Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 9
Starfsmenn Ísafjarðarbæjar,sem nú vinna að því að koma
fyrir niðurfallsrörum milli
Hamraborgar og Neistahússins,
fundu viðarbita sem talið er að
séu leifar af gömlu bæjarbryggj-
unni sem rifin var fyrir nokkrum
áratugum. Ósennilegt er að um sé
að ræða fornminjar sem þurfi að
friða. bb.is
Meðal dagskrárliða á Fjórð-ungsþingi Vestfirðinga, sem
haldið verður í Bolungarvík dag-
ana 30. og 31. ágúst, er umræða
um byggðaáætlun fyrir Vestfirði.
Áætlun þessi var unnin í vetur,
eftir að gleymdist að minnast á
Vestfirði í byggðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar. bb.is
Byrjað er að prufukeyra nýjaskolphreinsistöð fyrir Hvera-
gerðisbæ, sem staðsett er í landi
Vorsabæjar við vesturbakka
Varmár. Samhliða byggingunni
hafa verið gerðar endurbætur á
holræsakerfi bæjarins fyrir um
100 milljónir króna. Dagskráin.
Nokkrir íbúar á Selfossi hafakvartað vegna hrossaskíts á
göngustígnum yfir Ölfusárbrú.
Ástandið mun aldrei hafa verið
verra en í sumar og samkvæmt
þessum íbúum skíta hrossin nær
undantekningarlaust á stíginn
„enda oftast dauðhrædd með
stórfljótið undir sér.“ Dagskráin.
9MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 2002
INNLENT
MENGUN Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja telur ekki ástæðu til að að-
hafast neitt vegna leyfislausrar
losunar Svínabúsins á Vatnsleysu-
strönd á úrgangi í sjó. Þar er litið
svo á að um rekstrarörðugleika
hafi verið að ræða við uppsetn-
ingu á hreinsibúnaði. Sá búnaður
sé kominn upp og í fulla vinnslu.
Því verði úrgangur ekki framar
losaður í sjó.
„Það var snigill í þeim búnaði
sem var verið að setja upp sem
var of lítill. Hann réði ekki við það
sem verið var að gera. Það varð til
þess að búnaðurinn virkaði ekki
og þeir þurftu að hleypa þessu út í
sjóinn,“ sagði Bergur Sigurðsson
hjá Heilbrigðiseftirliti Suður-
nesja í gær eftir að hafa farið í
eftirlitsferð í svínabúið. Bergur
segir að búnaðurinn virki núna.
Hann hafi verið hannaður í sam-
ráði við Heilbrigðiseftirlitið og
rekstraröryggi hans sé töluvert
nú þegar menn hafi gengið frá
búnaðinum og séu komnir yfir
byrjunarörðugleika.
Losun úrgangs í sjó:
Ekki ástæða
til að aðhafast
SVÍNABÚIÐ Á VATNSLEYSUSTRÖND
Hreinsistöðin er hvíta húsið efst í húsaþyrpingunni. Hún á að tryggja að óunnin úrgangur
verði ekki framar losaður í sjó.
UMHVERFISMÁL Stjórn Fuglavernd-
arfélags Íslands harmar mjög úr-
skurð Skipulagsstofnunar um stífl-
un Þjórsár við Norðlingaöldu.
Auk þess telur stjórnin margt í
matsskýrslu Landsvirkjunar, sem
úrskurðurinn byggir á, vera
grundvallað á röngum forsendum.
Norðlingaöldulón myndi ná að
hjarta friðlandsins í Þjórsárver-
um, breyta mjög ásýnd landsins,
sökkva gróðurlendum og spilla bú-
svæðum fugla langt út fyrir bakka
lónsins. Gera megi ráð fyrir að bú-
svæðum um 15 þúsund heiðagæsa-
varppara verði raskað og allt að 5
þúsund hreiðrum yrði sökkt. Sér-
staklega átelur stjórnin þau vinnu-
brögð, að fjalla ekki um íslenska
heiðagæsastofninn í heild sinni í
mati og úrskurði, en áætlað er að
saxa á kjörlendi hans með fram-
kvæmdum víða um land, svo sem
við Kárahnjúka, í Arnardal við
Jökulsá á Fjöllum og í Þjórsárver-
um. Við gerð Norðlingaöldulóns
mundu tapast mikilvæg beitar-
svæði heiðagæsanna, alls 7,2 km2.
Í ályktun Fuglaverndarfélags
Íslands segir að Þjórsárver séu
mikilvægasta varpsvæði heiða-
gæsa í heiminum og alþjóðlegar
skuldbindingar því umtalsverð-
ar.
Þjórsárver:
Mikilvægasta varp-
svæði heiðagæsa
HEIÐAGÆSAHJÓN MEÐ UNGA
Fuglaverndarfélag Íslands telur að við gerð Norðlingaöldulóns mundu tapast mikilvæg
beitarsvæði heiðagæsanna, alls 7,2 km2
FERÐAÞJÓNUSTA Sundlaugar Reykja-
víkur njóta mestrar hylli erlendra
ferðamanna sem eru almennt
mjög ánægðir með borgina sem
áfangastað. Þetta kemur fram í ár-
legri viðhorfskönnun Ferðamála-
ráðs Íslands sem gerð var meðal
útlendra ferðamanna sem voru að
fara úr landi frá Leifsstöð á tíma-
bilinu september 2001 - maí 2002.
Fjöldi svarenda var 2408 og sá
Gallup um úrvinnslu gagna. 79%
aðspurðra sögðu upplifun sína af
Reykjavík hafa verið góða en að-
eins 4% sögðu borgina í heild
„slæma“. Bandaríkjamenn, Aust-
urríkismenn, Svisslendingar og
Finnar voru ánægðastir en Bretar,
Írar og Norðmenn fylgdu í kjölfar-
ið. Borgin fékk að jafnaði einkunn-
ina 4,0 á skalanum 1- 5.
Sundlaugar borgarinnar fengu
hæstu einkunn allra einstakra
þátta en í heild voru 78% ferða-
manna ánægðir með laugarnar og
af þeim reyndust 47,2% mjög
ánægðir. 72% aðspurðra kváðust
einnig ánægðir með framboð og
gæði ferðaupplýsingaefnis í
Reykjavík.
Fjörugt næturlíf Reykjavíkur
hefur verið mikið í sviðsljósi er-
lendra fjölmiðla og er orðið mikil-
vægur þáttur fyrir ímynd borgar-
innar. Samkvæmt könnuninni telja
61% að næturlíf í Reykjavík sé
gott og 64% að veitingastaðir séu
góðir. Á kvarðanum 1 - 5 fengu
veitingastaðir einkunnina 3,8 en
næturlífið 3,7.
Verslun og söfn í Reykjavík
hlutu lægstu einkunn af þeim þátt-
um sem spurt var um og munaði
þar mestu um það háa hlutfall sem
þótti þessir þættir í meðallagi.
Þannig kváðust 47% telja söfn í
Reykjavík góð en 39% í meðallagi.
45% töldu verslun í Reykjavík
góða, 39% gáfu meðaleinkunn og
16% taldi hana slæma. Könnunin
tók ekki til mögulegra skýringa á
afstöðu ferðamanna en líklegt þyk-
ir að þættir eins og opnunartímar
og verðlag spili inn í afstöðu til
verslunar og framboð og fjöl-
breytni safna og sýningarefnis inn
í afstöðu til þess þáttar. Ljóst er að
langvarandi lokun Þjóðminjasafns
Íslands hefur jafnframt sitt að
segja í þessu sambandi.
Útlendingar ánægðir
með Reykjavík
Viðhorf ferðamanna til Reykjavíkur er almennt mjög gott. Aðeins 4% telja borgina slæma. Sund-
laugarnar vega þyngst en 78% útlendra ferðamanna eru ánægðir með þær. Veitingastaðir þykja
einnig góðir og hið margrómaða næturlíf stendur undir væntingum.
SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR
Sundlaugar höfuðborgarinnar falla erlendum ferðamönnum vel í geð og þeir taka þær fram yfir söfn, veitingastaði og næturlífið.
Reykjavík:
25 bílar í
árekstri
LÖGREGLUMÁL 25 bíla árekstrar
urðu í umferðinni í Reykjavík til
klukkan fjögur í gærdag. Í einu til-
fella rákust sex bílar saman á mót-
um Miklubrautar og Skeiðarvogs.
Engin alvarleg meiðsli urðu. Þá
varð þriggja bíla árekstur á mót-
um Lönguhlíðar og Miklubrautar.
Á sama tíma var ekið aftan á mót-
orhjól á Sæbraut. Ökumaður þess
kvartaði yfir eymslum í kviði og
var hann fluttur á slysadeild.
Í gærmorgun var harður
árekstur á Suðurlandsbraut. Öku-
maður annarar bifreiðarinnar
hlaut mikið höfuðhögg og var flutt-
ur á slysadeild.
Norrænusiglingar
til Ameríku:
Opna ýmsa
möguleika
í ferða-
þjónustu
SAMGÖNGUR Vestnorræna ráðið,
sem er skipað þingmönnum frá Ís-
landi, Færeyjum og Grænlandi,
samþykki á fundi sínum á Stykk-
ishólmi um síðustu helgi að láta
fara fram athugun á hagkvæmni
ferjusiglinga milli Íslands og Am-
eríku með viðkomu á Grænlandi.
Það er Færeyingurinn Thomas
Arabo sem á hugmyndina að sigl-
ingunum en hann er einmitt hug-
myndafræðingurinn að baki sigl-
ingum Norrænu. Hjálmar Árna-
son, alþingismaður, segir Arabo
hafa verið talinn létt-geggjaðan
þegar hann kom fram með hug-
myndina að Norrænu. Ferjan hafi
svo heldur betur sannað sig og því
sé mikill áhugi fyrir því að kanna
hvort endurtaka megi leikinn á
annarri leið.
Hjálmar segir ferjuna geta haft
mikið að segja fyrir Grænlendinga
sem búa við mikla einangrun og
einokun í flugi. Þá telur hann ferju
af þessu tagi geta stóraukið
straum Bandaríkjamanna til Ís-
lands. Þeir leiti nú öruggari við-
komustaða eftir atburðina 11. sept-
ember og gætu komið hingað, með
bíla sína, og haldið svo áfram með
Norrænu til meginlands Evrópu.