Fréttablaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 2
2 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR
INNLENT
VIÐSKIPTI Bréf Arcadia hækkuðu
um 13,23% í kauphöllinni í London
í gær. Væntingar fjárfesta um að
breski auðjöfurinn Philip Green
og Baugur hækki yfirtökutilboð
sitt í Arcadia réðu mestu um þró-
unina. Stjórn Arcadia hafnaði til-
boðinu og segir í tilkynningu frá
henni að boltinn sé hjá Green.
Lokagengi bréfa í Arcadia var 300
pens, en lokagengi í gær var
340,25.
Taveta Investment sem er fyr-
irtæki í eigu Philps Green sendi
frá sér tilkynningu þar sem stað-
fest var að tilboð hefði verið gert
í félagið. Í tilkynningunni segir að
fyrirtækið sé að skoða stöðuna í
samráði við fjárfestingarráðgjafa
sinn Merril Lynch International.
Baugur sem á 20% í félaginu
er aðili að tilboðinu. Aðrir hlut-
hafar vilja fá meira fyrir sinn
snúð. Töluverður viðsnúningur
hefur orðið á rekstri félagsins.
Gengið fór hæst í um 400 pens,
en tilboð Baugs og Tavesta In-
vestment hljóðaði upp á 365 pens
á hlutinn.
HÆRRA TILBOÐ
Fjárfestar í kauphöllinni í
London vænta þess að Baug-
ur og samstarfsaðili þeirra
Philip Green bjóði hærra verð
fyrir bréf Arcadia.
Yfirtökutilboð á Arcadia
Fjárfestar vænta hærra tilboðs
ELDSNEYTI
Forstjóri Skeljungs telur það tímaskekkju
að olíufélögunum skuli gert að greiða 0.80
- 1.10 krónur af hverjum eldsneytislítra til
Flutningsjöfnunarsjóðs þegar eldsneytis-
verð sé frjálst og háð samningum félag-
anna og viðskiptavina.
Forstjóri Skeljungs um-
Flutningsjöfnunarsjóð:
Afhjúpar
tilgangsleysi
SAMKEPPNI Hið harða bensínverð-
stríð sem geisað hefur á milli olíu-
félaganna á Akureyri hefur vakið
upp spurningar um tilgang Flutn-
ingsjöfnunarsjóðs sem var á sín-
um tíma settur á laggirnar til að
tryggja að eldsneytisverð væri
hið sama út um allt land. Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs,
segir sjóðinn vera tímaskekkju.
Hann sé arfur frá þeim tíma þeg-
ar verðsamkeppni var bönnuð
með lögum. Eldsneytisverð hafi
verið gefið frjálst fyrir nokkrum
árum og hann hefði talið eðlilegt
að leggja sjóðinn niður um leið.
Olíufélögunum sé enn gert að
greiða ákveðinn hluta af hverjum
seldum lítra í sjóðinn þó tilgang-
urinn sé flestum hulinn. Olíufé-
lögin séu fullfær um að halda uppi
virkri samkeppni og geti fullvel
jafnað flutningskostnað hvert inn-
an síns kerfis. Hann telur ekki
þurfa verðstríð eins og á Akureyri
til að árétta tilgangsleysi sjóðsins
þó það sé dæmi um virka verð-
samkeppni.
Forvitinn vegfarandi:
Truflaði
meindýra-
eyða
LÖGREGLUMÁL Forvitinn vegfarandi
gat ekki látið hjá líða að trufla tvo
meindýraeyða við störf sín um
miðnætti aðfaranótt laugardags-
ins. Klifraði vegfarandinn upp
annan stigann af tveimur sem
lágu uppi við tré. Voru mennirnir
í óða önn að eyða geitungabúi og
notuðu við það klóriform. Illa
gekk að fá manninn í burtu þrátt
fyrir að honum hafi verið bent á
að hann gæti andað að sér klóri-
forminu. Lét hann sér ekki segjast
og endaði þetta í átökum.
Lögreglan í Reykjavík segir að
geitungarnir hafi hins vegar ekki
látið kræla á sér á meðan. Lætur
nærri að þeir hafi verið steinsof-
andi í geitungabúinu.
LANDBÚNAÐUR „Það þarf ekki að
skera upp núgildandi samning.
Hins vegar er nauðsynlegt að lag-
færa nokkur atriði í samningnum
og umfram allt að tryggja rekstr-
aröryggi mjólkurframleiðslunnar
til lengri tíma. Samningur okkar
við ríkið gildir til 2005 en við telj-
um rétt að framlengja hann til
2010. Við höfum þegar sent land-
búnaðarráðherra formlega ósk
um viðræður og reiknum með við-
brögðum í ávarpi hans í dag,“ seg-
ir Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda.
Aðalfundur kúabænda hefst í
Sælingsdal í dag og má vænta
þess að tekist verði á um búvöru-
samning kúabænda og ríkis.
Í samningnum er kveðið á um
þann stuðning sem bændur fá frá
ríkinu og rennur samningurinn út
árið 2005. Bændur telja rekstrar-
öryggi mjólkurframleiðslunnar
ekki tryggt til nógu langs tíma og
vilja því viðræður við ríkið sem
fyrst.
„Það er þegar farið að bera á
því að bændur dragi að fara út í
fjárfestingar sem binda hendur
þeirra til lengri tíma,“ segir
Snorri Sigurðsson.
Síðdegis í dag verða lögð fram
drög að ályktun sem stjórn Lands-
sambands kúabænda hefur sett
saman vegna þessa.
„Auk samningsmála má vænta
snarpra umræðna um sölumál á
nautakjöti en verð á nautakjöti
hefur verið mjög lágt um langan
tíma. Tap hefur því verið á fram-
leiðslu nautakjöts í meira en eitt
ár. Það er verulegur samdráttur
framundan og staðan er orðin
mjög slæm hjá þeim bændum sem
einbeita sér að framleiðslu á
nautakjöti með hjarðbúskap,“
segir Snorri Sigurðsson.
STÓÍSK RÓ
Þótt kúabændur séu uggandi um framtíð-
ina og vilji ræða við ráðherra um fram-
lengingu gildandi mjólkursamnings, dugir
það trauðla til að raska ró þessara kúa.
Kúabændur uggandi:
Vilja framlengja búvöru-
samninginn til 2010
STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra fór mikinn í
ræðu sinni á Hólahátíð. Guðni
gerði þar ýmis málefni þjóðfé-
lagsins að umræðuefni sínu.
Guðni gagnrýndi þá sem gerðu lít-
ið úr íslenskri þjóð
með því að vísa til
smæðar hennar og
vildu ganga í Evr-
ó p u s a m b a n d i ð .
Guðni sagði engan
geta sagt til um á
þessari stundu
hvort ganga ætti
inn eða ekki. „Ís-
land þarf að eiga
eina sál í málum
sem snúa að
ákvarðanatöku um
f r a m t í ð a r h a g s -
muni landsins í
samskiptum við erlent vald. Ég tel
fyrir bestu að slíðra þessi sverð
og að stjórnmálaflokkarnir,
stjórnmálamennirnir og aðilar
vinnumarkaðarins yrðu ásáttir
um að mynda þverpólitískt sam-
starf um að móta áætlun um stöðu
Íslands og framtíðarmarkmið í al-
þjóðasamfélaginu,“ sagði Guðni.
Hann sagði að þannig hefðu menn
tíma til að móta umræðu, þar sem
enginn þyrfti að efast um að hags-
munir þjóðarinnar sætu í fyrir-
rúmi.
Guðni taldi fleiri hættur stafa
að samfélaginu. Samþjöppun
valds og ójöfnuður ógnuðu þeim
gildum sem hefðu einkennt ís-
lenskt samfélag. Hann taldi mis-
skiptingu vera að aukast og að
hópur manna skammtaði sér óhóf-
leg laun. „Hver segir að forstjórar
í þjónustufyrirtækjum samtímans
eigi að meta sig svo mikils að þeir
hafi forsætisráðherra landsins í
hlutverki hásetans og telji sjálf-
sagt að skammta sér tvö- og þre-
föld laun hans og hiki ekki heldur
við að staðsetja sig í launum langt
fyrir ofan það sem forseti lýð-
veldisins fær?,“ spurði Guðni.
Hann varaði við þeirri þróun að
fjárhagslegt vald færðist á færri
hendur og einyrkinn yrði horn-
reka og brottrækur úr aldingarði
fjársýslumanna.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir auðvelt að
setja fram fullyrðingar um að
misskipting sé að aukast. Þau
gögn sem hann hafi séð bendi ekki
til þess að laun stjórnenda fyrir-
tækja hafi vaxið umfram almenna
launaþróun. Þvert á móti. Hann
bendir á skýrslu Háskólans um
skiptingu tekna sem sýni að hér sé
meiri jöfnuður en víða annars
staðar.
haflidi@frettabladid.is
VARAÐ VIÐ AUÐVALDI
Guðni Ágústsson lýsti áhyggjum sínum af
sjálftöku í samfélaginu og aukinni sam-
þjöppun auðs. Hann vill að sverðin séu
slíðruð í Evrópuumræðunni.
Adingarðar fjársýslumanna
og hlé á Evrópuumræðu
Ræður stjórnmálamanna á Hólahátíð hafa oft verið tilefni umræðu. Ræða Guðna Ágústssonar var
engin undantekning. Hann hvatti til að menn frestuðu umræðu um Evrópusambandið. Guðni
hefur áhyggjur af því að hópur manna í samfélaginu sé sífellt að taka meira til sín af þjóðarkökunni.
Hver segir að
forstjórar í
þjónustufyrir-
tækjum sam-
tímans eigi að
meta sig svo
mikils að þeir
hafi forsætis-
ráðherra
landsins í
hlutverki há-
setans
Svanfríður Jónasdóttir, þing-maður Samfylkingar, hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér til
endurkjörs við komandi Alþingis-
kosningar. Þetta tilkynnti hún
forystumönnum Samfylkingar-
innar í norðausturkjördæmi á
fundi um helgina. Svanfríður hef-
ur verið þingmaður frá 1995,
fyrst fyrir Þjóðvaka en síðar fyr-
ir Samfylkinguna.
Umhverfismat vegna fyrirhug-aðrar kalkþörungaverk-
smiðju í Arnarfirði verður vænt-
anlega tilbúið um mánaðamótin
að sögn Aðalsteins Óskarssonar,
framkvæmdastjóra Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða. bb.is
Bretar selja almennings-
salerni:
Klósettinu
breytt í
lúxusíbúð
BRETLAND Gömul almenningssal-
erni ganga nú kaupum og sölum í
Bretlandi. Breskur byggingaverk-
taki keypti nýlega almenningssal-
erni í suðurhluta London sem
byggt var á fyrri hluta síðustu
aldar. Salerninu hyggst hann
breyta í lúxusíbúð. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem verktakinn
kaupir gömul almenningssalerni.
Skrifstofur hans eru nú staðsettar
þar sem Lundúnabúar gengu áður
örna sinna.
Í The Economist segir að síð-
ustu átta ár hafi almenningssal-
ernum í Bretlandi fækkað um
helming. Viðbúið sé að sú þróun
haldi áfram. Mörgum salernum
verði lokað frekar en að ráðast í
dýrar endurbætur þegar reglur
um jafnt aðgengi fatlaðra taka
gildi 2004.
Þyrla hrapar í Téténíu:
Tugir taldir
hafa farist
MOSKVA, AP Rússneskir fjölmiðlar
greindu í gær frá því að allt að 85
hermenn hefðu látist þegar rúss-
nesk flutningaþyrla hrapaði í
Téténíu í gær. Alls voru 132 um
borð í þyrlunni sem var hönnuð til
að bera 82.
Ekki er að fullu ljóst hvers
vegna þyrlan hrapaði. Í fyrstu var
talið að téténskir skæruliðar
hefðu skotið hana niður. Þeir hafa
skotið nokkrar þyrlur niður að
undanförnu. Rússar höfnuðu því
hins vegar í gærkvöldi að þyrlan
hefði verið skotin niður. Þeir
sögðu að þyrlan hefði hrapað eftir
að eldur kom upp í henni.