Fréttablaðið - 02.09.2002, Blaðsíða 14
14 2. september 2002 MÁNUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Svo virðist sem leikarinn BradPitt hafi safnað síðu skeggi,
sem hann hefur skartað mánuð-
um saman, til ein-
skis. Pitt safnaði
skegginu fyrir
leik sinn í mynd-
inni „The Founta-
in“, sem átti að
verða næsta leik-
stjórnarverkefni
Darren Aronof-
sky (Requiem for
a dream), en dró sig á dögunum
úr verkefninu. Framleiðsla
myndarinnar hefur verið í stöð-
ugu uppnámi síðustu mánuði og
fékk leikarinn einfaldlega nóg,
gekk reiður af tökustað í miðjum
klíðum og sagði starfi sínu lausu.
Útlit er því fyrir að myndin verði
aldrei kláruð.
Leikkonan Winona Ryder, semvar kærð á dögunum fyrir
búðarhnupl, íhugar nú lýsa sig
seka. Talsmenn hennar segja að
ef hún geri svo sé það gert til að
forðast fangelsisvist. Ef svo fer
er líklegt að stúlkan verði látin
vinna nokkra daga fyrir samfé-
lagið. Ryder reynir nú allt hvað
hún getur að forðast það að mál
hennar komi fyrir dómsstóla
enda myndi fjölmiðlafárið út af
málinu líklegast ná hámarki ef
svo færi.
Madonna og eiginmaður henn-ar, leikstjórinn Guy Ritchie,
deila nú mikið um endir kvik-
myndarinnar
„Swept Away“
sem hann leik-
stýrir og leikur
aðalhlutverkið í.
Myndin er ástar-
saga tveggja ólík-
legra elskenda
sem finna ástina
þegar þau verða
strandaglópar á
eyðieyju. Hjúin
geta ekki komist
að samkomulagi
um það hvort ást-
arsamband aðal-
persónanna haldi
áfram eftir að
dvöl þeirra á eyj-
unni lýkur.
Madonna segir „já“ en Guy „nei“.
Það verður gaman að sjá hvort
þeirra gengur í buxunum á heim-
ilinu. Sú gáta ætti að ráðast þeg-
ar kemur í ljós hvernig myndin
endar á frumsýningardaginn í
mars á næsta ári.
TÓNLIST Nafn væntanlegrar breið-
skífu Sigur Rósar lifir einangr-
uðu lífi á prenti. Að segja nafnið
„( )“ upphátt er ómögulegt. Lögin
á nýju plötunni verða 8 talsins og
ber ekkert þeirra nafn. Í bæk-
lingnum sem fylgir í umslaginu
verða tólf auðar síður og vonast
liðsmenn sveitarinnar til þess að
kaupendur leiti í sinn eiginn hug-
myndabrunn til að fylla upp í eyð-
urnar. Það er því hægt að tala um
fyrsta gagnvirka plötuumslag
tónlistarsögunnar.
„Fólk á að hlusta á lögin og
skrifa niður þá texta sem það
heyrir,“ útskýrir Jón Þór Birgis-
son söngvari Sigur Rósar. Lögin
eru öll sungin á „vonlensku“, sér-
hönnuðu tungumáli Jónsa sem
styðst við hljóð en ekki orð. Menn
heyra því væntanlega mismun-
andi hluti. „Já, eða teikna myndir.
Ágætis Byrjun var á íslensku og
það var gaman að fylgjast með
viðbrögðum útlendinga við
tungumálinu. Margir skildu text-
anna á sinn hátt. Sumir bjuggu til
sögur úr sínu lífi og umhverfi.
Það er mjög skemmtilegt að fá
svoleiðis viðbrögð. Þar kviknaði
hugmyndin.“
Framan á umslaginu verður
mynd en upplýsingar um laga-
heiti og upptökur er hvergi að
finna. Þau vinnuheiti sem aðdá-
endur kannast við af tónleikum,
svo sem „Dauðalagið“ og „Popp-
lagið“, voru látin víkja fyrir nafn-
leysinu.
„Við erum svo að vonast til
þess að þegar fólk er búið að skri-
fa texta sína í bæklinginn að það
fari á heimasíðuna okkar og skri-
fi textana þar. Þar verður forrit
sem getur valið út þau orð sem
oftast eru notuð. Það verður svo
texti laganna.“
Plötunni er skipt í helminga. Á
þeim fyrri verða nýrri lagasmíð-
ar og slá rúmlega tveggja ára
gömul lög smiðshöggið.
Síðasta tónleikaferðalag Sigur
Rósar var liðsmönnum erfitt.
Lögin á Ágætis Byrjun voru
mörg hver orðin nokkurra ára
gömul þegar platan kom út. Því
var það þeim ekki mikið gleðiefni
að leika sum þeirra aftur og aft-
ur, kvöld eftir kvöld.
„Við ætlum að reyna að af-
greiða þessa plötu á skömmum
tíma. Við förum í stutt tónleika-
ferðalag í október og annað mán-
aðarlangt í nóvember. Síðan
verða smá ferðalög í janúar og
febrúar. Eftir það segjum við
„stopp“. Við lærðum mjög mikið
af því að gera þessa plötu og
erum byrjaðir að semja ný lög.
Við ætlum að leyfa þeim aðeins
að meltast og svo taka þau upp
eins fljótt og mögulegt er,“ segir
Jónsi að lokum.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MINORITY REPORT kl. 8 og 10
MEN IN BLACK 2 kl. 8
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ens. tali kl. 4 og 6
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 4, 4.30, 5.30 og 6.30
kl. 8 og 10LILO OG STITCH
kl. 6, 8 og 10MAÐUR EINS OG ÉG ABOUT A BOY kl. 6
THE MOTHMAN... kl. 10.20
LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15
Sýnd kl. 8 og 10.20
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 4 VIT410
LILO OG STITCH kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT430
LILO OG STITCH ísl. tali kl. 3.45 og 6 VIT429
MAÐUR EINS OG ÉG 6, 8 og 10.10 VIT422
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 VIT418
EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 VIT 427
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 VIT 428
Fyrsta gagnvirka
plötuumslagið
Sigur Rós gefur út þriðju breiðskífu sína, „( )“, þann 28. október. Á meðan
tónlistaráhugamenn bíða með skjálfta í hnjánum, og fiðring í tánum, berast
fregnir af undarlegu umslagi og að ekkert laganna beri nafn.
Verð aðeins:
350. -kr.
STUTTMYND
KVIKMYNDIR Tvær íslenskar bíó-
myndir hafa verið valdar í
„Contemporary World Cinema“,
aðaldagskrá 27. alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Toronto í
Kanada. Þetta eru Fálkar í leik-
stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar
og Hafið í leikstjórn Baltasars Kor-
máks. Verða þar heimsfrumsýn-
ingar beggja myndanna en þær
verða frumsýndar á Íslandi í sept-
ember.
Toronto-hátíðin sem stendur
yfir 5.-14. september er ein mikil-
vægasta kvikmyndahátíð heims.
Ríkir mikil samkeppni framleið-
enda og leikstjóra um að fá þar
heimsfrumsýningar verka sinna. Á
hátíðinni verða að þessu sinni ein-
nig heimsfrumsýningar á nýjustu
bíómyndum Joels Schumacher,
Neil Jordan, Jim Sheridan, Danièle
Thompson, Patrice Leconte og
fleiri heimsþekktra leikstjóra.
Kvikmyndahátíð í Toronto:
Tvær íslenskar
kvikmyndir valdar
HAFIÐ
Hélène de Fougerolles og Hilmir Snær
Guðnason.
FÁLKAR
Margrét Vilhjálmsdóttir lætur fálkann
fljúga.
TÍSKA Á UMHVERFISRÁÐSTEFNU
Hér sést fyrirsæta sýna fatnað er gerður er
úr endurunnu efni í tilefni Umhverfisráð-
stefnunnar sem fer fram í Jóhannesarborg
þessa dagana. Mikið hefur verið um listalíf
í Cape Town og Jóhannesarborg síðustu
daga þar sem listamenn nýta sér óspart
tækifærið til þess að sýna hugarsmíðar
sínar. Mikill fjöldi ferðamanna er viðstadd-
ur umhverfisráðstefnuna í Suður-Afríku.
Fötin sem hér sjást eru gerð úr drykkjar-
dollum, geisladiskahulstrum og öðrum
endurvinnanlegum efnum.
BATMAN
Ætli Blaki gamli muni taka lög af „Bat out
of Hell“-plötunni hans Meat Loaf?
Tim Burton gerir
söngleik:
Batman á
Broadway
SÖNGLEIKUR Leikstjórinn Tim
Burton hefur ákveðið að setja upp
söngleik sem byggður er á ævin-
týrum Batmans. Hetjan á þar,
þrátt fyrir að taka líklegast lagið,
að viðhalda þeirri dökku ímynd
sem hann gaf henni í myndum sín-
um „Batman“ og „Batman Ret-
urns“.
Með þessu vonast Burton til að
bjarga sögupersónunni frá því
hallæri sem hún lenti í eftir hina
hræðilegu mynd leikstjórans Joel
Schumacher „Batman & Robin“
frá árinu 1997.
Áætlað er að söngleikurinn
verði frumsýndur árið 2005 og er
Burton víst búinn að hanna sviðs-
mynd og hin ýmsu fjöldadansat-
riði. Búist er við því að helstu
sögupersónurnar, að Blaka gamla
undanskyldum, verði Jókerinn,
Kattarkonan og Poison Ivy.
Þessa dagana er Burton að und-
irbúa tökur á næstu mynd sinni.
Hún á að heita „Big Fish“ og fjall-
ar um mann sem snýr aftur til
heimabæjar síns til að vera við hlið
föður síns á dánarbeði hans. Mað-
urinn ákveður að rannsaka sann-
leiksgildi lygilegra sagna sem fað-
ir hans sagði honum stöðugt af
sjálfum sér á uppeldisárum hans. Í
rannsókn sinni fer sonurinn svo að
sjá föður sinn í nýju ljósi.
Það verður stórleikarinn Ewan
McGregor sem fer með hlutverk
sonarins og Albert Finney leikur
föðurinn.
SIGUR RÓS
Sú staðreynd að ekkert laganna á nýju plötunni ber nafn á lík-
legast eftir að skapa vandræði útvarpsmanna. Jónsi hefur þó
ekki miklar áhyggjur af því. „Það verður einmitt gaman að sjá
hvernig þeir fara af því. Þeir hljóta að finna sínar aðferðir,“ seg-
ir hann og hlær léttilega. Jónsi segir sveitina ætla að reyna að
halda útgáfutónleika hér á landi í lok október.