Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 14

Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 14
14 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Rafhljómsveitin múm, sem ernýkomin heim eftir tónleika- ferðalag um Bandaríkin og Japan, heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Um er að ræða síðbúna útgáfutónleika platnanna „Loksins erum við engin“/“Finally we are no one“ sem komu út í maí á þessu ári. Leikarinn Jason Priestley, semmeiddist í kappakstursslysi fyr- ir tveimur vikum síðan, er kominn út af spítala. Leikarinn var viku á gjörgæslu og þurfti að gangast undir skurðaðgerðir á nefi, augum, fótum og baki. Læknar segja að hann eigi eftir að ná sér að fullu. Kvikmyndin „Signs“, með MelGibson, í aðalhlutverki fór öll- um að óvörum aftur í efsta sæti bandaríska bíóað- sóknarlistans. Myndin fór fyrst í efsta sætið á út- gáfudegi sínum fyrir fjórum vik- um síðan. Þrjár nýjar kvikmyndir voru frumsýndar um helgina en eng- in þeirra virtist ná að vekja al- mennilegan áhuga hjá bíógestum. „Signs“ er nýjasta kvikmynd „Sixth Sense“ leikstjórans M. Night Shamalyan. Hún fjallar um dular- full mynstur er myndast á ökrum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudag. Dave Grohl, söngvari FooFighters, segist hafa orðið hissa þegar hann rak augun í aug- lýsingaspjöld þar sem stóð að sveit hans ætlaði að gefa út nýja breið- skífu í haust. Orðrómur um að sveitin væri að fara að leggja árar í bát komst á kreik eftir að Grohl tók upp á því að tromma fyrir sveitina Queens of the Stone Age. Hann neitar því þó alfarið en vill ekkert gefa upp um hvort von er á plötu í ár eða ekki. KVIKMYNDIR Kvikmyndaáhuga- menn bíða spenntir eftir væntan- legri mynd leikstjórans Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hún heitir „Fálkar“ og skartar bandaríska leikaranum Keith Carradine og Margréti Vilhjálmsdóttur í aðal- hlutverkum. „Það verður bara að koma í ljós um hvað myndin er,“ svarar Frið- rik Þór aðspurður. „Ég vil aldrei segja um hvað myndir mínar fjal- la. Aðrir verða að segja til um það. Myndin er um fólk. Simon er am- erískur maður með fortíð úr fang- elsi. Hann kemur til landsins og hittir Dúu, unga stúlku, og örlögin haga því þannig að þau leggja land undir fót með fálka í farteskinu.“ Carradine hefur leikið í fjölda kvikmynda á ferli sínum og má þar nefna „Nashville“ sem Robert Altman leikstýrði og „The Duellist“ sem Ridley Scott gerði. „Hann hefur alltaf verið í uppá- haldi. Hann býr yfir ákveðinni ró og festu og gerir mjög mikið með svipbrigðum.“ Friðrik viðurkennir að per- sóna Simons hafi verið samin að hluta til með Carradine í huga, eftir að búið var að ráða hann í hlutverkið. „Hann kom með ágætis breytingatillögur áður en við fórum fyrir framan vélina. Ég keypti sumar en hafnaði öðr- um. Vegna þess að hann er Bandaríkjamaður þá urðu marg- ar af hans hugmyndum til þess að hjálpa persónunni.“ Friðrik segir að nýja myndin sé ólík fyrri verkum þó svo að hann reyni alltaf að halda í viss höfund- areinkenni. „Ég styðst við sama tökumann. Hann heitir Harald Paalgard og er að mínu mati með þeim bestu í heiminum í dag. Það er því vonandi margt sameigin- legt með Englunum og Fálkun- um.“ Myndin verður heimsfrum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Sú sýning er aðallega haldin fyrir dreifingarað- ila en Friðrik segist þegar vera búinn að selja kvikmyndina á ýmsa staði fyrirfram. Hvar og hvenær hún fer og fær dreifingu kemur svo í ljós eftir hátíðina í Toronto. „Þetta er orðið auðveld- ara fyrir mig. Okkur Íslendinga vantar núna fleiri leikstjóra sem ná að fjármagna myndir sínar. Ég sé það alveg gerast. Nú þurfum við bara að púðra út fyrir ungling- unum.“ Fálkar verður frumsýnd hér á landi 27. september. biggi@frettabladid.is THE SWEETEST THING kl. 8 og 10 MEN IN BLACK 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ens. tali kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8, 10 og 11 Powersýning kl. 6FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6 ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30 kl. 10NOVOCAINE SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398 EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417 SUM OF ALL FEARS 5.30, 8 og 10.30 VIT420 MR. BONES kl. 10.10 VIT415 FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 og 6 VIT418 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 3.45 VIT410 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423 TÓNLIST Megin ástæðan fyrir vinsæld-um Coldplay er vinalegur hljómur þeirra. Allt er lagt í það að passa að tónlistin gangi ekki fram af neinum. Það ætti því ekki að koma á óvart að heyra að nýja platan sé ófrumleg. Enda kemur sveitin frá landi þar sem tónlistar- pressan setur oft samasem-merki á milli þess að vera framúrstefnu- legur og tilgerðarlegur. Ég fæ á tilfinninguna að liðsmenn séu að passa sig að vera ekki of frumleg- ir. Sem hlýtur að teljast undarlegt þar sem þeir virðast afar skapandi menn. Sem betur fer eru í sveitinni ágætis lagahöfundar, annars myndi sveitin falla hraðar af stjörnuhimninum en tíu tonna trukkur af Hallgrímskirkju- turni. Góðu lögunum er raðað fremst og eftir hið magnþrungna upphafslag „Politik“ taka slag- ararnir við. Og þar eru lagasmíð- ar fínar. Lagið „The Scientist“ verður örugglega með vinsælli lögum sveitarinnar frá upphafi. En fljótlega eftir miðbik plöt- unnar er eins og fótunum sé kippt undan plötunni. Lagasmíð- arnar verða latari og erfitt er að halda sér vakandi til enda. Þó að vandað sé til verka í hljóðvinnslu grunar mig að liðsmenn hafi ekki gefið sér nægilegan tíma í lagasmíðar. Fyrir vikið hreyfir platan lítið við manni og á á hættu að hverfa inn í móðu gleymskunnar. Hmm... um hvað var ég eiginlega að tala? Birgir Örn Steinarsson „Allt í lagi“ plata COLDPLAY A Rush of Blood to the Head Fálkar nálægt flugi Eftir mánuð verður nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Fálkar“ frumsýnd hér á landi. Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. ASHANTI Ekki eru allir á einu máli um ágæti As- hanti. Hún lét þó gagnrýnina ekki á sig fá og tók lagið á verðlaunahátíðinni. „Lady of Soul“ verðlaunahátíðin: Umdeildur sigurvegari TÓNLIST Söngkonan Ashanti kom, sá og sigraði á „Lady of Soul“ verðlaunahátíðinni er haldin var í Bandaríkjunum á laugardag. Hátíðin er leggur af hinum virtu Soultrain verðlaunum. Ashanti tók við aðalverðlaununum sem „skemmtikraftur ársins“. Stúlkan var með flestar til- nefningar í ár og ekki virtust all- ir jafn sáttir við það. Um 28 þús- und manns höfðu fyrir hátíðina skilað inn undirskriftum sem gagnrýndu það að hún væri á meðal tilnefndra þar sem þeir töldu hana ekki nægilega hæfi- leikaríka. Stúlkan fékk ein önnur verðlaun um kvöldið sem „besti nýliðinn“. Fyrsta breiðskífa stúlkunnar, sem heitir í höfuðið á henni, hef- ur nú þegar selst í rúmlega tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Fyrri sigurveg- arar hátíðarinnar eru meðal ann- ars Toni Braxton, Mariah Carey, TLC, og Jill Scott.  NÝJAR VÖRUR KOMNAR – KOMDU OG KÍKTU Á ÚRVALIÐ Pöntunarlínan opin til 22 alla daga sími 565 3900 Freemans – Bæjarhrauni 14 – 220 Hafnarfjörður www.freemans.is LÆKKAÐ VERÐ FÓLK Leikarinn Samuel L. Jackson hefur nú viðurkennt að hann skar- ti hárkollum í flestum mynda sinna þar sem hann sé að verða nauðasköllóttur. Hann segist flet- ta í gegnum nokkur tímarit eftir að hann tekur að sér hlutverk til þess að velja sér hvernig hárkollu hann vilji láta búa til fyrir sig. „Ég reyni að hanna útlit fyrir allar persónur mínar með því að skoða tímarit,“ sagði Jackson ný- lega í viðtali. „Ég fletti þeim, finn flotta hárgreiðslu og hrópa húrra! Svo hef ég samband við hárkollu- gerðarmanninn minn og sendi honum myndina.“ Hann segist líka hafa fengið hárgreiðslur að láni frá nánasta samstarfsfólki sínu. Fyrir nýjustu mynd sína „ X„ bætti leikarinn stærðar öri fram- an í sig. „Vondi maðurinn í spennumyndum er alltaf með ör. Mig langaði til þess að vera góði gæinn með ör.“  Samuel L. Jackson: Notar hár- kollur í kvik- myndum SAMUEL L. JACKSON Stal þessari hárgreiðslu örugglega frá ömmu sinni. FÁLKAR Það er Hilmar Örn Hilmarsson sem sér um tónlistina í Fálk- um, eins og mörgum af fyrri myndum Friðriks. „Við erum búnir að þekkjast lengi,“ segir Friðrik. „Það er gott að hafa einhvern sem maður veit nákvæmlega hvað getur gert.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.