Fréttablaðið - 02.09.2002, Qupperneq 11
FRAMBOÐ Kjördæmisráð Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs í norðvesturkjördæmi
ákvað á fundi sínum um helgina
að stillt yrði upp á framboðslista
flokksins í kjördæminu fyrir
næstu kosningar. Uppstillingar-
nefnd var kosin á fundinum.
Henni er ætlað að gera tillögu
um lista sem lagður skal fyrir
kjördæmisþing. Hildur Trausta-
dóttir, formaður kjördæmisráðs,
segist gera ráð fyrir að kjör-
dæmisþingið verði haldið í nóv-
ember.
Jón Bjarnason, þingmaður
flokksins á Norðurlandi vestra,
lýsti því yfir á fundinum að hann
gæfi kost á sér til að leiða list-
ann.
MÁNUDAGUR 2. september 2002
PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD
Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærðfræði)
Grunnnám. Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætl-
að þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja
upprifjun frá grunni.
Fornám. Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim
sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Upp-
rifjun og undirbúningur fyrir nám á framhaldsskóla-
stigi.
Framhaldsskólastig:
Sjúkraliða-,nudd- og félagsliðanám.
Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla og
sérgreinar á heilbrigðissviði.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og hefst 9. septem-
ber.
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er hald-
ið í lágmarki. Ýmis fög einnig kennd í fjarnámi.
INNRITUN Í PRÓFADEILD fer fram 28. ágúst til 6.
september kl. 9 - 19 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
FRÍSTUNDANÁM
INNRITUN Í FRÍSTUNDANÁM fer fram 11. - 17.
september
Kennsla hefst 23. september
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Innritun hefst 18. september og kennsla hefst 30.
september
Stöðupróf 20. september kl. 17 og 18 og 21. septem-
ber kl. 13 og 14
HAUST 2002
Upplýsingar í síma 551 2992. Fax: 562 9408.
Netfang: nfr@namsflokkar.is http://www.namsflokkar.is
KABÚL, AFGANISTAN, AP Sendinefnd á
vegum Sameinuðu þjóðanna mun
rannsaka meintar fjöldagrafir í
norðurhluta Afganistan með að-
stoð herforingja úr Norðurbanda-
laginu. Talsmaður SÞ segir að
nefndin muni hitta þrjá herfor-
ingja úr bandalaginu sem hafa
boðið fram aðstoð sína. Talið er að
um 200 Talibanar hafi kafnað í
flutningagámi sem verið var að
flytja þá í eftir að þeir gáfust upp
í árásum Bandaríkjanna og Norð-
urbandalagsins í fyrra. SÞ hafa
verið gagnrýnd fyrir vinnubrögð
sín þar sem einn herforingjanna,
sem boðið hefur fram aðstoð sína,
hefur verið sakaður um að eiga að-
ild að fjöldamorðunum. Hann neit-
ar hins vegar ásökunum og segir
tölur um mannfall ýktar. Óvíst er
hvenær nefndin hefur rannsókn
sína og ekki var gefið upp hverjir
myndu eiga aðild að henni. Ríkis-
stjórn Afganistan sagðist í síðasta
mánuði ætla að hefja rannsókn á
málinu. Hún hefur þó lítil völd
utan Kabúl. Í norðurhluta landsins
fara herforingjar úr Norður-
bandalaginu með völdin.
Rannsókn á fjöldagröfum í Afganistan:
Nefnd á vegum
Sameinuðu þjóð-
anna gagnrýnd
Norðvesturkjördæmi:
VG
stillir upp
JÓN BJARNASON
Gaf kost á sér til að leiða listann.