Fréttablaðið - 27.08.2002, Page 2
2 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURERLENT
INNLENT
STJÓRNMÁL Margrét K. Sverrisdótt-
ir, framkvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins, mun líklega leiða lista
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
nyrðra við næstu þingkosningar.
Fyrir liggur að Guðjón A. Krist-
jánsson mun leiða lista flokksins í
norðvesturkjördæmi.
„Við byggjum á því sem unnið
var síðasta vor,“ segir Margrét.
„Við réttum kúrsinn af. Fólk var
búið að stimpla flokkinn of mikið
sem kvótaflokk. Okkur tókst að
minna á að þetta er ekki eins mál-
efnis flokkur þó auðvitað skipti
sjávarútvegsmálin miklu máli.“
Kosningaundirbúningur flokksins
er að hefjast. „Við vorum með
samráðsfund á laugardaginn var
með kjarnafólki úr norðvestur-
kjördæminu. Við gerum ráð fyrir
að vera með fleiri samráðsfundi
frá og með seinni hluta september.
Á þessu stigi geri ég ráð fyrir því
að boðið verði fram sem Frjáls-
lyndi flokkurinn. Ég sé ekki
ástæðu til annars. „ Stefnt er að
miðstjórnarfundi 19. september og
þá mun undirbúningur fara af stað
með fullum krafti.
Búist hefur verið við því að
Margrét leiði flokkinn í öðru
Reykjavíkurkjördæminu. „Ég hef
fullan hug á því.“ Hún segir ekki
ljóst í hvoru kjördæminu hún fari
fram. Slíkt skipti ekki öllu máli.
Hún hafi þó frekar litið til Reykja-
víkur norður.
Hnífsstungur:
Engar
játningar
LÖGREGLA Mennirnir tveir sem
sitja í gæsluvarðhaldi vegna
gruns um aðild að hnífaárás á 16
ára pilt um liðna helgi hafa ekki
játað sök. Þeir eru einnig grunað-
ir um árás á mann um tvítugt á
Menningarnótt.
Fórnarlömbin í þessum tveim-
ur hnífsstungumálum eru hvorugt
í lífshættu. Það er þó alls ekki
árásarmönnunum að þakka að
piltarnir sluppu svo vel. Til dæm-
is munaði aðeins millimetrum að
stungið hefði verið í gegn um ós-
æð unga mannsins sem stunginn
var í bakið á Menningarnótt. Sá
sextán ára var m. a. stunginn í síð-
una.
HEIMSRÁÐSTEFNA
Ýmislegt gekk á fyrsta dag heimsráðstefn-
unnar sem haldin er í Jóhannesarborg.
Erindrekar Sameinuðu
þjóðanna í hættu:
Ræningi
gerði mik-
inn usla
JÓHANNESARBORG, SUÐUR-AFRÍKU, AP
Skotið var að svissneskum erind-
reka auk þess sem annar var
rændur á hóteli sem þeir gistu á í
tengslum við heimsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun sem haldin er í Suður-
Afríku. Að sögn yfirvalda læddist
ræningi nokkur inn í hótelher-
bergi eins erindrekans og stal þar
veski, peningum og farsíma. Því
næst fór ræninginn inn í annað
herbergi þar sem hin svissneska
Rosmarie Bar svaf, kveikti ljósin í
herberginu og vakti hana upp.
Skaut ræninginn í átt að konunni
áður en hann lét sig hverfa, en
hitti ekki. Suður-afrískir ráða-
menn sögðust í gær miður sín yfir
atburðinum og hafa aukið örygg-
isgæslu á hótelinu til muna. Eng-
inn hefur enn verið handtekinn
vegna málsins. Hótelið sem um er
að ræða er fimmtán kílómetra frá
aðalfundarstað ráðstefnunnar.
Bæjarráð Reykjanesbæjarhefur vísað ósk félagsins
RV-Ráðgjafar um lóð fyrir
einkarekinn leikskóla til skipu-
lags- og bygginganefndar
Reykjanesbæjar. sudfr.is
Skotfélag Íslands:
Hlynnt
sölubanni
RJÚPUR Ívar Pálsson, varaformaður
Skotveiðifélags Íslands, sagðist
ekki telja rétt að stytta veiðitíma-
bilið eins og Náttúrufræðistofnun
hefði lagt til í tillögum sem sendar
voru umhverfisráðuneytinu á
fimmtudaginn. Stofnunin lagði
einnig til að sölubann yrði sett á
rjúpuna.
„Ef nauðsynlega þarf að grípa til
aðgerða þá erum við hlynntir því að
fyrst verði prófað að setja á sölu-
bann,“ sagði Ívar. „Um 10% veiði-
manna eru að skjóta um 50% af
rjúpunni. Veiðiálagið myndi því
væntanlega minnka verulega ef
sölubann yrði sett á.“
Ívar sagði að félagsmenn Skot-
félagsins hefðu ítrekað verið hvatt-
ir til þess að veiða í hófi. Félagið
vildi alls ekki að bæði yrði sett á
sölubann og veiðitíminn styttur.
RJÚPUR Engar rjúpur verða í kjöt-
borðum verslana landsins um jól-
in ef tillögur Náttúrufræðistofn-
unar, sem sendar voru umhverfis-
ráðuneytinu fyrir síðustu helgi,
ná fram að ganga. Vegna mikillar
fækkunar í rjúpnastofnunin und-
anfarin ár leggur stofnunin til að
sölubann verði sett á rjúpur og
veiðitíminn skertur verulega.
Rjúpan hefur verið sett á válista.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra sagði að tillögurnar
hefðu verið sendar til ráðgjafa-
nefndar um villt dýr. Nefndin
myndi fara yfir tillögurnar og
skoða alla fleti málsins og hvern-
ig bregðast eigi við. Hún sagðist
vænta þess að fá niðurstöður
nefndarinnar um miðjan septem-
ber og þá yrði tekin ákvörðun í
málinu.
„Það er auðvitað áhyggjuefni
hvað rjúpnastofninn er í mikilli
lægð,“ sagði Siv. „Það er því afar
líklegt að gripið verði til ein-
hverra aðgerða en á þessari stun-
du er ekki hægt að segja ná-
kvæmlega til hvaða aðgerða.“
Gögn Náttúrufræðistofnunar
sýna að fækkun rjúpunnar á völd-
um talningarsvæðum árabilið
1981-2002 nemur um 66% yfir
tímabilið eða um 6% á ári. Sam-
kvæmt þessum niðurstöðum og
alþjóðlegum viðmiðum hefur hún
því verið sett á válista og er hún í
flokki með stofnum sem taldir
eru vera í yfirvofandi hættu.
Ólafur Nielsen, fuglafræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun,
sagði að lagt væri til að veiðitím-
inn yrði styttur verulega og að-
eins veitt í nóvember. Venjulega
hefst veiði 15. október og er veitt
fram til 22. desember. Ólafur
sagði að rjúpan væri ekki að
deyja út heldur yrði um fyrir-
byggjandi aðgerðir að ræða.
Hann sagði erfitt að segja ná-
kvæmlega hvað stofninn væri
stór, en líklega teldi hann á bilinu
400 til 600 þúsund rjúpur. Fyrir
fáeinum áratugum hefði stofninn
mælst í milljónum.
Að sögn Ólafs er rjúpan þýð-
ingarmikil í vistkerfinu, en fálk-
inn byggir afkomu sína alfarið á
henni. Fálkastofninn, sem er á vá-
lista, telur um 300 til 400 pör.
Ólafur sagði að fálkastofninn á
Íslandi væri sá stærsti í Evrópu
og því bæru Íslendingar mikla
ábyrgð gagnvart honum.
trausti@frettabladid.is
SÖLUBANN Á RJÚPUR
Ef tillögur Náttúrufræðistofnunar ná fram að ganga verða engar rjúpur í kjötborðum versl-
ana fyrir jólin. Svokallaðir magnveiðimenn, sem taldir eru um 500, skjóta milli 50 og 60
þúsund rjúpur árlega til að selja verslunum og veitingahúsum.
DÓMSMÁL Maður, sem dæmdur var
í 17 ára fangelsi fyrir morð í upp-
hafi níunda áratugarins, hefur
verið dæmdur í Hæstarétti til að
sæta gæsluvarðhaldi til 10. sept-
ember vegna margendurtekinna
auðgunarbrota.
Maðurinn var látinn laus til
reynslu í júní árið 2001. Þá átti
hann eftir að afplána tæp sex ár
af dómi sínum.
Þegar hafa verið þingfest mál á
hendur manninum þar sem hon-
um voru gefin að sök þrettán brot
sem framin voru frá nóvember
2001 til apríl 2002. Meðal brot-
anna eru skjalafals og margvísleg
auðgunarbrot. Á þessu tímabili
komst hann yfir verðmæti að and-
virði um 2.350.000 krónur sam-
kvæmt ákærunni.
Aðalmeðferð í máli mannsins
hófst 20. ágúst. Henni lauk ekki
vegna fjarveru nokkurra vitna
sem nauðsynlegt þótti að kæmu
fyrir dóminn. Málinu verður hald-
ið áfram 3. september.
Maðurinn hefur játað fjölda
brota sem framin voru frá því
skömmu eftir að hann fékk
reynslulausn og flest það sem
honum er gefið að sök. Hann hef-
ur lengi átt við alvarlegan fíkni-
efnavanda að stríða. Brotin voru
framin til að fjármagna fíkniefna-
kaup. Maðurinn ber sjálfur að
hann hafi haldið sér frá áfengi og
fíkniefnum síðustu fjóra mánuð-
ina
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Hæstiréttur tekur undir með
héraðsdómi sem telur líklegt að
morðingi á reynslulausn muni
halda áfram auðgunarbrotum
gangi hann laus.
Dæmdur morðingi fjármagnar fíkniefnaneyslu með glæpum:
Morðingi á reynslulausn
kærður fyrir svik og pretti
Engar rjúpur í versl-
unum fyrir jólin?
Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að sölubann verði sett á rjúpur og
veiðitíminn skertur. Umhverfisráðherra segir líklegt að gripið verði til
einhverra aðgerða. Ákvörðunar að vænta um miðjan september. Fálk-
inn byggir afkomu sína alfarið á rjúpunni.
UM 150 ÞÚSUND RJÚPUR
VEIDDAR Á HVERJU ÁRI
Frá því veiðikortakerfið var tekið upp
árið 1995 hefur meðalveiðin verið um
148 þúsund rjúpur á ári og hafa rúm-
lega 5.000 veiðimenn tekið þátt í veið-
unum. Samkvæmt veiðiskýrslum dreifist
aflinn mjög misjafnlega á milli veiði-
manna, en um 10% þeirra hafa að jafn-
aði verið með um helming aflans. Svo-
kallaðir magnveiðimenn, sem taldir eru
um 500, skjóta milli 50 og 60 þúsund
rjúpur árlega til að selja verslunum og
veitingahúsum.
KYNSLÓÐASKIPTI Í FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM
Sverrir Hermannsson mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Margrét K. Sverrisdóttir mun leiða
flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæminu.
Frjálslyndi flokkurinn undirbýr framboð:
Margrét leiðir í
Reykjavík norður
Ísraelar kveðast hafa handtekiðeinn þeirra leiðtoga Hamas sem
þeir hafa lagt hvað mesta áherslu
á að koma höndum yfir. Sá heitir
Jamal Abu al-Hayja og er grunað-
ur um að eiga þátt í undirbúningi
margra sjálfsmorðsárása.
Andre Kolingba, hershöfðingi,hefur verið dæmdur til dauða
fyrir þátt sinni í misheppnuðu
valdaráni í Mið-Afríkulýðveldinu á
síðasta ári. Kolingba var ekki við-
staddur réttarhöldin. Hann flúði
eftir valdaránstilraunina. Ekki er
vitað hvar hann er niðurkominn.
Nawaz Sharif, fyrrum forsætis-ráðherra Pakistans hefur gefið
kost á sér í væntanlegum þing-
kosningum í landinu. Hann hefur
verið dæmdur ókjörgengur vegna
spillingarmála.
ALLT FAST
Enn er deilt um verðið á Arcadia. Stærstu
eigendur fyrirtækisins vilja fá að minnsta
kosti 400 pens fyrir hlutinn.
Kaupin á Arcadia:
Rose er
fastur fyrir
VIÐSKIPTI Stuart Rose stjórnarfor-
maður Arcadia hvikar hvergi
varðandi verðmiðann á Arcadia.
Rose hefur umboð stjórnar fé-
lagsins til að hafna öllum tilboð-
um undir 400 pensum á hlutinn.
Rose sagði í viðtali við Financial
Times að staðan nú sé ekkert til að
naga neglurnar yfir. Hann hefur
efasemdir um að hugur fylgi máli
hjá Philip Green og Baugi. Um
fyrra tilboð Baugs segir Rose að
ekki hafi verið um tilboð að ræða,
heldur samtal. Hann segist ekki
munu grípa andann á lofti þótt til-
boðið fari yfir 400 pens.