Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 2
14
TÍMINN
SUNNUDAGUR 13. júní 1971
Frá heimsókn á kosningaskrifstofur
B-listans í Reykjavík og víðar
Breiðholt er barnflesta
hverfið, en þar er ekkert
dagheimili fyrir börn
í Breiðholti eru um 2300 manns
á kjörskrá og er það flest ungt
fólk. f borgarstjórnarkosningun-
um í fyira voru þar 1580 manns
á kjörskrá. f Breiðholti eru íbú
ar um 5 þúsund og er það sama
íbúatala og í Vestmannaeyjum.
Kristján Jónsson.
Kristján Jónsson, rannsóknarmað
ur, er býr að Blöndubakka 3 í
Breiðholti, fræddi okkur m. a.
um þetta, er við rákumst á hann
á kosningaskrifstofu B-listans að
Fomastekk 12.
— Breiðholt hefur nokkra sér-
stöðu miðað við önnur hverfi hér
£ Reykjavík, hélt Kristján áfram.
— Það er einkum vegna þess,
hvað Breiðholtshverfið er langt
frá öðrum borgarhlutum og þjón-
ustan við þennan borgarhluta er
afar slæm, strætisvagnaferðir eru
t. d. strjálar hingað uppeftir. Hér
býr ungt fólk, sem berst fyrir líf-
inu, og þrátt fyrir að þetta sé barn
flesta hverfi borgarinnar, þá er
ekkert dagheimili hér fyrir böm
né leikskóli.
Er við spurðum Kristján að því,
hvers vegna hann styddi Fram
sóknarilokkinn, svaraði hann.
— Ég styð Fraimsóknarflokkinn
vegna þess, að mér hefur alltaf
fundizt hann vera eini flokkurinn,
sem sameinað getur vinstri öflin
vegna ítaka hans £ sveitum lands
íns og i samvinnuhreyfingunni,
sem alltaf hlýtur að vera stói;
þáttur i vinstri hreyfingu á ís-
landi.
Þegar konan telur eiginmann-
inn hafa rétt fyrir sér
Við hittum einnig á kosninga
skrifstofu B-listans á Langholts
veginum, frú Solveigu Hjörvar,
nem búsett er þar skammt frá, á
Langholtsvegi 116 b, en frú Sol-
veig er eiginkona Þorsteins Ei-
rílcKsonar yfirkennara, og sér um
kjördeildina á Hrafnistu.
— Er mikill kosningahugur £
konum, Solveig?
— Það er alltaf hugur í kon
um og venjulega til einhvers góðs,
svaraði Solveig, en sagði síðan:
— Mér valdist það hlutskipti að
hugsa um gamla fólkið á Hrafn-
istu og £ þvi sambandi vil ég láta
þá skoðun mína £ ljós, að ekki
get ég unað því, þegar fullfrísk
ung hjón fá borgað með fyrsta
barni sínu, að ekki sé hlúð betur
en svo, að aldraðri konu, sem vinn
ur að prjónaskap, að selji hún
eitt par af vettlingum, fær hún
ekki nógu mikið fyrir parið, til að
hún geti keypt fyrir þá upphæð
hespu til þess að hafa á prjónun
um, og ellilaun gömlu konunnar
duga ekki fyrir matnum.
— Það að ég styð Framsóknar
flokkinn, fylgir sjálfsagt því að
kvænast framsóknarmanni. Og
hvaða kona fylgir ekki eiginmanni
sínum, þegar hún telur hann gera
rétt, sagði Solveig að lokum.
í HafnarfirSi
Á kosningaskrifstofu framsókn-
armanna í Hafnarfirði var mikill
ys og þys, er blaðamann Tímans
bar þar að garði fyrr £ vikunni.
Fjölmenni var á skrifstofunni og
auðséð er, að mikill baráttuhug-
ur ríkir meðal framsóknarmanna
í Hafnarfirði.
Við tókum tvo af þeim, er voru
staddir á skrifstofunni, tali og
varð fyrstur á vegi okkar Vignir
Thoroddsen, ungur og galvaskur
Vignir Thoroddsen
Borgþór Sigfússon
Hafnfirðingur. Vignir sagði, að sér
virtist mjög gott hljóð í Hafnfirð-
ingum gagnvart Framsóknar-
flokknum og stefnu hans. — Við
framsóknarmenn i Hafnarfirði
stefnum ótrauðir að kjöri tveggja
manna af B-listanum í Reykjanes-
kjördæmi, sagði Vignir. — Ungt
fólk er óápægt með núv. stjórn-
arstefnu, a.m.k. það, sem ég hef
talað við, svo að Framsöknar-
flokkurinn fær eflaust fjölda at-
kvæða frá yngrá fólki ekki sfður
en því eldra. — Ég verð liklega
við stjórn kjördeildastarfseminnar
á kjördag. Ég er bjártsýnn fyrir
hönd okkar framsóknarmanna i
Hafnariirði og ég er sannfærður
um, að uppskeran verður góð, svo
vel hefur verið unnið hér að und-
anfömu, sagði Vignir að lokum.
Borgþór Sigfússon er að visu
ekki fæddur i Hafnarfirði, en
hann hefur búið þar lengst af eða
frá árinu 1907. — Mér lfzt vel á
kosningamar, segir Borgþór. —
Hafnfirðingar, ekki síður þeir
eldri, em orðnir hundleiðir á
stjóminni og vilja breytingar.
— Ég veit ekki, hvað ég geri á
kjördag. Ég er að vísu varamaður
í kjörstjóm, en læt það þó ekki
aftra mér frá því að vinna fyrir
Framsóknarflokkinn á kjördag.
Guðmundur Þorsteinsson
Svavar Þorvaldsson hefur búið
í Kópavogi um 13 ára skeið.
— Mér lízt vel á kosningamar,
sagði Svavar. — Fólk er tvímæla-
laust orðið leitt á stefnu núver-
andi stjórnar og telur tímabært
að gera nú breytingar á ríkisstjóm
inni. Landhelgismálið er eitt mik-
ilvægasta mál þessara kosninga og
er það mín skoðun, að sem fyrst
verði að færa út landhelgina og
segja jafnframt upp samkomulag-
inu við Breta frá 1961. — Ég
starfa á einni af hverfaskrifstofum
framsóknarmanna hér í bænum á
kjördag.
Guðmundur Þorsteinsson segist
ekki vera flokksbundinn fram-
sóknarmaður, en hann muni kjósa
Framsóknarflokkinn í þessum
kosningum. Ég kaus Sjálfstæðis-
flokkinn í bæjarstjómarkosning-
unum í fyrra, en kýs nú Fram-
sóknarflokkinn vegna þess að ég
tel þá leið vænlegasta til að fella
stjórnina.
Flestir þeir, sem ég hef rætt
við eru andvígir núverandi stjóm-
arstefnu og vilja breytingar á
stjórninni. Ég tél heilbrigt, að
skipt verði um stjóm; þeir menn,
er hafa stjórnað landinu s.l. 12 ár,
hafa gott af hvild.
Fra kosningaskrifstofunni í Garðahreppi.
Svavar Þorvaldsson
Ég skora á Hafnfirðinga að
trygg.ia kosningu Björns Svein-
björnssonar í kosningunum á
sunnudaginn, sagði hin gamla
kempa að lokum.
Um leið og við kvöddum kosn-
ingaskrifstofuna í Hafnarfirði,
báðu framsóknarkonur okkur að
koma því á framfæri, að kaffiveit
ingar verða bornar fram á kosn-
ingaskrifstofunni frá morgni til
kvölds á kjördag, og hvöttu þær
hafnfirzka kjósendur til að líta inn
á kjördag og fá sér kaffi.
í Garðahreppi
Frá Hafnarfirði lá leið okkar á
kosningaskrifstofu framsóknar-
manna í Garðahreppi. Þar var
hópur manna við vinnu, en allir
svo hógværir, að enginn einn
fékkst til að ræða við okkur. Við
erum bjartsýnir á úrslit kosning-
anna í Reykjaneskjördæmi, en
viljum ekki spá neinu fyririram,
teljum það óráðlega. Hér £ Garða-
hreppi hefur verið unnið mjög vel
og við reiknum með betri útkomu
hér í þingkosningunum á sunnu-
daginn heldur en í sveitarstjórnar
kosningunum í fyrra.
í Kópavogi
Á kosningaskrifstofu framsókn-
armanna í Kópavogi var fjöldi
sjálfboðaliða að störfum, er okk-
ur bar að g .'ði. Við tókum tvo
þeirra, sem þar voru staddir, tali.