Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 3
I dag eru fimmtíu ár liðin afSan Rafveitan við Elliðaár var opnuð tíl almennra nota af Hans hátign Kristjáni konungi og drottn ingu hans. Þaffan fengu Reykvík- ingar rafmagn sitt í fyrstu. Á þessari hálfu öld hefur Reykvík- Tngnm fjölgaB og borgin stækkað, og alltaf þurft meira og meira rafmagn. — Nýjar rafstöSvar og ▼irkjanir hafa risið, og nú er svo komið, að gamla rafstöðin við ElMðaár, eíns og hún er kölluð, framleiðir aðeins Iftíð brot af raf- orku ReykvMnga og er ekki not- uð, nema í mesta álaginu að vetr- mm Forsaga Sá, sem fyrstur talaði fyrir virkjun fossanna í Elliðaánum, vaar Frímann B. Amgrímsson. Hann boðaði Reykvíkingum erindi rafmagnsins af fjölum Breiðfjörðs leikhússins árið 1894. Hann sendi virkjunartilbið, en það glataðist og var aldrei svarað. Árið eftir gerði Frímann aðra tilraun til að fitja upp á virkjun Elliðaánna, að þessu sinni með þretnur erlendum tilboðum. En það för eins og í fyrra skiptið, daufheyrzt var við erindi hans. Tveimur árum síðar var ákveð- ið að kanna, hve margir Reykvík ingar vildu kaupa rafmagn til ljósa. Um 300 húseigendur óskuðu þess, en ekki leiddi þessi könn un til neinna framkvæmda. Á síðasta ári 19. aldarinnar var kveikt á fyrstu rafljósunum í Reykjavík. Þau voru í skrifstof um ísafoldar. Eyjólfi Þorkels- syni, úrsmið hafði hugkvæmzt að láta steinolíuknúna hraðpressu, sem prentaði blaðið, knýja raf- ala til ljósanna. Árið eftir gerð- ist Eyjólfur milligöngumaður um tilboð frá þýzku félagi um raf- magnsöflun fyrir bæinn. Þá var skipuð þriggja manna nefnd í málið, en ekki varð heldur úr framkvæmdum í það sinnið. Næsti þáttur er svo, að upgur maður, Halldór Guðmundsson, lýkur prófi í rafmagnsverkfræði í Berlín. Hann kom svo heim og setti upp rafstöð í Hafnarfjarðar læk. Árið 1905 veitti bæjarstjóm Rvíkur Halldóri styrk til að kynna sér raflýsinigu í Noregi. Skýrsia hans varð til að auka mjög .áþuga bæjarbúa og 1906 settí timbur verksmiðjan Völundur upp raf- stöð með gufuvél. Þá var Halldór Guðmundsson fyrstur manna til að benda á virkjun Sogsfossa. Eftir þetta fóru ýmsir bæjar- búar að koma sér upp húsahreyfl um til vinnslu Ijósarafmagns. Vorið 1914 kaus bæjarstjóm fasta rafmaignsnefnd og hófust þá vikulegar athuganir á vatnsmagni Elliðaánna. Á næstu árum var allmikið deilt í bæjarstjórninni um virkjunarframkvæmdir og tafði það nokkuð fyrir fram- kvæmdum. Það var ekki fyrr en í desember 1918, að samþykkt var að byggja rafstöð fyrir Reykja vík við Elliðaár og aS taka tveggja milljón króna lán til fram kvæmdanna. Ári seinna samþykkti bæjarstjóm, að gerð skyldi 1000 ha. stöð við Ártún og var Stein- grimur Jónsson, rafmaignsverk- fræðingur ráðinn til að hafa eftir lit með verkinu, meðan á bygg- ingu stæði. Upphaf og þróun Það var svo 27. júní 1921, að Rafveitan \við Elliðaár var vígð. Skömmu áður hafði Steingrímur Jónsson verið ráðinn rafmagns- stjóri. Heildarkostnaður við fram kvæmdina, byggingu stöðvarinnar Og bæjarkerfið er tilgreindur í efnahagsreikningi 3.229.000.00. Strax árið eftir hófust nýjar framkvæmdir við Elliðaárstöðina með hækkun inntaksstíflu. Upp- sett vélaafl jókst þá úr 1032 Kw i 1720 Kw og var það til 1933, er það komst upp í 3160 Kw. Á árunum 1925 til 1933 jókst orku- vinnsla stöðvarinnar lítið, en veitukerfið óx þó stöðugt og frá stofnun Rafveitunnar til ársins 1933 fjölgaði íbúutn Reykjavíkur úr 18 þús. í 32 þús. Ljóst var, að ráðast varð í nýj ar virkjunarframkvæmdir og árið 1921 voru samþýkkt lög um að ríkisstjórnin léti rannsaka skil- yrði til Sogsvirkjunar. Árið 1928 yar ákveðið að láta gera endanleg ar virkjunaráætlánir við Efra-Sog og festa kaup á vatnsréttindum þar. Var' þar með lokið fyrirætlun um um nýja virkjun við Elliðaár. 1933 fékk Reykjavíkurbær sér- leyfi til virkjunar í Sogi, en þá voru erfiðleikar á lántöku. Jón Þorláksson, borgarstjóri taldi, að áætlun um Sogsvirkjun eftir hann sjálfan, yrði ekki tekin gild hjá lánastofnunum og því voru fengn ir norskir ráðunautar. Þeir gerðu tillögu um að hefjast handa við Ljósafoss. Þegar Ljósafossvirkjun tók til starfa árið 1937, voru ReykvMng ar orðnir 36 þúsund. Á fyrstu styrjaldarárunum fjölgaði fólki mikið í Reykjavík og rafmagns- skortur fór að gera vart við sig. Var þá leitað eftir tilboði í þriðju vélasamstæðuna í Ljósafossvirkj unina og kom hún til landsins frá Bandaríkjunum árið 1943 og var afl hennar 5800 KW. Sama ár var Rafmagnsveitu Reykjavikur falið að finna leiðir til öflunar á aukinni raforku til frambúðar handa bænum, sem stöðugt óx. Ekki þótti nægjanlegt að auka við Ljósafossstöðina og þurfti laga breytingu til að virkja mætti Sog- ið að fullu. Þá var reist varastöð við Elliðaár, sem tók til starfa 1948. Var hún auk þess topp- stöð og sá Ilitaveitunni fyrir aukavatni og viðbótarhitun. í framhaldi af þeim áætlunum, sem hófust 1944, var undirbúin áætlun um virkjun írafoss í Sogi og skyldi fullvirkjað afl verða 46. 500 KW. Tilboða var leitað og reyndist lægsta tilboð vera frá dönsku og sænsku fyrirtæki . . . gengið var frá samningum 1950 og hófust þá framkvæmdir, sem lauk árið 1953. Meðan á byggingu frafossstöðv ar stóð, varð rafmagnsskontur í Reykjavík, veturinn 1952—53. Auk þess var áburðarverksmiðjan í smíðum og var orkuþörf hennar nær helmingur af væntanlegri orku írafossvirkjunar. Var því hafizt handa um athugun á hag nýtingu fallhæðarinnar milli Þing vallavatns og Úlfljótsvatns. Sú stöð var síðan vígð 1960 og nefnd Steingrímsstöð. 1964 var þriðju vélasamstæðunni bætt í írafoss- stöðina og var þá virkjun írafoss lokið. Með þessum framkvæmdum er samanlagt virkjað afl í Sogi 89.000 kw. Við Elliðaár er í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur vatns aflsstöðin með 3160 Kw. og nú í eigu Landsvirkjunar varastöðin, sem komin er upp í 19.000 Kw, eftir að hún hefur verið stækkuð tvisvar á árunum 1959 til 1966. Stór þáttur í starfi Rafmagns veitu Reykjavíkur hefur frá upp hafi verið uppsetning og rekstur götuljósakerfisins og kröfur hafa farið ört vaxandi. Mikil tæknileg þróun hefur átt sér stað í gerð þess Ijósabúnaðar. Ein stórfelld- asta breytingin er notkun kvika- silfurspera í stað glópera. Nú munu um 10 þúsund ljósgjafar lýsa götur á orkuveitusvæðinu. Framtíðarhorfur Nú, þegar Rafmagnsveitan er orðin 50 ára, er rétt að geta þýð ingarmestu verkefna, sem unnið er að, og skyggnast örlítið fram í tímann. Höfuðhlutverkið er að dreifa orku til notenda og vinna að stöðugum endurbótum á þjón- ustunni. Gera má ráð fyrir, að Rafmagnsveitan muni á næstu ár- um taka við mannvirkjum Lands virkjunar við Elliðaár og er sú breyting raunar þegar hafin. í kjölfar Aðalskipulags Reykja víkur var gerð heildarskipulag á kerfi Rafveitunnar fyrir 15 ár og nær það í stórum dráttum allt fram til ársins 2000. Gert er ráð fyrir, að íbúar á orkuveitusvæðinu verði í árslok 1983 orðnir 133.500, en nú hefur fólksfjölgun dregizt nokkuð saman, síðan þetta skipu lag var gert o.s kunna því tölur og áætlanir að breytast. Þó mikið sé unnið að nýskipan veitukerfisins, hefur Rafmagns- veitan ýmis önnur járn í eldin 15 um. Þar má nefna mjög víðtæka hagræðingarstarfsemi og hefur þegar verið unnið mikið starf í sambandi við hagræðingu birgða vörzlu, mælaálestrar, ræstingar- vinnu, framkvæmda í vinnuflokk um, svo og nýtt gagnkerfi fyrir viðskiptaskrifstofuna. Auk þess hafa hagræðingarmenn aðstoðað arkitekt við skipulagningu nýbygg inga. Þá er Bækistöð Rafmagnsveit- unnar loks í byggingu, en fram að þessu hefur starfsemin farið fram í leiguhúsnæði að mestu. öll starfsemi verður nú sameinuð í eigin byiggingu við Ármúla og var hornsteinn þeirrar byggingar lagð ur nú á föstudaginn. Byggingu verkstæðis- og birgðahúss mun ljúka á næsta vori og skrifstofu húss 1974—75. Grundvallarendurskoðun gjald- skrár er í framkvæmd og er mið að við að gera hana eins rétt- láta og einfalda í notkun og unnt er. Stefnt er að því að ný gjald skrá geti tekið igildi nú í árslok. Af verkefnum næstu ára má nefna endurskoðun á reglugerð Rafmagnsveitunnar, og bókhaldi. Þá er stjómmiðstöð fyrir veitu kerfið brýnt verkefni, sem þegar er í undirbúningi. Yfirstjóm Rafmagnsveitu Reykja víkur er í höndum borgarstjórnar, en framkvæmdastjórn er falin borgarráði, ásamt borgarstjóra. Rafmagnsstjórar hafa verið þrír frá upphafi. Þeir Steingrímur Jónsson frá 1921 — 9161, Jakob Guðjohnsen frá 1961 — 1968 og núverandi rafmagnsstjóri ASal- steinn Guðjohnsen frá 1. janúar 1969. S. B. Noröurlanda- mót Farfugla á Akureyri SB—Reykjavík, fimmtudag. Norðurlandamót Farfugla verð- ur haldið á Akureyri dagana 28. júní til 2. júlf n.k. Farfuglahreyf- ingin á íslandi hefur starfað ó- slitið frá 1939 og rekur nú 6 gisti- heimili. Félagsskírteini farfugla gilda í öllum þeim mörgu löndum, sem hreyfingin starfar í. Formaður Bandalags ísl. farfugla er Samúel Valberg. Markmið farfuglahreyfingarinn- ar er að stuðla að ferðalögum fyr- ir ungt fólk og kynna því náttúru lands síns, dýralíf og gróður. Enn- fremur að auka kynni milli þjóða, með því að skiptast á hópum og einstaklingum. Farfuglahreyfingin rekur gistiheimili í öllum þeim löndum, sem hún starfar í og þar fá félagar ódýra gistingu og aðra fyrirgreiðslu. Bandalag ísl. farfugla rekur 6 gistiheimili. í Reykjavík. á Akur- eyri, ísafirði. Siglufirði, Fljótshlíð og Heiðarból við Lækjarbotna. Sl. ár voru gistinætur á þessum heim- ilum um 5000. Farfugladeildin í Reykjavík sér um ferðalög um helgar og sumarleyfisferðir um byggðir og óbyggðir landsins á sumrin og heldur uppi tómstundv og skemmtikvöldum um veturinn. Einnig hofur B.t.F annast fyrir- greiðslu skólahópa til útlanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.