Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 7
JfcUGARDAGUR 3. júlí 1971 TÍMINN mssmsmsm Á myndinni sjást sorgbitnir Moskvubúar hlusta á fréttir um dauða sovéz ku geimfaranna þriggja frá ferðaútvarpi i strætisvagni einum í borginni. í gær, föstudag, fór útför geimfaranna fram með mikitii viðhöfn á Rauða torginu í Moskvu. DANIROGBRET AR RÆÐA Al- ILD AÐ EBE NTB—London, föstudag. Danski utam-íkisráðherrann, Poul Hartling, átti í dag viðræð- ur uni stækkun Efnahagsbanda- lags Evrópu við Geoffrey Rippon, aðalsamningamann Breta í Lux- emborgarviðræðunum. Eitt þeirra mála, sem rædd voru á þessum 45 mín. lauga 'fundi ráðherranna, eru þær breytingar, á stefnu EBE í sjávarútvegsmál- um, er nú standa fyrir dyruin. Rippon mun an.a. ræða sjávarút vegsmál á fundi með ráðherrum Efnahagsbandalagsins i Briissel þann 12. júlí n.k. Efnahagsbanda- lagsríkin sex hafa þegar gefið í skyn, að þau muni breyta sameig inlegri fiskveiðistefnu sinni, en skv. henni er skipum frá aðildar- ríkjunum heimil veiði innan fisk- veiðimarka annarra aðildarríkja. VIRÐULEG UTFÖR SOVÉZKU GEIMFARANNA Æðstu ráðamenn Sovétríkjanna viðstaddir útförina sem fram fór á Rauða torginu í Moskvu í gær. NTB-Moskvu, föstudag. Sovézku geimfararnir þrír, Georgi Dobrovolskí, Vladislav Val kof og Viktor Patsaéf, scm létust á svo sviplegan liátt eftir að hafa verið lengur úti í gcimnum en nokkrir aðrir geimfarar, voru í dag lagðir til hinztu hvílu undir múrum Kremlar. Kerunum með ösku geimfaranna þriggja var kom ið þar fyrir, en áður hafði útförin farið fram á Rauða torgiliu fyrir framan grafhýsi Lenins. Viðsladd- ir útförina voru Breshnev, aðalrit- ari kommúnistaflokksins, Kosygin forsætisráðherra, og Podgorny for seti, ásamt öðrum háttsettum ráða mönnum í Sovétríkjunum. Þá und irrituðu þeir minningarorð um geinifarana, sem birtust í dag, og segir í niðurlagi þeirra, „að minn- ingin um þessa ágætu syni sov ézku þjóðarinnar muni æ lifa í hjörtum allra þeirra, er þá þekktu.“ Útför geimfaranna Líkfylgdin kont inn á Rauöa torgið um klukkan ellefu að ís- lenzkum tíma. Fyrir henni fóru foringjar úr flughernum og siarfs menn sovézku geimvísindastofnun arinnar. Næstir gengu nokkrir her foringjar og héldu þeir á mynd- um af geimförunum og þeim heið ursmerkjum, er þeir hafa hlotið. Kerunum með ösku geimfar- anna hafði verið komið fyrir á fallbyssuvögnum, sem brynvarðar bifreiðir drógu. Á eftir vögnunum gengu ekkjur geimfaranna og fjölskyldur þeirra, og þvi næst æðstu ráðamenn Sovétríkjanna. Kerin voru síðan sett á þrjá stalla íyrir framan grafhýsi Len- ins, en að minningarathöfninni sjálfri lokinni, var ösku geimfar anna komið fyrir undir múrum Kremlar. Minningarorð um geimfsrana Breshnev, Kosygin, Podgorny, „aðrir leiðtogar Kommúnistaflpkks SOVétríkjanna bg sövétstjórna’rinn ar, ráðherrar, forustumenn í stjórn- og félagsmálum, sovézkir geimfarar, rituðu undir minningar orð sem í dag voru birt um áhöfn vísindastöðvarinriar Saljút. Á það er lögð áherzla, að há- þroskuð skyldutilfinning, iðju- semi, dirfska og hugvit, hafi gert Georgí Doþrovolskí, hetju Sovét- ríkjanna, að yfirmanni fyrstu mönnuðu geimrannsóknastöðvar- innar á braut. Þá segir og, að undir hans forystu hafi verið gerð ar um borð í Saljút margar til- raunir á sviði vísinda og tækni, sem hafa mikla þýðingu fyrir þró un geimrannsókna. í annarri minningargrein segir, að Volkof, verkfræðingur, tvisv- ar sæmdur nafnbótinni hetja Sov étríkjanna, hafi með ósévhlifnu starfi lagt fram mikinn skerf til umbóta á sviði geimtækni, þá hafi hann einnig gert margar stjarnfræðilegar athuganir, sem eiristakar eru í sinni röð. Svipuð- um orðum er og farið um Patsa- éf, sem fór sérslaklega með þau verkefni, sem tengd eru nýjum tæknilegum tilraunum úti í geimn um. í minningaroröunum segir cnn- fremur, að minningin um þessa ágætu syni sovézku þjóðarinnar muni æ lifa í Hjörtum allra þeirra sem þá þekktu. Þau ríki, sem þegar hafa sótt um aðild að EBE, Bretland, Nor- egur, Danmörk og írland, eru öll á nióti núverandi stefnu Efnahags bandalagsins um frjálsan aðgang aðildarríkjanna að fiskveiðilög- sögu hvers annars. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu andstöðu, grein ir ríkin fjögur mjög á um leiðir til lausnar vandamálinu. Bretar óska eftir sex sjómílna fiskveiði- lögsögu, irieðan Norðmenn og ír- ar fara fram á tólf mílna fisk- veiðilögsögu. Danir vilja hins vegar aðeins halda fiskveiðitak- mörkunum við Færeyjar og Græn land. Bretar höfðu óskað eftir sam- eiginlegum fundi Efnahagsbanda- lagsríkjanna og þeirra fjögurra ríkja, sem áður eru nefnd, um sjávarútvagsmálin þann 12. júlí. Seinna var þó ákveðið, að aðeins færu fram viðræður milli EBE og Bretlands eins um þessi anál. Sigur fasista í sveitarstjórnar- kosningunum á Ítalíu 13. júní sl. hefur vakið mikla athygli. í danska blaðinu Aktuelt hafa nýlega birzt hugleiðingar um stöðu ítalskra stjórnmála eftir þennan sigur fas- ista og segir þar m.a.: Fasistar hafa alltaf haft iag á að hagræða hlutunum. Daginn eft- ir kosningarnar notaði aðalmál- gagn fasista, II Secolo, auðvitað sitt stærsta letur og „SIGUR“ var prentað í rauðu með 15 cm. há- um stöfum á forsíðu blaðsins. Nokkrum dögum síðar birtust í 11 Secolo hugleiðingar leiðtoga ít- alskra fasista, Giorgio Almirante, um það, hvað gerast myndi, ef flokkur kristilegra demókrata hafn aði með öllu samstarfi við hinn vaxandi hægri flokk, fasistaflokk- inn. Þar segir Almirante: ,Ef kristilegir demókratar hafa sam- starfi við okkur, geri ég skyldu mína við kjósendur flokksins og einnig þá kjósendur, sem munu styðja flokkinn í framtíðinni. Við erum þjóðernissinnaður hægri flokkur, fulltrúar hins þögla meiri hluta þjóðarinnar, og berjumst fyr ir lögum og reglu á móti vinstri- ringulreiðinni. Veð megum ekki einskorða starfsetni okkar við Róm og Suður-Ítalíu heldur verð- um við einnig að skipu- leggja flokksstarfsemi á Norð- ur-ftalíu. Sá dagur mun renna upp, að þeir, sem enn viröast ekk ert hafa lært, munu fá enn betri lexíu en þá, sem þeir fengu 13. júní. Það er ekki langt síðan hægt var að fjarlægja alla félaga fas- istaflokksins með cinföldum lög- regluaðgerðum. Það er nú ekk lengur neinn möguleiki, svo fjöl- mennir eru fasistar orðnir. — Mótmælaaðgerðir og uppþot að undirlagi ítalskra fasista á síð- ustu mánuðum, eins og í Reggio Ca’-ibria í vetur, hafa ekki aðeins kveikt eld í hjörtum gamalla fas- ista, heldur hafa þessar aðgerðir ekki síður hrifið marga unga ftala, sem skynja nálægð „rauðu hætt- unnar“ og ófyrirsjáanlegar afleið Framhald á bls. 14. Giorgio Almirantc, foringi fasista á Italiu, i glöðum hópi stuðningimanna. Afleiðlng upplausnar á Ítalíu: ÍTALSKIR KJQSENDUR HNEIGJAST TIL EINRÆÐIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.