Fréttablaðið - 02.09.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 2. september 2002
Vetrartíminn er kominn
Smáralind — opið alla virka daga kl.
11:00—19:00 og einnig er opið um
helgar. Skrifstofur VÍS í útibúum
Landsbankans á Höfn í Hornafirði
og í Ólafsvík eru opnar frá kl. 9:15—
16:00. Sími 560 5000 í þjónustuveri
VÍS er opinn frá kl. 8:00—19:00 alla
virka daga.
Skrifstofur VÍS eru opnar frá kl. 9—17 alla virka daga í vetur.
Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Þjónustuver 560 5000 · upplysingar@vis.is · www.vis.is
þar sem tryggingar snúast um fólk
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
2
3
2
FRAMBOÐ Yfirgnæfandi líkur eru
taldar á að sjálfstæðismenn í
Norðvesturkjördæmi efni til op-
ins prófkjörs vegna röðunar á
lista flokksins fyrir komandi al-
þingiskosningar. Sýnt þykir að
erfiðlega muni ganga að ná sam-
komulagi meðal sitjandi þing-
manna um skipan sæta. Að minns-
ta kosti fimm sitjandi þingmenn
munu gera tilkall til öruggs sætis,
allt þungaviktarmenn. Þeir Vil-
hjálmur Egilsson 1. þingmaður
Norðurlands vestra, Einar K.
Guðfinnsson, 1. þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis, Einar Oddur
Kristjánsson 5. þingmaður Vest-
fjarða, Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra og 1. þingmaður
Vesturlands og Guðjón Guð-
mundsson, 4. þingmaður Vestur-
lands. Þessir koma til með að bít-
ast um efstu sætin, að ótöldum
nýjum mönnum sem kunna að
koma fram. Kjördæmisþing Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi verður haldið í Snæfellsbæ
28. september. Þá ræðst væntan-
lega hvernig staðið verður að vali
á listann.
Samskip:
Sækja á Rúss-
landsmarkað
VIÐSKIPTI Samskip hafa keypt flutn-
ingafyrirtækið Sotra Europa
Transport GmbH. Kaupunum er
ætlað að styrkja markaðsstöðu
Samskipa í Rússlandi og víðar í
samveldislöndum fyrrum Sovét-
ríkjanna. Dótturfyrirtæki Sam-
skipa hf. í Bremen, Samskip
GmbH, sá um kaupin. Sotra hefur
verið rekið með hagnaði frá stofn-
un og var velta þess um 600 millj-
ónir króna árið 2001.
SamskipGmbH hafa, í sam-
vinnu við aðrar skrifstofur Sam-
skipa í Rússlandi og á meginlandi
Evrópu, byggt upp öfluga flutn-
ingaþjónustu til Rússlands og nið-
ur í Kaspíahaf á undanförnum
árum og styrkir stöðu sína enn
frekar með kaupunum þar sem
Sotra hefur verið einn helsti keppi-
nautur Samskipa á þessu markaðs-
svæði. Búist er við umtalsverðri
uppbyggingu á þessu svæði á kom-
andi árum, einkum í tengslum við
olíuiðnað í og kringum Kaspíahaf.
Eftir kaupin verða fyrirtækin sam-
einuð og starfsemin rekin undir
nafni Samskipa GmbH.
SAMSKIP
Verða betur í stakk búin til að
sinna vexti og viðhalda sterkri
markaðsstöðu sinni á svæðinu eftir
kaupin á Sotra Europa.
ALÞINGI
Átök um sætin 63 í þingsalnum eru hafin.
Óvíst er hverjar afleiðingar prófkjör sjálf-
stæðismanna í Norðvesturkjördæmi gætu
orðið.
Sjálfstæðismenn Norðvesturkjördæmi:
Yfirgnæfandi líkur
á opnu prófkjöri