Tíminn - 11.07.1971, Page 1
BLAÐ II
— Sunnudagur Tl. júl'í T97l
Burt Bacharach er oft kall-
aður „prinsinn“ í heimi banda-
rískrar tónlistar af léttara tag-
inu. Hann er einna yngstur tón
skálda þar af sinni kynslóð,
eldri eru menn eins og Irving
Berlin, Gershwin og Cole
Porter. Burt Bacharach er
ekki aðeins hæfileikamikill og
auðugur, heldur eiiinig viðkunn
anlegur og frjálslegur í fasi.
Semur fyrir alla
Leyndardómurinn bak við
vinsældir laga Bacharachs,
segja sumir að liggi í því, að
þegar hann byrjaði að semja,
ákvað hann að þverbrjóta allar
reglur. Fyrsta skilyrðið var, að
„maðurinn á götunni" hefði
ánægju af laginu. En það er
nú samt svo, aö þótt lög Bac-
harachs hafi orðið geysivinsæl
meðal almennings, þá eru þau
nokkuð erfið að raula eða
blístra, nema fyrir æfða söngv-
ara.
— Kannski ætlaði ég ekki
beint að brjóta reglurnar, segir
Bacharach, — en að minnsta
kosti að gleyma þeim, þegar ég
samdi. Ég hef sífellt í huga,
að ég ræð aðeins yfir tveim
mínútum, þeim tíma, sem tek-
nr að spila eina plötu. Og þá
nota ég hverja sekúndu eins
og hægt er. Ráðlegging mín til
þeirra sem hlusta er þessi: —
Slappið vel af og hlustið með
öllum líkamanum.
Eitt er það, sem hefur haft
mikla þýðingu fyrir frama
Bacharachs, en það er hin fal-
lega kona hans, leikkonan
Angie Dickinson. Blaðamenn
hafa eytt mörgum dálkum í að
lýsa henni. Fótleggir hennar
voru einu sinni tryggðir fyrir
milljónir króna. Hún er falleg,
tilfinningarík og umfram allt,
lífleg og kát.
— Ég er komin yfir þrítugt,
segir hún — og ég reyni ekki
að leyna því, að það eru komn
ar nokkrar hrukkur. Þetta er
mjög virðingarvert, þegar um
er að ræða stað eins og
Hollywood.
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti. þegar fréttist,
að þau Burt og Angie ætluðu
að gifta sig. Eftir því, sem
vinir þeirra vissu bezt, þekkt-
ust þau varla.
— Við hittumst í veizlu og
urðum strax ástfangin, segir
Angie. — Auðvitað talaði hann
bara um tónlist og skáldskap,
en ég naut hvers orðs. Daginn
eftir hringdi hann svo og sagð
ist ekki hafa getað sofið vegna
tilhugsunarinnar um mig. Þrem
mánuðum síðar fórum við til
Las Vegas og giftum okkur og
höfum síðan verið á stöðugu
ferðalagi um heiminn. Þessa
stundina búa þau í Beverley
Hills, en það er bara leiguhús-
næði. Burt segist vera svo
óþolinmóður, að hann geti
ekki beðið, meðan verið sé að
byggja hús.
Vildi „á toppinn"
Úti í garðinum leikur Nikki
sér. Hún er miðpunktur fjöl-
skyldunnar. Dóttirin var svo
veikburða, þegar hún fæddist,
að hún var orðin ,ársgömul
þegar séð varð, að liún''m'ýridi
Þaú giftú Slg rétt eftlr að þau kynntust, og nú eru þau ein hamingjusömustu hjón í Hollywood.
Aðdáendur hans eru á öllum aldri og tónlist hans er þekkt um
allan heim. í fyrra fékk hann Oscarsverðlaunin fyrir lagið „Rain-
drops keep fallin,u. Hann hefur samið um 200 vinsæl lög. Hver er
eiginlega Burt Bacharach og hver er lykillinn að velgengni hans?
spjara sig. Þau Burt og Angie
hafa ekki enn átt fleiri börn.
En aftur að tónlistinni. —
Ég hef alltaf vitað, að ég hefði
hæfileika, segir Burt. — En
það kostar geysilega vinnu, að
komast á toppinn, en þangað
ætlaði ég mér alltaf að komast.
Eiginlega er það móður hans
að þakka, að hann er það sem
hann er. Hún lét hann læra á
píanó og síðan lærði hann á
Óaðskiljanlogur þríhyrningur: Hal
ur lítið úr lögunum.
Davis, Dionne Warvick og Burt Bacharach. Án samstarfs þeirra, verð-
selló. f þrjú ár nam hann Mass
íska tónlistarfræði P'Montreal.
Burt hafði ætlað sér að
semja alvarlega tónlist, en sú
ætlan hans fór út um þúfur,
meðan hann var í herþjónustu.
Tónskáld alls heimsins
— Það sem varð til þess, að
ég fór að semja, var að ég fékk
að sjá lögin, sem skrifuð voru
fyrir Ames-bræður, segir Burt.
— Mér fannst þau svo einföld,
að ekki væri vandi, að skrtfa
■ fimm, sex svona á dag. En það
er bara ekki mjög auðvelt að
skrifa einfalt lag. Ég vann á
hverjum degi í tíu mánuði, án
þess að gefa út eitt einasta lag.
Frá 1958 til 1961, löngu áður
en Bacharach varð frægur, var
hann stjómandi og skrifaði lög
fyrir Marlene Dietrich. Um
hana segir hann: — Hún er ein
af stórkostlegustu konum, sem
ég hef kynnst. í fyrsti sinn,
sem ég hitti hana, spilaði ég
eitt af lögunum mínum,
„Warm and tender“ fyrir hana.
Hún hljóp í símann og hringdi
til Frank Sinatra, sem hafði
engan áhuga. — Heimskulegt
af þér, sagði Marlene, — því
þú átt sjálfur eftir að biðja
hann að semja fyrir þig. Þar
hafði hún rétt fyrir sér.
Eftir vel heppnaða tónleika
í London, sagði Marlene: —
Ég elska Burt Bacharach. Hann
er kennari minn, gagnrýnandi,
stjórnandi og hjálparkokkur,
og ég vildi óska, að ég gæti
sagt, að hann væri tónskáld
mitt, en það er ekki satt. Hann
er tónskáld alls heimsins.
Að vera tónskáld alls heims
ins hefur gert Burt auðugan
mann. — Fyrir mig þýða pen-
ingar, að ég get unnið það sem
Framhald á bls. 22.
BURT BACHARACH
-TÖNSKÁLD
ÁRATUGSINS