Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. júní 1971.
TÍMINN
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn
Þónarinsson (áb), Jón Helgason, Lndrifii G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit
stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif.
stofur Banikastræti 7. — AfgreifSslusimi 12323. Auglýsingasimi:
19523. Afirar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
i mánuði tnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Tryggingarnar
Bragi Sigurjónsson, þingmaður Alþýðuflokksins, hélt
því fram í sjónvarpsviðræðunum í fyrrakvöld, að Al-
þýðuflokkurinn hefði þurft að kaupa hækkun á bót-
nm almannatrygginganna því verði af Sjálfstæðisflokkn-
ttm, að lögfest yrði verulegt skattfrelsi fyrir hlutabréfa-
eigendur með atkvæðum Alþýðuflokksmanna.
Að sjálfsögðu er það Sjálfstæðisflokksins að svara
þessari alvarlegu ásökun. Óneitanlega hefur þó mátt
skilja af málsvörum Sjálfstæðisflokksins að hann hafi
viljað gera betur í tryggingamálum en Alþýðufi.
En afsakanir Braga Sigurjónssonar og ásakanir hans
á Sjálfstæðisflokkinn bjarga honum og hans flokki ekki
úr snörunni. Það var undir þinglokin, sem trygginga-
málin og skattfrelsi hlutabréfaeigenda var til afgreiðslu
á Alþingi. Kjörtímabilið var á enda og Alþýðuflokkurinn
þurfti ekki að gangast undir neina nauðungarsamninga
við Sjálfstæðisflokkinn um tryggingamálin. Alþýðu-
flokkurinn gat auðveldlega gert hvort tveggja: Sam-
þykkt tillögur stjómarandstöðunnar um meiri hækkun
tryggingabóta og gengið í lið með stjómarandstöð-
nrmi um að fella skattfrelsi hlutafjáreigenda. Því
meiri hvatning átti það að vera Alþýðuflokksþingmönn-
nm að fylgja tillögum stjómarandstöðunnar um méiíi'
hækkun almannatrygginga, að hækkunin átti hvort sem
var ekki að koma til framkvæmda fyrr en á næsta ári
og því velt yfir á næstu ríkisstjóm að framkvæma hækk-
tmina og ennfremur gátu þeir fært þá ástæðu fyrir
því að ganga lengra en stjómarfrumvarpið gerði ráð
fyrir, að Sjálfstæðismenn héldu því fram í blöðum sín-
um um þær mundir, sem afgreiðsla almannatrygginga-
laganna stóð yfir á Alþingi, að Sjálfstæðiflokkurinn vildi
ganga lengra í hækkunum til þeirra, sem mesta þörf
hefðu fyrir aukna aðstoð en Alþýðuflokkurinn.
Slíkar afsakanir þingmanna Alþýðuflokksins nú í kosn-
ingabaráttunni em því haldlitlar. Ásakanir þeirra í
garð Framsóknarflokksins að hann hafi verið á móti al-
mannatryggingum era einnig í hæsta máta smekklaus-
ar, þar sem stærstu skrefin í tryggingamálum vora tekin
undir stjómarforystu Framsóknarmanna, þegar Fram-
sóknarflokkurinn var í stjómarsamstarfi við Alþýðuflokk-
inn. Þessum ásökunum Braga Sigurjónssonar svaraði
Steingrímur Hermannsson eftirminnilega í sjónvarps-
umræðunum í fyrrakvöld.
í síðustu kosningum létu Alþýðuflokksframbjóðendur
kjósa sig út á loforð um stórátak í tryggingamálum
Efndimar hafa verið þær, að kaupmáttur ellilífeyris
lækkaði um 9.4% frá 1967 til ársloka 1970. Þær lag-
færingar, sem nú er búið að lögfesta ætla þingmenn Al-
þýðuflokksins svo næstu ríkisstjóm að framkvæma, en
krefjast þess þó að kjósendur þakki sér nú í þessum
kosningum fyrir þessa hækkun, sem enginn veit hvort
nokkur verður, þegar dýrtíðarholskefla „hrollvekjunn-
ar“ hefur dunið yfir í haust. Alþýðuflokksmönnum hefði
verið í lófa lagið að samþykkja tillögu Framsóknar-
manna um að öllum, sem ekki ganga heilir til skógar,
yrðu nú þegar tryggð lágmarkslaun, er eigi væru lægri
en 120 þúsund krónur á ári. Ef þeir hefðu sýnt af sér
þann manndóm og veitt liðsinni til þess að það næði
fram að ganga hefðu þeir mátt eiga von á þakklæti
kjósenda. En eins og kaupin gerðust á eyrinni að sögn
Braga Sigurjónssonar era það aðeins fjáraflamenn og
hlutabréfaeigendur, sem stand^ í sérstakri þakkarskuld
við Alþýðuflokkinn. — TK
r......... ■■■ n ■»■ ■■
TILLMAN DURDIN, fréttamaður New York Times;
Kínverjar virðast vera tiltölu-
lega sáttir við stjórn Maoista
Þjóðin er tekin til við vinnu sína af festu og reglusemi.
Höfundur þessarar grein-
ar var f hópi fyrstu amer-
ísku blaðamannanna, sem
fengu að heimsækja Kína
á síðastl. vetrL í fyrri helm
ingi greinarinnar var það
m.a. rakið, að menn sæki
öllu minna eftir frama í
Kína en í vestrænum lönd-
um, m.a. vegna þeirrar
gagnrýni, sem stöðugt bein
ist að þeim, sem völd hafa.
Fleira kemur einnig tíOL
HÉR kemur einnig til, að
efnislegur árangur framans er
ekki mikill. Roskinn og full-
numa verkamaður í verksmiðju
ber til dæmis nálega jafn mik-
ið úr býtum og framkvæmda-
stjórinn. Nefndarmaður í bylt-
ingamefnd, sem hefir yfirum-
sjón með rekstri víðáttumikils
sveitarfélags, fær ekkert fyrir
nefndarstörfin. Hann fær ekki
f sinn hluta annað en launin
fyrir starfann, sem hann verð-
ur að halda áfram eftir sem
áður, — og mjög oft er þama
um verkamenn að ræða.
Óbreyttur maður nýtur jafn
mikils efnalegs öryggis og
hinri hátt setti, — ef ekki
meifi, þar sem hinn síðarnefndi
á meira á hættu í sambandi við
breytingar í stjómmálunum.
Þeim, sem unnið geta, er
tryggð nægileg fæða með al-
mennri skömmtun, svo og hús-
næði, sem oftast fylgir starfinu
fyrir lítið sem ekkert gjald.
Hinn almenni hversdagsklæðn-
aður, sem jafnvel hátt settir
embættismenn klæðast eins og
allur almenningur, er afar ódýr.
HIÐ nýja kerfi er orðið nokk-
uð stöðugt og veruleg kyrrð
komin á, en það er eigi að sfð-
ur ófullkomið og veitir ekki
alls staðar fullan jöfnuð enn
sem komið er. Talsmenn véla-
verksmiðju í grennd við Tients-
in sögðu til dæmis, að bylting-
amefndin væri enn að gera til-
raunir með þátttöku verka-
manna í stjórn verksmiðjunn-
ar. Hún hefði ekki enn ákveðið
verkalaunin endanlega, þar sem
horfið hefði verið frá arð-
greiðslum, sem inntar hefðu
verið af hendi fyrir menningar-
byltinguna, en væru nú for-
dæmdar.
Hjá öðru stórfyrirtæki, eða
Shihchingshan stálverksmiðj-
unum skammt frá Peking, var
farið öðm.vísi að. Verkamenn
eru þar ekki þátttakendur í
stjóm verksmiðjunnar og arð-
greiðslumar vom þar leystar
af hólmi með almennri launa-
hækkun, sem nemur 15 til 17
af hundraði.
Hið nýja fræðslukerfi mao-
ista er ekki komið til fram-
kvæmda að fullu, en samkvæmt
því er lögð mjög aukin áherzla
á vinnunám, en sjálf skólagang-
an skemmri en áður. Sum ráðu
neytin em meira að segja fá-
liðuð enn, þar sem margir eftir-
sóknarverðir embættismenn em
í endurmenntun við erfiðis-
vinnu í erindrekaskólum uppi í
sveit, og era sumir þeirra langt
frá Peking.
Hinn nýji sendiherra Kína í
Kanada, Huang Hua, er ásamt
konu sinni nýkominn frá löngu
vinnunámi í Hunan. Þar unnu
þau á hrísgrjónaekranum mik-
inn hluta dagsins.
MAT manna hér í Hong Kong
á ástandinu í Kína er byggt á
takmörkuðum kunnugleika á
víðáttumiklu landi. Þeir banda-
rískir blaðamenn og aðrir, sem
leyft var að koma til Kína fyrir
skömmu, fengu ekki miklar
upplýsingar um almenn innan-
landsmál hjá opinbemm tm-
bættismönnum.
Þeir fóra yfirleitt í hóp —
venjulega ásamt einhverju er-
lenda borðtennisliðinu, sem
Síðari hluti
komið hafði til Kína — til á-
kveðinna verksmiðja, samyrkju
búa, skóla og sýninga, þar sem
þeir fengu að litast um og ræða
það, sem þeir sáu. Ekkert tæki-
færi gafst til að ræða við aðra
Kínverja en þá, sem þeir hittu
á þessum opinbera og undir-
búnu fundum.
Mér var sem Bandaríkja-
manni hvarvetna tekið af nær-
gætni og alúð. Stundum var ég
kynntur fyrir verkamannahóp-
um sem „bandarískur vinur,
sem var áður í Yenan“, en þar
var fyrrum aðalbækistöð kín-
verksra kommúnista í norð-vest
anverðu Kína, og þar var ég á
ferð 1946 og 1947. Þessari
kynningu var ávalt tekið með
brosi og fagnaðarlátum.
FLESTIR staðimir, sem far-
ið var til, vora sýningarstaðir.
Og flestir þeirra höfðu áður
verið kynntir fyrir þjóðinni í
blöðum sem sérstakir fyrir-
myndar staðir. Mjög lausleg
ytri kynni af sambærilegum
stöðum og stofnunum bentu þó
tíl þess, að það, sem skoðað
hafði verið, væri ekki að veru-
legu leyti frábragðið öðra.
Við framleiðslustofnanir,
hvort heldur það vora sam-
yrkjubú eða verksmiðjur,
ræddu verkamenn og stjóm-
endur af einlægnl og trúnaðar-
trausti. Tveir staðir vora und-
ir stjóm hálærðra mennta-
manna. Við þær heimsóknir
ríkti nokkur spenna og þag-
mælskan var mjög áberandl.
Kom þar greinilega fram, að
hin opinbera stjóm á hugsun-
inni í samfélaginu er tilfinnan-
legt ok fyrir slíka menn.
Við komum til sjúkrahúss
f Shanghai, þar sem einkum er
lögð áherzla á græðslu útlima.
Læknarnir vora svo ákafir í að
þakka allan góðan árangur
hinni miklu andagift of for-
ustu Maos formanns, að áheyr-
andanum hlaut að finnast mjög
áberandi ofgert. Við komum
einnig til Tsinghua-háskólans í
Peking, Stjórnendur, ' deildar-
forsetar og rauðir varðliðar
hröðuðu móttökunni á mjög á-
berandi hátt. Fyrirspurnir voru
engar leyfðar, og erfitt var því
að komast hjá grani um, að
þama leyndist eitthvað, sem
nauðsyn væri talin á að fela.
KlNA það, sem kommúnistar
hafa mótað, kom mér þannig
Framhald á bls. 10.