Tíminn - 15.06.1971, Síða 9
MUÐJTJBAGUR 15. júm' 1971 TIMINN 9
— —
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og
Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Rit
stjómarskrifstofur I Edduhúsinu, símar 18300 — 18306 Skrif-
ítotur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi:
10523. Aðrar skrifstofur stmi 18300. Áskriftargjald kr 195,00
á mánuði lnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
kosninganna
Því er ekki að neita, að úrslit þingkosninganna valda
Framsóknarflokknum verulegum vonbrigðum, þegar fall
ríkisstjómarinnar er undanskilið. Flokkurinn áleit sig
hafa unnið á þann veg, að hann verðskuldaði aukið
fylgi og traust. Hann hafði, bæði á þingi og í
kosningabaráttunni, markað ákveðna framfarastefnu.
Hann hafði forustu um samstöðu stjómarandstæðinga í
landhelgismálinu. Þrátt fyrir þetta og margt annað, sem
verðskuldaði aukið traust, náði flokkurinn ekki sama
atkvæðafylgi og í síðustu þingkosningum og missti eitt
þingsæti. Þótt að vísu sé ekki hægt að segja, að tap
flokksins sé vemlegt, er það eigi að síður heldur til
hnekkis. Að þessu leyti eru úrslitin flokknum vonbrigði.
Vafalaust em það ýmsar samverkandi ástæður, sem
valda þessu, en ein er tvímælalaust veigamest. Hún er
sú, að fjöldi frjálslyndra og framfarasinnaðra kjósenda
setti sér það sem aðalmark að fella ríkisstjórnina og
kjósa því þann flokk, þar sem atkvæðin nýttust bezt
í þessum tilgangi. Bæði Hannibalistum og Alþýðubanda-
lagsmönnum tókst að telja allt of mörgum trú um, að
atkvæði þeirra myndu ekki nýtast í þessum tilgangi,
ef þeir kysu Framsóknarflokkinn, þar sem útilokað væri,
að hann gæti fengið uppbótarsæti. Þetta er gam4}k,WúAúr .
áróður, en þrátt fyrir það, hefur hann oft borið furðu-
iega góðan árangur, og svo varð einnig að þéssu sinni.
Þótt heppilegt hefði verið fyrir þjóðina, að þessi áróð-
ur hefði misheppnazt að verðleikum, og ríkisstjórnin
því fallið vegna fylgisaukningar Framsóknarflokksins, er
það eigi að síður mikilvert, að stjórnin hefur fallið og
samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins er því
úr sögunni, a.m.k. að sinni. Þetta hefði helzt þurft að
gerast fjórum eða átta árum fyrr, en betra er seint en
aldrei. Þá er það ekki síður mikilsvert, að þeir flokk-
ar, sem tóku einbeitta og ákveðna stefnu í landhelgis-
málinu, hafa nú meirihlutann á Alþingi.
Hér skal að sinni sleppt öllum spám um það, sem við
tekur. Ríkisstjórnin hefur réttilega beðizt lausnar og
verður það nú verkefni forseta íslands að hafa forustu
um stjómarmyndun.
Um afstöðu Framsóknarflokksins er það fyrst að
segja, að síðasta flokksþing skuldbatt hann til að setja
stefnu þá, sem stjórnarandstæðingar mörkuðu á Alþingi
í landhelgismálinu, ofar öllu öðru. Vonandi gildir hið
sama um aðra stjómarandstæðinga. Það er sameiginleg
skylda þeirra, sem að þessari ályktun stóðu, að sjá til
þess, að við hana verði staðið.
Vandinn framundan
Það er vafalaust flestum augljóst, að mikill vandi bíð-
ur úrlausnar í efnahagsmálum landsins. Það er áreiðan-
lega ekki ofmælt að líkja honum við hrollvekju. Ber-
sýnilegt er, að þeim, sem unnu mest á í kosningunum,
hefur verið vottað sérstakt traust til að fást við þennan
vanda. Þess vegna er furðulegt, þegar sumir forustu-
menn Hannibalista halda því fram, í Vísi í gær, að
,.eina lausnin" nú sé samstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins! Þeir, sem eru sigurvegarar, mega
ekki byrja á því að skerast úr leik, þegar mest á ríður.
Sú stjórnarmyndun, sem nú er framundan, verður
jnargfalt örðugri en ella sökum H°ss, hve hörmulegur
við-ikilnaður „viðre:r::arinnar“ verður. Það mun skýr-
ast enn betur, þegar líður að haustdögum. Þ.Þ.
Úrslit
DAVID G. NES, NEW YORK TIMES:
Verður Israel fimmtugasta og
fyrsta fylkið í
Staðreyndirnar um tengsl ísraels og Bandaríkjanna
HVORT auðið verður að
koma á samningum í deilunum
fyrir botni Miðjarðarhafsins
samkvæmt þeim hugmyndum,
sem settar eru fram í 242. sam-
þykkt Sameinuðu þjóðanna,
hlýtur að verulegu ieyti að velta
á því, hve miklu áhrifavaldi
Bandaríkjamenn fást til að beita
til að sannfæra ísraelsmenn
um, að tilvera þeirra til fram-
búðar hljóti að byggjast miklu
meira á viðurkenningu nágranna
ríkjanna og alþjóðlegri ábyrgð
en einhverri tiltekinni legu
landamæra, sem varin séu af
viðvarandi hernaðarlegum yfir-
burðum.
Allar fregnir frá sendinefnd-
um okkar erlendis benda til
þess, að allar þjóðir, þar á með-
al Bretar, Frakkar og banda-
menn okkar í Atlantshafsbanda
laginu, ætlist til að Bandaríkja-
menn beiti í þessu skyni því
áhrifavaldi, sem felst í hinum
„sérstöku tengslum" okkar við
ísrael, Skilja verður þessi „sér-
stöku tengsl“ til hlítar ef gera
á sér grein fyrir ábyrgðinni,
sem hvílt hefir á Roger utanrík
isráðherra, þegar hann hefir
« vwifi að reyna að koma á samn-
ingum milli ísraels og Araba-
'‘ríkjert'na. i"**’ nm
1 OKTBER árið 1948 lét Tru-
man forseti svo ummælt: „Við
erum skuldbundnir að koma á
og viðhalda ísraelsríki, sem sé
nægilega stórt, nægilega frjálst
og nægilega öflugt til þess, að
íbúar þess geti verið sjálfum
sér nógir og öruggir“. Með þess-
um orðum var efnt til sér-
stæðra tengsla milli Bandaríkj
anna og annars ríkis, tengsl,
sem ekkert dæmi þekkist um í
sögu okkar. Nú eru þessi sam-
skipti orðin enn nánari á öllum
sviðum en samskiptin við Breta,
jafnt að því er varðar varnar-
mál, efnahagssamvinnu, upplýs
ingaskipti, sameiginlegan þegn-
rétt og gagnkvæma stjórnmála-
aðstoð. Þá verður það einnig að
teljast einstætt, að heita má,
að israel sé hafið yfir alla gagn-
rýni hér í Bandaríkjunum.
Efnahagsaðstoðin við ísrael
hefir allt til þessa verið ein-
stæð í sinni röð, bæði að því er
varðar opinbera aðstoð og að-
stoð einkaaðila. Á árunum 1948
—1969 nam opinber aðstoð
Bandaríkjanna 1,3 milljörðum
dollara samt. en yfirfærslur á
aðstoð einkaaðila námu á sama
tíma 2,5 milljörðum dollara,
sem samtals eru 3,8 milljarðar
dollara, og nemur í heild 1500
dollurum á mann, miðað við þá
hálfu þriðju milljón íbúa, sem
nú býr í ísrael. Þetta er meiri
aðstoð en dæmi eru um við
nokkra aðra bandamenn okkar,
ef miðað er við mannfjölda. Að-
stoð okkar við israel hefir auk-
izt mjög síðan 1969. Yfirfærsl
ur árið 1970 námu 800 milljón-
um dollara. Gert er enn ráð
Eyrir að þetta aukist á árinu
1972.
OKKUR tókst að tryggja ís-
raelsmönnum nútíma vopn frá
V-Þýzkalandi og Frakklandi
GOLDA MEIR
forsætisráöherra ísraels.
fram til ársins 1967, og gátum
þannig komizt hjá óvild Araba
í því sambandi. Svo lauk bóta-
greiðslum Þjóðverja og de
Gaulle breytti um stefnu gagn-
vart löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, og síðan 1967 höf-
um við verið nálega þeir einu,
sem .séð hafa tsraelsmönnum
fyrir hergögnum. tiitt er' þó ef
. tíl vili enn táknrætina., að við
höfum afgreitt til tsraeísmanna
margbrotnari og betri flugvél-
ar, eldflaugar og rafeindabúnað
en til bandamanna okkar í Atl-
antshafsbandalaginu og Suð-
austur-Asíubandalaginu.
Fyrir nokkrum mánuðum
samþykkti fulltrúadeild þings-
ins lagabreytingu, sem felur í
sér heimild til handa forsetan-
um til að láta senda ísraels-
mönnum hergögn án venjulegra
takmarkana í heildarkostnaði.
McCormack, fyrrverandi for-
seti deildarinnar, sagði meðal
annars í þessu sambandi: „Ég
hef aldrei áður á fjörutíu og
tveggja ára starfsferli mínum
hér í deildinni, séð svipað orða-
lag og viðhaft er í þessu þing-
skjali...“ 15. desember í vet-
ur felldi öldungadeildin með
60 atkvæðum gegn 20 lagabreyt
ingu, sem fól í sér ákvæði um
bann við því, að forsetinn sendi
bandarískan her til ísraels, án
samþykkis þingsins (eins og
gildir t. d. um Kambodíu).
SVIPAÐA sögu er að segja
að því er varðar kjarnorkuvopn.
að á því sviði hafa Bandaríkja-
menn haft aðra afstöðu til is-
raelsmanna en annarra. Við
reyndum árum saman að beita
öllum hugsanlegum og tiltæk-
um ráðum í stjórnmálum, efna-
hagsmálum og varnarmálum til
að þrýsta rúmlega hundrað
ríkjum á hnettinum til að tmd
irrita samninginn um bann
gegn útbreiðslu kjarnorku
vopna. en við beittum aldrei
neinni hörku við Israel í þes.su
efni. Því er nú haldið fram, að
Israelsmenn séu búnir að fram-
leiða kjarnorkuskeyti, sem
senda megi frá Phantom-þotum.
Samvinna okkar við israels-
menn og skipti á upplýsingum
er einnig alveg einstæð. Næstu
mánuði áður en sjö daga stríðið
var háð, voru hernaðarupplýs-
ingarnar, sem krafizt var af
sendiráðinu í Kairo, CIA og
upplýsingadeildum allra stofn-
ana hersins, að miklu leyti mið-
aðar við þarfir ísraelsmanna.
Hinn einstæði árangur af loft-
árásum Israelsmanna 5. júní
1967 byggðist að verulegu leyti
á upplýsingum, sem Bandaríkja
menn höfðu aflað um egypzka
flugvelli og staðsetningu flug-
véla. Venja var um þetta leyti,
að Utanríkisráðuneytið afhenti
sendiherra ísraels í Washing-
ton afrit af öllum skýrslum
bandarískra sendiráða í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs,
ef þær höfðu að geyma upplýs-
ingar, sem talið var að ísraels-
menn hefðu áhuga á.
ÍSRAEL hefir einnig sér-
stöðu að því er varðar borgara-
rétt þegnanna bæði í ísrael og
Bandaríkjunum. Samkvæmt lög
um israels um heimkomu Gyð-
inga erlendis frá, fær bandarísk
ur Gyðingur sjálfkrafa borgara-
rétt í israel um leið og hann
kemur til landsins til varan-
legrar búsetu. Af þessu leiðir,
að nú búa í ísrael um 25 þús.
manna, Sem bæði hafa borgara--
rétt í israel og Bandaríkjunum
og eiga því kröfu á vernd ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna ef styrj-
öld skellur á.
í sumar sem leið voru gefnar
út nokkrar tilkynningar frá
Hvíta húsinu, þar sem skuld-
bindingar okkar gagnvart is-
rael eru enn látnar ná til her-
teknu svæðanna, svo og til
áframhaldandi hernaðaryfir-
burða ísraelsmanna á þeim
svæðum og varðveizlu „gyðing-
legra sérkenna“.
SAGAN ein getur veitt full-
nægjandi skýringar á hinum
einstæðu tengslum Bandaríkj-
anna og israelsmanna. Nægja
verður að segja, að þessi tengsl
eru nú orðin svo sérstæð og ná-
in, að velferð Israelsmanna er
ekki einungis talin mikilvæg
okkar eigin velferð, heldur er
okkur miklu viðkvæmara mál
ef henni er að einhverju leyti
stefnt í tvísýnu en vera myndi,
ef í hlut ættu bandamenn okk-
ar í Atlantshafsbandalaginu eða
Suðaustur-Asíubandalaginu. í
anda og sannleika er ísrael orð-
ið að sumu leyti fimmtugasta
og fyrsta fylki samveldisins.
Orðhákur einn í utanríkisráðu-
neytinu komst svo að orði um
þetta:
„Ef tilveru Israelsríkis yrði
ógnað alvarlega, værum við
roknjr í þriðju heimsstyrjöld-
ina innan tveggja mínútna, —
en ef Berlín ætti i hlut, gæti
það tckið allmarga daga.“
Þær uggvænlegu staðreyndir.
sem hér hafa verið raktar. eru
undirrót þess. að ríkisstjórn
Bandaríkjanna hefir tekið að
sér forustu allra bjóða í ;»ð
reyna að koma á friðarsalnning-
um. og Rogers utanríkisráð-
hprra hefir einbeitt sér að því
að fá Suex-skurðinn opnaðan að
nýju, sem fyrsta skrefið á þeirri
braut.
*SB*