Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 12

Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 12
12 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI ERU EKKI ALLIR Í STUÐI? Al-Saad Gadhafi, sonur Muammar Gadhafi leiðtoga Líbýu, talar til áhorfenda á 11. júní leikvanginum í Trípóli þegar Juventus og Parma mættust í leik um Ofur-bikarinn á sunnudaginn. Juventus vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Peter Ridsdale, stjórnarfor-maður Leeds, fékk hótunar- bréf frá æstum aðdáendum í kjöl- far sölunnar á Rio Ferdinand til Manchester United. Ridsdale segist hafa íhugað að segja starfinu lausu í kjölfarið. Hann segir starf- ið eitt það erfið- asta sem hægt er að taka að sér. „Ég hef aldrei áður verið í starfi þar sem ég hef verið móðgaður jafn mikið. Bréf- in sem ég fékk innihéldu hótanir og annan sora og manni verður hugsað tel þess í hvernig sálará- standi fólks er,“ sagði Ridsdale. Ridsdale hefur látið til sín taka á fleiri sviðum því hann rak meðal annars knattspyrnustjórann Dav- id O¥Leary fyrr í sumar og réði Terry Venables í hans stað. FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Kópavogsvöllur Símadeild kvenna (Breiðablik - Valur) 18.30 Hásteinsvöllur Símadeild kvenna (ÍBV - Stjarnan) 18.30 KR-völlur Símadeild kvenna (KR - Grindavík) 16.50 RÚV Fótboltakvöld 17.30 Eskifjarðarvöllur 3. deild karla Úrslit (Fjarðabyggð - Grótta) 17.30 Sandgerðisvöllur 3. deild karla Úrslit (Reynir S. - Leiknir F.) 17.30 Fjölnisvöllur 3. deild karla Úrslit (Fjölnir - Vaskur) 17.30 Grenivíkurvöllur 3. deild karla Úrslit (Magni - KFS) 17.45 Sýn Íþróttir um allan heim 18.00 Þróttaravöllur 1. deild kvenna Úrslit (Þróttur R. - Tindastóll) 18.45 Sýn Enski boltinn (Arsenal - WBA) 23.00 Sýn Toppleikir FÓTBOLTI Glenn Hoddle, k n a t t s p y r n u s t j ó r i Tottenham og fyrrver- andi landsliðsþjálfari Englands, er sagður vera á höttunum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Samkvæmt breskum slúðurdálkum ætlar Hoddle að nýta sér bágborið fjárhags- ástand Chelsea og gera 8 milljóna punda tilboð, sem samsvarar um ein- um milljarði íslenskra króna, í Eið Smára,. Knattspyrnustjórinn mun þó ekki gera tilboðið, verði Jimmy Floyd Hasselbaink, samherji Eiðs Smára, seldur til Barcelona á Spáni.  Glenn Hoddle stjóri Tottenham: Á höttunum eftir Eiði Smára EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Hefur verið orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Tottenham, Sunderland og Manchester United. Hann og Jimmy Floyd Hasselbaink þóttu hættu- legasta framherjapar ensku úrvalsdeildar- innar á síðasta ári. FÓTBOLTI „Við erum aldrei ánægð- ir nema við séum í efstu sætum,“ segir Gunnar Sigurðsson, for- maður rekstrarfélags meistara- flokks karla knattspyrnufélags ÍA. Gunnar segir Ólaf Þórðarson, þjálfara liðsins, hafa fullt traust stjórnar og hefur honum verið boð- inn nýr samningur. „Ég vona að samn- ingurinn verði til þriggja ára en þetta er allt á v i n n s l u s t i g i , “ bætti Gunnar við. „Við ættum að vera einhverjum stigum ofar samkvæmt spilamennsku en það gengur ekki allt eftir. Kannski náum við þessu í síðustu lot- unni,“ segir Þórir Jónsson, for- maður rekstrarfélags knatt- spyrnudeildar FH. Hafnarfjarð- arliðið gerði tveggja ára samn- ing við Sigurð Jónsson, þjálfara, á síðasta ári sem er uppsegjan- legur af beggja hálfu í október. Þórir segir að stjórn félagsins muni fara yfir stöðu mála að móti loknu. „Ég held að það sjái allir að við erum nánast með sama hóp og varð í öðru sæti í fyrra. Þessi árangur eru mikil vonbrigði,“ segir Jóhann Ingi Árnason, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar ÍBV. Jóhann Ingi segir að Njáll Eiðsson, þjálfari, muni halda áfram að stýra liðinu en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. „Við höfum alltaf sagt að við stöndum með þjálfaranum okkar. Málin eru nú oft flóknari en það að hægt sé að kenna ein- um manni um,“ segir Jóhann Ingi. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, er ekki sáttur við stöðu Keflavík- urliðsins í deildinni. Hann segir að samningur Kjartans Másson- ar, þjálfara, renni út eftir þetta tímabil og verði ekki endurnýj- aður. „Það hefur aldrei staðið til. Hann gerði það fyrir okkur að taka við liðinu á miklum hremm- ingartímum og klárar sitt tíma- bil.“ Ekki er byrjað að leita eftir- manns Kjartans. Brynjar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Fótboltafélags Reykjavíkur, segist ekki vera ánægður með árangur Fram í sumar. Brynjar vill þó ekki kenna þjálfaranum, Kristni R. Jónssyni, um gengið. „Þetta starfsumhverfi sem hann hefur verið í er hund- þreytt. Við höfum ekki geta styrkt liðið og svo seldum við Val Fannar Gíslason fyrir mótið,“ segir Brynjar. Kristinn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann verður endurskoðaður í haust. „Kristinn á sjálfur eftir að ákveða hvort hann vilji halda áfram með liðið á þessum forsendum,“ segir Brynjar. „Hann hefur sinn metn- að eins og við og hefur lagt miklu meira á sig en segir til um í starfslýsingu hans.“ Kristján Guðmundsson, þjálf- ari Þórs, mun ræða við stjórn liðsins um framtíð sína hjá félag- inu á næstu dögum. Hann segist vera búinn að taka ákvörðun en vill ekki gefa hana upp. Hann ætlar að ræða við formann fé- lagsins til að byrja með. kristjan@frettabladid.is Þjálfarar hafa fullt traust þrátt fyrir slakt gengi Þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu í knattspyrnu karla og eiga þrjú lið möguleika á að landa Íslandsmeistaratitlinum. Nýliðar KA sigla lygnan sjó í fjórða sætinu. Önnur lið munu heyja harða baráttu um að halda sætum sínum. Formenn liðanna eru óánægðir með árangurinn en flestir segja þjálfara hafa fullt traust. HART BARIST Keflavíkurliðið þarf væntanlega að finna nýjan þjálfara. Ekki er víst að KR-ingar þurfi þess, enda í toppbaráttunni. Ólafur Þórðar- son, þjálfari ÍA, hefur feng- ið boð um áframhaldandi starf hjá lið- inu. Stjórn liðsins bauð honum samn- ing til þriggja ára. Manchester United: Verða að skora í kvöld FÓTBOLTI Manchester United mætir ungverska liðinu Zalaegerszegi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. Ung- verjarnir unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og þarf enska liðið því að skora tvö mörk til að komast áfram. Phil Neville segir að falli það úr keppni verði það stærsta áfall í sögu Meistarakeppninnar. „Það er nánast óhugsandi að við verðum ekki með í keppninni en við meg- um ekki taka neinu sem gefnu,“ sagði Neville. Ef United kemst ekki áfram má búast við að liðið verði af 15 milljónum punda.  FÓTBOLTI Þrír leikir fara fram í tólftu umferð Símadeildar kven- na í kvöld klukkan 18.30. Stór- leikur kvöldsins verður á Kópa- vogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Val. Kópavogsstúlkur eru í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig. Þær eru sex stigum á eftir KR, sem er í efsta sæti, en tveimur stigum á eftir Val sem er í öðru sæti. Valur verður að sigra í kvöld ætli þær sér Íslandsmeist- aratitilinn. Breiðabliksstúlkur eiga möguleika á honum þótt lík- urnar séu ekki mjög miklar. ÍBV tekur á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur eru í fjórða sæti deildarinnar með nítján stig en Stjarnan er í því sjötta með ellefu stig. KR-stúlkur fá botnlið Grinda- víkur í heimsókn í Frostaskjólið. KR hefur unnið tíu leiki í deild- inni en Grindavík hefur tapað tíu. KR-stúlkur KR-ingar verða því að teljast töluvert sigurstranglegri í kvöld.  SÍMADEILD KVENNA Lið Leikir U J T Mörk Stig KR 11 10 0 1 58 : 6 30 Valur 11 8 2 1 23 : 7 26 Breiðablik 11 8 0 3 27 : 10 24 ÍBV 11 6 1 4 24 : 14 19 Þór/KA/KS 12 4 0 8 10 : 31 12 Stjarnan 11 3 2 6 13 : 26 11 FH 12 2 1 9 8 : 42 7 Grindavík 11 1 0 10 7 : 34 3 12. umferð Símadeildar kvenna: Spennandi leikur Breiða- bliks og Vals í Kópavogi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.