Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 1
Frá heimsókn á kosningaskr if stof ur B-listans í Reykjavík og víðar EB—ET—Reykjavík, laugardag. Ljóst var að lokaþáttur kosningabaráttunnar var hafinn, þegar við litum s.l. fimmtudagskvöld inn á nokkrar kosn- ingaskrifstofur B-listans í Rvík, Kópavogi, Garðahr. og Hafnar firði. Alls staðar hittum við fyrir fólk fullt af áhuga að stuðla að miklum kosningasigri Framsóknarflokksins, en gerði sér jafnframt grein fyrir því, að slíkur sigur vinnst ekki nema dugnaður og samheldni sé fyrir hendi. Við náðum tali af hluta af þessu fólki, og fara nokkur viðtalanna hér á eftir. Störfum vel á kosningadaginn og fellum ríkisstjórnina gömlu Guðrúnu Flosadóttur hittum við þar sem hún var önnum kafin á einni kosningaskrifstofu B-listans að Skúlatúni 6. — Það er ljóst af þeim miklu árásum, sem aðrir stjórnarand- stæðingar hafa gert á 3ja mann- inn á B-listanum í Reykjavík, Tótn as Karlsson, að þeir eru hræddir Guðrún Flosadóttir. við aðstöðu okkar framsóknar- manna í borginni, sagði Guðrún. Árásimar sýna hversu fram- boð okkar í Reykjavík er sterkt og að afar mörg atkvæði þeirra er eyða atkvæðum sínum í þess- um forystuhlutverkið í myndun andstöðuflokkana falla dauð. — Hins vegar verðum við öll að vera ötul á kosningadaginn og einhuga um að fella hina gömlu ríkisstjórn, enginn sannur fram- sóknaimaður má þá slaka á. Með því að tryggja Framsóknarflokkn um foryztuhlutverkið í myndun nýrrar ríkisstjórnar að kosning- um loknum, tryggjum við öll, að það verður gott að búa á íslandi næstu árin. Þreyttur á ríkisstjórninni Við vorum staddir á kosninga- skrifstofu B-listans í Árbæjar- hverfi, er Björgvin Einarsson, kennara, bar að garði. Björgvin var hinn hressasti yfir kosningahorfunum, og áleit að Framsóknarflokkurinn myndi Björgvin Einarsson. sækja verulega á hér í Reykja- vík frá borgarstjórnarkosningun- um í fyrravor. — Hverju spáir þú þá um kosn ingaúrslitin? — Ég hefi nú ekki gert mér tölulega grein fyrir úrslitunum. Það er að sjálfsögðu erfitt að nefna tölur í því sambandi, sagði Björgvin. — Nú tekur þú Framsóknar- flokkinn fram yfir aðra stjórn- málaflokká landsins. Hvers vegna? — Það geri ég fyrst og fremst vegna langþreytu á þeirri ríkis- stjórn sem nú er við völd. — f öðru lagi er það hin ákveðna afstaða í landhelgismálinu, sem gerir það að verkum, að ég styð Framsóknarflokkinn. Sæmir ekki einni elztu lýðræðisþjóSinni Séra Jón Skagan var staddur á kosningaskrifstofu B-listans á Lang holtsveginum, þegar við létum sjá okkur þar. — Og þú tekur þátt í kosninga- baráttunni? — Það fer nú ósköp litið fyi'ir því, svaraði Jón. — Ég cr félags- hyggju- og samvinnuinaður og vil sýna það í verki að ég gct bæði hugsað og starfað. — Já, ég hefi fylgzt með kosn- ingabaráttunni og hitt ýmsa góða menn að máli, meðal annarra eldri leiðtoga flokksins og mér finnast kosningahorfurnar fyrir flokkinn betri nú en oft áður. — Af hverju finnst þér það? — Þar sem þetta er ein elzta Sr Jón Skagan. lýðræðisþjóð veraidar, er eðlilegt að nú verði skipt um ríkisstjórn. Það á ekki við hér að sömu flokk- arnir fari með völdin á annan ára- tug og sæmir ekki þjóöinni. Jón nefndi Bretland til saman- burðar. Þar hefði' verið skipt um ríkisstjórn fyrir ári, þar sem fyrr- verandi stjórn hefði setið við völd um nokkuma ára skeið, og þrátt fyrir að það hefði verið jafnaðar- mannastjórn, er tekizt hefði að leysa margan vanda. — Hvað viltu segja að lokum, Jón? — Ekki nema það, að ég treysti Framsóknarflokknum öðrum flokk um betur til að leysa þau vanda- mál, sem n,ú eru efst á baugi með- al íslenzku þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn útundan í M.R. Braga Guðbrandsson, til heimil- is að Hjaltabakka 10, hittum við á kosningaskrifstofu B-listans í Breiðholtshverfi. Bragi stundaði sl. vetur nám við M. R. — Bar mikið á flokkaskiptingu í , Bragi Guðbrandsson. skólanum þínum í vetur, Bragi? — Já, ekki er hægt að segja annað. Þeir krakkar sem létu stjórnmál til sín taka, skiptust í alla stjórnmálaflokkana nema Al- þýðuflokkinn, hann virtist vera gjörsamlega útundan. Annars er ekki gott að segja, hve stórir hóp ar héldu með þessum og liinum flokknum. Hins vegar bar mest á þeim er höfðu vinstri sinnaðar stjórnmálaskoðanir. Þá má geta þess, að það var mjög áberandi að þeir krakkar sem virtust hægri sinnuð, forðuðust að rökræða mál in, heldur reyndu að slá um sig með ýmsum slagorðum. — Telur þú að Framsóknar- flokkurinn vinni á hér í Reykja- vík? — Ég hefi ekki ástæðu til að ætla annað. f baráttusætum B- iistans hér eru ungir menn, og skil ég ekki í öðru en við unga fólkið séum ánægð með það. Greinilega hefur komið í Ijós, að þessir menn eru róttækir í stjórn- málaskoðunum og ungt fólk hefur sýnt að það er róttækt. — Fólk hugsar mikið um það, hvaða flokk það á að kjósa til þess að fella ríkisstjórnina. Flokkarn- ir, sem velja skal, eru að mörgu leyti líkir, en þar sem Framsókn- arflokkurinn stendur næst því að fella ríkisstjórnina, nýtast at- kvæði þeirra sem eru í andstöðu við stjórnina, bezt með því að kjósa B-listans. Fólk talar Iíti8 — hugsar þeim mun meira í Skúlatúni 6 hefur B-listinn rekið nokkrar kosningaskrifstofur. Þar rákumst við á utanbæjar- mann, Guðmund Guðmundsson, í mkvæmdastjóra ungmennafélags Ajalarnessþings. — Jæja, Guðmundur, tekst okk- ur að fella þessa löngu úrsér- gengnu ríkisstjórn? — Við megum ekki vantreysta fjármagni íhaldsins, sagði Guð- mundur, en ef vinstri sinnað fólk eyðir ekki atkvæðum sínum með því að kjósa G-listann eða F-list- ann, þá tel ég að ríkisstjórnin muni falla. — Hver hafa þér fundizt helztu einkenni þessarar kosninga- baráttu? — Fólk talar lítið, en hugsar þeim mun meira. Þorsteimi Eiríksson. Persónulegri kosningabarátta áSur fyrr Á kosningaskrifstofu B-listans að Langholtsvegi 51, hittum við Þorstein Eiríksson, yfirkennara í Vogaskóla. \ — Þú tekur þátt í kosningabar áttunni, Þorsteinn? — Já, og ég hef tekið þátt í hverri kosningabaráttu síðan 1949. — Finnst þér annar blær á þeirri kosningabaráttu sem nú er háð, en þeim sem á undan eru gengnar? — Mér finnst ekki mikill mun ur á þessari og þeim sem háðar hafa verið undanfarið. Annars vann ég áður fyrr í kosningabar- áttunni í Árnessýslu og það var meiri keppni þegar kjördæmin voi-u smærri. Allir þekktu alla í kjördæminu, það var persónulegri kosningabarátta. — Og hvers vegna starfar þú fyrir Framsóknarflokkinn? — Það geri ég vegna þcss, að ég er samvinnumaður og hef séð hvað samvinnufélögin geta gert fyrir fólkið. Vel rekin samvinnu félög gera verðlagseftirlit óþarft og getur fyrirbyggt það, að nokk urn tíma skapist hin svokölluðu breiðu bök, sem talað er um að við verðum að leggja byrðar á. Samvinnufélögin skapa jöfnuð með al þegnanna. x°B v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.