Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 6
TÍMINN
MTÐVTKUDAGUR 2. júní 1911
Alþýðubandalagsforingjarnir
gegn fyrirtækjum fólksins
- Árásir Aíþýðubandalagsins á samvinnufélögin von um pólitískan síundargróða
Árásir Alþýðubanda
lagsins
Síðustu daga hefur Alþýðu-
| bandalagið. bæði í Þjóðviljan-
\ um og blaði sínu „Alþýðu-
|bandalagið“, hafið pólitísk æsi-
skrif um Framsóknarflokkinn,
en þó einkum um forystumenn
samvinnufélaganna. í skrifum
þessum er aðeins að finna órök
studdar dylgjur um samvinnu-
hreyfinguna og forystumenn
hennar. Tilgangurinn er sá
einn að sverta samvinnuhreyf-
í inguna sem mest í augum al-
J mennings og reyna þannig að
| fæla fólk frá því að kjósa
\ Framsóknarflokkinn. Ekkert
! sýnir betur málefnafátækt Al-
{ þýðubandalagsins í kosninga-
! baráttunni og ótta þeirra við
framgang Framsóknarflokks-
ins í kosningunum 13. júní.
Ætla mætti, að það væri
\ Alþýðubandalaginu hugleikn-
Iara ,að ræða málefnalega um
stöðu samvinnuhreyfingarinn-
ar, hlutverk hennar og gildi
fyrir íslenzka alþýðu ,og að
framt kæmi áhugi þeirra á að
tengja saman þýðingarmestu
félagshreyfingar fólksins, —
verkalýðshreyfinguna og sam-
vinnuhreyfinguna.
Heilindi Alþýðubandalagsins
í baráttunni fyrir hagsmuna-
málum alþýðunnar eru þó ekki
meiri en svo, að þeim er meira
virði, að reyna að rífa niður
samvinnufélögin í von um póli
tískan stundarágóða, en að
i styðja og efla þessi fjölmennu
j og öflugu baráttutæki félksins.
Alþýðu manna hefur frá því
{ á 19. öld og fram á þennan
I' tíma einkum beitt þremur bar-
áttutækjum til hvers konar
þjóðfélagsumbóta og betra lífs.
Þessi tæki eru verkalýðsfélög,
samvinnufélög og stjórnmála-
flokkar alþýðunnar.
Hlutverk verkalýðsfélaga er
» einkum að berjast fyrir kjara-
bótum og tryggja félagsmenn
í átökum við atvinnurekend-
1 ur og fjandsamlegt ríkisvald,
samvinnufélaga að lækka verð
| á vöru og þjónustu og færa
j atvinnulífið í hendur fólksins,
< en stjómmálaflokka alþýðunn-
ar að berjast fyrir þjóðfélags-
I legum umbótum og móta þjóð-
{ félagið í samræmi við hags-
) muni og þarfir alþýðunnar.
í flestum löndum hefur öll-
| um þessum baráttutækjum ver-
j ið beitt af sama fólkinu og
i þannig skapazt milli þeirra
| náin samvinna og tengsl, sem
hefur eflt þau og tryggt betri
árangur af starfi þeirra í þágu
; fólksins.
| Bændur brautryðjend
ur samvinnuhugsjón-
ar á íslandi
Á fslandi kom það í hlut
bændastéttarinnar að innleiða
samvinnuhreyfinguna. Kaupfé-
lögin urðu þegar frá byrjun
þýðingarmestu samtök fólksins
í landinu, afnámu verzlunar-
fjötrana og færðu verzlunina
inn í landið í hendur fólksins
sjálfs.
Andstætt því, sem gerðist í
nálægum löndum, þróuðust
verkalýðsfélög síðar en sam-
vinnufélög hér á landi, og voru
tiltölulega mjög veik fyrstu ára
tugina og allt fram að fyrri
heimstyrjöldinni.
Hinar nýju verkalýðsstéttir,
sem þá fyrst sýndu raunveru-
legan samtakamátt, áttu því
lítinn þátt í mótun samvinnu-
félaganna, sem um það leyti
voru orðin tiltölulega öflug um
landið allt.
Hið nýja flokkakerfi
Þannig verður stéttabarátt-
ar og þessi óvenjulega þróun
samvinnuhreyfingarinnar grund
völlur þess flokkakerfis, sem
hér myndaðist.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður f samvinnumönnum
og forystumönnum bænda, og
hafði það meginhlutverk að
vera pólitískt baráttutæki-sam
vinnufélagan..a, en Alþýðu-
flokkurinn var á sama hátt
stofnaður af forystumönnum
verkalýðslireyfingarinnar og
hafði bein skipulagsleg tengsl
við hana.
Pólitísk samstaða fé-
lagshyggjuflokkanna
Það þótti þegar í upphafi
eðlilegt, að þessir tveir flokk-
ar félagshyggjufólksins í land
inu hefðu nána samstöðu og
samstarf um mótun þjóðfélags
ins.
Ríkisstjórnarsamstarf þeirra
á þriðj áratugnum var, þrátt
fyrir mikla erfiðleika, mesta
framfara- og umbótaskeið fyr-
ir alþýðu manna til sjávar og
sveita.
Þessi samstaða þótti svo
sjálfsögð, að framsóknarmenn
í bæjum og þorpum kusu fram
bjóðendur Alþýðuflokksins, til
að tryggja þeim þingsæti og
félagshyggjuflokkunum meiri-
hluta á þingi.
Miklir breytingatímar
í kjölfar atvinnubyltingar-
innar, sem ríkisstjóm þess-
ara flokka lagði grundvöllinn
að, og umróts síðari heims-
styrjaldarinnar urðu gjörbreyt
ingar á íslenzku þjóðfélagi.
Skiptu þar mestu fólksflutning
arnir úr sveitunum til bæj-
anna, mikil atvinna fólksins
og auknar tekjur samfara verð
bólgu og dýrtíð.
Samtímis þessu varð alvar-
legur klofningur í verkalýðs-
hreyfingunni milli lýðræðis-
sinna og kommúnista. Alþýðu-
flokkurinn þokaðist til hægri
og missti tiltrú fólksins í verka
lýðsfélögunum.
Þessar breytingar léiddu til
þess, að Framsóknarflokkurinn
fór að eflast í bæjunum, þar
sem hann tók í sívaxandi
mæli við hinu fyrra hlutverki
Alþýðuflokksins og varð þá
um leið einnig baráttutæki
launafólks.
Félagsdeyfð og
foringjavald
Þessar þjóðfélagsbreytingar,
langur vinnudagur, vöntun
vinnuhreyfingunni fullan fjand
skap.
Brýnasta þjóðfélags-
verkefnið
Það er eitt brýnasta þjóð-
félagsverkefni samtímans, að
koma á nánu samstarfi þessara
tveggja baráttutækja íslenzkr-
ar alþýðu. Náin samskipti og
tengsl þessara voldugu félags
hreyfinga hefðu margháttaðan
ávinning í för með sér fyrir
fólkið í landinu.
Á hverju strandar?
vakna sú spuming, hvort Al-
þýðubandalagið sé á móti því
að fólkið eigi fyrirtækin í land
inu. Samvinnuhreyfingin er
samtök rúmlega 30 þúsund al-
þýðumanna til sjávar og sveita
og hefur byggt upp marghátt-
uð atvinnufyrirtæki sem fram-
ar öðrum fyrirtækjum í land-
inu þjóna hagsmunum fólksins.
Má til viðbótar því sem áðnr
er til greint, nefna hinn mann
freka iðnað úr íslenzkum hrá-
efnum, auk þess sem samvinn-
félögin em og hafa með mest
um árangri unnið að því að
viðhalda byggð í landinu öllu.
Alþýðubandalaginu væri nær,
vilji það á annað borð færa
valdið í atvinnulífinu tQ fólks
ins, að leggja sig fram við að
efla samvinnuhreyfinguna með
því að beita sér fyrir virkri
þátttöku stuðningsmanna sinna
í hreyfingunni og fyrir lagfær-
ingu í því, sem betur má fara.
Ný félagsleg sókn
Samvinnufélögin hafa á und
anfömum ámm átt við ýmsa
erfiðleika að stríða, ekki sfzt
vegna óvinveittrar ríkisstjóm-
ar. Með samstilltu átaki hefur
þeim þó tekizt að bæta rekstur
sinn mjög og standa af sér þi
erfiðleika, sem við var að etja.
Næsta stórátak þeirra mun.
því beinast að öflugri sókn á
hinu félagslega sviði. Mun hún
einkum vera fólgin í því, að
fjölga félagsmönnum hreyfing-
arinnar og gera þá virkari í
starfsemi félaganna, þannig að
valdið verði í hðndum þeirra
sjálfra.
Samvinnuhreyfingin hefur á
undanfömum árum sýnt vax-
andi áhuga á auknu samstarfi
við verkalýðshreyfinguna, og
mun leggja sig fram við að
efla það samstarf.
Sameiginlegt stjóm-
málaafl
Framsóknarflokkurinn sam-
þykkti á flokksþingi sfnu í
apríl að vinna að því á næsta
kjörtímabili, að móta sameig-
inlegt stjórnmálafla allra þeirra,
sem aðhyllast hugsjónir jafnað-
ar, samvinnu og lýðræðis. Slíkt
stjórnmálaafl yrði að sjálfsögðu
fyrst og fremst baráttutæki þess
ara félagshreyfinga fólksins.
Á sama tíma og Framsókn-
arflokkurinn hefur þannig af-
dráttarlaust lýst yfir nauðsyn á
heilshugar samstarfi samvinnu-
hreyfingar og verkalýðshreyf-
ingar, og sameiginlegu stjórn-
málaafli þeirra, reynir Alþýðu
bandalagið markvisst að skapa
sem mesta tortryggni og sundr
ung þeirra í milli.
Þannig metur Alþýðubanda-
lagið meira valdastreitu fáeinna
foringja sinna en brýnustu hags
munamál alþýðunnar.
Baldur Óskarsson.
BALDUR ÓSKARSSON
þjóðfélagsumræðu og nauðsyn
legrar félagsmála og þjóðmála
fræðslu, leiddu af sér minni
þátttöku í félagsstarfi og al-
menna félagsdeyfð. Átti það
jafnt við um verkalýfishreyf-
inguna og samvinnuhreyfing-
una, og reyndar flest önnyr
félagssamtök, og hefur frekar
farið vaxandi allt fram á þenn
an dag.
Á sama tíma hefur valdið
í þessum félagshreyfingum
færzt á hendur tiltölulega
fárra manna, sem ráða nær
öllu um störf hreyfinganna og
afstöðu^ þeirra til einstakra
mála. f samvinnuhreyfingunni
eru þetta fyrst og fremst fram
kvæmdastjórar Sambandsins
og kaupfélagsstjórar stærri
kaupfélaga, en í verkalýðs-
hreyfingunni örfáir pólitískir
forystumenn. Til dæmis í
Verkamannafélaginu Dagsbrún
eru formaður og varaformað-
ur í raun einvaldir um málefni
félagsins.
Verkafólkið og sam-
vinnuhreyfingin
Verkafólk, einkum í Reykja-
vlk, hefur ekki hagnýtt sér
leiðir samvinnunnar á sama
hátt og verkafólk nálægra
landa. Kemur það bæði til af
þeirri sögu samvinnuhreyfing-
arinnar hér, sem að framan er
getið, og hinu, að flestir leið-
togar verkalýðsfélaganna hafa
litla sem enga áherzlu lagt á
leiðir samvinnu til bættra lifs-
kjara, og jafnvel sýnt sam-
Það er einkum tvennt, sem
stendur í vegi fyrir náinni sam-
vinnu fjöldahreyfinganna.
Annars vegar eru það átökin
um kaupgjaldsmálin, og hins
vegar pólitísk óeining þeirra
manna, sem ráða þessum hreyf
ingum.
Til þess að leysa launamála-
ágreininginn verður samvinnu
hreyfingin að taka upp sjálf-
stæða og jákvæða stefnu í
kjaramálum verkafólks og ann
arra Taunþéga á sama tíma og
verkalýðshreyfingin auðveldar
samvinnuhreyfingunni slíka
stefnubreytingu með því að
hafa aðra afstöðu og beita
öðrum aðgerðum í hinni al-
mennu kjarabaráttu gagnvart
samvinnuhreyfingunni, og með
því að forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar beiti sér fyrir
því, að félagsmenn hennar
taki öflugri þátt í samvinnu-
starfinu.
Hræðsla Alþýðu-
bandalagsins
Alþýðubandalagið hefur alla
tíð lagt á það megináherzlu,
að viðhalda sem mestum fjand-
skap milli verkalýðshreyfing-
arinnar og samvinnuhreyfing-
arinnar. Það hefur óttazt að
ef um aukin og betri samskipti
þessara hreyfinga yrði að ræða,
og friður ríkti þeirra á milli
um kaupgjaldsmálin, væri það
vatn á myllu Framsóknarflokks
ins. Þeir hafa því markvisst
reynt að gera samvinnufélögin
tortryggileg í augum launa-
manna og notað til þess öll
tiltæk ráð.
Nýjustu dæmin eru þær árás
argreinar, sem birzt hafa í Þjóð
viljanum og „Alþýðubandalag-
inu“ síðustu daga og þjóna
engum tilgangi öðrum en þess-
um. Á sama tíma koma for-
ystumenn Alþýðubandal-'T"ins
fram fyrir þjóðina sem sér-
stalcir boðendur heiðarleikans
og hagsmuna alþýðunnar í land
inu.
Vill Alþýðubandalagið
ekki að fólkið e?gi
fyrirtækin?
í þessu sambandi hlýtur að
Þrjú baráttutæki
alþýðunnar