Tíminn - 03.06.1971, Blaðsíða 9
JMMTUDAGUR 3. júní 1971.
iflliI'ttJMÍ
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
ÉMMltai
9
Víklngur
leikur á
ísafirði
Um næstu helgi heimsækja J
Víkingar fsafjörð og leika gegn [
heimamönnum í 2. deild. Fer \
leikurinn fram á laugardag og ’
hefst kl. 16. Verður þetta fyrsti [
2. deildar leikurinn á ísafirði (
í ár. Erfitt er að spá um úr- [
slit leiksins. ísfirðingar virðast i
sterkir um þcssar mundir, m.!
a. gerðu þeir jafntefii við KR [
nýlega. j
Fimmtudagsmót
FÍRR í kvöld
í kvöld kl. 18,30 hefst „Fimmtu
dagsmót FÍRR“ á Melavellinum.
Keppt verður í 100 m., hlaupi
karla, kvenna, telpna, sveina og
pilta. 400 m. hláupi karla, 1500
m. hlaupi karla og 3000 m., hlaupi
kvenna. Þá verða á dagskrá há-
stökk kvenna, langstökk karla
og kringlukast karla og kvenna.
Met á Selfossi
Á annan í hvítasunnu fór fram
frjálsíþróttamót á Selfossi. Sveit
ÍR í 3x800 m boðhlaupi kvenna
setti nýtt íslandsmet, hljóp á 8:
57,0 mín., bætti eigið met um
tæpar 10 sekúndur. I sveitinni
eru Anna Haraldsdóttir, Katrín
ísleifsdóttir og Lilja Guðmunds-
dóttir.
í 100 m hlaupi karla sigraði
Sævar Larsen, HSK, 11,3 sek., en
annar varð Guðmundur Jónsson,
HSK á 11,4 sek. Anna Haralds-
dóttir, ÍR hljóp 1500 m. á 5=44,8
mínútum.
Tjarnarboðhlaupið
verður á sunnudag
Tjarnarboðhlaup KR fer fram
n. k. sunnudag. Hefst hlaupið við
Tjamarbrúna og verður hlaupinn
einn hringur í kringum Tjömina.
Hefst hlaupið kl. 14,00.
Þátttökutilkynningar skal senda
til Dr. Ingimars Jónssonar, sími
32877 fyrir föstudagskvöld.
Kastkeppni
Vormót í stangaköstum tileink-
að SVFR verður haldið að kvöldi
8.,9. og 10. júní.
Meistaramót fslands í stanga-
köstum fer fram laugardaginn 26.
og sunnudaginn 27. júní.
Tekið á móti innritun í bæði
mótin í símum 35158 — 32175 —
34205.
Ajax varð Evrópumeistari
Sigraði Panathianikos í úrslitaleiknum, sem fram fór
á Wembley í gærkveldi 2:0
JOHANN GRUYFF
sem nefndur hefur verið George
Best Holiands. Var bezti maður
leiksins, og átti mestan þátit i sigri
Ajax.
Hollenzka liðið Ajax varð sigur-
vegari í Evrópukeppni meistara-
liða í gærkveldi er liðið sigraði
gríska liðið Panathinaikos í úr-
slitaleiknum, sem fram fór á
Wembley leikvanginum í Lundún
um að viðstöddum yfir 100 þúsund
áhorfendum.
Ajax, sem lék hér á landi fyrir
nokkrum árum — en þá var liðið
skipað áhugamönnum — var betra
liðið í þessum leik og sigurinn
var fyllilega verðskuldaður.
Eftir að leikurinn hafði staðið
í 5 mínútur skoraði Ajax fyrsta
markið og var þar að verki Dik
Van Dijk (ekki samt sjónvarps
stjaman fræga) með mjög fallegu
skallamarki eftir fyrirgjöf frá
vinstri útherjanum Piet Keizer.
Ajax hafði algjöra yfirburði í
fyrri hálfleiknum og var leikur
liðsins mjög léttur og hreyfanleg
ur — allir sóttu sem einn maður
og allir komu aftur sem einn.
Þegar nokkuð var liðið á síðari
hálfleikinn fóru leikmenn Panathi
anikos að sækja í sig veðrið og
áttu þá nokkur tækifæri á að
jafna, en þegar 3 mín. voru til
leiksloka skoraði Ajax aftur, og
var þar með út um þann mögu
leika hjá Grikkjunum.
Það var hinn frábæri leikmað
ur Johann Gruyff, sem var bezti
maður leiksins, sem átti heiðurinn
af því marki, með föstu skoti,
sem markvörðurinn hálfvarði, en
knötturinn fór fyrir fætur eins
af sóknarmönnum Ajax, sem
renndi honum i netið.
Gífurlegur fögnuður varð meðal
hinna hollensku áhorfenda í leiks
lok og sendu þeir upp hundruð
raketta, og fólkið þyrptist inn á
leikvanginn til að fagna hetjun
um sínum. Þetta er í annað sinn,
sem lið frá Hollandi sigrar í þess
ari keppni, Feyenoord, varð sigur
vegari í fyrra, en þá sló liðið m.
a. KR út úr keppninni f fjrrstu
umferð. Ajax hefur áður komizt
í úrslit í þessari keppni, það var
1969, en þá tapaði það fyrir AC
Milan. Þetta er í 16 sinn, sem úi>
slitaleikur fer fram í Evrópu-
keppni meistaraliða, og hefur
Real Madrid frá Spáni oftast orð
ið sigurvegari. Þá lék með liðinu
hinn frægi ungverski leikmaður
Framhald á bls. 10.
r
I gærkveldi fóru fram tveir
leikir í 2. dcildarkeppninni í
knattspyrnu í Hafnarfirði léku
FH og Haukar og lauk lciknum
með jafntefli 0:0. Á Melavellinum
léku Ármann og Þróttur og sigr-
aði Ármann 2:0. Nánar á morgun.
MIMIS DOMAZES
fyrirliði Panatbinaikos. — NáSi því
ekki að taka við Evrópubfkamum í
þetta srnn.
FRAM — Reykjavikurmeistari í knettspymu 1971. Aftari röð f. v.: Hiímar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Jón Pétursson,
Kristinn Jörundsson, Martehm Geirsson, Erlendur Mag.-iússon, Amar Guðiaugsson, Jóhannes Atlason, Sigurbergur Sigsteinsson, Ásgeir EK-
asson, Ómar Arason, Guðmundur Jónsson, þfálfari. Fremri röð frá vinstrl: Balthjr Scheving, Ágúst Guðmundsson, Þorbergur Atlason,
Hörður Ó. Helgason, Kjartan KJartansson, Guntiar Guðmundsson, Rúnar Gíslason. (Tímamynd Gunnar)
mimjtl
sparast, eí beitt er fullkomnustu flutningatækni
nútímans. Flugfélagið býður beztu þjónustu
í vöruflutningum innanlands og milli.---------
landa Flugfrakt með Flugfélaginu: \
ódýr, fljót og fyrirhafnarlaus.
FLUGFELAC ISLAJVDS
SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝS|NGAR OG FYRIRGREIÐSLU