Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 6
t- -■ ■ r fT'!
TIMINN
FIMMTUDAGUR 3. júni 1971
Stefán Jónsson, prentsmiðjustjóri:
Hvað er helmingaskiptaregla og
hvað er gott samstarf milli stjórnar-
flokka að mati Alþýðuflokksins?
Alþýðublaðið hefir nú um
skeið, og raunar oft fyrr, ver-
ið að vara menn við Framsókn
arflokknum, sakir þess, að
hann sé óheiðarlegur í stjórnar-
samstarfi við aðra flokka, og
hið sama gildi um hann £ með-
ferð opinberra mála í sam-
steypustjórnum. Þessu til sönn
unar segir Alþýðublaðið t. d.,
að Framsóknarflokkurinn hafi
í stjórnarsamstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn fallizt á einskon
ar helmingaskipti um mál, sem
ágreiningur hafi verið um inn-
an samstjórnar Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins.
Alþýðublaðið segir, að slíkt
sem þetta þurfi menn ekki að
óttast um AlþýðufIokkinn.v Það
sanni reynslan í samstarfi hans
við aðra flokka um ríkisstjórn.
Þótt hér sé um málflutning
að ræða, sem tœpast sé svara
verður, er rétt að benda mönn
um á, hvað það er sem Alþýðu
blaðið telur heiðarlegt og fjarri
hinni svo kölluðu helminga-
skiptareglu í samstarfi milli
stjómmálaflokka um ríkisstjórn.
f þessum efnum ej: rétt að láta
Alþýðublaðið og Alþýðuflokk-
inn sjálfan tala.
Aðvörunin um helmingaskiptin.
í leiðara Alþýðublaðsins 29.
maí s.l. er eftirfarandi tekið
fram til sönnunar þv£, að Al-
þýðuflokkurinn viðhafi enga
reglu um helmingaskipti er um
ágreiningsmál £ viðreisnarstjóm
inni sé að ræða. Alþýðublaðið
nefnir dæmi um þetta frá síð-
asta Alþingi, og segir orðrétt:
„Stjórnarflokkarnir tveir
lögðu þá sérstaka áherzlu á
að fá framgengt hvor sínu
máli áður en þingi lyki. Mál
Sjálfstæðisflokksins var breyt
ingar á lögum um sköttun
fyrirtækja. Mál Alþýðuflökks-
ins var breytingar á lögum
um almannatryggingar. Ann-
að, mál Sjálfstæðisflokksins,
var hagsmunamál fyrirtækj-
anna og eigenda þeirra. Hitt,
mál Alþýðuflokksins, var
hagsmunamál fólksins í land-
inu“.
Þetta, með tryggingannálin
og skattamálin, telur Alþýðu-
blaðið ekki tilheyra helminga-
skiptareglu, heldur sé hér um
allt annað og góða reglu aö
ræða, sem bezt sanni hve AI-
þýðuflokkurinn sé fjarri því að
nota helmingaskiptaregluna svo
nefndu. •
Stefán Jónsson
Það er vissulega rétt hjá Al-
þýðublaðinu, að Framsóknar-
flokkurinn hefði í stjórnarsam-
starfi reynt aðra leið í skatta
málum og tryggingarmálum en
þá leið, sem Alþýðublaðiö ræð-
ir hér um, og telur til fyrir-
myndar og sönnunar um, hversu
Alþýðúflókkúrinn sé sákláú's áf
öllum helminga-samningum um
ágreiningsmál i viðreisnar-
stjórninni.
Aðvörunin gegn óheiðarlegu
stjórnarsamstarfi.
Vafalftið má oft deila um,
hvað teljist æskilegt og hyggi-
legt I málefnasamningum og
framkvæmd mála í samsteypu-
stjórnum, sem og ríkisstjórn
sem einn flokkur stendur að.
Hið sama gildir um mat á því,
hvort samvinna i ríkisstjórn sé
heiðarleg eða ekki. En i þess-
um efnum mega menn aldrei
gleyma þýðingarmestu grund-
vallarreglunni, það er þingræð
inu og sem fyllstu lýðræði. Af
þessum sökum er ástæða til að
benda á það sem hér fer á
eftir:
Ef tveir stjórnmálaflokkar
ganga til kosninga á yfirlýstu
og opinberu kosningabandalagi,
þá má hvorugur sá flokkur taka
upp stjórnarsamstarf við ann-
an flokk án þess að áður fari
fram kosningar til Alþingis,
enda eiga kjósendurnir sjálfir,
en aðrir ekki, að slíta slíku
kosningabandalagi. Að flokks-
stjórnir geri slíkt, án þess að
‘ leyta til kjósenda, eru óheið-
arleg svik bæði við kjósendur
og viðkomandi samstarfsflokk.
-Engu máli skiptir í þessum efn
um hvort kosningabandalagið
hafi verið hyggilegt eða ekki.
Það skiptir og ekki máli, hvort
opinbert kosningabandalag ber
þann árangur sem til var ætl-
azt eða ekki. Hér er raunveru-
lega um mál að ræða, sem
eildrei má vísa á bug með ein-
hverjum afsökunum.
Hvaða flokkur telst nú sekur
um slík óheiðarlegheit, og hér
eru nefnd, ef Alþýðuflokkur-
inn er saklaus af þeim, og þá
er að sjálfsögðu í huganum
framkoma Alþýðuflokksins £
slíku máli í lok ársins 1958.
Þeir, sem muna þá sögu og
hina raunverulegu myndun við-
reisnarstjómarinnar, sem þá
átti sér stað, eiga áreiðanlega
erfitt með að viðurkenna AÞ
þýðuflokkinn, sem einskonar
siðameistara eða dómara í þeim
málum, sem hér um ræðir.
Það er staðreynd, og í mörg
um tilfellum mannlegt, að sá
sem hefir líkamslýtin reynir að
dylja þau. Ætli að slík sjálfs-
vörn sé ekki að verki, er Al-
þýðublaðið varar menn við
Framsóknarflokknum sakir
helmingaskiptakröfu og óheið-
arleika þeirra kjósenda er þann
flokk skipa og velja sér full-
trúa á Alþingi.
Grípiði þjófinn, kallaði þjóf-
urinn sjálfur. Slfk aðferð er
kunn vamartilraun hins seka.
Því miður virðist mér, sem er
einn þeirra sem oft hefi verið
Alþýðuflokknum hnynntur,
að Alþýðuflokkurinn ætti nú
frekar að gæta sjálfs sín en
tylla sér í dómarastól um sið-
gæði annara flokka og kjós-
enda þeirra. Hann má og gjam
an muna, að hann var í vinstri
stjórninni.
31. maí 1971.
Stefán Jónsson.
:rímann Jónasson, fyrrv. skólastjóri:
Á hálfrar aldar
afmæli S.I.B.
Kennaraskóli tslands útskrif-
aði fyrsta kennaraárganginn
vorið 1909, en rúmum áratug
siðar var Samband íslenzkra
VZRDLAUNAPININCAR
VERDIAUNACRIPIR I
f£lacsmerki
ignús E. Baldvlnsson
12 - Stal 22104
barnakennara stofnað. Þótt ein-
stök kennarafélög störfuðu á
nokkrum stöðum á þessu ára-
bili, vom engin heildar- eða
landssamtök til, og kennarar
bjuggu víða við mikla stéttar-
lega einangmn úti á lands-
byggðinni. Utan kaupstaða og
stærri sjávarþorpa var fátt
fastra skóla, sveitimar bjuggu
við farskólafyrirkomulagið,
hver hreppur var eitt skóla-
hérað. Þar gengu kennarar
milli bæja með hafurtask sitt,
kenndu nokkrar vikur á hverj-
um stað, oft við næsta fmm-
stæð skilyrði, svo að jaðrar við
lygisögu í eymrn ungu kynslóð-
arinnar nú á dögum. — Kenn-
ara þekkti ég á þeim ámm,
ATViNNA
Viljum ráöa mann nú þegar til starfa á kjörbíl.
Aðeins maður með nokkra reynzlu í verzlun og
akstri kemur til greina.
Kf. Árnesinga,
Selfossi.
sem ótrauður tók sér á herðar
lítið „kassaorgel“, sem hann
átti, og bar milli kennslustaða,
stundum í þæfingsfærð. —
Kennslan fór ýmist fram í bað-
stofuhúsi eða gestastofum, þar
sem þær vom til. Húsbúnaður
og hitunartæki vom misjafn-
lega fullkomin og um kennslu-
tæki var naumast að ræða.
Skriffæri urðu auðvitað allir
að eiga, auk þess griffil og
reikningsspjald. Pennastokkur
með rósflúruðu renniloki var
reglulegur munaður og fremur
sjaldséður kjörgripur.
Einhverjum kann að detta í
hug, að skólahald við svona að-
stæður hljóti að hafa verið ein-
hver ömurleg skuggatilvera,
þat sem öllum hafi leiðzt og
miklað fyrir sér þennan fátæk-
lega aðbúnað. En það er nú
öðm nær. Sjálfur get ég borið
um það. í kennslustundunum
var miðlað og þegið af einlæg-
um og opnum hug. Og enginn
hló hærra né hjartanlegar en
kennarinn okkar, þegar eitt-
hvað skrítið kom fyrir.
Flestir þessir kennarar áttu
þess lítinn kost, að fylgjast með
nýjungum í skólamálum eða
kynnast starfsfélögum, þar sem
hægt var að ræða sameiginleg
áhuga- og vandamál og miðla
Frímann Jónasson
hver öðmm af eigin reynslu og
hugmyndum um bætta starfs-
hætti. Fjölmiðlar þeirra tíma
vom fáir og seinvirkir og fjar-
lægðimar oftast miðaðar við
lestaganginn.
Þessar aðstæður hlutu að
bjóða heim hættunni á stöðnun
í starfi og stéttarlegum ein-
manaleika. — Hér var því ærið
verk að vinna: að sameina hina
ungu íslenzku kennarastétt til
félagslegra átaka. Og fyrir rétt-
um 50 ái-um var stofnað Sam-
band islenzkra barnakennara.
Fyrstu kynni mín af S.I.B.
urðu árið 1923. Við vorum tutt-
ugu og tvö, sem þetta vor
kvöddum gamla kennaraskól-
ann við Laufásveg, með vega-
bréf frá sr. Magnúsi Helgasyni
upp á vasann. Meðal þeirra rétt-
inda, sem slíku skjali fylgdu,
var aðgangur að Sambandi ís-
lenzkra barnakennara og þing-
um þess. 1 endurminningunni
frá þessum vordögum er mikið
sólskin, töluvert af rómantik
og dásamlegt að vera til. — Ég
lét innrita mig á kennaraþingið,
sem þetta vor var haldið í
Reykjavík.
Ékki man ég nú lengur neitt
teljandi úr umræðum eða frá
gangi mála á þessu þingi. En
það skildi eftir hjá mér jákvæð
áhrif, sem ýttu undir sjálfs-
traustið og skerptu vilja minn
til að reynast einhvers nýtur í
starfinu, sem framundan var.
Ég komst þar í kynni við ýmsa
ágæta menn, mér eldri og
reyndari, sem þá og síðar tóku
heilladrjúgan þátt í baráttunni
fyrir vaxandi skilningi og um-
bótum á fræðslu- og skólamál-
um þjóðarinnar. Þeir eru nú
flestir horfnir af sýnilegum
heimi, aðra hefur elli dæmt úr
leik. — Freistandi væri að
nefna nöfn, læt það þó ógert.
Saga islenzkra skólamála mun
geyma þau. Og við, sem nutum
og njótum ávaxtanna af störf-
um þeirra, geymum þau í þakk-
látum huga.
Samtök kennara hafa í sívax-
andi mæli orðið virkur aðili í
þróun og uppbyggingu bama-
fræðslunnar í landinu. Starfs-
hættir og ytra skipulag hafa að
sjálfsögðu tekið ýmsum breyt-
ingum og verið sveigð til sam-
ræmis við nýjar aðstæður og
þjóðarhag. — En tilgangurinn,
markmiðið sjálft, er æ hið
sama: „Að vinna að alhliða
framförum í uppeldi barna á ís-
landi“ og „gæta hagsmuna
kennarastéttarinnar og stuðla
að aukinni menntun hennar“.
(Ur 1. gr. laga S.Í.B..) — Heill
fylgi Sambandi íslenzkra barna-
kennara og forystumanna þess
að því starfi.