Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 23
23MÁNUDAGUR 2. september 2002
SJÓNHVERFINGAR Sjónhverfinga-
maðurinn Criss Angel eyddi 24
tímum í tanki, á stærð við síma-
klefa, sem fylltur var vatni á
Time Square torginu í New York.
Þegar hann var laus úr prísund-
inni þakkaði hann fjölskyldu sinni
fyrir og leið út af. Hann var flutt-
ur með hraði á næsta spítala þar
sem var hugað að honum.
Angel skreið ofan í tankinn
áður en aðstoðarmenn hans fylltu
upp með vatni og drógu svört
tjöld fyrir. Vegfarendur gátu fyl-
gst með athæfinu í gegnum sjón-
varpsskjái.
„Ég lenti í smá vandræðum um
nóttina. Mér varð alltof heitt og ég
hélt að það myndi líða yfir mig,“
sagði Angel þegar hann var búinn
að jafna sig.
BJÖRK JAKOBSDÓTTIR
Í HLUTVERKI SÍNU
Það eru mikil átök að vera eini leikarinn á
sviðinu allan tímann.
Sellofón til Evrópu og
Norðurlanda:
Heimildaverk
um útivinn-
andi konur
LEIKHÚS Björk Jakobsdóttir leik-
kona hefur gert samning um sýn-
ingarrétt á einþáttungi sínum,
Sellofón til Evrópu og Norður-
landanna. Sellofón var frumsýnt í
Hafnarfjarðarleikhúsinu í vor
undir leikstjórn Ágústu Skúla-
dóttur, en tekið upp að nýju nú um
miðjan ágúst. Að sögn Bjarkar
hefur verið húsfyllir síðan sýn-
ingar hófust og er þegar uppselt
út september.
Björk segist hafa skrifað leik-
ritið í mars á þessu ári en lengi
gengið með hugmyndina. „Þetta
er heimildarverk um útivinnandi
konur og ég tileinka þeim það.
Flestar ættu að geta séð sjálfar
sig í því.“ Hún segist ekki vita
hvenær sýningar á verkinu hefj-
ast erlendis en langar til að fylgja
því sjálf eftir. „Ég vonast til að
það verði sem fyrst en ég veit
ekki enn hvar það verður fyrst
sýnt.“
Á KAFI
Sjónvarpsvélar vörpuðu myndum af Criss
Angel á meðan hann var á kafi í 24 tíma.
Sjónhverfingarmaðurinn Criss Angel:
Á kafi í 24 tíma
Viltu verða
skipstjóri?
Námskeið til 30
rúml./65 brúttótonna
skipstjórnarréttinda
hefst 4. sept.
Ekki missa af þessu
námskeiði.
Siglingaskólinn
Sími 898 0599 og 588 3092