Tíminn - 15.06.1971, Page 1

Tíminn - 15.06.1971, Page 1
— ÞriSjudagur 15. júní 1971 kæ!i- skápar 131 tbl. ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR SportvSruverzlun ÍMOÓLFS ÓSKARSSONAR > Klapparstíg 44 - Sími 11783. 55. árg. Hannibalistar og Alþýðu- bandalagið sigurvegarar Úrslit þingkosninganna á sunnudaginn urðu þau, að stjómarflokkamir báðir biðu mikinn ósigur, misstu sam- tals fjóra þingmenn. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1927, að íslenzk ríkisstjórn bíður ósigur í kosningum. í sam- ræmi við þessi úrslit kosninganna hefur ríkisstjórnin þegar beðizt lausnar. Jóhann Hafstein forsætisráðherra gekk á fund forseta 1 gær og tilkynnti honum lausnar- beiðni stjórnarinnar. Alþýðuflokkurinn fékk 11.020 atkvæði og sex þingmenn, en tapaði þrem. Flokkurinn tapaði þessum þrem þingmönnum í Reykjavík, á Vestfjörðum og í Norðurlandskjördætmi vestra. þingmenn þeir sem féllu, eru þeir Birgir Finnsson og Bragi Sigurjóns son. Framsóknarflokkurinn fékk 26. 641 atkvæði og fékk 17 þingmenn, tapaði manni í Norðurlandskjör- dæmi vestra, en enginn af þing mönnum flokksins féll í þessum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 38. 169 atkvæði og 22 þingmenn, tap aði einum í Norðurlandskjördæmi eystra, en enginn af þingmönnum Frá talningu í Austurbæjarskólan um. flokksins féll í þessum kosningum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna fengu samtals 9.445 atk. í sjö kjördæmum, og komu þcir 5 mönnum að. Alþýðubandalagið fékk 18.055 atkvæði og 10 þingmenn, en það er sama þingmanna tala og því var reiknuð í kosningunum 1967, þrátt fyrir að Hannibal, Björn og Karl séu hlaupnir úr vistinni. Breytingar í kjördæmum í Reykjavík urðu þær breyting ar að Magnús Torfi Ólafsson fram bjóðandi Samtaka frjálslyndra felldi 2. mann Alþýðuflokksins, en Eggert G. Þorsteinsson kemst að sem uppbótarþingmaður, og enn- fremur verða þau Svava Jakobs dóttir (Alþbl.), Bjarni Guðnason (Samtökin) og Ellert B. Schram (Sjálfst.) uppbótarþingmenn og verða þingmenn Reykjavíkur þá alls 16. Þrjú þau síðastnefndu eru öll ný á þingi. í Reykjancskjördæmi urðu eng ar breytingar á þingmannatölu flokkanna, en uppbótarþingm. úr Reykjaneskjördæmi verða Stefán Gunnlaugsson (Alþfl.), sem nú tekur sæti í fyrsta skipti á þingi, Geir Gunnarsson (Alþ.bandal.) og Ólafur G. Einarsson (Sjálfst. Heildarúrsiitin urðu sem hér segir: Atkvæði Þingm. Atk.hlutfall Alþýðuflokkur 11.020 (15.059) 6 (9) 10.5% (15.7) Framsóknarflokkur 26.641 (27.029) 17 (18) 25.3% (28.1) Sjálfstæðisfl. 38.169 (36.036) 22 (23) 36.2% (37.5) Samtök frjálslyndra og vinstri manna 9.445 5 9.0% Alþýðubandalag 18.055 (16.923) 10 (10) 17.2% (17.6) Framboðsflokkur 2.109 0 2% Alls voru 120.340 manns á kjörskrá og af þeim kusu 106.771 eSa 88.7%. fl.) sem einnig er nýr á þingi. Þingmenn úr Reykjanesi verða því 8 talsins. í Vesturlandskjördæmi komst Jónas Árnason (Alþýðubandal.) að sem kjördæmakosinn, og felldi ,Benedikt Gröndal (Alþfl.), en Benedikt kemst á þing sem upp- bótarþingmaður. Framhald á bls. 2. Jóhann sagði af sér í gær KJ—Reykjavík, mánudag. í dag gekk Jóhann Hafstein for- sætisráðherra á fund forseta fs- lands, og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þar sem stjóm arflokkarnir misstu meirihluta sinn í kosningunum á sunnudag- inn. Á morgun klukkan hálf tólf verður haldinn ríkisráðsfundur, og þar verður lausnarbeiðni Jóhanns Hafstein staðfest. Forseti mun síðan fela Jóhanni að gegna áfram störfum forsætisráðherra, þar til ný ríkisstjórn verður mynd uð. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins: Stjdrnarandstæðingar kanni stjdrnarmyndun KJ—Reykjavík, mánudag. — Ég tel að það sé rökrétt af- leiðing af úrslitum kosning- anna, að stjórnarandstæðingar athugi um það, hvort grund- völlur sé fyrir stjórnarmynd- un þeirra, sagði Ólafur Jó- hannesson formaður Framsókn arflokksins í Sjónvarpinu í kvöld, þegar Ieiðtogar flokk- anna ræddn um úrslit kosn- inganna, og hvað sé framundan varðandi stjórnarmyndun. Um kosningaúrslitin sagði Ólafur ’óhannesson m.a.: — Kosningaúrslitin eru ekki eins hagstæð Framsóknar- flokknum og ég hefði búizt við. Tel ég enga ástæðu til að leyna því, að það eru mér nokkur vonbrigði. Hins vegar er ekki hægt að tala um neitt wru- legt tap í þessum kosningum, og þegar maður lítur á kosn- ingarnar í heild, má segja að Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur komi út með nokkuð svipaða stöðu að því leyti að hvor um sig tapar einu þingsæti, og báðir tapa örlitlu af hlutfallslegu at- kvæðamagni. Það, sem er athyglisvert, er auðvitað hinn stóri sigur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna og svo hins vegar hið mikla tap Alþýðuflokksins. Þá má líka segja að vinningur sé hjá Alþýðubandalaginu, en þó eru þeir með sömu þingmanna tölu og við síðustu Alþing- iskosningar. Síðar í þættinum í Sjónvarp- inu var rætt um væntanlega stjórnarmyndun, og þá sagði Olafur Jóhannesson: — Ég álít að það sé rökrétt afleiðing af þessum úrslitum, að samstarf hefjist á milli stjórnarandstæðinga, og þeir athugi það, hvort ekki er grund völlur fyrir stjói-narmyndun þeirra, og þá ekki hvað sízt með tilliti til landhelgismáls- Framhald á bls. 2.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.