Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 11. júlí 1971 TÍMINN 17 eldborgar landsins, þegar Sel- Þórir sá eldjötuninn eyða bæ þeim er í Hripi hét. Þar var bærinn, sem nú er borgin. Þessi saga virðist hafa við að styðjast munnmæli um eldgang þann er myndaði yngri hluta Eldborgar- hrauns. Á hausti er Eldborg rjóð á vanga, vegna hins rósrauða beiti lyngs sem þar þekur brekkur. Löngufjörur eru þarna ekki allfjarri. Þangað geta konur rölt í hægðum sínum og komizt á einhverjar þær hreinustu og björtustu fjörur, sem um getur á landi hér. En einnig þar er margt að ugga. Áður var þjóðleið um Löngufjörur. Ekki komust þar allir klakklaust leiðar sinnar, svo sem segir um för bóksölu- manns Hólastóls. Maður þessi týndist og þótti ekki einleikið um hvarf hans. Þá gerði hann vart við sig í draumi og kvað vísu þessa: Finndu mig falinn, halur, fallinn er yfir mig bakki, hvar ég var fötum flettur, fjármunir mínir teknir. Þarna fyrir utan er Haffjarð- arey. 1 fyrndinni var þar kirkju staður. Þaðan drukknaði mikill mannfjöldi í kirkjuferð og lagð- ist síðan kirkjan af. í kirkju- garðinum í Haffjarðarey blása upp bein miðaldamanna. Þarna var Vilhjálmur Stef- ánsson landkönnuður að rísla fyrir áratugum. Um fjöllin miklu, spm mynda ægifagran hring um þetta hverfi, mætti margt segja. — Fyrst er að telja Snæfellsjökul með öllum hans undrum, sönn- um og lognum. Elliðahamar ógnar nú aðeins auðum tóftum yflrgefins bæjar. Þama gnæfir Hafraféllið með æfintýralegum seldölum, þar sem selráðskonur trúlofuðust huldumönnum. — Hinar bú- sældarlegu Skyrtunnur minna nokkuð á Keili kunningja, þótt spengilegri séu þær után um sig. — Hér er Hofmannaflöt og her er Dalsmynni mcð dans- húsi og allskonar gleði. Austur þaðan raðast Gerðhamrar, merkilegt stuðlaberg, sem gleð- ur jarðfræðisinnað fólk. Að Rauðamel bjó forðum móðir Arons Hjörleifssonar, skjólstæðings Guðmundar bisk- ups góða. — Þá erum vér komnar aftur í Sturlungaöld. Þarna nálægt er Aronshellir, þar sem móðir faldi sekan son. Þá er Rauðamelsölkelda. Þar má drekka sódavatn fyrir ekk- ert. Margar eru þarna Rauðukúl- ur, og nú sést inn í Hnappadal. Kirkja stendur undir Kolbeins- staðafjalli og þarnæst rís Fagra skógarfjall. Hér eru slóðir Grettissögu. Þarna er Grettis- bæli sem minnir ó félagsskap þeirra Grettis og Björns Hít- dælakappa. Nú tekur ástin við. Oddný eykyndill grætur ástmann sinn Björn. Hraundalur skýlir minn- ingunni um síðustu ár!:.Helgjg hinnárfögru. Innan úr Hjtardal berast ósn arlegir mekkir.' — Þar bránn flest fólk inni í einu á íslandi, allt fram á þennan dag, þegar Magnús Einarsson Skálholts- biskup lét þar líf sitt með 70 — 80 manns árið 1148. Gígarnir í Barnaborgarhrauni minna á Börnin, sem þar hurfu endur fyrir löngu. — Ekki má gleyma því litríka örnefni Rauðamelsheiði. Svo kvað Hulda: Þar dali þrýtur í drögum grænum draumþögul heiðin rís. í Kyrrðinni andar af austurleiðum angan frá sokkinni paradís. Flestar þessar sögur og fullt af ljóðabókum mun verða að finna í hinu vandaða bókasafni Laugagerðisskóla. Kvöldvökurn- friyiiu iiu ^iiceiciDiiex ar geta því orðið þrungnar minn ingum um það líf sem hér hefir verið lifað, allt frá Landnámi til völvunnar í Skógamesi. Verkefnin verða yfrið nóg, jafnvel i rigningartíð. Verði sólin oss hliðholl, þá þökkum vér gjafir alls góðs. — Gráti himinn, þá grátum vér með fornkonum. Lífsins krydd er bæði sætt og og súrt. — Ekki mun heldur vanta kryddið í matinn, því að hinar listfengu matreiðslukon- ur frá fyrra ári, þær Hertfís Sigurjónsdóttir og hénnar föru- neyti munu raða gómsætum réttum sínum til handa orlofs- konum, öllum til ánægju — en þó nokkurrar freistingar þeim sem feitlagnar cru. Þó er sú huggun harmi gegn að allar göngurnar á vit gamalla og nýrra æfintýra munu vinna þar á móti, að maður nú ekki taíi um sundið í Kolviðarnesslaug og vöðin yfir Haffjarðará. Ein skemmtiferð verður far- in meðart á orlofsdvöiinni stendui', eitthvað vestur um Snæfellsnesið. Allar orlofsnefndirnar munu veita frekari upplýsingar hver á sínum stað. Orlof Hafnar- fjarðar verður frá 10. ágúst til 20. ágúst. Upplýsingar gefa Dagbjört Sigurjónsdóttir, sími 50435. Hulda Sigurðardóttir, sími 51622, og undirrituð, sími 50227. Sigurveig Guðmundsdóttir. Hafnarfirði. Ey&ír a&mns 8 íítrum á lOO km tíí faf na&ar en véíín þé stœvri og kraftmeíri ennokkrusinnifyrr! Vauxhall Víva kemur nú á 13 tommu felgum. Óvenju falleg og vönduð innrétting. Tvöfalt hemiakerfi. Frá- bærir aksturseiginleikar. Viva é'r framleidd af General Motors, stærzta bilaframleiðanda b.eims, Leitið nánari upplýsihga. Plötur - harðviður - spónn • Spónaplötur, hampplötur, Wiru-plast, harð- plast, harðtex- • Ramin - Abachi - Askur - Eik - Oregon pine. Væntanlegt Brenni, Mahogni. • SPÓNN — Eik, gullálmur, ahorn, oregonp ine, koto, limba, fura, mahogni, wenge. Páll Þorgeirsson & Co. Sími 34000 DISILVÉLAR PERKINS 4203, 4ra cylindra með girkassa. B.M.C. 3 2, 4ra cylindra með gírkassa. Vélarnar eru fluttar inn notaðar, en eru yfirfarnar og í góðu standi. T. HANNESSON & CO. H.F. Ármúla 7, Reykjavík. Símar; 85935 — 85815 Samband ísl. samvínnujélaga Véladeild Ármúla 3, Rvík. sími 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.