Tíminn - 02.06.1971, Side 9

Tíminn - 02.06.1971, Side 9
M3BVTKUDAGUR 2. júní 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 9 Fram Reykja víkurmeistari: Hélt markinu hreinu í 374 mínútur — Sigraði Val í síðasta leiknum í mótinu í gærkveldi 2:1. — Leikurinn var lélegur og leiðinlegur klp—Reykjavík. Fram tryggði sér Reiykjavíkur- meistartitilinn í knattspyrnu, ann- að árið í röð, með því að sigra Val í síðasta leik mótsins, sem fram fór á Melavellinum í gær- kvöidi 2:1. Fram nægði jafntefli til sigurs í mótinu, eg hefði það verið nokkuð sanngjörn úrslit úr þessum leik — og þá helzt 0:0 því leikurinn var eitt stórt núll hvar sem á var litið. Það eina sem var virkilega vel gert í leiknum var sigurmark Fram. Það skoraði Erlendur Magn ússon, þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Hann fékk knött- inn úr langsendingu þar sem hann var á fullri ferð við vitateig Vals — tók hann fallega niður á jörð- ina og sendi hann síðan með snún ingsskoti í annað homið. Bæði hin mörkin í leiknum voru fádæma klaufaleg, og sam- nefnari fyrir leikinn allan. Það fyrra var hreint heppnismark. Voru það Valsmenn, sem það gerðu á 14. mín. leiksins, en fram að þeim tíma hafði Fram ekki feng- ið á sig mark í mótinu — eða í 374 mínútur. Há sending kom að marki Fram, og datt knöttur- inn beint í höfuðið á Ingi Birni Albertssyni, sem aðeins rétti úr sér, og við það þaut knötturinn í miklum boga yfir Þorberg Atla- son, sem eins og oft áður var á fullri ferð úr markinu — með mikið í ólagi. Rétt 10 mínútum síðar kom a nað klaufamark og þar voru tveir Valsmenn um bitann. Helgi Björg vinsson, sem var bezti maður Vals í þessum leik og Sigurður Dags- son, hlupu saman á vítateigshorn- inu með þeim afleiðingum að knött urinn, sem átti að vera í umsjá ann ars þeirra, hrökk til Erlends og hann átti greiða leið með hann í opið markið. Lítið er hægt að segja um leik- inn sjálfan — nema að hann var leiðinlegur og lélegur. — Knatt- spyrnan, sem þessi tvö „beztu“ lið höfuðborgarinnar sýndu borgar- búum, var nánast engin, en þess meira var sýnt af þvælingi — mistökum — og öllu því sem ekki á að sjást í knattspymu hjá meist araflokksmönnum. Sjálfsagt má eitthvað kenna veðrinu, en nokkuð hvasst var, og var vindurinn svo til á annað markið. En hann átti þó ekki að hafa áhrif á hugsunina um hvemig ætti að fara að því að leika, og láta knöttinn hafa fyrir hlutun- um, en það mátti halda að eitt- hvað hafi „blásið inn“ — a.m.k. hjá sumum. -*• Fyrsta opna keppnin, sem veitir stig í sambandi við val í landsliðið í golfi, sem haldin er hér á landi, fór fram í Vestmanna eyjum um helgina. Var það hin svon. Faxakeppni, sem er 36 SPAMAÐURINN Síðasti getraunaseðillinn fyiir sumarfrí, sem stendur til 15. ágúst, er nú kominn í umferð, en leik- irnir á honum verða leiknir um næstu helgi. Á seðiinum eru leikir úr 1. deildinni hér á landi og 1. og 2. deildinni í Danmörku. Þetta er siðasta tækifærið til að vinna sér inn góðan aukapening — skatt frjálsan að auki — fyrir sumar- ið, en „potturinn" hefur að und- anförnu verið um 250 þús. krón- nr. Spá okkar á þessum seðli er þessi: holu keppni, og gefur Flugfélag íslands öll verðlaunin. Til þessarar keppni mættu um 50 kylfingar af Suðurlandi. En ör- fáir þeirra voru samt úr hinu 10 manna „landsliði“, sem GSÍ hef- ur valið. Fyrsti maður í keppninni fær 10 stig, annar 9 stig og þannig koll af kolli, þar til kemur að þeim tíunda, en hann fær 1 stig, og verður útkoman úr öllum keppn um lögð saman. Gaman verður að fylgjast með þessum stigakeppnum í sumar, og fróðlegt að sjá hvernig landslið- ið verður skipað þegar þeim er lokið. 10 fyrstu menn í þessari keppni urðuþesáó ,**'\BrVlB',UM " ’ | ' Atli)ATásodj >GM )148ihöggnti'i» i Marteinn Guðjónsson, GV 151 Björgvin Hólm, GK 153 högg Haraldur Júlíusson, GV 153 högg Einar Guðnason, GR 154 högg Hallgrímur Júlíusson, GV 154 Hans Ingólfsson, GR 155 högg Júlíus Júlíusson, GK 157 högg Sveinn Snorrason, GR 160 högg Jón H. Guðlaugsson, GV 161 högg. í keppninni tóku þátt 4 konur sem gestir, og varð ein þeirra Ólöf Geirsdóttir, GR, í fyrsta sæti með forgjöf, ásamt Atla Arasyni, en þau voru bæði á 128 höggum. Ólöf gaf Atla eftir fyrstu verð- launin, þar sem hún treysti sér ekki til að leika 18 holur gegn honum um þau. Marteinn Guð- jónsson varð þriðji með forgjöf á 129 höggum. Margir af keppendunum voru úr Reykjavík og nágrenni, og lof- uðu þeir allir mjög móttökumar og aðbúnað, sem þeim var veittur í Eyjum, og dáðust af vellinum, sem var snyrtilegur og góður. Sér- staklega voru þeir hrifnir af „flötunum" sem þeir töldu að væru þær beztu hér á landi. í sambandi við þessa keppni fór fram fyrri hluti klúbbakeppni milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Var tekið bezta skor af 6 fyrstu mönn- um og var GV á 467 höggum, eri GR á 475. ★ Næsta opna keppni, sem fram fer hér er „Þotukeppnin", sem fram fer hjá GK um næstu helgi. Er það 36 holu keppni, sem hefst á laugardag. Um aðra helgi fer svo fram opin keppni íijá GN, og er það 18 holu keppni (ekki 36 eins og stendur í kappleikjaskránum'). Verður þar keppt í flokkum, meist ara- og 1. flokkur á laugardag (meistaraflokkur er forgjöf, 1 til 10 og 1. flokkur 11 til 17). Á sunnudag verður svo keppt í kvennaflokki og í 2. flokki (for- gjöf 18 og uppúr). ★ Mikill fögnuður ríkti á Bret- landseyjum í síðustu viku þegar brezka áhugamanna-landsliðið í golfi sigraði það bandaríska á hin um heimsfræga velli St. Andr- ( s. Þetta var í 50. sinn, sém þessar pjóðir mætast í landskeppni áhuga manna í golfi, og hefur brezka i liðinu aðeins einu sinni tekizt að sigra þar til nú. Brezku blöðin líktu fögnuðinum, sem var mestur í Skotlandi, við sigur Englands í HM-keppninni ,f knattspyrnu 1966, en golf kemur næst á eftir knattspyrnu að vin- sældum á Bretlandseyjum. STAÐAN Reykjavíkurmótið LOKASTAÐAN Fram 5 5 0 0 13:1 10 Valur 5 3 0 2 11:5 6 KR 5 2 0 3 14:11 4 Víkingur 5 2 0 3 8:7 4 Ármann 5 2 0 3 7:15 4 Þróttur 5 10 4 4:18 2 Markhæstu menn: Kristinn Jörundsson, Fram 6 Ingi Björn Albertsson, Val 5 Atli Þór Héðinsson, KR 3 Sigurður Leifsson, Ármanni 3 Baldvin BaldvinsSon, KR 3 Guðmundur Einarsson, KR 3 Hafliði Pétursson, Vikingi 3 KRISTINN JÖRUNDSSON — varð markhaastur í Rvíkurmótinu. Litla bikarkeppnin Keflavík 5 3 11 12:5 7 Kópavogur 6 2 2 9:12 6 Akranes 5 2 1 2 8:5 5 Hafnarfjörður 1 2 3 6:13 4 Markahæstu menm Björn Lárusson, Akranesi 3 Stéinar Jóhannesson, Keflavík 3 Friðrik Ragnarsson, Keflavík 3 Einar Þórhallsson, Kópavogi 2 Mágnús Torfason, Keflavík 2 Gunnar Sigtryggsson, Keflavík 2 2. deildin hefst í kvöld — Fyrstu leikirnir verða á milli FH — Hauka og Ármanns — Þróttar klp—Reykjavík. f kvöld hefst 2. deildarkeppnin í knattspyrnu með tveim leikjum. Verður bæði leikið í Hafnarfirði og Reykjavík í kvöld, og ættu báð ir þessir leikir að geta orðið skemmtilgir. Leikurinn í Hafnar- firði, sem hefst kl. 20.00, er á milli heimaliðanna FH og Hauka, sem bæði hafa að undanförnu tekið þátt í Litlu bikarkeppninni með góðum árangri, og leikurinn í Reykjavík, sem fer fram á Mela- vellinum og hefst kl. 20.30, er á milli Ármanns og Þróttar. f 2. deild verða liðin jafn mörg og í 1. deild, eða 8 talsins. Þau eru : Þróttur, Reykjavík, Þróttur, Neskaupstað, Víkingur, FH, Hauk- ar, Selfoss, ísafjörður og Ármann. Keppnin í deildinni kemur trú- lega til með að , verða jöfn og skemmtileg, og er ekki gott að spá um hvaða lið verður sigur- vegari þar. Víkingur er talið einna líklegast til sigurs, en Ármann, FH og Haukar eru einnig taldir geta orðið ofarlega á blaði. Þrótt- arliðin bæði eru óútreiknanleg, og lítið er vitað um styrkleika Sel- foss og ísafjarðar. Öll þessi lið geta náð góðum leikj- um, og aldrei hægt að segja hvern ig leikirnir á milli þeirra fara, sérstakléga leikimir, sem fram fara á heimavöllum úti á landi. En eitt er víst að fróðlegt verður að fylgjast með þessu móti, og þegar í kvöld má búast við spenn andi leikjum. Leikir 5.- 6,- 7. júni 1971 1 X 2 ÍA. — I.BA!) / KR. - Í3.VJ) X Breiðablik — Valur1) / Fram — Í3K!) L Alborg KB!) Hvidovre — B-190S*) / B-1909 — A3.1) L Kfem — Randers*) K Köge — Vejle*) B-1901 — Brönshöj*) / Nastwd — Ikast*) X A.GF. — Horsens*) l Hafið þér heyrt um HEYHLEÐSLUVAGNANA frá Þór h.f.? búvelar hafa sannaS notaglldl sitt vl8 Islenikar aSstæSur. Reynslan er ólygnust, Þess vegna VerB erum vtð stoltlr a8 geta boSið kr. 124.000 yður FA'HR búvélar. pUn nf REYKJAVÍK SKÓLAVÖRDUSTÍG 25

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.