Fréttablaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 24
Magnað hvað það er auðvelt aðsnúa upp á nefið á mörlandan- um, teyma hann skælbrosandi á nasa- hárunum, draga hann á asnaeyrum og láta hann dansa við tónlist sem eng- inn annar heyrir. Pappírspésar með plasthjálma breiða út stórar teikning- ar af stíflum og lónum, tala fjálglega um arðsemi og gróða - tala, tala, tala þar til mörlandinn sest, heilsar og veltir sér með dollaramerki í augun- um. Engu máli skiptir þótt sérfróðir hafi reiknað út bullandi tap - tap fyrir land og lýð. Þótt margumtalaðir norskir frændur hafi látið sig hverfa hið snarasta og sjái ekki ljósið. Nei, hitt lagið er miklu skemmtilegra. Hlustum á það. HVORT VILTU missa stofuna, eld- húsið eða svefnherbergið? Helst myndi ég vilja hafa þessi herbergi í friði svo ég geti notað þau þegar ég þarf. Mig munar um hvert og eitt þeirra þótt ég gæti að sjálfsögðu komist af án þeirra og synjað mér um lúxusinn. Eyjabakkar, Kárahnjúkar, Þjórsárver. Úllen dúllen doff. Ef þú ert búin að útiloka eitt ertu búinn með óskirnar þínar. Þú færð ekki fleiri. Kannski var þetta kænskubragð? Lát- um þetta lið eyða orkunni í að bjarga einu svæði. Þá getur það ekki verið með múður, verður að miðla málum. Slóttug og skammsýn tíkargjóla sér um að smala hjörðinni- sjálf pólitíkin. HINN FRAMSÝNI og framsækni flokkur gerir tíu ára langtímaplan. Hverjum dettur í hug að horfa lengra? Andstæðingum skal drekkt í hyl skýrslugerða og nefndaálita. Að lokum hljóta raddirnar að hljaðna. Það þarf að halda þétt um asnaeyrun og spila lagið hátt og snjallt, að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það er líka mikilvægt að veifa pen- ingum framan í þá sem ekki eiga þá til. Það hefur alltaf virkað svo vel. SVO ER UM AÐ GERA að gæta þess að þeir haldi að peningarnir skili sér í byggðalögin- að mörlandinn sjái fyrir sér glaðbeitt ungmenni sem flykkjast syngjandi í álverin líkt og sovésk alþýða í myndum Stalíns á miðri síðustu öld. Það verður að gæta þess að enginn setji hitt lagið á fón- inn. Lagið um fiskinn í sjónum sem greifarnir stálu - þetta leiðinlega lag um kvótann sem hvarf með aðstoð sjónhverfingarráðherra framsækna flokksins. Nei, nú er nýtt kortatímabil að hefjast. Við mætum fyrst og förum síðast - eins og alltaf.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Á asnaeyrum BÓN ÞVOTTUR & Vatnagörðum 16 • Sími: 553 9988 Grensásvegi 11 • Sími: 553 8988 (Bak við Dominos) Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Flotefni • Málning Múrviðgerðarefni Verkfæri og fl. Súðarvogur 14 www.golflagnir.is S: 5641740

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.