Fréttablaðið - 02.09.2002, Blaðsíða 6
STJÓRNMÁL Umræður um flutning
verkefna á sviði matvælaeftirlits
frá landbúnaðar- og umhverfis-
ráðuneytum til sjávarútvegsráðu-
neytis hafa legið niðri í allt sumar.
Hugmyndir um sameiginlega yf-
irstjórn matvælaeftirlits í einu
ráðuneyti voru ræddar síðasta
vor. Enn sem kom-
ið er hefur engin
niðurstaða fengist
í málið.
Eitt af því sem
flækir málið er að
matvælaeftirlit er
veigamikill þáttur
í starfi landbúnað-
arráðuneytisins.
Viðmælandi blaðs-
ins sagði að þetta væri í raun
spurning um hvort landbúnaðar-
ráðuneytið lifði af. Ef matvæla-
eftirlitið væri tekið frá ráðuneyt-
inu þyrftu önnur verkefni að
koma í staðinn til að ráðuneytið
gæti staðið undir nafni. Því væri í
raun rökrétt að horfa á stjórnar-
ráðið í heild sinni ef menn ætluðu
að ráðast í svo miklar breytingar.
Þá væri hægt að sameina ráðu-
neyti í stað þess að skilja eitt
ráðuneyti eftir sínu veikara.
Auk matvælaeftirlitsins hafa
verið hugmyndir um að flytja
stjórn fiskeldisins frá landbúnað-
arráðuneyti til sjávarútvegsráðu-
neytis. Hvorugur flutningurinn er
líklegur til að hljóma vel í eyrum
þeirra í landbúnaðarráðuneytinu
sem við það yrði hálfgerður
dvergur í samanburði við hin
ráðuneytin, kæmi ekkert á móti.
Í nágrannalöndum er matvæla-
eftirlit á verksviði eins ráðuneytis
en ekki þriggja eins og hér er.
Breytingin yrði því til samræmis
við það sem víða er.
Í sumar mun hafa verið rætt
nokkuð við sveitarfélög um fyrir-
komulag matvælaeftirlits í
tengslum við flutning verkefna
innan stjórnsýslunnar. Viðmæl-
andi blaðsins úr stjórnkerfinu
kvaðst ekki þora að fullyrða hver
niðurstaðan yrði. Hann sagði að ef
af því yrði að samkomulag næðist
um að færa verkefnin milli ráðu-
neytanna yrði það væntanlega
gert þannig að gildistaka breyt-
inganna yrði tengd kosningum á
næsta ári.
brynjolfur@frettabladid.is
6 2. september 2002 MÁNUDAGURSPURNING DAGSINS
Hverjir verða Íslandsmeistarar
í fótbolta?
Fylkir, en ég held með Þrótti.
Hörður Sturluson
VIÐSKIPTI
ERLENDAR VÍSITÖLUR
Dow Jones 8.663,5 -0,1%
Nsdaq 1314,8 -1,6%
FTSE 4227,3 +0,4%
DAX 3.712,9 +1,4%
Nikkei 9.619,3 0,0%
S&P 916,1 -0,2%
Viðmælandi
blaðsins sagði
að þetta væri í
raun spurning
um hvort
landbúnaðar-
ráðuneytið
lifði af.
Við bjóðum fyrsta flokks viðgerðir fyrir
allar tegundir bifreiða á svipstundu.
Engar tímapantanir.
Komdu núna!
• Dekk
• Rafgeymar
• Smurning
• Bremsur
• Þurrkublöð
• Perur
• Rúðuvökvi
ÞETTA GERUM VIÐ!
REYKJAVÍK • AKUREYRI
A
B
X
/
S
ÍA
VIÐSKIPTI Flaga hf. hefur gert sam-
komulag um kaup á bandaríska
fyrirtækinu Medcare Diagnostics
og er stefnt að undirritun endan-
legs kaupsamnings á næstu dög-
um. að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Flögu hf. Medcare, sem
starfar á sama markaði sérhæfir
sig í gerð hugbúnaðar og tækja til
svefnrannsókna. Kaupverðið er
um 1.400 milljónir króna. Með
kaupunum verður Flaga hf. stærs-
ta fyrirtækið á sviði hugbúnaðar
og tækja til svefnrannsókna í
heiminum en Medcare hefur ver-
ið einn helsti keppinautur fyrir-
tækisins.
Flaga áformar að sameina
rekstur félaganna undir nafni
Medcare. Starfsmenn félagsins
verða um 100 talsins. Höfuðstöðv-
ar fyrirtækisins verða í Reykja-
vík, en félagið verður einnig með
skrifstofur í Buffalo, New York,
þar sem meðal annars fer fram
markaðs- og sölustarfsemi, og í
Amsterdam þar sem fram fer
rannsóknar- og þróunarvinna.
111,4 milljóna króna hagnaðurvar á rekstri Kaupfélags Hér-
aðsbúa fyrstu sex mánuði ársins.
135,7 milljónir fengust fyrir sölu
eignum. Gert er ráð fyrir að
hagnaður verði á rekstri félags-
ins á árinu þegar sölutekjur hafa
verið dregnar frá.
Þorsteinn Már Baldvinsson hef-ur sagt sig úr bankaráði Ís-
landsbanka. Afsögnin kemur í
kjölfar þess að hann seldi allt
hlutafé sitt í bankanum.
Tap á starfsemi Stáltaks á fyrrihelmingi ársins nam 40,6
milljónum króna. Eigið fé fyrir-
tækisins nam 134,4 milljónum
króna í lok júní.
Hraðfrystistöð Þórshafnar hef-ur selt allt hlutafé sitt í SÍF.
Hluturinn sem nam 8,6 milljón-
um króna að nafnvirði var seldur
á genginu 4,05.
Hagnaður FiskiðjusamlagsHúsavíkur fyrstu sex mánuði
ársins nam 55,9 milljónum króna
fyrir afskriftir. Á sama tíma á
síðasta ári nam hagnaður félags-
ins 405,4 milljónum króna.
Sparisjóður Vestmannaeyjahagnaðist um 25,9 milljónir
króna að reiknuðum sköttum á
fyrri hluta ársins.
367,9 milljóna króna tap varð árekstri Líftæknisjóðsins MP-
BIO fyrri hluta ársins.
DERA GHAZI KHAN, PAKISTAN, AP Dóm-
stólar í Pakistan hafa dæmt sex
menn til dauða eftir að þeir
nauðguðu konu til að refsa fjöl-
skyldu hennar. Átta menn voru
sýknaðir. Fjórir hinna dæmdu
tóku þátt í nauðguninni en hinir
tveir voru meðlimir í ættbálka-
ráði sem skipaði fyrir um verkn-
aðinn þann 22. júní síðast liðinn í
þorpinu Meerwala. Hinir sýknuðu
voru einnig meðlimir í ráðinu.
Meðlimir ættbálkaráðsins skipaði
fyrir um að stúlkunni skyldi
nauðgað þar sem bróðir hennar
hafði átt í ástarsambandi við
stúlku úr ætt þeirra. Fórnarlamb-
ið var ekki viðstatt dómsúrskurð-
inn en fjölskyldumeðlimir hennar
söfnuðust saman fyrir utan rétt-
arsalinn og var gætt af lögreglu.
Alþjóðlegir mannréttindahóp-
ar og fjölmiðlar hafa fylgst náið
með málinu. Mannréttindahópar
hafa gagnrýnt yfirvöld í Pakistan
fyrir að leyfa ættbálkaráðum að
dæma í slíkum málum og kveða
upp jafn ógeðfellda dóma.
FÓRNARLAMBIÐ
Fórnarlamb nauðgunarinnar, til
vinstri, situr hér ásamt móður
sinni. Mennirnir sem nauðguðu
henni hafa verið dæmdir til
dauða. Málið hefur vakið mik-
inn óhug.
Dómur kveðinn upp í óhugnanlegu máli í Pakistan:
Sex menn dæmdir til dauða fyrir nauðgun
Svefnrannsóknir:
Flaga sameinast helsta
keppinauti sínum
LAUGAVEGUR 53B
„Húsið kjörið fyrir veitingastað,“ segir einn
þeirra sem hyggst opna þar veitingahús ef
öll leyfi fást.
Íbúar við Laugaveg:
Geta alltaf
átt von á
veitingahúsi
nærri sér
SKIPULAGSMÁL „Ég vil bara undir-
strika það að það hefur ekki verið
lyft hamri í þessu húsnæði fyrir
okkar tilstilli og mun ekki vera
gert fyrr en öll leyfi liggja fyrir,“
segir Hannes Halldórsson, einn
þeirra sem hyggja á opnun veit-
ingarstaðar við Laugarveg 53.
Fram hefur komið að íbúar húss-
ins mótmæla að þarna verið veit-
ingastaður. Hannes segir að arki-
tekt hússins hafi gefið þær upp-
lýsingar að á annar hæð eigi að
vera verslunarrekstur samkvæmt
teikningum og því um virðisauka-
húsnæði að ræða. „Sótt hefur ver-
ið um leyfi til byggingar- og
skipulagsnefndar en þeirra skil-
yrði fyrir leyfi er að séð verði fyr-
ir sérstakri einangrun í loft og
brunavörn fylgi ákveðnum kröf-
um.“
Hannes segir að einkennilegt
að íbúar skuli vera að mótmæla
því það sé ekki hægt að búast við
því að ekki sé veitingarekstur eða
viðlíka starfsemi við Laugaveg-
inn. „Það vita það allir sem kaupa
við Laugaveginn að þar má alltaf
búast við að verði einhver at-
vinnustarfsemi og veitingahús er
eitt af því.“
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
Ef hugmyndir um að sameina matvælaeftirlit undir einu ráðuneyti ganga eftir aukast
verkefni sjávarútvegsráðuneytisins mjög.
Engar umræður hafa verið á ráðuneytisstigi um flutning matvælaeftir-
lits í eitt ráðuneyti. Landbúnaðarráðuneytið er sagt í tilvistarkreppu,
verði veigamikill þáttur í starfi þess flutt til sjávarútvegsráðuneytis.
Flutningur mat-
vælaeftirlits strand