Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 5
SUSÍN'UDAGUR 13. júní 1971 — A kjördegi hefur yfirkjör stjórn i Reykjavík aðsetur i Austurbæjarskólanum og gegn- ir jafnframt starfi hverfiskjör- stjómar þar. Við hittumst um kl. 7 á kjördag og fyrstu verk okkar eru að kanna forföll og flokka utankjörstaðaatkvæði ■eftir kjörstöðum og kjördeild- um svo þau geti venð komin í rétta (kjördeild í hlutaðeig- andi borgai-hverfi þegar kjör- fundur hefst. Undirkjörstjórn- imar fylgjast síðan með því hvort kjósendur hafa áður kos- ið utankjörstaðar og er þá það atkvæði ógilt. En lög greina svo á um að ef kjósandi er á lögheimili á kjördag þá ber honum að kjósa þar þótt hann hafi áður kosið utan kjörstað- ar. Yfir daginn fæst yfirkjör- stjórn við að leysa úr ýmsum vandamálum. Og einnig látum við kanna kjörsókn í borginni á klst. fresti. Um kvöldmatar- leytið er skipt um atkvæða- kassa í kjördeildunum og þá drögum við okkur í hlé inn í leikfimisalinn í Austurbæjar- barnaskólanum ásamt atkvæða talningarmönnum, umboðs- mönnum flokkanna og lögreglu mönnum og talningin hefst, en fyrstu atkvæðatölur eru venju- lega birtar strax upp úr ellefu. Daginn eftir reiknum viS út breytta atkvæðaseðla og út- strikanir, til að athuga hvort frambjóðendur hafi náð kosn- ingu eða ekki, eða hvort röð frambjóðenda á lista hafi breytzt. Og loks gefur yfir- kjörstjórn út kjörbréf þing- manna og vaxamanna þeirra. — Hve mikil útgjöld hefur Reykjavíkurborg af alþingis- kosningunum að þessu sinni? — Kostnaðurinn er áætlaður 2 milljónir kr. Borgin greiðir kostnað við húsnæði til kjör- funda, þóknun undirkjör- stjórna, laun dyravarða og kostnað við löggæzlu, mat handa starfsfólki og áhöld. Þess má geta hér að síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík kostuðu 2.090.000. — Hvað er langt síðan farið var að greiða undirkjörstjórn- armönnum þóknun, er starf þeirra ekki þegnskylduvinna- — Jú, það er svo, en þeim hefur verið greidd þóknun síð- an 1966. Hún er núna 1400 kr. — Hve margir starfa við kosningurnar hér í Reykjavík á vegum ykkar? — 350 manns fyrir utan dyraverði og löggæzlumenn. — Mér finnst kosningarnar orðnar miklu friðsamari nú en fyrir nokkrum árum, sagði Páll Líndal að lokum. MIKIÐ VERK AÐ SKIPU- LEGGJA ATKVÆÐA- SÖFNUN ÚTI Á LANDI Formaður yfirkjörstjórnar í Norðurlandskjördæmi eystra er Ragnar Steinbergsson, en hann hefur gegnt því starfi í kosningum síðan 1963. Yfir- kjörstjórn kjördæmisins hefur aðsetur sitt í Oddeyrarskóla á . kjördag. í viðtali við Tímann sagði Ragnar: — Nokkrum vikum fyrir kjördag höfum við samband við allar kjördeildir á svæðinu til að fá að vita hvort allt sé í lagi, þar séu nógu margir at- kvæðakassar og pokar utan um þá, gerðabækur o.s.frv., og fá- um uppgefið hve margir eru á kjörskrá. Síðan er hlé þangað til kjörgögnin koma. Þá aug- lýsum við eftir framboðslistum og síðan eru þeir auglýstir. Síðan tekur við að senda kjör- seðla, nauðsynleg kjörgögn, blindraspjöld og eyðublöð hag- stofunnar til allra kjördeilda í kjördæminu en þær eru 43. 7 kjördeildir eru á Akureyri. Undirkjörstjómir leita ráða og upplýsinga hjá okkur og við höfum samband við þær. Eitt mesta verk okkar er að skipuleggja atkvæðasöfnun en mikill þrýstingur er frá al- menningi að fá atkvæðatölur sem allra fyrst. Við notum bíla, flugvélar eða skip til að flytja atkvæðin. Stundum geta erfiðleikar komið á daginn eins og t.d. í forsetakosningunum 1963. Þá fengum við tilkynningu frá Grímsey í björtu veðri um 3 leytið á kjördag um að kosn- ingu þar væri lokið. Þegar voru gerðar ráðstafanir til að senda þangað flugvél, en áður en hún lagði af stað þykknaði upp svo ekki, var hægt að fljúga. Atkvæðin frá Grímsey komu síðan um 10 leytið morg uninn eftir með varðskipi, en yfirleitt er búið svo um hnúta að varðskip séu á kjördag ekki langt frá þeim stöðum. sem erfiðleikar geta verið að koma atkvæðum frá. Við höf- um einnig leitað til fiskibáta. Flugvélar eru aldrei notaðar í tvísýnu veðri, því ef þeim hlekkist á. væri hætta á að at- kvæðin glötuðust og kosning- in yrði ónýt. Daginn eftir förum við yfir breytta kjörseðla og útstrik- anir og skýrslur undirkjör- stjórnar til hagstofunnar. Það var lengi vel mikið verk, sem yfirkjörstjórnin hafði erfiða að stöðu til, en frágangur þessara skýrslna hefur batnað mikið síðustu ár. — S.J. TÍMINN r ISkl * ^l&rjneruð ÍSLENZKT LOSTÆTI-MEÐ ÓTAL MÖGULEIKA! 6 Reynið' þessa sífdarrétti í salati eða á snittur — með ferskum ávöxtum, a eplum, appelsínum eða vínberjum, ásamt asfum, olífum og seyddu rúgbrauði.0^^^Enn fremur fara harðsoði,n egg J^einkar vel með kryddsíldinni.^i.^ Notið hugmyndaflugið.#- ÍSLENZK MATVÆLI HE Hafnarfirði Söluumboð: John Lindsay silderlostasti! Sími 26400 < íy >\ Kosið að Ósum í Vesturhópi í siðustu sveitarstjórnarkosningum. Þarna er kjörkassinn minni en í þétt- býlinu. (Tímamynd—Gunnar) Kjörkassar fluttir frá kjörstað í Roykjavik tii talningarstaðar. T *■’’vV. ■'*■'• 1llillafeÍp§ÍÆ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.