Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 1

Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 1
bls. 22 BÓKMENNTIR Hryllilegt net- ævintýri Guðbergs bls. 16 MIÐVIKUDAGUR bls. 22 154. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 21. ágúst 2002 Tónlist 14 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Lifað með krónunni FUNDUR Verslunarráð Íslands kynn- ir úttekt sína á stöðu krónunnar í nánustu framtíð og hvernig ís- lenskt atvinnulíf getur yfirunnið vanda og nýtt kosti þess að búa við lítinn sjálfstæðan gjaldeyri. Skýrslan verður kynnt á morgun- verðarfundi á Radisson SAS Hótel Sögu sem hefst klukkan átta. Hrókar og biskupar SKÁK Skákþing Íslands 2002 heldur áfram í dag. Skáksnillingarnir leika nú aðra umferð sína. Leikið er í Hátíðarsal Íþróttahúss Gróttu á Seltjarnarnesi. Taflið hefst klukkan 17.00. Sex mánaða uppgjörið kynnt UPPGJÖR Landsbankinn kynnir sex mánaða uppgjör sitt í dag. Hinir bankarnir hafa þegar kynnt af- komu sína á fyrri helmingi ársins. Íslandsbanki hagnaðist um 2.050 milljónir fyrir skatta en Búnaðar- bankinn um rúmar 1.500 milljónir. Hagstofan birtir vísitölur VÍSITÖLUR Hagstofan birtir launa- vísitölu júlímánuðar og vísitölu byggingarkostnaðar fyrir septem- ber í dag. AFMÆLI Góð heilsa eilíft þakkarefni PERSÓNAN Ekki hætt í pólitík REYKJAVÍK Suðlæg átt, 3-5 m/s. og skúrir. Hiti 9 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Skúrir 10 Akureyri 3-5 Skýjað 12 Egilsstaðir 5-10 Súld 14 Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 9 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 14,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? 48,7% 61,3% Yfirvöld í Þýskalandi óttast eit-urefnamengun í kjölfar flóð- anna í Evrópu. Þau hyggjast at- huga hvort díoxín hafi borist frá efnaverksmiðju í Tékklandi. bls. 2 Framkvæmdastjóri Umferðar-ráðs er ósammála forgangs- röðun þegar kemur að því að út- hluta fé til vegaframkvæmda. bls. 2 Planet-veldið á líkamsræktar-markaði er í vanda. Það hefur leitað nauðungarsamninga við lánardrottna vegna fjárhags- vanda. bls. 4 Skipstjóri trillu sem strandaðivið Gölt í Súgandafirði var ölvaður þegar hann sigldi trill- unni í strand. bls. 4 Enn er ekki vitað með vissuhver er dánarorsök Hollý og Jessicu sem voru numdar á brott og myrtar. bls. 6 ÍÞRÓTTIR Hvorki kynlíf né fyllerí SÍÐA 14 Magastillandi í golfi SÍÐA 11 BÓKMENNTIR SAMEINING FYRIRTÆKJA Halló-Frjáls fjarskipti og Íslandssími hafa sameinast undir merkjum Ís- landssíma. Þessi sameining er lið- ur í að búa til eitt öflugt fjar- skiptafyrirtæki sem keppir við Landssímann. Columbia Ventures, fyrirtæki Kenneths Petersons eignast við þessi viðskipti 28,7% hlut í Íslandsíma. Hlutafé verður aukið í byrjun um 414 milljónir og verður Columbia Ventures stærsti einstaki hluthafinn. Í yfirlýsingu vegna samrunans segir að samn- ingurinn tryggi fjármögnun til frekari samruna og markaðssókn- ar. Við slíka aukningu myndi hlut- ur Kenneths Petersons aukast enn frekar. Á óvart kemur hversu stóran hlut Halló færi við samein- inguna. Bjarni Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Col- umbia Ventures segir að of djúpt sé í árinni tekið að verið sé að stil- la öðrum fyrirtækjum upp við vegg. „Hins vegar eru tvær leiðir til að byggja upp fyrirtæki af þeir- ri stærð sem við teljum að sé hag- kvæm á þessum markaði. Önnur er öflug markaðssókn. Hin að sam- einast fyrirtækjum í greininni.“ Tal og Lína.net eru fyrirtæki sem lengi hafa verið í umræð- unni um sameiningu á fjar- skiptamarkaði. Líklegt er að Kenneth Peterson sé búinn að undirbúa að eignast þessi fyrir- tæki. Western Wireless sem er eigandi Tals, hefur hrapað í verði á markaði og líklegt að þeir séu tilbúnir að losa hlut sinn í Tali. Markmiðið með stofnun Línu.nets var að skapa mögu- leika fyrir samkeppni á fjar- skiptamarkaði. Ekki er ólíklegt að hún sé til sölu fyrir pólitískt ásættanlegt verð. Ljóst virðist að Kenneth Pet- erson ætlar að standa við yfir- lýsingar sínar um að skapa öfl- ugt fjarskiptafyrirtæki sem get- ur keppt við Landssímann. Bjarni segir að það sé ljóst að ef varanleg samkeppni eigi að vera á þessum markaði verði að vera til fyrirtæki með stærð og fjár- hagslegan styrk til að keppa við Landssímann. Bæði í verði og þjónustu. Slíkt fyrirtæki verði að hafa burði til að geta hagnast á starfsemi sinni. Annað séu skammtímasjónarmið. haflidi@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR „Næsta leiðrétting á mjólkur- verði til bænda verð- ur um næstu áramót. Ég veit ekki hver hún verður en hún þarf ekki að verða jafn- mikil og í nóvember í fyrra. Þá hækkaði verð til bænda um 7%. Við erum að tala um miklu lægri pró- sentu,“ sagði Þórólfur Gíslason, formaður Landssambands kúa- bænda. Hann ræddi leið- réttingu á mjólkur- verði í ræðu sinni á aðalfundi sambands- ins í gær, sagði þó ekkert gefið um það hvernig gengi að ná fram leiðréttingum um næstu áramót. „Það er hins vegar ljóst að kúabændur lenda í miklum erfið- leikum ef mjólkurverð verður ekki leiðrétt í samræmi við kostn- aðarhækkanir. Fjárhagslegt þan- þol flestra kúabænda er mjög tak- markað,“ sagði Þórólfur Gíslason. Hann sagði að ekki lægi fyrir samræmt uppgjör mjólkuriðnað- arins fyrir síðasta ár en líklegt mætti telja að afkoman hefði versnað frá fyrri árum, jafnvel svo næmi hundruðum milljóna króna. „Þó hækkunin verði minni nú en í fyrra þarf hún í meiri mæli að fara út í verðlagið. Það er ólíklegt að mjólkuriðnaðurinn geti tekið á sig verðhækkanir,“ sagði Þórólfur Sveinsson.  Hækkun mjólkurverðs til bænda um áramót: Fer beint út í verðlagið ÆFT FYRIR LANDSLEIK Landsliðsmennirnir voru einbeittir á æfingu í gær. Íslenska landsliðið mætir landsliði Andorra á Laugardals- velli kl. 19.30 í kvöld. Þetta er þriðji leikur þjóðanna. Ísland hefur unnið báða leikina sem þegar hafa verið leiknir. Umfjöllun á blaðsíðu 10. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Fyrsta skref í átt að frekari sameiningu Kenneth Peterson hefur stigið fyrstu skrefin í átt að víðtækari sameiningu á fjarskiptamarkaði. Peterson verður þannig stærsti einstaki hluthafinn í sameinuðu fyrirtæki. ÞETTA HELST VERÐA AÐ SKILA MEIRU Kúabændur mega illa við því að fá ekki hærra afurðaverð. Nú verður hækkunin öll að koma frá neytendum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.