Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 7

Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 7
HJNNUDAGUR 11. júlí 1971 ans. En húsið var gamalt og lé- legt, allt úr timbri að innan og brunahætta mikil. Með lögum frá 1957 var Lands bankanum skipt í tvær aðal- deildir, Seðlabanka og Við- skiptabanka, er hvor um sig lutu sérstakri stjórn. Áður hafði sá háttur verið á, að deild irnar voru raunverulega tvær, en með sameiginlega stjórn og starfslið. Við þessa breytingu þrengd ist enn í húsakynnum, sem þeg ar voru orðin of lítil. Fljótlega voru ráðgerðar nýj ar byggingar, en lítið varð úr framkvæmdum. Stofnun nýrra útibúa bætti nokkuð úr hús- næðisskorti Landsbankans. Með lögum frá 1961 var að fullu tekið það skref að skilja að Landsbankann og Seðlabank ann. En bankarnir búa enn í sambýli og hafa báðir, við aukn ingu á starfsemi og nýjum verk efnum, orðið að fá leiguhús- næði utan sinna bygginga. Árið 1964 keypti Landsbank inn næsta hús við, þ.e. Hafn- arstræti 10—12, hið svokallaða Edinborgarhús, en það er um 330 fermetrar. Fyrirhugað var að Seðlabank inn byggði annars staðar, en stjóm Landsbankans ákvað að endurbyggja og endurbæta hin eldri húsakynni og er því nú að mestu lokið. Nýja húsið kostar 34 millj. Gamla Ingólfshvolshúsið var brotið niður og byggt upp að nýju. Hófst vinna við það í byrjun síðasta árs. Hið nýja liús er um 2500 m rúmm. en heildargólfflötur þess, að með- taldri einnar hæðar hækkun á millibyggingu, er aðeins um 75 ferm. méiri en var í gamla húsinu. Nýja húsið mun kosta með húsgögnum og öllu tilheyr andi um 34 milljónir króna. í kjallara þess eru geymslur, á jarðhæð lítill afgreiðslusalur, gangur og stigahús og á 3. og 4. hæð aðsetur bankastjórnar, fundaherbergi og annað skrif stofuhúsnæði. Þá hafa farið fram endurbæt ur á Edinborgarhúsinu, það ver ið hækkað um eina hæð, byggt yfir sundið á milli þess og gamla Landsbankahússins og gerður einn samfelldur af- greiðslusalur á milli. Við það hefur afgreiðslurými aukizt mikið. í vesturenda jarðhæðar þess er afgreiðsla Seðlabankans. Stærð afgreiðslusalar Lands bankans er eftir þessar breyt ingar um 800 ferm. Það er ekki rétt að segja að ekki standi TÍMINN Myndin' er úr afgreiðslusal aSalbankans, og þrátt fyrir mikil húsakynni bíður nokkuS af fól'ki, enda myndin tekin á einum annasamasta tíma dagsins. steinn yfir steini í gamla af- greiðslusalnum, en hitt er sönnu nær, að allar deildir hafa ver ið fluttar til, af hagkvæmnis- ástæðum. Ný afgreiðsluborð hafa verið látin í salinn, en allt á þetta að auka vinnuafköst og bæta þjónustu. Reynt hefur ver ið eftir föngum að halda blæ og svipmóti gamla salarins, og í því sambandi hafa m. a. ver ið gerðar ráðstafanir til að lag færa veggmálverk, eftir Kjar- val og Jón Stefánsson, sem far in eru að láta á sjS. Þótt lítið aukist húsrými í bankanum við uppbyggingu Ing ólfshvols, gefst við það mögu leiki á að bæta á ýmsan hátt skipulag og vinnubrögð innan stofnunarinnar. Breytingarnar, sem gerðar voru á húsum bankans árið 1938 teiknaði Gunnlaugur Hall dórrsson, arkitekt. Hann hefur ásamt Guðm. Kr. Kristinssyni teiknað nýbygginguna og allar breytingar, sem nú voru gerð ar. Gústaf Pálsson, verkfræðing ur, gerði járnateikningar, Sig- urður Halldórsson, verkfr., teiknaði raflagnir og Kristján Flygenring, verkfr., lagnir vatns og hita. Húsgögn í ný- bygginguna teiknaði Gunnar Guðmundsson, arkitekt. Umsjón og heildarstjórn verksins hefur Jón Bergsteinsson, múrarameist ari, annazt frá byrjun ásamt starfsm. skipulagsd. bankans. Trésmíðameistari við nýbygg- inguna var Magnús Bergsteins- son. Með hinum gagngeru endur- bótum, sem gerðar hafa verið á húsakynnum Landsbankans á undanförnum mánuðum, hef ur húsið gjörbreytt um svip að innan, þótt sami blærinn hald ist yfir salnum í gamla húsinu. Bankasyórnin_ fer_nú af gamla gangimuu, þau sem-Kjaj'val hef_ ur málað miklar veggmyndir, og margur hefur átt leið um. Flytur bankastjórnin á 3ju og 4ðu hæð 1 nýja húsinu, og verður aðalinngangur þangað úr Hafnarstræti, en eftir sem áður verður aðalinngangur í bankann úr Austurstræti, en líka hægt að fara í afgreiðslu salinn Hafnarstrætismegin. Skrifstofur bankastjóranna eru á sénstökum gangi á fjórðu hæð, og eru skrifstofur þeirra mjög bjartar, o? veggir ljósir — og ekki klæddir harðviði. Borð og hillur eru úr dökkum viði, — þó ekki palisander — en veggir klæddir ljósu vegg- fóðri. Á næstu hæð fyrir neðan er svo fundaherbengi bankaráðs, og þar er heilmikið hringlaga fundarborð fyrir 15 manns, og hefur eitthvað verið rætt um (Tímamynd G.E.) hátt verð á því manna á meðal, en að því er bankastjórar sögðu blaðamönnum, þá kostaði borð ið 340 þúsund krónur. Þótt bankinn væri lítill fyrst í stað, óx honum fiskur um hrygg, hægt og bítandi og vöxt ur bankans tók mikinn kipp upp úr 1920, en þá sneri hann sér að því í æ ríkari mæli að efla sjávarútveginn, og koma undir hann fótunum. Hægfara vöxtur fýrst Á seihnl árum hefur orðið mikill vöxtur í bankanum, jafn framt því sem hann veitir nú meiri þjónustu en áður. Jókst afgreiðsluf jöldi í bankanum um 16,5% 1970 miðað við árið á undan, og urðu afgreiðslur ár ið 1970 þá alls 4,2 milljónir. Er þá átt við bókfærð fylgi- J.9 skjöl, en erfitt er að telja við- skiptamennina. Árið 1970 voru keyptir eða framlengdir 118 þúsund víxlar í bankanum, og á degi hverjum taka bankastjór arnir á móti 70 — 90 manns nú orðið. í árslok 1970 var inni standandi sparifé 4,1 milljarð ur á veltilánareikningum stóðu inni 1,5 milljarður. Árið 1966 var rafreiknir tekinn í notkun í bankanum, og síðan hefur smátt og smátt verið unnið að þv£ að láta hann vinna æ fjöl þættari verkefni fyrir bankann. Bankaráð og útibú Baldvin Jónsson hrl. er for- maður bankaráðs Landsbanka íslands, og með honum í ráð inu eru: Matthías Á. Matthíe- sen alþingismaður sem er vara formaður, Einar Olgeirsson fyrr verandi alþingismaður, Kristj- án G. Gíslason stórkaupmaður og Kristinn Finnbogason fram kvæmdastjóri. Endurskoðendur eru Baldur Óskarsson og Ragnar Jónsson. Landsbankinn rekur sjö úti- bú í Reykjavík, og auk þess úti bú á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akranesi, Akureyri, Eski firði, Húsavík, Hvoisvelli, ísa- firði og Selfossi. Innan skamms verður svo opnað útibú á Höfn í Hornafirði. Mosaikmynd eftir Nínu f tilefni af þessum merku tímamótum í sögu Landsbank ans, var í gær afhjúpuð mosaik mynd eftir Ninu Tryggvadótt- ur, Hafnarstrætismegin í aðal afgreiðslusal bankans. Sýnir myndin Egil Skallagrímsson taka við gullbaug af spjótsoddi Aðalsteins Englandskonungs, eftir að bróðir hefur lát ið Iífið í eldi. Verk þetta var sett upp á vegg salarins fyrir tveim árum, og er síðasta verk listakonunnar. Hefur það verið sveipað dúki hingað til, en mun á mánudaginn blasa við starfsfólki og viðskiptamönnum bankans. K.J. Þetta er nýbygging Landsbrr.kans, og þarna á horninu á tveim efstu sitt. Fjær er svo Edinborgarhúsjð, sem Seðlabankinn hefur til afnota. Við þetta borð hafa vfxlarnir verið keyptir fram til þessa. Myndln er tekin í gömlu fundarstofu bankastjóranna, þar sem margar og miklar peninga ákvarðanir hafa verið tekna á undanförnum 57 árum. F. v. Gunnlaugur aðstoðarbankastjóri, Helgi Bergs og Jónas Haralz (Tímamynd G.E.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.