Tíminn - 15.06.1971, Síða 3

Tíminn - 15.06.1971, Síða 3
r ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 1971 TÍMINN 3 Eitt hundrah braut- skráðir úr HÍ FB—Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn brautskráðust 100 kandidatar frá Háskóla ís- Umboðsmannafundur Samvinnutrygginga Samvinnutryggingar efndu til fundar með forstöðumönnum nokkurra stærstu umboða sinna, dagana 31. marz — 2. apríl s. 1. Fundarform var með nýju sniði, og byggðist á hringborðsumræð- um og fyrirspurnaformi. Ræddu umboðsmenn fyrst sam an innbyrðis og báru saman bækur sínar um hin ýmsu vandamál umboðanna, svo og þau mál, sem efst eru á baugi. Fengu þeir síðan til viðræðu þá starfsmenn, sem um þessi mál fjalla, og beindu til þeirra fyrirspurnum og ábend ingum, og voru málin rædd af einurð og hreinskilni. Nýjungar á sviði trygginga voru kynntar umboðsmönnum, m. a. iðgjöld og skilmálar hinnar nýju sjúkra- og slysatryggingar. Með fundum þessum er leitazt við að auka fræðslu, koma á nánara samstarfi, kynnast mark aðnum og svara þörf hans. Að loknum fundi þágu umboðs- menn veitingar hjá framkvæmda stjóra á heimili hans, en snæddu síðan kvöldverð í Naustinu, ásamt starfsmönnum, er mætt höfðu á fundinum, og lauk þar með heim sókn þeirra að sinni. Umboðsmenn, sem fundinn sátu, voru: Frá Akranesi, Sveinn Guðmundsson, Frá Borgarnesi Jón Einarsson, Frá Grundarfirði Jónas Gestsson Frá Patreksfirði Svavar Jóhannsson. Frá ísafirði Þorgeir Hjörleifsson. Frá Sauðárkróki Geirmundur Jónsson. Frá Akureyri Sigmundur Björnsson Frá Húsavík Þormóður Jónsson. Frá Egilsstöðum Magnús Ingólfsson. Frá Hvolsvelli Guðni Jóhannsson. Frá Selfossi Karl J. Eiríks. Frá Keflavík Framhald á bls. 14. lands. Voru prófskírteini afhent í Háskólabíói og hófst afhendingar athöfnin kl. 2. í byrjun flutti Magnús Már Lárusson stutta ræðu, en síðan talaði Þorsteinn Ingólfs son cand. juris. Þá afhentu deild arforsetar kandidötum skírteini þeirra. Að þessu sinni útskrifaðist nær einn tuttugasti af nemenda fjölda Háskólans, en reiknað er með að í skólann bætist á næsta hausti milli 600 og 700 nýstúdent ar. Að þessu sinni útskrifuðust 16 læknar, 5 tannlæknar, 2 lyfjafræð ingar, 20 lögfræðingar, 15 við- skiptafræðingar, 4 með cand. mag. próf., 16 úr BA heimspekideild, 2 BA verkfræðideild og þrír erlend ir stúdentar í íslenzku útskrifuð- ust einnig í þetta sinn frá Há- skóla íslands. iTiyiium c■ i ■ u aiiiuiniiiiii ■ i lasMiiuiiunii \ i iniamyna vc; Svæðamót Votta Jehóva hefst á föstudaginn Dagana 18. til 20. júní 1971 halda Vottar Jehóva mót í félags heimili Seltjarnarhrepps, Seltjarn arnesi. Stef mótsins verður: „Orð Guðs er lifandi“, og verður dag skráin fræðandi og uppbyggjandi. Mótið hefst á föstudaginn kl. 20:15, með því að gefið er sýnis horn af skóla eða þjálfunardag- skrá, sem haldin er vikulega í öllum söfnuðum Votta Jehóva í 206 löndum. Skóli þessi liefur upp frætt þúsundir og gefið þeim þjálf un í ræðuflutning, frá því að hann var stofnaður árið 1943. Laugardaginn 19. júní kl. 14.00 verður einn af meiriháttar við- burðum mótsins, en það er skírn in. Eftir skírnarræðu munu skírn- þegar láta skírast og sýna þannig cpinberlega að þeir óska að gera vilja Guðs og kunngera ríki hans. í fyrra létu 164.193 skírast um allan heim. Á mótinu verður mötuneyti, Barnaskóla Ólafs- fjarðar slitið BS—Ólafsfirði. Barnaskóla Ólafsf jarðar var slitið 28. maí s. 1. að viðstöddu Framhald á bls. 14. sem sér mótsgestum fyrir fæði. í því vinna sjálfboðaliðar og munu aðrir sjálfboðaliðar vinna að upp byggingu mótsins svo og ræstingu og flutningum. Sunnudaginn kl. 15.00 er svo hámark mótsins, en þá verður fluttur hinn opinberi fyrirlestur, sem er nefndur: „Hver sigrar heim inn á þessum áratug?“ Öllum er heiniill aðga'ngur að mótinu. Dregið í málverka- happdrætti Stakks Björgunarsveitin Stakkur, Kefla vík—Njarðvík, stóð um sjómanna helgina fyrir sýningu í Keflavík á málverkum eftir Eggert Guð- mundsson listmálara. Aðsókn var ágæt og seldust 25 myndir af 40 sem á sýningunni voru. Mynda skrár voru númeraðar, og var í lok sýningar dregið eitt númer út úr seldum skrám. Upp kom n r. 149. Eigandi þeirrar skrár er vin- samlega beðinn að vitja vinnings ins til Björns Stefánssonar hjá Iðnaðarmannafélagi Suðurnesja, Tjarnargötu 3, Keflavík. Vinning ur er gullfallegt málverk af öldn um sjómanni eftir Eggert Guð- mundsson. Nýlega afhenti forseti Kiwanisklúbbsins Heklu í Reykjavík Styrktarfélagi iamaðra og fatlaSra lækningatækið Ultraterm 608/21450, með tilheyrandi útbúnaði. Þessi mynd var tekin er tækið var afhent. Færir stjórn félagsins gefendunum þakkir fyrir gjöfina. ■ •V: ••••■wiýXi-íjw ••y.xf 'íííííííSSí Lögregluliðið tvöfald- að en lítið um að vera OÓ—Reykjavík, mánudag. Frá sjónarmiði lögreglunnar í Reykjavík hafa kosningar aldrei gengið betur en s.l. sunnudag. Guðmundur Hermannsson, yfirlög regluþjónn, sagði Tímanum, að dreifing kjörstaðanna og góða veðrið ættu sinn þátt í því. Bíla- umferð var ekki mikil og má það sjálfsagt þakka veðurblíðunni, því margir kjósendur gengu á kjör- stað, og hve kjörstaðir voru marg ir, því tiltölul. stutt var að fara fyrir flesta kjósendur á kjörstað sinn. Vegna kosninganna var auka- vakt lögreglumanna að störfum frá því kjörfundur hófst og þar til honum lauk. Voru um 70 lög- reglumenn að störfum í höfuð- staðnum. Einnig þurfti að bæta við mannskap í umferðardeild lög- reglunnar. Strax og kjörfundi lauk voru þeir lögregluþjónar, sem voru við kjördeildirnar, leystir frá störfum, en fimm lögreglumenn voru viðstaddir í leikfimisal Austurbæjarskólans, meðan at- kvæði voru talin. Guðmundur sagði, að kjörsókn hefði verið nokkuð jöfn allan dag- inn og því ekki komið til umferðar tafa cða neinna þeirra erfiðleika, sem stundnm fylgja kjördegi. ÖUflJÖN Styrkársson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTRÆTl 6 S>MI IS3S4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.