Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 8
'
WÍjss
ÁRMA.NN, íslandsmeistari í 4. flokki karla í körfoknattleik, aftari rö3 f. v.: Lýður FriSjón*-
Í-Þ'ROTTtR
TIMINN
fÞRÓTTíR
FIMMTODAGUK 3. júní 1871
íslandsmeistarar í körfuknattleik 1971
griniisoii, StgorSur Vilhelmsson, Bjami Jóhannesson, Magnús Þ. ÞórSarson, Helgi Bjarna-
son, Bírglr Goðbjömsson, Einar Bollason, þjálf ari. Fremri rö3 f. v.: Hilmar Victorsson, Hösk-
oldor Sweinsson, Sófos Guðjónsson, Carsten K ristinsson, Bjöm Björgvrnsson, Gunnar Ólsen.
son, Halldór Þorsteinsson, Símon Ólafsson, Steinn Ó. Svernsson, Hannes Leifsson, Stefán
Stefánsson. Fremri röS f.v.: Clarens G, Jón Rúnarsson, Rafn Rafnsson, Sigurjón Ingvarsson,
Guðsteinn ingimarsson, Ómar Sjgurðsson, Sigurður Etiasson.
• Um hvítasunnuna fór fram i
Vestmannaeyjum hin árlega
keppni einherja, en það eru þeir
nefndir, sem hafa farið holu í
höggL Hafa þeir níeð sér félags
skap, sem ber nafnið Einherji, og
halda árlega eina keppni, á hin
um ýmsu völlum.
Keppnin að þessu sinni fór fram
á laugardaginn og voru leiknar
18 holur með forgjöf. Þegar þeim
var lokið kom í ljós að þrír kepp
endur voru jafnir, Arnar Ingi-
marsson, GV, Ólöf Geirsdóttir,
GR og Páll Ásgeir Tryggvason,
GR.
Þar sem ekki vannst tími til að
leika aukakeppni um 1. verðlaun-
in, vegna Faxakepninnar, sem
fram fór á sama stað, var ákveðið
að úrslitin úr henni yrðu látin
ráða. Þar fór svo að Ólöf bar sig
urorð af hinum og varð þar með
sigurvegari.
Hún varð einnig í efsta sæti
með forgjöf ásamt Atla Arasyni,
í Faxakeppninni, en þar sem hún
varð að halda heim til Reykjavík
ur með hópnum kl: 7 á mánudags
kvöldið, en skipun um að þau
lékju 18 holur, kom kl. 5, bauðst
hún til að gefa Atla eftir 1. verð
launin enda henni ekkert boðið
að leika annað en 18 holur, og
þáði hann boðið. Kom það mönn
um nokkuð á óvart, því hann hafði
þegar unnið 1. verðlaunin í keppn
inni án forgjafar, og fannst sum
um að hann hefði getað gefið kon
unni eftir þessi verðlaun, fyrst
svona stóð á.
■fc Hjá Golfklúbbi Ness fór fram
á laugardag keppni um Nesbjöll
una, en til þeirrar keppni var stofn
að á 5 ára afmæli klúbbsins fyrir
3 árum. Leiknar voru 18 holur
með forgjöf og urðu úrslit þessi:
1. Ingimundur Ámason, 37:40=
16=61
2. Sigurður Sigurðsson, 44:37—
16=65
3. Sveinn Eiriksson, 38:45=
16=66.
Án forgjafar varð hinn ungi
Loftur Ólafss. sigurvegari á 36:37
=6=67 höggum. Þetta er fyrsta
keppnin, sem Loftur tekur þátt
í á þessu ári, en hann hefur ver-
ið í prófum að undanfömu, og
hefur því lítið getað æft og leik-
ið.
Loftur er af flestum talinn einn
bezti golfleikari landsins, enda
sýndi hann það glöggt á síðasta
ári, er hann sigraði í hverri stór-
keppninni af fætur annarri — að
hann er í sérflokki, þó 16 ára sé.
En hann er að vissu marki útskúf-
aður úr hópi golfleikara, og
er þar um að kenna Golfsambandi
íslands, sem fyrir skömmu setti þá
fáránlegu reglu, að meina þeim
scm ekki væru orðnir 18 ára að
taka þátt í opnum keppnum. Með j
þessu stendur GSÍ í vegi fyrir eðli I
legri þróun innan íþróttarinnar, j
og er furðulegt að slíkt skuli geta
gerzt. Nær hefði verið, að meina
þeim, sem eru með hæstu for-
gjafirnar að taka þátt í opnu
keppnunum — og spyrja þar með
að getu, en ekki aldri.
Samkvæmt upplýsingum, sem
við höfum aflað okkur frá Eng-
landi, þekkist það hvergi í heim-
inum, að útiloka menn frá opn-
um keppnum, og sízt af öllu þá
sem eru búnir að ná því takmarki,
ARSENALMENN
Á SÖLULISTA?
Aðalfundur
KnattspjTnufélagsins Þróttar verður haldinn
fimmtudaginn 3. júní kl. 20,00 að Freyjugötu 27.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Loftur Óiafsson — einn bezti golf-
lerkari landsins, er ásamt öðrum
unglingum útskúfaður frá keppni
við þá beztu.
að vera með 6 í forgjöf, eins og
t.d. Loftur hefúr.
Þegar veitt er forgjöf hjá hin-
um ýmsu klúbbum, er miðað við
getu keppandans, og Loftur ásamt
öðrum ungum mönnum, sem ekki
hafa náð 18 ára aldri, eru þar of-
arlega á blaði. Að hafa náð 6 í
forgjöf 16 ára gamall, er frábært
afrek. En til samanburðar má geta
þess að íslandsmeistarinn Þorbjörn
Kjærbo, er með 2 í forgjöf, en
flestir af þeim, sem stjórn GSÍ
valdi í „landsliðið" eru með 7—9
í forgjöf, fáir eða enginn nema
Þorbjörn eru undir 6.
Ekki er möguleiki að fá það á
hreint, hvort samþykkt sé fyrir
þessari stórvægilegu lagabreyt-
ingu frá þingi GSÍ, en ætla mætti,
að slíks þyrfti með, eins og hjá öðr
um sambandsaðilum ÍSÍ. En per-
sónulega held ég, að hér búi undir
öfund ákveðinna manna, sem ráðsk
ast með allt hjá Golfsambandinu, í
garð hinna ungu manna, sem þeir
geta ckki unnt að séu að taka af
þeim verðlaunin í keppnunum.
Hygg ég að það sé þyngst á metun
um, a.m.k. er það ckki framgang-
ur íþróttarinnar — þaö er eitt
sem víst er. —klp.—
Ehm af hinum tvöföldu meistur-
um Arsenal í knattspyrnu, Jon Sam-
mels, hefur óskað eftir að verða
seltur á sölulista hjá félaginu.
Hann hefur leikið yfir 250 leiki
með Arsenal, þ. á m. einn hér á
Laugardáisvelliiium gegn íslcnzka
landsliðinu, og þar að auki 11 lands
Ieiki 23 ára og yngri, oftast sem
fyrirliði.
Sammels hefur lítið leikið með
Arsenal í vetur, en oftast verið
varamaður liðsins. Talið er, að
margir verði um boðið, ef hann fær
því framgengt að verða settur á
sölulistann, m. a. er talið að Don
Revie, framkvæmdastjóri Leeds,
verði fljótur að bjóða í hann. En
hann sagði í blaðaviðtali fyrir
skömmu, að hann myndi hringja
strax í Bertie Mee, framkvæmda-
stjóra Arsenal, ef hann setti Sam-
mels á sölulista.
Annar Arsenalmaður hefur látið
að því liggja, að hann vilja fara
frá Arsenal. Það er Peter Marin-
ello, sem Arsenal keypti í fyrra
Badmintonfélag
Hafnarfjarðar
endurreist
Á fundi, sem haldinn var í Skip
hóli 24. maí s. 1. var ákveðið að
1 eridurreisa Badmintonfélag Ilafn
arfjarðar, þar sem nú hefur skap
azt aðstaða í bænum til að iðka
þessa íþrótt.
Ákveðið var að gefa nýjum fé
lögum kost á að innrita sig í
félagið, og liggja listar, í því
augnamiði, frammi i Bókabúð
Böðvars og Hafnarborg.
Æskilegt væri, að þeir, scm
áliuga hefðu á því að ganga í fé
lagið létu innritast sem fyrst, til
þess að stjórnin geti gert sér
grein fyrir húsnæðisþörfinni á
komandi vetri.
Frekari upplýsinga er að leita
hjá stjórn félagsins en hana skipa:
Árni Þorvaldsson, formaður, Böðv
ar B. Sigurðsson. Sigurður Emils-
son, Geirlaug Guðmundsdóttir og
Rakel Kristjánsdóltir.
frá Hibs í Skotlandi fyrir 100 þús-
und sterlingspund. En hann hefur,
eins og Sammels, fengið að verma
varamannabekkina oft í vetur.
Peter Marinello
Landsleikur-
inn sýndur á
laugardaginn
Landsleikurinn milli Noregs
og íslands í knattspyrnu, sem
fram fór í Bergen s. 1. miðviku
dag, verður sýndur í heild í
sjónvarpinu n. k. laugardag og
hefst útsendingin kl. 18,15.
Ómar Ragnarsson, íþrótta
fréttuinaður sjónvarpsins sagði
í viðtali við blaðið í gær, að
hann væri búinn að fara yfir
spóluna, og sýndist honum leik
urinn vera ósköp svipaður öðr
um „skandinaviskum leikjum“,
en nokkrir góðír sprettir væru
í honum.