Fréttablaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 11
HM Í SUNDBOLTA Heimsmeistaramótið í sundbolta fer fram í Belgrad höfuðborg Júgóslavíu þessa dag- ana. Meðal þeirra sem þar leika eru Króat- ar (með hvítar hettur) og Ítalir. 11MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 2002 ÓLYMPÍULEIKAR Nígerísk stjórnvöld hyggjast sækja um að fá að halda ólympíuleikana árið 2012 þrátt fyrir mikla almenna fátækt og takmarkaða uppbyggingu í stoð- kerfum þjóðfélagsins. „Við höfum tíu ár til að búa okkur undir það að halda ólympíuleikana árið 2012,“ sagði Stephen Akiga, íþróttamála- ráðherra landsins, í samtali við BBC í gær. Hann segir að það myndi marka upphafið að nýjum kafla í íþróttasögu Afríku ef Ní- gería fær að halda ólympíuleik- ana. Margir efast um að Nígería ráði við að halda jafn stóran íþróttaviðburð og ólympíuleik- ana. Nígeríumenn búa sig nú und- ir það að halda Afríkuleikana á næsta ári. Undirbúningur fyrir þá hefur gengið treglega. Akiga viðurkenndi að undirbúningurinn hefði ekki gengið jafn vel og menn hefðu vonast til. „Ég er ekki ánægður með undirbúning- inn.“ Í tengslum við Afríkuleik- ana er verið að byggja 60.000 manna leikvang í Abuja.  ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.05 Stöð 2 Íþróttir um allan heim 17.00 Íþróttahús Gróttu Skákþing Íslands, 2. umferð. Meðalstigafjöldi keppenda er 2371 stig. Mótið stendur fram undir lok mánaðarins. Með sjö sigrum í umferðunum ellefu geta þátttakendur unnið sér inn áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.30 Laugardalsvöllur Ísland - Andorra. Vináttulands- leikur. Leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska lands- liðsins fyrir undankeppni Evr- ópumótsins 2004. Leikurinn verður sýndur beint í Ríkissjón- varpinu. Ekki bilbugur á Nígeríumönnum þó undirbúningur Afríkuleika gangi treglega: Vilja halda ólympíuleikana 2012 FÁTÆKT DREGUR ÚR LÍKUM NÍGERÍUMANNA Nokkrar milljónir þeirra sem búa í Lagos, stærstu borg Nígeríu, þurfa að safna úr- gangi á öskuhaugum til að hafa í sig og á.AP /M YN D GOLF „Menn eins og ég eiga ekki að taka þátt í stórmótum sem þess- um,“ sagði Rich Beem, sigurveg- ari PGA-mótsins í golfi, í upphafi lokadags mótsins. Þá var hann nokkrum höggum á eftir Justin Leonard, með Tiger Woods nart- andi í hæla sér og þúsund áhorf- enda öskrandi yfir velgegninni. Hann stóðst samt álagið og fór með sigur af hólmi. Beem þessi á að baki ansi villt líferni. Hann geymir magastill- andi mixtúru í golfpoka sínum og gamalt sölumannsskírteini í vesk- inu. Mixtúruna notar hann til að komast af á golfmótum. Skírteinið til að minna sig á gamla tíma þeg- ar hann seldi farsíma og útvarps- tæki. Beem byrjaði ungur að slá með kylfunni. Faðir hans var mikill golfáhugamaður og fluttist oft með fjölskyldu sína til að koma á fót golfklúbbum í banda- rískum herstöðvum víðsvegar um heim. Flestir bjuggust því við að sonurinn myndi verða at- vinnumaður í íþróttinni enda æfði hann stíft. Beem var afar drykkfelldur unglingur. Hann lagði golfkylfuna frá sér á þrítugsaldri, þreyttur á misgóðum árangri á litlum golf- mótum. Ákvað að elta kærustu sína til Seattle og sá fyrir sér sem sölumaður. En eitthvað dró hann aftur í íþróttina. Til að byrja með sló hann kúlur af svölunum heima hjá sér í nálægar byggingar. Á páskadag árið 1996 fylgdist hann með Paul Stankowski, gömlum fé- laga, vinna Bell South Classic mótið í sjónvarpinu. Það varð til þess að hann ákvað að reyna aftur fyrir sér á vellinum. Eftir tvær tilraunir tókst honum loks að tryggja sér aðgang að PGA-mót- inu. Drykkjan var þó enn til stað- ar og sótti hann næturklúbbana af fullum krafti ásamt fyrrverandi kylfusveini sínum. Slíkt var sukk- ið að þeirra var getið í bókinni „Bud, Sweat and Tears.“ Eftir sigur á fyrsta mótinu, Kemper-mótinu árið 1999, breytt- ist Beem. Hann hætti svallinu, gifti sig og áttaði sig loks á því hvað golfíþróttin skipti hann miklu máli. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Sigur á einu stærsta golfmóti heims. Rétt áður en Beem yfirgaf blaðamannfund að móti loknu, með verðlaunin í fararteskinu, var hann spurður hvort hann myndi fleygja sölumannsskírtein- inu. Hann svaraði að bragði. „Ekki möguleiki. Ég ætla að eiga það eins lengi og ég lifi til að minna mig á að lífið getur alltaf leikið mann grátt.“ kristjan@frettabladid.is Með magastillandi mixtúru á vellinum Rich Beem kom öllum að óvörum þegar hann sigraði PGA-mótið í golfi. Hann varð einu höggi á undan besta kylfingi heims, Tiger Woods. Beem á margt misjafnt að baki. FÖGNUÐUR Rich Beem fagnar með konu sinni Söru eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA-mótinu í golfi á sunnudaginn var. Harry Redknapp, knattspyrnu-stjóri Portsmouth, reynir nú að fá tvo leikreynda leikmenn til liðs við félagið til að styrkja það í baráttunni um úr- valsdeildarsæti. Það eru þeir Gi- anluca Festa, varnarmaður Middlesbrough, og Tim Sherwood miðherji Totten- ham. Báðir eru þeir 33 ára. Red- knapp bindur vonir við að fá Festa á frjálsri sölu. Það getur reynst erfiðara að ná í Sherwood. Krefjist Tottenham greiðslu fyrir hann hefur Portsmouth ekki efni á að greiða honum laun og vilji Sherwood halda launum sínum hefur liðið ekki efni á að greiða Tottenham fyrir hann. Taugastríðið í úrvalsdeildinnier þegar hafið. Alex Ferguson er nú sagður reyna að fá úrúg- væska landsliðs- manninn Fabian Carini að láni frá Juventus. Með því vill hann tryg- gja sig verði Fabien Barthes lengi frá vegna meiðsla. Arsenal hefur litið Carini hýru auga án þess að hafa náð að semja við leikmanninn og má því velta vöngum yfir því hvort Ferguson sé ekki í og með að stríða Arsene Wenger. Þrátt fyrir dapurt gengi á tenn-isvellinum undanfarið segist Pete Sampras ekki hafa nokkurn hug á því að legg- ja skóna og tennis- spaðann á hilluna. Hann segir þó lík- legt að hann hugsi málin að loknum keppnistímabilinu á næsta ári. Þá sé rétt að meta stöð- una og ákveða framtíðina. Hann stefni þó að því að vinna eitt stórmót í viðbót áður en hann hættir og telur sig geta unnið opna bandaríska meistara- mótið í næstu viku. FÓTBOLTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.