Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 8
8 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR
IÐNAÐUR „Þetta er á frumstigi.
Við erum að gera svokallaða for-
athugun, auk hagkvæmniathug-
unar. Þetta lítur allt mjög vel
út,“ segir Jón Hjaltalín Magnús-
son framkvæmdastjóri Atl-
antsáls og Altech.
Hann er nú í Kína til að ræða
við kínverska verktaka um bygg-
ingu súrálverksmiðju á Íslandi.
Fjárfestingastofa-Orkusvið, sem
er í eigu Landsvirkjunar og iðn-
aðarráðuneytisins, hefur undan-
farna mánuði verið ásamt Atl-
antsáli að skoða möguleika á
byggingu súrálverksmiðju hér á
landi. Atlantsál er undirbúnings-
félag um byggingu súrálverk-
smiðju í eigu Altech sem er ís-
lenskt fyrirtæki sem framleiðir
tæki fyrir álverksmiðjur og
Transal sem er í eigu rússneska
álfyrirtækisins Russian Alumini-
um og VAMI sem er áltæknifyr-
irtæki í St. Pét-
ursborg í Rúss-
landi.
S ú r á l s v e r k -
smiðja framleiðir
súrál úr hráefn-
inu báxít en
Russian Alumini-
um á báxit-námur
í Ghana í Vestur-
Afríku.
Súrál er svo
notað til fram-
leiðslu á áli. Það
þarf um það bil 2
kíló af Báxít til
að framleiða 1
kíló af súráli og
svo þarf um 2
kíló af súráli til að framleiða 1
kíló af áli. Súrálsverksmiðja er
því frumstig þeirrar vinnslu
sem fram fer í álvinnslum líkt
og nú fer fram hjá Alcan og
Norðuráli.
„Tveir staðir hafa verið skoð-
aðir með tilliti til hafnaraðstöðu
og orkuvinnslu. Annars vegar
Húsavík með orku frá Þeista-
reykjum og hins vegar Keilisnes
með orku frá Trölladyngju. Það
er búið að bora tilraunaholu í
Trölladyngju og verið er að bora
á Þeistareykjum. Báðir staðir eru
áhugaverðir, geta að líkindum
gefið næga orku. Staðsetning
ræðst af áhuga stjórnvalda og
annarra sem að málinu koma,“
segir Jón Hjaltalín.
Þetta verður stórverkefni ef
af verður. Hagkvæmniathuganir
miðast við súrálsverksmiðju
með tveggja milljóna tonna árs-
framleiðslu en það myndi nægja
íslensku álverunum árið 2010,
miðað við milljóna tonna álfram-
leiðslu.
„Við höfum ákveðið að ráðast í
umhverfisathuganir. Veðurat-
hugunarstöðvar verða settar upp
nú í ágúst og við vonum að niður-
stöður liggi fyrir í lok árs 2003. Í
framhaldi af því taka menn
ákvarðanir um næstu skref,“ seg-
ir Jón Hjaltalín Magnússon.
the@frettabladid.is
Kínverski Kommúnista-
flokkurinn:
Flokksþing í
nóvember
PEKING, AP Sextánda flokksþing
kínverska Kommúnistaflokksins
verður líklega
haldið 8. nóvem-
ber næstkom-
andi. Almennt er
reiknað með því
að ný forysta
taki við í flokkn-
um á þessu
þingi.
O r ð r ó m u r
hefur þó verið
undanfarið um
að Jiang Zemin,
forseti Kína og
leiðtogi Komm-
únistaflokksins,
vilji ekki láta
völdin af hendi.
Svo gæti því far-
ið að hann verði áfram flokksleið-
togi að þinginu loknu, þrátt fyrir
áform um að á þinginu verði stig-
in fyrstu skrefin í þá átt að Hu
Jintao taki við helstu valdaemb-
ættum landsins af Jiang.
Lögfræðingar Bandaríkja-
forseta:
Þarf ekki að
spyrja þingið
WASHINGTON, AP Lögfræðingar Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta hafa
komist að þeirri
niðurstöðu að hann
þurfi ekki á sam-
þykki Bandaríkja-
þings að halda til
þess að hefja inn-
rás í Írak.
Tveir háttsettir
e m b æ t t i s m e n n
skýrðu frá þessu á
sunnudagskvöld.
Þeir vildu þó ekki
láta nafns síns get-
ið. Þeir bættu því
við að forsetinn hefði ekki útilok-
að að leita samþykkis þingsins,
fari svo að hann láti hermenn sína
ráðast inn í Írak.
Ari Fleischer, talsmaður for-
setans, segir að Bush muni ráð-
færa sig við þingið „vegna þess að
þingið hefur mikilvægu hlutverki
að gegna.“
MENGUN „Það hefur fundist af og
til salmonellumengun í þessu
búi,“ segir Halldór Runólfsson,
yfirdýralæknir, um losun á úr-
gangi frá Svínabúinu á Vatns-
leysuströnd út í sjó, þvert á reglur
sem um það gilda. Halldór telur
þó ekki ástæðu til að hafa meiri
áhyggjur af slíkri losun heldur en
því sem kann að koma frá borgum
og bæjum. „Það er svipað eins og
er með frárennsli frá íbúðabyggð.
Það er örugglega að fara út
salmonella í frárennsli frá borg-
um og bæjum.“
Halldór segir losunina þó ekki
falla undir yfirdýralæknisemb-
ættið þar sem frárennslismál séu
alfarið á hendi viðkomandi heil-
brigðiseftirlita.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn
Borgarbyggðar hefur verið kölluð
saman á aukafund á fimmtudag til
að taka ákvörðun um kjördag
vegna endurtekningar bæjar-
stjórnarkosninga. Kosningarnar
þarf að halda fyrir 25. nóvember,
innan við sex mánuðum eftir að
upphaflega var kosið, til að hægt
sé að nota þá kjörskrá sem var í
gildi við sveitarstjórnarkosning-
arnar í maí. Páll Pétursson, fé-
lagsmálaráðherra, úrskurðaði
þær kosningar ógildar vegna
framkvæmdar talningar.
Kæra eins kjósanda í Borgar-
byggð á hendur Framsóknarfélagi
Mýrarsýslu um kosningarnar
verður tekin fyrir í héraðsdómi
Vesturlands á fimmtudag. Í
kærunni er því haldið fram að
ráðherra sé vanhæfur. Meirihluti
bæjarráðs Borgarbyggðar óskaði
eftir því við félagsmálaráðherra
að sveitarfélagið fengi lengri
frest til að ákveða kjördag en því
var hafnað. „Félagsmálaráðherra
er dálítið gjarn á að rugla saman
þessum einstaklingi sem er að
kæra og meirihlutanum í bæjar-
stjórn,“ segir Helga Halldórsdótt-
ir (D), forseti bæjarstjórnar. Bæj-
arstjórn hafi engra annarra kosta
völ en að hlíta úrskurði ráðherra
þó einstaklingur í bænum hafi
kært hann.
LEIÐTOGI KÍNA
Orðrómur hefur
verið um að Jiang
Zemin sé tregur til
að láta af völdum,
þrátt fyrir áform um
að ný flokksforysta
verði valin á þingi
Kommúnistaflokks
Kína í nóvember.
BUSH OG
VARNARMÁLA-
RÁÐHERRANN
Bush Bandaríkja-
forseti ásamt
Donald H. Rums-
feld varnarmála-
ráðherra.
BORGARNES Í BORGARBYGGÐ
Íbúar verða að kjósa í annað sinn á tæpu hálfu ári verði úrskurður félagsmálaráðherra
ekki ógiltur fyrir dómstólum.
Endurtekning sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð:
Nýr kjördagur ákveðinn á fimmtudag
FR
ÉT
TB
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Hætta á salmonellu í úrgangi:
Svipað og frá
íbúðabyggð
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK
Hugsanlega mun súrálsverksmiðja Norðan heiða eða Sunnan, sjá Álverum Alcan og Norðuráls fyrir hráefni.
Rætt við Kínverja um
súrálsverksmiðju á Íslandi
Húsavík og Keilisnes tveir góðir kostir með tilliti til hafnaraðstöðu og orkuvinnslu.
Framleiðslugeta súrálsverksmiðjunnar yrði 2 milljónir tonna. Verksmiðjan gæti séð álverum
Alcan og Norðuráls fyrir hráefni.
JÓN HJALTALÍN
MAGNÚSSON
Hagkvæmniat-
huganir miðast
við súrálsverk-
smiðju á Húsavík
eða Keilisnesi
með um það bil
tveggja milljóna
tonna ársfram-
leiðslu
EN LIFANDI...?
„Það gengur ekki að
vera að spyrja Lúdó
& Stefán út í eitt-
hvað dauðarokk.“
Dr. Gunni í
Fréttablaðinu.
EN ÞEGAR
ALLIR ERU ÞAÐ EKKI?
„Mér finnst ekkert vera erfitt
þegar allir eru glaðir og ham-
ingjusamir.“
Steinunn Sigurðardóttir í Fréttablaðinu.
VAR SPURT UM
INNIHALD?
„Ég held að forseti
Alþingis hafi ekki
vitað út á hvað mitt
bréf gekk.“
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir alþing-
ismaður í Fréttablaðinu.
ORÐRÉTT