoli.
Þess vegna fluttum við ásamt öðr-
um stjórnarandstæðingum á Al-
þingi tillögu um að segja upp land
helgissamningnum við Breta og
Vestur-Þjóðverja og færa fisk-
veiðilögsöguna út í 50 sjómílur
eigi síðar en 1. septcmber 1972.
lingarnir hafa rétt einu sinni farið
með sigur af hótmi, drufckið sitt
brennivín, elskazt pínuliítið og skilið
túnið eftir í svaði vegna rigningar.
Hið eina, sem hinum ábyrgu tókst
að þessu sinni, var að halda hópn-
um innan girðingar. Að öðru leyti
var Saitvíkurhátíðin í engu frá-
brugðin öðrum hvítasunnuærslum,
sem fram hafa farið á víðavangi.
Það sækist heldur seint með
ábyrgðartilfinninguna, og erfitt að
koma henni inn í blessaða glókoll-
ana okkar. Sá mikli meirihluti, sem
hegðar sér eins og hann eigi nokkur
ár enn ólifuð, má búa við orðsporið,
JÓN SKAFTASON
Ég hef talið hér upp 8 atriði,
og þannig gæti ég lengi haldið
áfram að lýsa stefnu Framsóknar-
flokksins og minna um leið á þing-
mál þau, scm hann hefur flutt til
frekari útlistunar á henni. Enn eru
miklu fleiri mál ótalin en þau,
scm ég hef komizt yfir að nefna,
því það er alveg rétt, sem ræðu
menn stjórnarflokkanna hafa ver-
ið að segja, að þingmál Framsókn-
arflokksins eru gcysilega mörg.
En málflutningur, sem gengur
samtímis út á það, að flokkur, sem
flytur öll þessi mál, hafi enga
stefnu, er jafnvel ekki líklegur til
að sannfæra ókunnuga manninn,
sem ég minntist á í upphafi, hvað
þá heldur fólk, sem eitthvað hef-
ur fylgzt með íslénzkum stjórn-
i n , uo-V'i *to«. Ii)Ito t<i iv i .m
malum.
•jio»i to) p, 'ifilmifi «jo *tí’rrti-
Jón Skaftason ræddi tvö mál,
landhelgismálið og efnahagsmálin.
Hann sagði, að framsóknarmcnn
hefðu þrautreynt í landhclgisnefnd
þingflokkanna í allan vetur að ná
samkomulagi um næstu fram-
kvæmd landgrunnslaganna, en það
hafi, því miður, ekki tekizt. Fram
sóknarmenn væru þeirrar bjarg-
föstu trúar, að tímabært sé að
stíga næsta skrefið í framkvæmd
landgrunnslaganna frá 1948
og færa út fiskveiðilögsög-
una fyrir hafréttarráðstefnuna
1973, og nauðsynlegur undanfari
þeirrar aðgerðar sé að segja upp
brezka samningnum frá 1961. Á
hvorugt hafi stjórnarflokkarnir
fallizt.
Jón sagði þessa skoðun fram-
sóknarmanna byggjast á þeirri
staðreynd, að fiskveiðiþjóðum í
Norður-Atlantshafi fjölgi og þæf
stórauki fiskiflota sína þar. — Við
sýni af sér annan dólgshátt. GóS
regla hefur það jafnan talizt, þar
sem engri reglu hefur verið viðkom-
ið, að gera mestu ribbaldana að lög-
gæzlumönnum. Það er þvi tímabær
tillaga, fyrst á ahnað borð er verið
að sikipuleggja hvítasunnuhátíðir
unglinga, að gera þá, sem verstir
voru viðureignar, að löggæzlumönn-
um á næstu hátíð í Saltvík, og þann-
ig koll af kolli. Þannig mundi fást
mikið og harðsnúið lögreglulið.
Hefði einhver ekki áhuga á að lenda
í slíku starfi, mundi hann einfald-
lega fara sér hægar svo hann yrði
ekki skráður í lögregluna að ári.
Sjálfsagt er svo að haida Saltvík-
urhátíðum áfram. Eins og fyrr segir
eru þær altént innan girðingar. Og
hvað sem kynslóðaþruglinu líður, þá
reyna unglingarnir að skemmta sér
eins og fullorðna fóikið í trausti
þess að hinir fullorðnu hafi rétt fyr-
ir sér, og einnig í trausti þess að
HALLDÓR E. SIGURÐSSON
óttumst um fiskimiðin umhverfis
land okkar ef ekkert á að gera
þcim til verndar í 2 ár eða meira.
Þessu til viðbótar getur stór-
veldunum öllum tekizt að fá lög-
tekið á hafréttarráðstefnunni, að
12 mílna fiskveiðilandhelgi sé há-
mark að alþjóðalögum. 80 þjóðir
af þcim 127, sem rétt eiga á að
sitja ráðstefnuna, hafi 12 mílna
fiskveiðilandhelgi eða minni.
Eigum við að taka áhættuna af
því, að ráðstefnan loki leiðum
fyrir okkur? Ég segi nci. Þess
vegna kemst þjóðin ekki hjá að
taka afstöðu til þessara brcnnandi
spurninga í kosningunum 13. júní.
Jón ræddi síðan efnahagsmál-
in og sagði, að sumir teldu, að
1. september n.k. ríði ný holskefla
•dýrtíðarflóðs yfir og færi allt í
kaf, en aðrir tclji^ þetta fjarstæðu.
'Nókkur reýnsla *se fyrir hendi í
þessum efnum frá kosningaárinu
1967. Aðstæður innanlands séu nú
sláandi líkar og þá. 1967 hafi ríkis-
stjórninni tckizt að sannfæra fólk
ið um að allt væri þá í góðu gengi.
En 5 mánuðum eftir kjördag felldi
stjórnin gengi krónunnar og aftur
innan árs.
Færasti hagfræðingur Sjálfstæð-
isflokksins, Ólafur Björnsson, spá-
ir hrollvekju eftir 1. september.
Það er staðreynd, að um 2500—
3000 milljón króna verðhækkun-
aröldu er haldið fastri í hagkerf-
inu með niðurgreiðslum, frestun
kaupgreiðsluvísitölu og breyttum
útreiknihgi vísitölunnar. Til við-
bótar kemur nýtt búvöruverð í
haust, hækkanir ýmissa þjónustu-
liða og nýir kaupgjaldasamningar.
Þetta eru staðreyndir.
Jón minnti á hina gífurlegu
verðbólguþróun síðasta áratugs,
og sagði síðan, að nú gengi yfir
kaupæði mjög margra á íslandi.
Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar
væru miklar sökum óvenju hag-
stæðs útflutningsverðlags. En kaup
æðið undirstriki fyrst Og fremst
vantrú almennings á getu stjórn-
valda til að viðhalda efnahagslegu
jafnvægi og verðgildi krónunnar.
Enginn vill spara við þessar að-
stæður og þanhig verður lánsfjár-
kreppa til, sem atvinnulífið líður
fyrir.
Þessi er vítahringur íslenzkra
cfnahagsmála. í næstu kosningum
verður að fella þessa óráðssíu-
stjórn. Framsóknarflokkurinn einn
er nægilega sterkur og samhentur
til þess að mynda nýja stjórn um
nýja stefnu byggða á félagslegum
sjónarmiðum í nútímaþjóðfélagi,
sagði Jón að lokum.
Halldór E. Sigurílsson sagði, að
n meðan Framsóknar- og Alþýðu-
fíokkurínn störfuðu saman hafi
verið unnin mcrkileg umbótastörf
fyrir fólkið til sjávar og rveitn.
Nú væri öldin önnur, og það sé
nú höfuðtakmark Alþýðuflokksins
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
að svívirða bændastéttina og það
fólk, er í sveitum vinnur. Hafi for-
maður Alþýðuflokksins nýverið
lýst þessu fólki sem sérstökum af-
ætum í þjóðfélaginu. Hagspeki for
mannsins væri í samræmi við ann-
að, því hann hafi lagt til, að bænd-
ur framleiddu ull og gærur án
þess að kjöt fylgdi. Tilgangurinn
með þessu tali væri að veiða nokk
ur atkvæði handa Alþýðuflokkn-
um með því að etja fólki, sem á
að standa saman, hverju gegn
öðru, og þurfi að veita Alþýðu-
flokknum þá ráðningu nú, sem
þarf til að hann átti sig á tilgangi
sínum.
Sjálfstæðisflókkurinn hét þjóð-
inni því, að sparnaður skyldi ríkja
í ríkisrekstrinum, ef hann mætti
ráða, sagði Halldór. Fjárlög hafa
hækkað um 145% á þessu kjörtíma
bili. Þrátt fyrir það er nú fram-
lag til verklegra framkvæmda hlut
fallslega minna en áður fyrr, enda
eru þær gerðar að verulegu leyti
fyrir lánsfé. Er ekki tími til kom-
inn að þjóðin fari að kenna Sjálf-
stæðisflokknum þá reglu, að orð
og athafnir eigi að fara saman.
Kosningabaráttan að þessu sinni
snýst um það, hvort stjómarliðið á
að halda meirihluta sínum eða
Framsóknarflokkurihn að auka
þingstyrk sinn.
Tal Alþýðubandalagsins um
að þeir muni auka þingmannatölu
sína er út í bláinn. Hannibal Valdi-
marsson veiddi verulegt atkvæða-
magn handa Alþýðubandalaginu
síðast með sérframboði sínu. Nú
hefur Alþýðubandalagið klofnað í
þrennt og hvcr trúir því að það sé
leiðin til að sigra í kosningum.
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna klofnuðu um framboð sitt
i Reykjavík og hröktu fonnann
sinn vestur á firði í vonlausa bar-
áttu.
Framsóknarflokkurinn vill und-
irstrika, að það fólk, sem vill
vinna að falli ríkisstjórnarinnar,
verður að gera sér grein fyrir því,
að hann er eini stjórnarandstöðu-
flokkurinn, sem hefur möguleika
til þess að bæta við sig þingmönn-
um. Hann er lika eini flokkurinn
sem getur tckið þá forystu, sem
nú þarf í íslenzkum stjórnmálum,
oj* sameinað það fólk, sem byggir
lífsskoðun sína á félagshyggju.
Efnahagsmál munu verða sem
fyrr þau vandamál, sem við verður
að glíma að kosningum afstöðn-
um.
Framsóknarflokkurinn telur
óheiðarlegt að halda því fram, að
þar verði ekki að taka erfiðar og
vandasamar ákvarðanir. Enda væri
það fjarri lagi, að hafa varið stór-
um fjárhæðum til að halda verð-
lagi niðri, ef að ástæðulausu væri.
Framsóknarflokkurinn vill taka
Framhald á bis. 10.
sem liinir færri vekja, og jafnfrnmt ' skemmtunarbröltið sé súperstjörn-
þola það, að hinir færri steli frá unni J. K. þóknanlegt.
þeim tjöldum og ýmsu farteski, og | Svarthöfði