Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 16
16 2. september 2002 MÁNUDAGURÁ HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ?
BÆKUR MÁNUDAGURINN
2. SEPTEMBER
FJÖLSKYLDUREKSTUR Feðgarnir Guð-
mundur Árnason og Sæbjörn
Guðmundsson reka saman tann-
læknastofu í einu elsta húsi
Reykjavíkur, Þingholtsstræti 11.
Guðmundur leigði sér aðstöðu í
húsinu árið 1959 af þáverandi
eiganda Lárusi B. Lúðvíkssyni.
Eftir að keypt húsið árið 1976
hafa umtalsverðar umbætur
verið gerðar á þessu merka húsi
og fékk Guðmundur viðurkenn-
ingu Reykjavíkurborgar árið
1999 fyrir þær umbætur.
„Helgi Helgason, snikkari og
tónskáld byggði húsið árið 1870.
Hann var afburðarsmiður sem
bæði hannaði og byggði mörg
hús í bænum. Það sem einkenndi
þau voru vindskeið á göflum en
Helgi var sá fyrsti sem innleiddi
þau. Til þess að koma húsinu í
upprunalegt horf var stuðst við
gamla ljósmynd sem tekin var af
Sigfúsi Eymundssyni árið 1885.
Bárujárnið sem sett hafði verið á
húsið, stuttu eftir að myndin var
tekin, var rifið í burtu og þess í
stað settar viðarplötur. Það eina
sem vantar í dag eru flatsúlur
framan á húsið en þær verður að
sérsmíða,“ segir Guðmundur.
Feðgarnir segja afar ánægjulegt
að vinna í þessu gamla húsi og
eru sammála um að viðskipta-
vinir þeirra hafi orð á því að góð-
ur andi ríkti í húsinu.
Guðmundur útskrifaðist sem
tannlæknir árið 1958. „Ég ætlaði
alltaf í læknanám en komst fljót-
lega að því að það væri lengri
leið. Ég var komin með konu og
börn, 23 ára gamall, og má segja
að hagkvæmnin hafi ráðið.“
Sæbjörn, sem lauk námi árið
1987, segir föður hvorki hafa latt
sig né hvatt til að stunda tann-
lækningar. Um tilviljun hafi ver-
ið að ræða. Skólafélagi hans hafi
þrábeðið hann um að koma með
sér og hann því slegið til. „Ég
byrjaði strax að vinna hjá pabba.
Okkur hefur alltaf samið ágæt-
lega og því var engin ástæða til
að fara annað.“ Guðmundur tók
undir þetta og segir þá ekki ein-
ungis deild með sér starfinu
heldur golfinu.
Sæbjörn segist hafa gengið að
miklum fróðleik hjá föður sín-
um. „Vissulega gat ég uppfrætt
hann um það nýjasta sem ég
hafði verið að læra en á móti
kom hann með úrlausnir. Það
væri ekkert annað en hroki að
útiloka þessi gömlu gildu sem
vissulega standast tímans tönn,
ef svo má að orði komast.“
kolbrun@frettabladid.is
Gömlu gildin
standast tímans tönn
Tannlæknarnir og feðgarnir Guðmundur Árnason og
Sæbjörn Guðmundsson starfa saman í einu elsta húsi Reykjavíkur,
Þingholtsstræti 11.
GUÐMUNDUR ÁRNASON OG SÆBJÖRN GUÐMUNDSSON
Helgi Helgason var ekki einungis hagleikssmiður heldur og þekkt tónskáld. Eitt þekkt-
ari laga hans er Öxar við ána. Hann stofnaði sennilega fyrstu hljómsveit landsins sem
kallaðist Lúðrablástrarfélag Reykjavíkur. Mætti leiða getum að því að hann hafi stofnað
hljómsveitina í húsi sínu í Þingholtstræti 11.
Inga Birgisdóttir, tannsmiður
Mér finnst við lifa á góðum tímum.
Viltu spara
Tíma og peninga
Láttu okkur um
járnin
Komdu með
teikningarnar
Við forvinnum
járnið lykkjur,
bita og súlur
Vottaðar mottur
5,6,7mm
550 3600
TÓNLEIKAR UNM (Ung Nordisk
Musik) hátíðin hefst í 54. skipti í
kvöld í Iðnó. Berglind Tómasdótt-
ir, einn aðstandenda hátíðarinnar,
segir samtökin hafa verið stofnuð
1946 og að Norðurlöndin fimm séu
aðstandenda þeirra. Megintil-
gangur samtakanna sé að efla
samskipti ungra tónskálda á
Norðurlöndum. „Á hverju kvöldi
verða einhverjar uppákomur.
Flytjendur tónlistarinnar eru að-
allega ungir hljóðfæraleikara en
einnig koma fram góðir gestir,
Poing frá Noregi og Nordlys frá
Danmörku. Einnig verða tónleik-
ar með Caput og Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands.“
UNM hátíðin er haldin árlega
til skiptis á Norðurlöndunum
fimm. Síðast var hún haldin á Ís-
landi árið 1997. Á UNM hátíðinni
eru flutt verk ungra norrænna
tónskálda en þau eru valin í und-
ankeppni í hverju landi fyrir sig.
Opnunartónleikar verða sem
fyrr segir í Iðnó kl. 20.30 í kvöld.
Flutt verða verk eftir Stefan
Thorsson sem kemur frá Svíþjóð,
Timothy Page frá Finnlandi, Peter
Due frá Danmörku og Kristján
Guðjónsson frá Íslandi.
Nánari upplýsingar um það
sem er að gerast á hátíðinni má
finna á vefslóðinni
www.musik.is/unm2002.
UNM-BANDIÐ
Tónleikar verða á hverju kvöldi 2. til 6. september kl. 20.30 og lokatónleikar verða í Skál-
holti laugardaginn 7. september kl. 17.
Ung Nordisk Musik:
Samskipti ungra
tónskálda efld
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FUNDIR
20.00 Aglow Reykjavík, kristileg samtök
kvenna halda mánaðarlegan fund
sinn í kvöld í Templarasalnum að
Stangarhyl 4 í Reykjavík. Sigrún
Ásta Kristinsdóttir formaður
Aglow Reykjavík talar. Stúlkur úr
Kefas sjá um lofgjörðina. Allar
konur eru velkomnar. Þátttöku-
gjald er 600 krónur.
20.00 Kynningarfundur Samfylkingar-
innar um Evrópumálefni. Fund-
urinn verður haldinn í Þinghóli,
Hamraborg 11. Svanfríður Jónas-
dóttir alþingismaður kynnir Evr-
ópuúttekt Samfylkingarinnar og
síðan verða umræður og fyrir-
spurnir.
FÉLAGSSTARF
13.30 Félagsvist hjá Félagi eldri borg-
ara í Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3.
TÓNLEIKAR
20.30 UNM (Ung Nordisk Musik) í
Iðnó.
MYNDLIST
Harpa Rún Ólafsdóttir sýnir í Gallerí
Tukt, Hinu Húsinu . Harpa er nýnemi í
Listaháskólanum og er þetta fyrsta
einkasýning hennar. Sýningin stendur til
15 september.
Rebekka Gunnarsdóttir sýnir í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafn-
arfirði. Rebekka sýnir vatnslitamyndir og
glerverk. Sýningin stendur til 8. septem-
ber og er opin alla daga frá kl. 13-17 á
opnunartíma safnsins.
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Sýningin stendur til 6. októ-
ber.
Englar Alheimsins:
Komin út
á ensku
BÆKUR Bók Einars Má Guð-
mundsson Englar Alheimsins er
komin út á ensku hjá Máli og
menningu í þýðingu Bernard
Scudder frá árinu 1995 og heitir
á ensku „Angels of the Univer-
se“. Einar fékk Norrænu bók-
menntaverðlaunin fyrir Engla
alheimsins 1995 og bókin hefur
verið þýdd á fleiri tungumál en
nokkur önnur íslensk bók seinni
ára.
Aðalpersónan, Páll, segir
sögu sína frá vöggu til grafar og
lýsir því hvernig skuggi geð-
veikinnar leggst yfir líf hans
þegar æskuárunum sleppir.
Kápumynd gerði Björg Vil-
hjálmsdóttir og á kápu má sjá
hluta af höggmyndinni Farar-
heill eftir Borghildi Óskarsdótt-
ur.
HÖNNUN Þorbjörgu Þórðardóttur
veflistakonu hefur verið boðið að
sýna á alþjóðlegum textílbiennal í
Pólandi, II International Artistic
Linen Cloth Biennale Krosno
2002. Markmið sýningarinnar er
að endurvekja hörinn til listsköp-
unar. Þorbjörg sýnir þrjú verk
unnin úr íslenskum hör sem var
ræktaður undir Eyjafjöllum.
Við hæfi þykir að staðsetja
biennalinn í Pólandi þar sem hör
hefur verið ræktaður í gegnum
aldirnar og verið aðal undirstaða
í vefnaði þjóðarinnar allt frá
strigapokum, upp í hágæða
damask (rósavefnað). Sýningin,
sem er farandsýning, opnaði síð-
astliðinn föstudag í Museum of
Art and Crafts í Krosno, hún
verður einnig sett upp í Úkraínu,
Slóvakíu og Ungverjalandi.
Þorbjörg Þórðardóttir:
Sýnir hör
í Póllandi
EITT VERKA ÞORBJARGAR
Markmið sýningarinnar er að endurvekja
hörinn til listsköpunar.
Mál og menning hefur sent frásér þrjár kiljur, Óvinafagn-
að eftir Einar Kárason, Alkemist-
ann eftir Paulo Coelho og
Brosmilda manninn eftir Henn-
ing Mankell. Óvinafagnaður segir
af Þórði kakala sem situr að sum-
bli í Noregi árið 1238 þegar hann
fær þær fréttir að faðir hans og
bróðir, hafi verið felldir á Örlygs-
stöðum. Í Alkemistanum segir af
piltinum Santíago sem hætti á
prestaskóla og gerðist hjarð-
sveinn. Thor Vilhjálmsson þýddi.
Saga Brosmilda mannsins hefst á
því þegar Gustaf Thorstensson
lögmaður er einn á ferð í bíl sín-
um seint um kvöld og sér mann á
veginum, reyrðan niður í stól.